Þjóðviljinn - 02.06.1976, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. júni 1976. \
Vélskóli íslands
Eftirtaldar deildir
verða starfræktar
skólaárið 1976-1977:
Reykjavik: 1., 2., 3' og 4. stig.
Akureyri: 1. og 2. stig.
Isafjörður: 1. og 2. stig.
Vestmannaeyjar: 1. og 2. stig.
Siglufjörður: 1. stig (ef næg þátttaka
fæst).
1 ráði er að stofna deildir á Akranesi, i
Keflavik og á Neskaupstað er veiti þá
fræðslu er þarf til að ljúka 1. stigi vél-
stjóranáms, ef næg þátttaka fæst.
INNTÖKUSKILYRÐI:
1. stig:
a) Umsækjandi hafi náð 17 ára aldri.
b) Umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúkdómi eða hafi
likamsgalla sem geti oröið honum til tálmunar við starf
hans.
c) Umsækjandi kunni sund.
2. stig:
a) Umsækjandi hafi náð 18 ára aldri
b) Sama og fyrir 1. stig.
c) Sama og fyrir 1. stig.
d) Umsækjandi hafi lokiö miðskólaprófi eða hlotið hlið-
stæða menntun.
e) Umsækjandihafieittaf þrennu: 1. Lokiö vélstjóranámi
1. stigs með framhaldseinkunn, 2. öðlast amk. tveggja ára
reynslu i meðferð véla eða vélaviðgeröum og staðist sér-
stakt inntökupróf viö skólann, 3. Lokið eins vetrar námi i
verknámskóla iönaöar i málmiðnaðargreinum og hlotiö
amk. 6 mánaða reynslu að auki i meðferð véla eða véla-
viögerðum og staðist sérstakt inntökupróf.
UMSÓKNIR:
Umsóknareyðublöð fást i skrifstofu skól-
ans i Sjómannaskólanum, hjá húsverði
Sjómannaskólans, hjá Vélstjórafélagi ís-
lands Bárugötu 11, i Sparisjóði vélstjóra
Hátúni 4A og hjá forstöðumönnum deilda.
Umsóknir sendist til:
Reykjavik: pósthólf 5134, Reykjavik.
Akureyri: pósthólf 544, Akureyri.
Isafjörður: pósthólf 127, Isafirði.
Vestmannaeyjar: pósthólf 224, Vest-
mannaeyjum.
Upplýsingar um ráðgerðar deildir gefa:
Siglufjörður: Markús Kristinsson, simi 96-
71525
Akranes: Sverrir Sverrisson, simi 93-1670
Keflavik: Ingólfur Halldórsson, simi 92-
1857
Neskaupstaður: Kristinn V. Jóhannsson,
simi 97-7560.
UMSÓKNIR NÝRRA NEMENDA
BERIST FYRIR 10. JUNÍ 1976
Skólinn verður settur miðvikudaginn 15.
september kl. 14.00. Kennsla hefst
fimmtudaginn 16. september kl. 8.00.
Endurtökupróf fyrir þá sem ekki náðu til-
skilinni einkunn eða náðu ekki framhalds-
einkunn, fara fram 7.-10. september 1976.
Sækja þarf um þátttöku i þeim á sérstöku
eyðublaði.
SKÓLASTJÓRI
Innheimtustofnun Sambands
málm- og skipasmiðja
Innheimtustofnun Sambands málm- og
skipasmiðja tekur til starfa þann 1. júni.
Aðildarfyrirtæki geta frá og með deginum
i dag notfært sér þessa þjónustu.
Samband málm- og skipasmiðja.
Garðastræti 38,
Reykjavik,
Simar: 17882 og 25531.
Af innlendum og
erlendum vettvangi
Sendum einn af
okkar fiskifræð-
ingum til Japan
fiskímál
^eftir Jóhann J. E. Kúld,
Ég hef hér i þessum þætti min-
um að undanförnu brugðið upp
dálitilli rissmynd af þeim mögu-
leikum, sem ég tel vera hér á eldi
dýrra fisktegunda I sjó. I þessu
sambandi hef ég -Bent á stærstu
fiskveiöi- og fiskeldisþjóð heims-
ins sem fyrirmynd. En á þessu
sviði standa japanir allra þjóða
fremstir nú, sökum sinnar miklu
kunnáttu og margra alda reynslu
i fiskeldi. Sá mikli árangur, sem
japanir hafa náð á slöustu árum á
þessu sviöi, er svo stórkostlegur,
að undrun vekur. Sú nýja 5 ára
áætlun, sem nú er nýlega hafin I
Japan á sviöi fiskiræktar og fisk-
eldis, er grundvölluð og verður
uppbyggð af þeirra fremstu og
færustu visindamönnum. Hér er
ekki lengur um tilraunastarfsemi
að ræða, heldur framkvæmd
áætlunar, sem byggist á nútima
tækni og visindum, þar sem
stuðst er viö margra alda reynslu
japana.
Fiskiræktarþáttur
áætlunarinnar.
