Þjóðviljinn - 16.06.1976, Side 7
Miðvikudagur 16. júni 1976 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7
100 ára afmœli Isafoldar
Ný íslensk-
dönsk orðabók
Ný islensk - dönsk orðabók mun
koma út á vegum tsafoldarprent-
smiðju h/f i dag, þann 16. júni.
Höfundar hennar eru Haraldur
Magnússon og danirnir Oie Widd-
ing og Preben Meulengracht.
Þetta kom fram á fundi, sem þeir
Lúðvik Jónsson, framkvæmda-
stjóri tsafoldarprentsmiðju,
Ragnar Jónsson, bókaforlags-
stjóri, Ólafur B. Thors, formaður
stjórnar tsafoldarprentsmiðju og
Haraldur Magnússon, orðabókar-
höfundur, héldu með fréttamönn-
um s.I. mánudag.
Útgáfudagur þessarar bókar er
ekki valinn af neinu handahófi.
Einmitt þann mánaðardag, hinn
16. júnl árið 1877 kom út fyrsta
tbl. hins nafnfræga blaðs Björns
Jónssonar, ísafoldar, sem
prentað var I hinni nýju prent-
smiðju blaðsins, en áður hafði
ísafold, um nokkurt skeið, verið
prentuð i Landsprentsmiðjunni.
Meö deginum i dag hefst þvi
hundraðasta . starfsár þessa
merka fyrirtækis, ísafoldar-
prentsmiðju. Er hin nýja orðabók
þvi einskonar afmælisrit prent-
smiðjunnar og fer vel á þvi, að
með útgáfu sliks verks, sé minnst
orðsnillingsins Björns Jónssonar
og starfa hans. Og á það má
minna að Isafoldarprentsmiðja
hefur áður verið athafnasöm við
útgáfu orðabóka og unnið á þeim
akri mikið starf og merkt.
Samning orðabókar er ekkert
áhlaupaverk, enda á útkoma
bókarinnar sér all-langan aðdrag-
anda. Arið 1953 ákvaðu þeir Hen-
rik Sv. Björnsson, fyrir hönd tsa-
foldarprentsmiðju h/f og Ole
Widding, þá lektor við Háskóla
tslands, að hefja undirbúning að
útgáfu bókarinnar. Til verksins
völdust þeir Haraldur Magnússon
og Ole Widding, en árið 1967 kom
svo til liðs við þá félaga Preben
M. Sörensen, sem þá var lektor i
dönsku við háskólann hér. Að
bókinni hefur verið unnið i tveim-
ur löndum samtimis: á tslandi og
i Danmörku, og er hún algjört
tómstundaverk höfundanna.
Breytingar hafa orðið miklar á
málunum á 25 árum, þróun tung-
unnar raunar örari en svo, að
unnt væri við gerð bókarinnar að
halda til jafns við hana og þvi
þurfti i sifellu að breyta og endur-
bæta. Haraldur Magnússon lét
þess getið, að af þessum ástæðum
þyrfti helst að endurskoða orða-
bækur á 10 ára fresti.
Bókin er gefin út i 1500 eintök-
um. Af þeim eru 150 eintök tölu-
sett, sérstaklega innbundin og i
dag til sölu i Bókaverslun Isa-
foldar Austurstræti 8. Verð ein-
taksins er kr. 10 þús. en hinna kr.
8.400.- Orðabók verður á hinn
bóginn aldrei seld á þvi verði,
sem samning hennar og útgáfa
kostar, hún verður alltaf öðrum
þræði ólaunað þjónustustarf.
Til stendur, að af hinum
merkari bókum, sem Isa-
foldarprentsmiðja gefur út á
þessu afmælisári, verði nokkur
eintök tölusett.
— Sennilega hefði ég gefist upp.
við þetta verk ef konan min, sem
er danskrar ættar, hefði ekki
stappað i mig stálinu og aukið
mér kjark þegar seint sóttist og
hvað mest blés á móti, sagði
Haraldur Magnússon þegar við
kvöddum hann á mánudaginn.
—mhg
Valaskjálf.
Safnastofnun Austurlands efnir til
almenns fundar 19. júni i Valaskjálf:
ÞJÓÐMINJAVERND
Á AUSTURLANDI
Safnastofnun Austurlands,
SAL, gengst fyrir almennum
fundi um þjóðminjavernd í Vala-
skjálf á Egiisstöðum iaugardag-
inn 19. júni ki. 16 i framhaldi af
opnun minja- og húsverndar-
sýningar.
1 fundarbyrjun flytur Hjorleif-
ur Guttormsson ávarp, en fram-
sögu hafa Þór Magnússon, þjóð-
minjavörður, Höröur Agústsson,
listmálari, og Gunnlaugur
Haraldsson, þjóðháttafræðinemi.
Fjalla þeir einkum um verndun
þjóðminja og merkra bygginga á
Austuriandi, en Hörður mun
tengja það efni yfirliti um sögu
húsagerðar hérlendis og sýna
skýringarmyndir. Væntanlega
verður Vilhjálmur Hjálmarsson,
menntamálaráðherra, einnig á
fundinum.
