Þjóðviljinn - 16.06.1976, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. júni 1976
Handritsbrot gefið Ámasafni
:ú. -
Hér sést blaöhiutinn úr skinnhandritinu, þar sem segir frá barns
buröi Arnbjargar og jarteinum Guömundar góöa.
Forráöamenn Stofnunar Árna
Magnússonar kvöddu blaöamenn
á sinn fund I gær i tilefni af þvi aö
handritasafninu haföi borist aö
gjöf hluti skinnblaös úr handriti,
sem upphaflega hefur veriö um
100 siöur, og á hafa veriö sögur
biskupanna þriggja, Jóns helga,
Þorláks helga og Guömundar
góöa. Gefandinn er frú Hagn-
heiöur Möller, en blaöhlutinn,
sem er úr Guömundarsögu góöa
var áöur I eigu fööur hennar,
Eövalds F. Möllers, kaupmanns á
Akureyri.
Skinnhandrit þetta mun hafa
verið skrifað fyrir liðlega sex
hundruð árum eða á seinni hluta
14. aldar. Stefán Karlsson, hand-
ritafræðingur, kvað örlög þessa
handrits hafa verið einkar undar-
leg, þar sem það hefði glatast ein-
hvern tima á 17. öld og verið rifið I
sundur til ýmissa nytja, en siðan
hefðu verið að reitast inn blöð úr
þvi annað veifið þessi 300 ár sem
liðin eru, allt til þessa dags. Arna
Magnússyni tókst raunar aö reyta
saman 16 blöð frá ýmsum
mönnum, einkum i Eyjafiröi. 17.
blaðið komst i Arnasafn á 19. öld
sem kápa utan um eyfirskt hand-
rit, Jón Sigurðsson eignaðist 18.
blaðið, 19. blaðið barst Lands-
bókasafni úr safni Stefáns al-
þingismanns Steinssonar á
Steinsstöðum i öxnadal (d. 1890)
og loks er 20. blaðið varðveitt i
Þjóðminjasafninu, þangað komið
norðan úr landi um 1860. Stefán
Karlsson gaf þessi 20 blöö út i
ljósriti i Kaupmannahöfn árið
1967.
Jónas Kristjánsson, forstöðu-
maður Arnastofnunar, tók við
fyrir hönd stofnunarinnar 21.
blaðhluta skinnhandritsins með
helgramannasögum og lofaði um
leið það fordæmi sem frú Ragn-
heiður sýndi með þvi að færa
safninu blaðhlutann að gjöf og
kvað það von sina að það gæti
orðið fólki til eftirbreytni, ef það
ætti I fórum sinum eitthvað, sem
safninu kæmi til góða að þiggja.
Stefán Karlsson fór siðan
nokkrum orðum um sögu hand-
ritsins og kvað f jórar gerðir til af
ævisögu Guðmundar góða, en
siðasta geröin, sem vitað væri til
að skrifuð hefði verið á skirin,
væri gerð Arngrims Brands-
sonar, sem skrifuð var seint á 14.
öld, en Arngrimur þessi mun þá
hafa verið I Þingeyrarklaustrí, én
hann var prestur i Odda og kunni
þvi ýmsar jarteinasögur af Guö-
mundi góða að segja frá Suður-
landi, sem ekki finnast i öörum
handritum. Mörg eftirrit hafa
siðan verið gerð eftir skinnhand-
ritunum á pappír, þannig að
sögurnar eru siður en svo glatað-
ar, þótt upphaflegu handritin hafi
týnst út I veður og vind. Stefán las
siðan fyrir fréttamenn sögu þá er
blaðhlutinn er úr og studdist þá
bæði við seinni tima prentun og
skinnbútinn sjálfan. Segir þar
sögu af konu einni i Skálholts-
Framhald á bls. 14.
Skólinn á Egilsstöðum þar sem sýningin veröur til húsa.
