Þjóðviljinn - 16.06.1976, Síða 13

Þjóðviljinn - 16.06.1976, Síða 13
Miðvikudagur 16. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13 Kristján Pétursson, Skriðnafelli: Yegir í Y-Barðastrandarsýslu og snjómokstur á Kleifaheiði t Þjóðviljanum 2. mars sl. birt- ist grein eftir Björn ólafsson vegaverkfræðing á tsafirði ásamt töflu er sýnir vegaástand i V-Barðastrandarsýslu auk ann- arra landshluta. I töflu þeirri er haldið fram að V-Barðastrandar- sýsla hafi upp á bestu vegi lands- ins að bjóða og einnig er sagt i grein Björns að það sé fyrir dugn- að og vakandi auga Braga Thor- oddsens vegavinnuverkstjóra á Patreksfirði. Það eru vegfarendur sjálfir sem geta borið best um vega- ástand i V-Barðastrandarsýslu og þá þjónustu sem ibtíarnir hafa þurft að búa við um áratugi. Vegaástand i V-Barðastrandar- sýslu i stuttu máli er þetta: t Ketildalahreppi er vegurinn svona: Niðurgrafinn, stórgrýti viða uppúrstandandi og vatns- streymi viða mikið á vegi og lok- ast i fyrstu snjóum. Skrifað í tilefni af grein Björns Olafssonar vegave rkfrœðings t Suðurfjarðarhreppi eru að visu smáspottar uppruddir en skortir mikinn ofaniburð. Vegur- inn er viða niðurgrafinn, vatns- skorningar og blindhæðir og hlykkir iknöppum beygjum. Veg- inn yfir Hálfdán skortir alls stað- ar mikinn ofaniburð og vatns- rennsli viðast hvar óhindrað á veginum. t Tálknafirði eru mjóir hlykkj- 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristján Jónsson les „Fýlupokana”, sögu eftir Valdisi óskarsdóttur (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutón- listkl. 10.25: Hándel-kórinn i Berlin syngur andleg lög. Morguntónleikar kl. 11.00: Arthur Grumiaux og Robert Veyron-Lacroix leika Sónötu i A-dúr fyrir. fiðlu og pianó op. 162 eftir Franz Schu- bert/Claudio Arrau leikur á pianó „Davidsbundler- tanze” op. 6 eftir Robert Schumann. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Mynd- in af Dorian Gray” eftir Oscar Wilde Valdimar Lárusson les þýðingu Sig- urðar Einarssonar (15). 15.00 Miðdegistónleikar Björn Boysen leikur á orgel „Pastroal” op. 34 eftir Fartein Valen: Konunglega hljómsveitin i Stokkhólmi leikur „Miðsumarvöku”, sænska rapsódiu op. 19 nr. 1 eftir Hugo Alfvén: höfundur stjórnar. Filharmóniusveit Berlinar leikur „Vorblót”, ballettmúsik eftir Igor Stravinský: Herbert von Karajan stjórnar. 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 „Eitthvað tii að lifa fyr- ir” eftir Victor E. Frankl. Hólmfriður Gunnarsdóttir les þýðingu sina á bók eftir austurriskan geölækni (5) 19.35 tslenskar eiturjurtir og eitruð varnarlyf Ingólfur Daviðsson grasafræðingur flytur erindi. 19.55 Einsöngur I útvarpssal: Ingimar Sigurðsson syngur islensk og erlend lög. Guð- rún Kristinsdóttir leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka a. Tveir á ferð um Tungu og HliðHall- dór Pétursson flytur siðari hluta frásöguþáttar sins. b. Ljóð eftir Jakob Jóh. Smára Bryndis Sigurðardóttir les úr fyrstu ljóðabók skáldsins, Kaldavermslum. c. For- vitni-Jón Rósa Gisladóttir les úr þjóðsagnasafni Sig- fúsar Sigfússonar. 21.00 Frá listahátið: Útvarp frá Iláskólabíói Pascal Rogé pianóleikari frá Frakklandi leikur: a. Tvær ballötur eftir Chopin, — nr. 1 i g-moll op. 23 og nr. 4 i f- moll op. 52. b. Tilbrigði og fúga op. 24 eftir Brahms. 21.45 Útvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (40). 