Þjóðviljinn - 23.05.1976, Síða 17
Sunnudagur 23. mai 1976 l>.IÓi)ViLJINN — SIOA 17
og það er mjög algengt að þeir
séu óánægðir með að verða að
spila aðra t'ónlist en þeir vildu
hafa gert. Þarna gæti rikisrek-
inn fjölmiðill orðið þeim skjól.
En það hefur ekki gerst.
Sp. Eru þá forráðamenn út-
varpsins ekkí þeirrar skoðunar,
að útvarpsefni verði að
samræmast smekk hins
almenna skattgreiðanda, sem
heldur útvarpinu uppi?
AHS: Þetta kann að vera rétt,
en ég get ekki svarað fyrir út-
varpsmenn á einn eða annan
hátt. En ég held að það megi
vera miklir furðumenn, sem
vita um allar hræringa.r meðal
almennings, og auk þess er
ákaflega erfitt að taka meðaital
af smekk eða vilja fólks. Og
þrátt fyrir það að smekkur al-
mennings hafi töluverð áhrif á
val útvarpsefnis, held ég að við
megum ekki gleyma hinu, að út-
varp hefur töluverð mótandi
áhrif. Og útvarpið getur ekki
skotið sér undan þeirri ábyrgð
að móta smekk, að hafa áhrif á
þroska manna.
Biandaðar
músikdagskrár
Sp. Á meðal þeirra manna
sem stunda smekkmótun, á sér
þar stað einhver umræða um
það, hvernig staðið skuli að
henni?
AHS: Ég hef aldrei orðið var
við það, að menn hafi stillt upp
þessum vanda, þ.e. að móta
músikpólitik eða menningar-
pólitik.
Sp. En er ekki menningar-
pólitik fólgin i þvi, hve hlutfall
18. og 19. aldar tónlistár er tröli-
vaxið?
AHS: Ég veit ekki hvaða hlut
fall er æskilegt, en ég er ekki
viss um að hún sé kynnt á réttan
hátt. 1 dagskránni eru of
strangar linur um það hvað
kallast æðri tónlist og óæðri.
Þar er sinfóniutónlist, þar er
kammertónlist og þar er létt
tónlisto.s.frv. Mér finnst öll slik
flokkun á tónlist varasöm, hún
er bara hjálpartæki — til að átta
sig á tónlistinni, Ég vil fá bland-
aðar dagskrár, með einu popp-
lagi, einu sönglagi eftir
Schubert, indverskri tónlist,
rimum og elektrónik og vand-
aðri kynningu með.
Sp. Er ekki gengið út frá allt
of mikilli þekkingu hlustenda,
þannig að menn sem eru ekki
alveg inni i tónlist, hafa of litið
gagn og gaman af tónlistarþátt-
um?
AHS: Það má tvimælalaust
auka fræðsluna, og almennt á að
nota fjöimiðla meir sem
kennslutæki. Það er kannski það
eina sem getur réttlætt þá. En
hvað heyrum við nú i útvarpi?
Hvort sem við erum á Indlandi
eða tslandi heyrum við þessa
formönguðu tónlist, gróða-
hyggjutónlistina. Hún er að
drepa þann skemmtilega fin-
gerða og mismunandi tónlistar-
gróður, sem hefur þróast um
allan heim. 1 stað þess að taka
þátt i þeirri útrýmingu ætti
útvarp að styðja við alþýðu-
tónlist.
Ég minntist á útbreiðslu
tónlistar. Nú getur eiginlega
hver og einn eignast plötu,
segjum 9. sinfóniu Beethovens.
Það er i sjálfu sér mjög gott, en
mér hrýs hugur við allri þessari
hlustun. Þegar þetta verk er
samið og frumflutt 1821, þá er
kannski ungur tónlistarunnandi
i Vinarborg sem heyrir frum-
flutninginn. Siðan heyrir hann
verkið tvisvar þrisvar á ævinni.
Maður má ekki gleyma þvi að
þessí tónlist er ekki samin fyrir
jafn mikla neyslu og nú á sér
stað.
Þess vegna hefur mér flogið i
hug, hvórt ekki eigi að hefja
framleiðslu á hljómplötum, sem
endast eins og fimm umferðir á
grammófón, en eyðast siðan. Ég
held að þá myndu menn hlusta á
tónverkin af meiri athygli en nú
er þegar maður getur farið i bað
og sett sinfónfu á fóninn á
meðan. Ef maður þarf að
teggja svolitið á sig til að hlusta,
t.d. kaupa miða á tónleika búa
sig út og fara á staðinn, þá held
ég upplifunin verði töluvert
sterkari.
Tækin oröin aðalatriði
— ekki tónlistin.
Sp. Nú þarf töluvert kapital til
að koma tónlist á framfæri. Er
það mikil hindrun frjóu
tónlistarlifi?
AHS: Þvi verður ekki neitað.