Þjóðminja- og hús-
verndunarsýning á
Egilsstöðum í sumar
Sumarferð Alþýðu-
bandalagsins á Vest-
fjörðum um Strandir
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vest-
fjörðum efnir til sumarferðar dagana
25.-27. júní n.k.
Farið verður frá Isafirði
og Patreksfirði föstu-
dagskvöld þann 25. júní
og ekið í Reykhólasveit
skemmstu leið frá hvor-
um stað. — Gist i Reyk-
hólasveit.
Að morgni laugardags þann 26.
júni hefst sameiginleg ferð frá
Bjarkarlundi. — Farið veröur
um Tröllatunguheiði, Stein-
grimsfjörð, Bjarnarfjörö og
norður I Árneshrepp
A laugardagskvöld sjá Stranda-
menn um sitthvað til
skemmtunar i Trékyllisvik.
Siðan verður ekið að Klúkuskóla
i Bjarnarfirði og gist þar.
Hér gefur aö lita Drangaskörð. Ef vel viörar blasa þau viö frá
Munaöarnesi.
A sunnudag veröur Steingrims-
fjörður og nágrenni hans kannað
nánar og siðan ekiö i Bjarkar-
lund, þar sem leiðir skilja.
Allir þátttakendur i feröinni
veröa aö hafa með sér nesti til
tveggja daga og viðleguút-
búnað. Kostur er á svefnpoka-
plássi báöar nætur, en æskilegt
að sem flestir hefðu meö sér
tjöld.
Þátttökugjald veröur um kr.
5000,-
Nánari upplýsingar gefa
A tsafiröi Jónas Eliasson simi
3852, Elin Magnfreðsdóttir simi
3938, Aage Steinsson simi 3680
1 Bolungarvik Guðmundur
Ketill Guðfinnsson, simi 7211
1 Súðaviklngibjörg Björnsdóttir
simi 6957
I Súgandafiröi Gestur Kristins-
son, simi 6143
A FlateyriGuðvarður Kjartans-
son, simi 7653
A Þingeyri Davið Kristjánsson
simi 8117
Á Bildudal Jörundur Garöars-
son, simi 2112
1 Táknafiröi Höskuldur Daviös-
son, simi 2561
A Patreksfirði Hrafn Guö-
mundsson, simi 1384
Á Barðaströnd Unnar Þór
Böðvarsson, Tungumúla
1 Reykhólasveit Jón Snæbjörns-
son, Mýrartungu
í Strandasýslu Guðbjörg
Haraldsdóttir, Boröeyri og
Sveinn Kristinsson Klúkuskóla
I Inn-Djúpi Astþór Agústsson,
Múla Nauteyrarhreppi
Safnastofnun Austurlands —
SAL heldur i sumar þjóðminja-
sýningu I skólanum á Egils-
stöðum i samvinnu við Minjasafn
Austurlands, og verður hún opin
daglega frá 19. júni — 8. ágúst. 1
tengslum við minjasýninguna
verður sérstök húsverndar-
sýning, sem sett var upp i
Norræna húsinu i fyrrasumar
undir heitinu Húsvernd, og er
höfundur hennar Höröur Agústs-
son, listmálari, en að henni
standa Húsafriðunarnefnd,
menntam álaráöu neytiö og
Norræna húsið. Fellur hún vel aö
hinni sýningunni, þar sem vakin
er athygli á nauðsyn aðgerða i
húsvernd hér eystra.
Þjóðminjasýningin hefur sem
meginþráð umhverfi bóndans á
liðinni tið og byggir á munum og
myndum úr lifi sveitafólks. Mun-
irnir eru allir austfirskir, bæði úr
fórum minjasafnsins á Skriöu-
klaustri og Safnastofnunar, sem
stóð fyrir minjasöfnun i all-
mörgum byggðum hér eystra i
fyrra og verður þvi samstarfi
fram haldiö i sumar.
