Þjóðviljinn - 02.06.1976, Síða 13

Þjóðviljinn - 02.06.1976, Síða 13
Miðvikudagur 2. júni 1976. ÞJóÐVILJINN — StÐA 13 Joris Ivens ekki af baki dottinn: Gerði tólf stunda heim- ildarkvikmynd um Kína Hollendingurinn Joris Ivens, einn þekktasti meistari heimildarkvik- mynda, er sannarlega ekki sestur í helgan stein enda þótt hann sé 78 ára. Hann hefur nýlega gert Joris Ivens: Var með bæði á mikla kvikmynd um Kína eftir menningarbyltingu sem alls er í f jórum hlut- um og tekur 12 stundir að sýna. Þessi mynd, sem heitir „Hvernig Júkong færði fjöll" og hefur verið sýnd i París að undanförnu, er sögð ýtar- legasta kvikmynda- heimild um Kína samtím- ans sem gerð hefur verið til þessa. Ivens gerði fyrstu mynd sina i Hollandi árið 1927 en hefur slðan víða farið með kvikmyndavélar og róttækar skoðanir sinar. Hann gerði myndina ,,Hetju- söngur” I Sovétrikjunum árið 1932 og fimm árum siöar gerði hann hina frægu mynd um borgarastyrjöldina á Spáni, Sænsk jörð. Hemingway samdi textann. Sú mynd fór nýlega nýja sigurför ekki alls fyrir löngu þegar Franco einvaldur lést. Hann gerði „Máttur mold- ar” i Bandarikjunum 1944, siðar gerði hann myndir á Kúbu, Mali, i Chile og Vietnam. Að ögra fólki Kinamynd Ivens var sýnd á kvikmyndahátiðinni i Cannes nú á dögunum. Höfundur segir að Spáni og I Vietnam. alþjóðlega dómnefnd, jafnvel i Cannes, þar sem menn hafi ekki mjög hugann við hugmynda- fræðilegar deilur. En við vilj- um, segir hann, umræðu, við viljum að menn hlusti á kin- verja, sjái hvaða augum kin- verjar lita á land sitt en ekki hvaða augum við litum Kina sjálfir. Við viljum umræðu, ekki við stjórnanda kvikmyndar- innar, heldur við kinverjana. Ivens segir i viðtali við IHT að hann hafi i 40 ár verið að hugsa um það hvernig heimildarkvik- mynd ætti að vera. Hún verður, segir hann, að vera myndræn dramatisering á daglegu lifi. Hún verður að koma fólki til að hugsa, ögra þvi. t þrengri og herskárri skilningi: Hún getur flutt áróður. Svið hennar er vitt — hún getur spannað frá frétta- mynd til leikinna atriða. Það er, þegar allt kemur til alls, engin trygging fyrir þvi, að rétt sé með farið að, kvikmyndavélin hafi horft á raunverulega at- burði, skáldskapur getur verið sannari. Vildu ekki nærmyndir Joris Ivens kom fyrst til Kina árið 1938. Hann tók þar mynd sem fjallaði um japanska ásælni, sem hét „400 miljónir”. Þá skildist honum, að Sjú En-læ þætti mikils um vert að geta kvikmyndað þá sögu sem kommúnistar voru þá að skapa, og þvi skildi Joris eftir kvikmyndavél sina og 2000 metra af filmu. Fyrstu orðin sem Joris Ivens lærði i Kina 1938 voru „bú jao kan” — ekki horfa i vélina. Hann kom aftur austur þangað 1958, tók þá mynd sem hét „Bréf frá Kina” og hélt hámskeið i kvikmyndagerð. Hann segir að það sé fyrst núna að kinverska kvikmyndagerð sé að taka nokkrum framförum. Myndir þeirra eru bundnari en við eig- um að venjast, segir hann. Kvikmyndavélin tekur ekki þátt i atburðunum, hún virðir þá fyr- ir sér. Annað er, að kinverjar voru mjög tregir til að nota nær- myndir vegna þeirrar gömlu heföar að það sé ósæmandi að gerast nærgöngull við einkalif manna. Ég varð að útskýra fyr- ir þeim, að andlit gæti verið eins fallegt og landslag. Þessi hefð var tengd konfúsiusarsið, og það er liklega tengt baráttunni gegn þeirri arfleifð sem kin- verjar eru alveg núverið farnir að nota miklu meir en áður nær- myndir. Að