Þar sem japanir reikna með
miklum samdrætti i fiskveiðum
sinum á næstu árum á f jarlægum
miöum, sökum komandi útfærslu
strandrikja á fiskveiðilögsögunni
I 200 milur, þá snýst sú 5 ára
áætlun, sem nú er farin I gang,
mikið um ræktun á fiskistofnum
við sjálfa japönsku ströndina. Og
þessari ræktun fiskistofna á
heimamiðum japana er ætlaö á
næstu árum það hlutverk að vega
meira I aukinni fiskigengd á
japönskum miðum heldur en
samdrætti nemur á fjarlægum
miðum. Til stuðnings við þessa
áætlun japanskra fiskifræðinga
hafa nú veriö tilkallaðir færustu
verkfræðingar þjóðarinnar.
Verkfræðingunum er ætlað það
hlutverk við framkvæmd 5 ára
áætlunarinnar að breyta hafs-
botninum á ýmsum stöðum við
ströndina þannig, að sem hag-
stæðust skilyrði fáist fyrir hina
ýmsu' fiskistofna. Þetta verður
gert með byggingu risavaxinna
garða á hafsbotni' til að veita
fiskinum skjól, plöntun stórra
þaraskóga, þar sem dýpi er
hentugt til þess, ásamt neðan-
sjávarhindrunum, að draga úr of
mikilli hreyfingu úthafsöldunnar.
Þetta eru aðeins nokkur dæmi
um, hvað áætlað er að gera við
japönsku ströndina I þjónustu
aukinnar fiskiræktar. Ég teldi
þaö ómaksins vert, aö islenska
sjávarútvegsráðuneytið gengist
fyrir þvi, aö sendur væri héðan
frá Hafrannsóknastofnuninni is-
lenskur fiskifræðingur, sem
dveldist I Japan i ekki minna en 6
mánuði og fengi að kynnast þvi,
sem þar er verið að gera á sviði
fiskiræktar og fiskeldis. Það er
vitað mál, að japanir standa á
þessum sviöum langtum framar
heldur en bæði Evrópumenn og
menn vestan hafs. Sökum legu
lands okkar, þá er okkur nauðsyn
á þvi að gera okkur það ljóst
strax, að framtið stækkandi
þjóöar I þessu landi verður fyrst
og fremst að grundvallast á fisk-
veiðum og fiskiðnaði ásamt
öörum þeim möguleikum, sem
hafið hefur upp á að bjóða, svo
sem eldi dýrra fisktegunda. I
þessu sambandi hef ég áöur bent
á, að okkur er það lifsnauðsyn að
halda strandsjó okkar hreinum,
svo viðeyðileggjum ekki þau skil-
yrði sem þar eru á ýmsum
stööum fyrir hendi til fiskiræktar
og fiskeldis.
Gildi skjóls á hafsbotni
Éghef lengihaft grun um, aö á
grunnsævi, þar sem hreyfing út-
hafsöldunnar nær niður að botni,
eða niður undir botn, væri fiskum
lifsnauösyn á þvi að geta leitað
sér skjóls, þegar hreyfing öldunn-
ar verður hvað mest. Þetta er nú
viðurkennd staðreynd og ætla
japanir að reisa slika skjólgarða
á hafsbotni, þar sem þeir telja
þörfina vera brýnasta. Þetta er
eitt af þeim verkefnum, sem
unnið verður að við japönsku
ströndina í sambandi viö 5 ára
áætlun þá, sem nýlega er hafin
um fiskveiðar, fiskræktun og fisk-
eldi, eins og ég hef sagt frá hér að
framan.
Eftir aö fariö var aö beita köfun
froskmanna og neðansjávarkvik-
myndun i þágu fiskirannsókna,
þá kom það greinilega I ljós, að
fiskar leituðu skjóls við sokkin
skipsflök, hraunsnaga eða hverja
aðra sllka ójöfnu á hafsbotni. 1
þessu sambandi er þaö eftirtekt-
arvert, að strax aö loknu Surts-
eyjargosinu við Vestmannaeyjar,
þá leitaði fiskur fljótt upp að eyj-
unni andstætt þvi sem ýmsir
glöggir fiskimenn héldu, að
mundi veröa. Skýringuna á þessu
held ég, að sé að finna i þvi skjóli,
er þarna myndaðist á hafsbotni
viö gosiö.
Út frá þessari vitneskju held
ég, að nauðsyn beri til fyrir okkur
islendinga, að endurskoðuð veröi
afstaða okkar til fiskveiða meö
botnvörpu á ósléttum botni, t.d.
þar sem ennþá er aö finna óslétt
hraun á fiskislóð landgrunnsins.