22.25 Kvöldsagan: „Hækk- andi stjarna” eftir Jón Trausta Sigriður Schiöth les. 22.50 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. sjónvarp 20.00 Fréttir og veður 20.40 Bilaleigan. Þýðandi Brlet Héðinsdóttir. 21.05 Nýjasta tækni og visindi Eldvarnir I háhýsum. Myndun tungls og jarðar og landrekskenningin Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.30 Töfraflautan Ópera eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sviðsetning sænska sjón- varpsins. Leikstjóri Ingmar Bergman. Aöalhlutverk Jo- sef Köstlinger, Irma Urrila, Hakan Hagegard, Ulrik Cold, Birgit Nordin og Ragnar Ulfung. Eric Eric- son stjórnar kór og hljóm- sveit sænska útvarpsins. Þýðandi Óskar Ingimars- son. Töfraflautan var fyrst sett á svið haustið 1791 i Vínarborg. Mozart hafði samið óperuna um sumarið fyrir áeggjan vinar sihs, Schikaneders leikhússtjóra. sem einnig samdi textann, og byggði hann að hluta á ævintýri eftir Christoph Wieland, sem um þessar mundir var i fremstu röð þýskra skálda. Aðalsögu- hetja óperunnar er sveinn- inn Tamtaó. Hann er á veiö- um, þegar dreki mikill og illvígur ræöst að honum. Það verður honum til bjarg- ar,að þrjár þjónustumeyjar drottningar ber þar að. Þær vinna á drekanum og segja drottningu sinni, hvað fyrir þær hefurborið. Drottningin segir nú Taminó frá dóttur sinni, Paminu, sem numin var á brott af töframannin- um Sarastró. Það verður úr, að Taminó heldur af staö til að heimta meyna úr hönd- um töframannsins. Hann er vopnaður töfraflautu, sem næturdrottningin hefur gef- ið honum, og með honum i för er fyglingurinn Papagenó, ógætinn I tali og dálitiö sérsinna. óttir vegir, snauðir af ofaniburði. Vatnið streymir viða á veginum. Vegurinn frá Tálknafirði og til Patreksfjarðar er að visu sæmi- legur sunnanverður, en norðan- verður eru sömu troðningarnir og búnir eru að vera i áratugi. 1 Patreksfirði eru vegir snauðir af ofaniburði, hlykkjóttir, niður- grafnir, vatnsrennsli víöa á vegi og einnig stórgrýti uppúrstánd- andi. A það einkum við að sunnanveröu i Patreksf irði. Vegurinn úr örlygshöfn og út á Látra var þannig aö þeir bilar sem fóru hann á liðnu sumri komu margir stórskemmdir til baka af stórgrýti sem stendur upp úr þeim vegi. Vegurinn yfir Skersfjall hefur oft reynst rauð- sendingum og öðrum veg- farendum erfiður. Viða er það beljandi vatnsstreymi og oft koma á hann slæmir svellbunkar. 1 Bjarngötudal, einkum, þræða knappar og vondar beygjur brúnir hengiflugsins og hefur þar oft ekki mátt miklu muna að yrðu stórslys. Þá er sú margumtalaða Kleifa- heiöi. Mikið má þar gera til þess að hún teljist i flokki góðra vega. Óbrúaðir lækir, illa gengið frá vatnsrásum og vatnsstreymi viða á veginum. Þá er Barðstrandarvegur. Hann skortir viðast hvar mikinn ofaniburð og mjög illa er gengið frá vatnsrásum. Einnig er stór- hættuleg brú á ánni Móru. A svo- kölluðum Siglunesvegi heftir ekki verið kastað malarhlassi, komin rúmþrjúár.ogá löngum spottum hefur aldrei verið borið ofan i. Fyrir nokkrum árum var vegurinn færður upp I túriiö á jörðinni Skriðnafelli, farið með jarðýtu upp I túnið og ýtt öllu lifvænu efni i veginn á stóru stykki og svart flag skilið eftir. Ekki vantaði að Bragi Thoroddsen lofaði að koma bæði með áburð og grasfræ og sá i áðurnefnd túnspjöll,en það er ekki komið ennþá. Einnig lét vega- gerðin grafa skurð meðfram veginum á liklega 80—100 