Að framsöguerindum loknum
verða almennar umræður. Er
áhugafólk um safnamál og vernd-
un þjóðminja eindregið hvatt til
að sækja fundinn, sem m.a. er
ætlað að verða til að ýta á eftir
aðgerðum á þessu sviði austan-
lands.
Bragi vann vindlingamótið
Skákmótinu er kennt var við
ákveðna vindlingategund lauk á
sunnudagskvöldið. Sigurvegari i
mótinu varð Bragi Halldórsson,
fyrrverandi skákmeistari
Norðurlanda, og hlaut hann sam-
tals átta vinninga af niu mögu-
legum. Annar varð fyrrverandi
skákmeistari tslands, Björn Þor-
steinsson, með sjö vinninga, en
þriðji i röðinni var Guöni Sigur-
bjarnarson, einnig með 7
vinninga. Alls hlutu 20 þátttak-
endur verðlaun.
Forráðamenn Borgarspitalans ásamt gjörgæslutækinu.
Stórgjöf til
Borgarspítala
Nýverið barst Borgarspital-
anum I Reykjavik stórgjöf frá
fyrirtæki i Reykjavik. Fyrir-
tækið, sem óskar ekki eftir að
vera nafngreint, færði stofnuninni
tæki til gjörgæslu á hjartasjúkl-
ingum. Tækin, eru frá Hewlett
Packard i Bandarikjunum. Eru
þau mjög fullkomin að allri gerð.
Hluti tækjanna er við rúm
sjúklings og tengdur honum.
Sendir hann þaðan allar upp-
lýsingar til miðstöðvar, sem stað-
sett er i vaktherbergi sjúkra-
deildar. Þaðan er þannig hægt að
fylgjast með mörgum sjúklingum
samtimis og koma fram á
tækjunum breytingar og truflanir
sem verða á hjartslætti sjúkling-
anna. Þessi búnaður kemur til
viðbótar hliðstæðum búnaði sem
fyrir er, og bætir þessi höfðing-
lega gjöf stórlega aðstöðu tii
læknismeðferðar hjartasjúkl-
inga. Tæki þessi eru að verðmæti
u.þ.b. 2 milj. króna.
Inúk á
stóra
sviðinu
A föstudag og laugardagskvöid
verða siðustu sýningar Ieikársins
í Þjóðleikhúsinu. Verður leikritið
INÚK þá sýnt á Stóra sviðinu, en
leikritið hefur nú verið sýnt yfir
200 sinnum i 18 iöndum, nú siðast i
sex löndum Mið- og Suður-
Ameriku. Hérlendis hefur leik-
ritið einkum verið-sýnt I skólum
og fyrir ýmis féiagssamtök og i
vetur var það sýnt um skeið á
Litla sviðinu i Þjóðleikhús-
kjallaranum.
Vegna mikilla eftirspurna var
ákveðið að hafa tvær sýningar á
Stóra sviðinu, en óvist er að fólki
gefist fleiri tækifæri til að sjá
þennan margrómaða leik. Að
undanförnu hafa Þjóðleikhúsinu
borist blaðaumsagnir um
sýningarnar úr Suður-Amerlku-
ferðinni og eru þær sem fyrr ein-
róma lof um sýninguna. í leik-
hópnum, sem leikur tNDK, eru
Brynja Benediktsdóttir, Krist-
björg Kjeld, Helga Jónsdóttir,
Ketill Larsen, Þórhallur Sigurðs-
son; sýningarstjóri er Þorlákur
Þórðarson en textahöfundur með
hópnum Haraldur Ólafsson.
Sem fyrr segir verða þessar
tvær sýningar-á INOK siðustu
sýningar leikársins i Þjóðleikhús-
inu, en hópur frá leikhúsinu er nú
á leikferð um landið með
tmyndunarveikina eftir Moliére
og verður siðasta sýning leikárs-
ins þvi á Blönduósi, þar sem
ímyndunarveikin verður sýnd 22.
júni.
Nú kveóur |
vió nýjan tón
Allar götur síðan 1936 hefur Málningarverk-
smiðjan Harpa verið í fararbroddi, hvað snertir
nýjungar í framleiðslu á málningu, lakki og ýms-
um kemiskum efnum byggingariðnaðarins.
Frá upphafi hefur rannsóknarstofa fyrirtækisins
rekið umfangsmikla starfsemi, sem beinist að
því að reyna þol og gæði framleiðslunnar við
mismunandi íslenzkar aðstæður.
Sérstaða Hörpu meðal málningarframleiðenda
á íslandi er fólgin í því, að Harpa notar ein-
göngu uppskriftir sem hannaðar eru á rann-
sóknarstofunni fyrir hina umhleypingasömu ís-
lenzku veðráttu. Reynsla fengin af nær 40 ára
viðureign við íslenzkt veðurfar tryggir gæði
framleiðslunnar.
LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN
HARPA SKÚLAGÖTU 42