Þjóðviljinn - 16.06.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.06.1976, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 16. júni 1976—41. árg. 129. tbl. Örorkulifeyrir á íslandi Langt undir helmingi miðað við í Danmörku ÍC 4*1 • GOSHÆTTAN EKKI MINNI — Það hefur ekkert það gerst siðan við töluöum saman siðast, sem bendir til þess að goshætta á Mývatnssvæðinu hafi minnk- að. Segja má að ástandið sé ó- breytt, en ef eitthvað er þá hafa jarðskjálftar heldur aukist og orðið kraftmeiri en undanfarna mánuði, til að mynda fundu menn votta fyrir einum fyrir skömmu, en undanfarnar vikur hafa þeir aðeins verið mælan- legir, sagði Axel Björnsson jarðeðlisfræðingur er við töluð- um við hann i gær. Axel sagði að gasmagn hefði aukist verulega i einni borhol- unni við Kröflu og að enn héldi landið þar í nágrenninu áfram að risa, en eins og áður hefur verið sagt frá seig landið þar um 1,5 m. i umbrotunum sem áttu sér stað þar nyrðra i vetur. Undanfarið hefur landið risið þarna aftur um 0,5 sm á dag og hefur risið um þaðbil meter aft- ur. Það má þvi allt eins búast við tiðindum af þessu svæði á næst- unni og þess má geta að margir sérfræðingar eru nú fyrir norð- an og fylgjast með þróuninni. —S.dór Ljóst er að gifurlegur munur er á tekjum fatlaðs fólks á tslandi annarsvegar og á að minnsta kosti sumum annarra Norður- landa hinsvegar, islandi i óhag. Theodór A. Jónsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, skýrði blaðinusvo frá að venjulegur örorkulifeyrir hér á landi með tekjutryggingu næmi um það bil 34.000 krónum, og hjá Tryggingarstofnun rikisins feng- um við þær upplýsingar að sá lif- eyrir gæti farið upp i rúmlega 42.000 krónur. Er sú uppbót veitt ef fatlaðir þurfa við sérstakrar umönnunar i heimahúsum, ef húsaleiga er mjög há og i fleiri hliðstæðum tilfellum. I einstaka tilfellum getur lifeyririnn með uppbót farið upp i kr. 48.660, en þau tilfelli heyra til algerra und- antekninga. 1 Danmörku getur örorkulifeyr- ir hinsvegar með ýmiss konar til- leggi vegna húsaleigu og annars fariö upp I um það bil 3000 krónur danskar, en það samsvarar rúm- lega 90.000 krónum islenskum. Er þvi svo að sjá að tekur danskra öryrkja séu aö minnsta kosti all- miklu meira en helmingi hærri en er hér á landi, og getur hver og einn væntanlega sagt sér sjálfur hvernig það gangi fyrir hvern einstakling aö lifa á 40.000 krón- um hér á landi i dag. Theodór A. Jónsson, sem einnig er formaður sambands fatlaðra á Norðurlöndum, skýrði blaðinu svo frá að á þingi sambandsins i Reykjavik nýverið hefðu verið panelumræður um þessi mál og myndi Sjálfsbjörg væntanlega innan skamms fá i hendurnánari upplýsingar um kjör fatlaðra á öðrum Norðurlöndum. dþ. Þessi fjórtán hjóla trukkur frá Loftorku h.f. valt á hringtorginu við Þjóðminjasafnið, Suðurgötumegin, um hádegið I gær. Eitthvað gekk ökumanninum illa að ná beygjunni, þannig að hnykkur kom á bilinn. Sjálfsagt hefur hlassið, sem var grjóthnullungar, farið af stað og velt bilnum. — Ljósm. eik. Islenskir læknanemar í sumarvinnu til Noregs Litlir atvinnumöguleikar hér á lándi orsökin Eitthvað 10-15 islenskir lækna- nemar á fjóröa og fimmta ári i Háskólanum hafa ráðið sig til starfa i sumar á sjúkrahúsum i Noregi. Mun þetta einkum stafa af þvi, að læknanemarnir hafa ekki getað fengið vinnu við læknisstörf hérlendis, og mun þetta vera i fyrsta sínn sem það hefur borið við, að þvi er Þorvaldur Jónsson, formaður félags læknanema, tjáði blaðinu. Sagði Þorvaldur að nú væri ástandiö i þessum málum þannig að fjölmargir læknanemar á fjórða og fimmta ári hefðu litla sem enga vinnu getað fengið i sumar við læknisstörf, en i fyrra hefði nokkurn veginn tekist að sjá þeim læknanemum, sem þess óskuðu, fyrir þesskonar störfum. Þetta mun vera i fyrsta sinn, sem islenskir læknanemar leita á þennan hátt til starfa erlendis, og sagði Þorvaldur að mönnum mundi ekki hafa dottiö þessi möguleiki i hug fyrr, fyrst og fremst llklega vegna þess að til þessa hefur verið nóg fyrir lækna- nema að gera hér á landi og Nýtt kennarasam- band í undirbúningi