Við sjáum t.d. hve poppið er
undirlagt af græjum, sem
stöðugt verða meiri og meiri,
dýrari og dýrari. Það er eins
með elektrónik. Þar þarf dýrar
græjur, — stúdióin eru dýr. Hinu
gleyma menn oft að það er hægt
að komast hjá þessu. Til dæmis
er hægt að komast langt með lit-
ið segulband i staðinn fyrir
stúdió.
Svo eru það allar þessar
neysluleiðbeiningar, s.s. i
Klásúlum og tónlistargagnrýni.
Það er tónlistargagnrýnandinn
sem bendir á að þessi kafli hafi
verið fluttur of hratt, hinn of
hægt, kontrapunkturinn hafi
verið á vitlausum stað o.s.frv.
Hinn almenni hlustandi tekur
ekki eftir þessu, heldur þarf sér-
fræðing til að benda á þetta. Ef
við tökum hins vegar dæmi af
alþýðutónlistarmanni, t.d. á
Java, þá eru svona leiðbein-
ingar óþarfi. Fólkið finnur sjálft
hvort maðurinn er vel eða illa
upplagður og hefur kannski ekki
miklar áhyggjur af þvi. Þar er
tónlistin hluti af lifi fólksins og
ekki orðið jafn firrt frá mönn
um og hér. Litum á poppið. Það
kemur plata og hún er með
góðri tónlist og vel flutt. En það
er skrifað um upptökutæknina,
sem enginn almennur neytandi
botnar i, — að bassinn hafi verið
of sterkur þarna o.s.frv. Það er
búið að firra okkur frá verkinu.
Þar með er gefið i skyn að það
sé ekkert hægt að gera nema
með öllum þessum tækjum.
Maður heyrir popparana segja,
að það sé ekkert hægt að gera i
stúdióinu i Hafnarfirði, fyrr en
þangað eru komnar 32 rásir. Ég
held hins vegar að það sé hægt
að gera góða hluti i tónlist og
miðla mannkyninu af þvi, án
-þesis að nota allar þessar græj-
ur. Ég held að þetta sé eins
konar skurðgoðadýrkun.
Hljóðmengað umhverfi
AHS: Það mótar örugglega
músiksmekk manna, hve hljóð-
umhverfi okkar er orðið meng-
að. Fyrir nokkrum áratugum
tóku allir ibúar Laugavegs eftir
þvi, ef hestur með kerru i eftir-
dragi fór niður götuna. En próf-
ið núna að standa niðri á
Hlemmtorgi, loka augunum og
hlusta. Þá heyrið þið i þessari
hljóðmengun sem menn taka
yfirleitt ekki eftir lengur. Fyrir
iðnbyltingu samanstóð hljóð-
umhverfi manna af manna-
hljóðum og veðurhljóðum. Nú
eru vélarhljóð orðin 65% af þvi,
og það hlutfall er alltaf að auk-
ast. Hugsið ykkur bara, hve
tónlist var stórkostleg upplifun
áður en ö!l þessi hljóðmengun
kom til. Hún er mjög hættuleg
allri tónlistarneyslu, heyrnin
verður grófari og sljóvgast
gagnvart öllum fingerðari hlut-
um.
Mér er óskaplega illa við allan
þennan hávaða. Þögn er, á
ákveðinn hátt, skilyrði tónlistar.
Ég hef gert eina tilraun, sem
mig langar til að halda áfram
með, Það er tónlist sem er á
mörkum óms og þagnar. Fyrir
skömmu flutti kammersveitin
verk eftir mig, þar sem allt var
eins veikt og hægt var, sem
andstæða við allan þennan
hávaða.
Það er mikilvægt að minnka
alla þessa fjölmiðlun, og mér
finnst það tvieggjað, að fjöl-
miðillinn útvarp skuli rjúfa
þögnina allan daginn. Ég gæti
vel hugsað mér útvarpið eins og
það var i gamla daga. Þá var
hádegisútvarp frá tólf til hálf
tvö. Svo var þögn.Siðan var út-
varpað i klukkutima frá hálf
fjögur til hálf fimm. Svo var
þögn til klukkan hálf sjö. Ég
held að það ætti að takmarka
svolitið alla þessa hávaðafram-
leiðslu, en leggja þess i stað svo-
litið meira i það sem er flutt.
Ef ég væri dagskrárstjóri i
eina klukkustund, þá myndi ég
hafa þögn.
ÞH/gg/myndir HÞ
Með augum
Hans Malm
••.jrtafRí^^almbe rg heitir4’
'ÍMSM 9 u r I \ óVm y n d ar t
^Ænsfcðr*9em ýmis ágæt-,
HPÍ»" Ifafa eignast
^inyííÖireftir. Ekki alls fyrir
?íön|W, var haldin j Stokk-
‘ hólmi sýning á verkum hárís%
frá sl. 30 árum. Hér á -
síðunni birtast fjórar
^myndir af þeirri svningu..
“ Kyrrlátar myndir en funar T
af lífi. Allar gætu þærjfallfð**
undir eitthvað samheiti.
Kannski mætti kaila þær
Tvíundir? (Ur SWEDEN
NOW)