Það er ekki ótrúlegt, að búiö sé nú
þegar aö slétta of mikið botn
sjávarins á ýmsum stöðum á
grunnslóð fiskimiða viðs vegar
við landið. Þetta getur leitt til
þess samkvæmt kenningu
japanskra fiskifræðinga, sem ég
efast ekki um að séu réttar, að
torvelt geti veriö fyrir fisk aö
haldast viö á botni, þar sem allt
skjól vantar. Þaö getur þvl farið
svo, ef við ætlum okkur aö stunda
ræktun fiskistofna á grunnslóð-
inni i framtiðinni i stað rányrkju,
að við verðum aö gripa til
svipaðra aðgerða og japanir nú,
þ.e.a.s. koma upp skjólgörðum
gerðum af tæknikunnáttu á
þýðingarmiklum stöðum.
Ástand norsku síldarinnar
Eins og mönnum er kunnugt, þá
byggöust sildveiðarnar úti fyrir
Norðurlandi á hingaökomu
norsku stórsildarinnar eftir
hrygningu við Suövestur-Noreg,
siðast að vetrinum og snemma
vors. A hinum miklu slldarárum i
Noregi, þá kom sildin venjulega
af hafi upp að norsku ströndinni
einhverntima i janúarmánuði, en
stundum fyrr og sjaldan seinna.
Það var á löngu árabili, að sildin
kom upp aö ströndinni nálægt
Titranvitanum úti fyrir Norð-
mæri og hélt siðan suöur með
ströndinni á hrygningar-
stöðvarnar nálægt Haugasundi.
A meðan hún gekk suður með
ströndinni, myndaöi hún sjaldan
torfur, en varveidd mikið á þeirri
leið i reknet. A hrygningar-
stöðvunum, sem aö stærsta hluta
voru innan skerjagarösins,
myndaði sildin hins vegar miklar
torfur og var þá veidd i stórum
stil I snurpunót. Að lokinni
hrygningu hélt hún siöan hingaö
tii íslands i ætisleit. Um langt
árabil hefur nú sildarinnar ekki
orðið vart á hinum gömlu
hrygningarstöðvum við Noreg.
Siðustu sumarsildveiðar is-
lendinga og norömanna voru ekki
hér úti fyrir Noröurlandi, heldur
á miöum nálægt Bjarnarey. Þaö
er nú liöiö hátt á annan áratug,
siðan islenskir sildveiöisjómenn
hurfu af sildarmiöunum djúpt út
af Austfjörðum og þá datt engum
I hug a sildarstofninn væri
uppveiddur, hvorki islendingum
né norðmönnum.
En svo gerðist þaö, aö þessi
norski stórsildarstofn kom ekki
upp að Noregsströnd næsta vetur
til aö hrygna nema þá i mjög
smáum stil og á allt öðrum stöð-
um heldur en áður þekktist. Nú
segja bæði norskir og islenskir
fiskifræðingar, að sQdarstofninn
hafi horfiö sökum ofveiði. Aöeins
einn norskur fiskifræðingur, sem
nú er hættur störfum, hefur allt
frá upphafi haldið fram annarri
kenningu og heldur enn. Þaö er
Finn Devold. Hans kenning er sú,
að aðalástæðan fyrir hvarfi
norska stórsiidarstofnsins hafi
ekki verið ofveiði, heldur hafi
þetta orðið vegna breyttra haf-
strauma. Devold heldur þvi fram,
að slikt hvarf slldarinnar hafi um
margra alda skeið gerst með ná-
iægt þvi hundrað ára millibili.
Þessa kenningu slna styður hann
með þvi að vitna i sildveiöisögu
Noregs, sem er til i handritum og
nær nokkuð langt aftur i aldir.
Eftir hvarf norska sildarstofnsins
spáöi Devold þvi, að sildin kæmi
upp aö Norður-Noregi eftir 15—20
ár og þá færi stofninn að aukast
aftur.
Nokkurrar stórsildar hefur
orðið vart við Noröur-Noreg allra
siðustu árin, en þó mest nú i ár.
Fiskifræöingar telja þó, að stofn-
inn sé of veikburöa ennþá tD þess
að hægt sé að leyfa veiöar á hon-
um. ÖD veiði á norska sDdar-
stofninum er nú algjöriega
bönnuð fyrir atbeina norskra
fiskDræðinga. Nú upp á siökastiö
hefur hins vegar komið upp deDa
á milli sildveiðisjómanna og
fiskifræöinganna um það, hvaö
norski stórsildarstofninn sé stór.
Fiskimennirnir telja stofninn
mikið stærri heldur en fiski-
fræöingar áætla að hann sé, og á
grundvelli þess hafa þeir krafist
aö leyfö verði takmörkuð veiði á
sildarstofninum. Þessu hafa
fiskifræðingarnir neitaö og krefj-
ast þess, aðhann fái að vaxa upp i
hæfilega nýtingarstærð. Þessi
deiia hefur nú komist á það stig
aö komast inn i norsk blöð. 1 tQ-
efni þessarar deilu þótti mér rétt
að rifja upp sögu norska stór-
sDdarstofnsins og hvarf hans með
fáum orðum. En fyrst ég er farinn
aö ræöa um norsku sDdina, þenn-
an mikla bjargvætt islenska
þjóöarbúsins um áratuga skeið,
þá er eðlDegt, að spurt sé:
Framhald á bls. 14.