skilja eftir jurt Joris Ivens hefur kvikmyndað fyrir Shell og Philips, en flestar myndir hans hafa endurspeglað róttækar pólitískar skoðanir hans i þeim mæli aö hann hefur verið kallaður kreddukommi. Það finnst honum, óréttlátt.t bók sinni „Kvikmyndavélin og ég” skrifar hann: „Það er nauðsyn- legt að finna fyrst hinn félags- lega veruleika og siðan það megindrama sem að baki þessa veruleika felst.” Joris Ivens vann i þrjú ár að kvikmyndinni „Hvernig Júkong flutti fjöll”. Hann tók 120 klukkustundir af filmu og notaði einn tiunda hlutann. Hann háfði franska konu sér til aðstoðar, en að ööru leyti voru allir liðsmenn kinverskir og lærðu fagiö meö- an á verkinu stóð. Mér finnst gott að vinna með landsmönnum sjálfum þar sem ég kem. Þetta geröi ég i Banda- rikjunum, á Kúbu og i Vietnam. Mér finnst gott að hafa einn þeirra á bak við kvikmynda- tökuvélina. Það eykur hinum traust. Þetta getur stundum verið erfitt fyrir kvikmynda- stjórann, en það þýðir, að hann hefur kennt fólki. Maður hefur skilið eftir jurt sem mun vaxa. það sé ágætt að fá myndir fyrir | útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Einar Björgvin byrjar lestur sögu sinnar „Palla, Ingu og krakkanna i Vik”. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutón- listkl. 10.25: Páll tsólfsson leikur orgelverk eftir Buxtehude, Clérambault, Zipoli, Bach og HSndel. Morguntónleikar kl. 11.00: Sinfóniuhljómsyeit Utah- fyikis leikur „Hitabeltis- nótt” sinfóniu nr.' 1 eftir Louis Moreau Gottschalk; Maurice Abravanel stj./Hljómsveit Tónlistar- skólans I Paris leikur „Arstiðirnar,” ballettmúsik op. 67 eftir Alexander Glaxúnoff: Albert Wolff stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Myndin af Dorian Gray” eftir Oscar Wilde.Valdimar Lárusson les þýðingu Sigurðar Einarssonar (6.) 15.00 Miðdegistónleikar. György Cziffra leikur pianótónlist eftir Franz Liszt: Konsertetýðu i Des- dúr, Tarantellu, Konsert- etýðu I f-moll og Helgisögn nr. 2. Janet Baker syngur „Þrjá söngva Bilitis” eftir Claude Debussy. Gerald Moore leikur á pianó. Pierre Penassou og Jacqu- eline Robin leika Sónötu fyrir selló og pianó eftir Francis Poulenc. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 „Eitthvað að lifa fyrir” eftir Victor E. Frankl. Hóimfriður Gunnarsdóttir byrjar lestur þýðingar sinn- ar á bók eftir austurriskan geðlækni, sem greinir frá athugunum sinum á við- brögðum fólks i fanga- búðum nasista á striðsárun- um. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál.Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Umsjónarmenn Arnmundur Backman og Gunnar Eydal lögfræðingur. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur.Þuriður Pálsdóttir syng- ur lög eftir Karl O. Runólfs- son. Ólafur Vignir Alberts- son leikur á pianó. b. A Jökulhálsi. Hallgrimur Jónasson rithöfundur flytur ferðaþátt. c. Kolfreyja og Vöttur.Rósa Gisladóttir les þjóðsögu úr safni Sigfúsar Sigfússonar. d. Stormasöm ævi á stóli biskups. Jón T. Hjálmarsson flytur siðara erindi sitt um Bauka-Jón. e. Um islenska þjóðhætti. Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Samsöngur. Tryggvi Tryggvason og félagar syngja. 21.30 Útvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantakis. Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (35). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senujófur” ævisaga Haralds Björns- sonar.Höfundurinn Njörður P. Njarðvik, les (27). 