Sýningaratriði skipta hundr-
uðum: auk muna og þjóölifs-
mynda eru nokkur handrit og
gamlar mannamyndir ónafn-
greindar og upplýsingar um þær
vel þegnar frá sýningargestum.
Þá verður komið fyrir á sýning-
unni veglegu likani af prest-
setrinu i Vallanesi, eins og það
leit út nálægt siðustu aldamótum,
og er það mótað og gefið til
minjasafns hér eystra af Páli
Magnússyni, lögfræðingi frá
Vallanesi og syni hans Magnúsi,
myndlistarmanni.
1 sýningarskrá verður getið
muna og gefenda þeirra: Hjör-
leifur Guttormsson skrifar þar
yfirlit um þjóðminjavernd á
Austurlandi og hlut SAL að þeim
málum, og Gunnlaugur
Haraldsson ritar um aðföng
sýningarinnar, en hann er starfs-
maöur Safnastofnunar og hefur
séð um uppsetningu
sýningarinnar.
Nokkur aðgangseyrir veröur að
sýningunni til að létta undir
kostnaði og er sýningarskrá inni-
falin. Sýningin veröur opin á
ofangreindu timabili daglega kl.
13-16 og á laugardögum og sunnu-
dögum kl. 13-19, nema þann 19.
júni, en þá verður hún formlega
opnuð kl. 14.
Þjóðhátíðarleikrit útvarpsins:
„Happið”eftir Pál J. Árdal
Á morgun, þjóðhátiöardaginn kl.
20.35, verður flutt i útvarp leik-
ritið „Happið” eftir Pál J. Ardal.
Leikstjóri er Baldvin Halldórs-
son, en með hlutverkin fara þau
Valdemar Helgason, Ragnheiður
Steindórsdóttir, Bessi Bjarnason,
1 Guðrún Stephensen, Sigriður
Hagalin, Jón Gunnarsson ogLilja
Þórisdóttir. Vilhjálmur Þ. Gisla-
son, fyrrv. útvarpsstjóri flytur
formálsorö.
„Happið” var frumsýnt á
Akureyri veturinn 1897-98, en
hefur á undanförnum áratugum
verið leikiö viða úti um land, enda
eitt vinsælasta leikrit, sem þar
hefur verið sýnt. Þaö hefur áður
verið flutti' útvarpinu, bæði I heild
(1938) og svo kaflar úr þvi. Þetta
erléttur gamanleikur, sem gerist
i sveit, nánar tiltekiö hjá Halli
hreppstjóra i Dölum. Valgerður
dóttir hans er hrifin af Gunnari
kennara, en pabbi gamli vill
heldur að hún giftist Helga ráös-
manni sinum, og Grima, móðir
Helga, styður þann ráðahag. En
þaðeru fleiri stúlkur á heimilinu,
og brátt fer svo, að Helgi veit ekki
sitt rjúkandi ráð.
Páll Jónsson, sem sextugur tók
sér ættarnafnið Árdal, fæddist að
Helgastöðum i Eyjafirði árið
1857. Hann stundaöi nám iMöðru-
vallaskóla 1880-82, en haföi áður
lærtsilfursmiöi. Páll fór að semja
leikþætti og yckja kvæði um
tvitugt.og um svipaðleyti kom út
eftir hann smásaga. Hann settist
að á Akureyri 1883 og varð kenn-
ari viö barnaskólann þar, allt til
ársins 1926, þegar hann lét af
kennslu vegna sjóndepru. Jafn-
framt kennarastarfinu var hann
vegaverkstjóri i fjölmörg ár, og
um tima bæjarverkstjóri á Akur-
eyri. Páll J. Ardal lést árið 1930,
73 ára að aldri.
Þótt „Happið” sé vafalaust
þekktasta leikrit Páls, samdi
hann mörg fleiri. Má þar nefna
„Þvaörið”, „Tárin”, „Saklaus og
slægur” og „Skjaldvör tröll-
kona”.