Landssamband framhalds- skólakennara hélt fulltrúaþing 10- 12. júni sl. Þingið var haldið i Hagaskóla og sóttu þáð um áttatiu fulltrúar. Nokkrir gestir voru viðstaddir þingsetninguna, meðal þeirra Vilhjálmur Hjálm- arsson, menntamálaráðherra, sem flutti kennurum ávarp, og Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri. Aðalviðfangsefni þingsins var sú nýskipan á félagsmálum fram- haldsskólakennara sem mun sigla i kjölfar þeirra breytinga sem grunnskólalögin og væntan- leg lög um framhaldsskólastig munu hafa á stööu þeirra innan skólakerfisins. Samþykkt var að LSFK ynni að þvi ásamt öðrum kennarafélögum sem þegar hafa tjáö sig fúsa til þeirra hluta, að stofna nýtt samband isienskra kennara, sem verði opið öllum þeim sem starfa að kennslu, uppeldis- eða skólamálum i þjónustu hins opinbera. Er þá gert ráð fyrir að þetta nýja kennarasamband skiptist i þrjar aðaldeildir eftir skóiastigum. Grunnskólastig, framhaldsskóla- stig og háskólastig. Væntanlega verður hafist handa um þetta verkefni á þessu ári, og þvi næsta, þvi áætlað er, að grunnskólalögin verði komin til framkvæmda að minnsta kosti eftir næsta skólaár. Ólafur S. Ólafsson sem verið hefur formaður LSFK undanfarin tiu ár var endurkjörinn formaöur sambandsins. raunar til skamms tima verið mikill skortur á mönnum til læknisstarfa, einkum úti á landi. Nú er hinsvegar breyting orðin á i þessum efnum vegna aukinnar aðsóknar i læknadeild Háskólans og aukins fjölda útskrifaðra lækna þaöan. Framhald á bls. 14. Sæsímastrengurinn við Færeyjar ekki í lag fyrr en um helgi — Við álitum að Mikla nor- ræna simafélagið hafi gert allt sem i þess valdi stendur til að gera við bilanirnar á sæsima- strengjunum austur og vestur um haf, en óveður á Grænlands- hafi hefur tafiðviðgerð þar, sem annars ætti að vera lokið. Þess vegna fæ eg ekki annað séð en að Mikla norræna hafi fullkom- iega staðið við samninga, sagði Jón Skúlason, póst- og sima- málastjóri er við ræddum við hann i gær, en sem kunnugt er gengurhvorkinérekuri viðgerð á sæsimastrengjunum, báðir eru enn bilaðir, sá sem liggur vestur um haf við Grænland en sá i austurátt við Færeyjar. Jón sagði að skip væri lagt af stað til viðgerðar við Færeyjar og kæmi það á staðinn i dag eða nótt, þannig að gera mætti ráð fyrir að viðgerð lyki um helgina, jafnvel á föstudag. veður haml- ar enn viðgerð við Grænland og þvi alls óvist hvenær þeirri við- gerð lýkur. Jarðstöð hefur mjög spunnist inni umræður manna um fjar- skiptamál okkar vegna þessara bilana, sem hafa mjög skert fjarskiptasamband Islands við umheiminn i næstum hálfan mánuð. Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra sagði i gær að hann liti svo á að þarna væri að- eins um óheppni að ræða, þar sem báöir strengirnir bila sam- timis og veðurhamiar viðgerð. Hinsvegar benti hartn á að nefnd hefði verið skipuð til að rann- saka allt'varðandi jarðstöð hér á landi, en hann benti á að ekki væri gerandi að hraða svo bygg- ingu þeirrar stöðvar aö hún nýttist ekki nema að hluta. Hann sagðist vera hlynntur þvi að hér á landi yrði reist jarð- stöð, þegar næg verkefni væru fyrir hana og hann áliti að þess væri skammt að biða aö svo yrði. —S.dór Klipið a£ landi kirkju- garða 1 deiglunni eru um þessar mundir hugsanlegar breyt- ingar frá skipulagi svæðisins við Gufunes. Þar hafði veriö úthlutaö um 90 fermetra landsvæði til handa Kirkju- göröum Reykjavikurborgar en nú er taliö að landið sé ekki allt saman hentugt til afnota fyrir kirkjugarðana. Hefur verið rætt um að taka ca. 40 hektara undir byggingu iðnaðarhverfis eða annarra mannvirkja. 1 samtali við Friðrik Vigfússon, forstjóra Kirkju- garða Reykjavikurborgar, kom fram að þörfin fyrir nýtt land er orðin mjög brýn og mega ekki liða nema i mesta lagi tvö ár áður en iandið viö Gufunes fæst til umráða. Fossvogsgarður er um það bil að fyllast. Rætt er um að Gufunes- stööin afhendi kirkjugörö- unum hluta af sinu landsvæði i stað þess sem tekið verður undir byggingar, en ekkert hefur enn verið ákveðið i þeim efnum. — gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.