22.40 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. ' # sjónvarp :....... i ! 18.00 Björninn Jógi Bandarisk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Demantaþjófarnir Finnsk framhaldsmynd. Lokaþáttur. Efni þriðja þáttar: Bófarnir felast úti i eyju. Einn þeirra fer i bæ- inn. Hann stelur peningum frá blaðsölustúlku, sem er vinkona strákanna. Hún elt- ir hann, en tekst ekki betur til en svo, að hún verður fangi bófanna. Þýðandi Borgþór Kjærnested. (Nordvision—Finnska sjón- varpið) 18.40 Gluggar Eyðimörkin i Saudi Arabiu Nautgripa- þjófnaður i Japan, Svifflug. Andaleikur.Þýðandi og þul- ur Jón O. Edwald. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Augiýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og visindi Hraðgengar járnbrautar- lestir. Bronx-dýragarður- inn. Veðrið. Opinn skóli. Hjáipartæki handa fötluðum. Umsjónarmaður Ornólfur Thorlacius. 21.05 Bilaleigan Þýskur myndaflokkur. Páskavatn Þýöandi Briet Héðinsdóttir. 21.30 Höfuðtrúarbrögð heims- ins Kanadisk fræðslumynd um helstu trúarbrögð heimsins, hindúasið, búdda- trú, múhameðstrú og kristindóm. Brugðið er upp myndum af helgiathöfnum og helgistöðum og rætt við hinn kunna sagnfræðing ArnoldToynbee. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.15 t þessum þætti skemmta tvö söngtrió, Við þrjú: Sturla Erlendsson. Haraldur Baldursson og Ingibjörg Ingadóttir, og Þremill: Sverrir Guðjóns- son, Sæmundur Grétar Haraldsson og Kjuregej Alexandra Argunova. 23.00 Dagskrárlok Fundur um lánamál atvinnuveganna Stjórnunarfélag tslands gengst fyrir almennum fundi um iána- mál atvinnuveganna að Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 3. júni n.k. kl. 15.00. A fundinum flytja framsöguræður þeir Bjarni Bragi Jónsson hagfr., Helgi Bergs bankastjóri og Valur Valsson að- stoðarbankastjóri. Fulltrúi Seðla- bankans verður gestur fundarins. Tilgangur fundarins er aö efna til umræðna um það, hvernig beina eigi fjármagni og starfs- orku þjóðarinnar að þeim verk- efnum sem færa mesta björg I bú. Segja má, að kveikjan að fundin- um sé ræöa Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra, formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem hann flutti á ársfundi bank- ans 6. mai 1976. í ræðunni komu fram gagnmerkar upplýsingar um þróun efnahagsmála og þann vanda, sem við er að glima. I ræöu sinni minnti seðlabanka- stjóri á þaö, hvernig gengið hefur verið á sjóðu framtiöarinnar með ofnýtingu fiskistofna og skulda- söfnun við útlönd. Taldi hann, að vafasamt væri hvort það tækist að tryggja verulegan hagvöxt hér á landi næstu árin, nema að stefn- unni i fjárfestinga- og atvinnu- málum verði breytt og hinu tak- markaða fjármagni, sem til ráð- stöfunar er, verði beint i auknum mæli til þeirra greina, sem best skilyrði hafa til arðbærrar fram- leiösluaukningar og útflutnings. Mikilvægur liður i slikri stefnu- breytingu væri endurskoðun á starfsemi lánakerfisins og fjár- magnsmarkaðarins. Um þessi atriði verður væntan- lega sérstaklega fjallað á fundi Stjórnunarfélagsins á morgun, fimmtudag. (Fréttatilkynning) Yerslunin hættir Nú er tækifærið aö gera góð kaup. Allar vörur seldar með miklum afslætti. Allt fallegar og góðar barnavörur. Barnafataverslunin Rauðhetta Iðnaðarhúsinu v/Hallveigarstlg Blikkiðjan Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.