metra löngum spotta. Þannig háttar til að vegurinn liggur i gegnum túnið á Skriðnafelli. Uppgreft-ri úr skurði þeim, sem vegagerðin lét grafa, var kastað fast að giröingunni og upp i virinn. Vatn safnast við ruðning þennan sem veldur talsverðu kali i túninu. Vegurinn á Hjarðarnesi hefur vanalega lokast i fyrstu snjóum svo ibúar hafa veriö einangraðir frá öllu vegasambandi á veturna. Þessir góðu vegir i V-Barða- strandarsýslu sem Björn Ólafsson talar um i grein sinni, hljóta að vera einhverjar loftbrýr sem eru ósýnilegar fyrir almenning, og væri vel gert hjá Birni að visa hinum almenna borgara á þessa ósýnilegu vegi. Vik ég þá að snjómokstrinum á Kleifaheiði og þeirri þjónustu sem barðstrendingar hafa oröið að búa við. Það er alltaf sama sagan með það að ákveða vissa daga til að moka Kleifaheiði sem er mjög hláleg stjórnsýsla. A sl. hausti tilkynnti Bragi Thoroddsen oddvita Baröastrandarhrepps að Kleifaheiði yrði mokuð tvisvar i viku i vetur, á þriðjudögum og fimmtudögum. Kleifaheiði var snjólétt framan af vetri og þurfti ekki mikinn mokstur allt fram i febrúar. En eftir það kyngdi niður snjð.enda var ekki mokuð heiðin nema einu sinnii viku og stundum ekki það og þá alltaf valdir verstu byldagarnir en góðum sleppt. Er ekki hægt að segja annað en að það séu hláleg vinnubrögð og bendir á að það sé ekki mikil verkhyggni þar bak við og ekki mikil umhyggja fyrir að veita sem hagkvæmasta þjónustu, enda hélst vegur aldrei opinn daginn út á Kleifaheiði i vetur eftir að snjó fór að festa þar. Barðstrendingar verða að hafa öll sin viðskipti við Patreksfjörð. Þar eru fyrir nærliggjandi héröð læknar, sjúkrahús, verslanir, bankar, Póstur og simi og mjólkurstöð. Þvi aðeins geta baröstrend- ingar notfært sér þessar þjónustugreinar að haldið sé opnum samgönguleiðum viö Patreksfjörð. En þar hefur orðið mikill misbrestur á. Bragi Thoroddsen vega- vinnuverkstjóri verður aö skilja aö hann er aðeins þjónn en ekki herra. Það kom fyrir að menn hér af Barðaströnd freistuðu þess að fara á Patreksfjörð þessa daga sem mokað var. Ef þeir báðu vegagerðina um aðstoð til aö komast heim var vanasvarið hjá Braga að þeir skyldu bara gista. Þetta var q11 aðstoðin frá vega- gerðinni. Það var ekki verið að hugsa mikið út i að fólkið þurfti að komast heim til sin og hefði skyldustörfum að gegna. Æði margt var að gera hjá þessu fólki þegar heim kom, þvi bændur á Barðaströnd eru alUr einyrkjar og fáar hendur heima fyrir að vinna þau störf sem gera þarf. 17. april sl. var komið að þvi að barðstrendingar fóru aö hella niöur mjólk. Oll ilát voru oröin undirlögð sem bændur höfðu til og mjólkin orðin það gömul að hún lá undir skemmdum. Bliðskapar- veöur var strax með birtingu. og 17. april hringdi oddviti Barðá- strandarhrepps i Braga Thoroddsen vegavinnuverkstjóra á Patreksfirði og vildi að Kleifa- heiöi yrði opnuö svo mjólkin yrði sótt. En ýmsar vifillengjur voru hjá Braga meö mokstur. Það voru ekki til menn, ekki til tæki. Þaö væri svo mikill mokstur að dagurinn mundi ekki endast til þess, og svo framvegis. En jarðýta stóð að vestanverðu við heiðina aðgerðarlaus og nógir menntil.Oddvita líkaðiekki þessi málalok hjá Braga og var að skýra málstað barðstrendinga fyrir honum. En Bragi sagði viö Kristján Pétursson oddvita að hann mundi hvorki nenna að tala við hann né hlusta á. Það var hægt að moka á Rauða- sand og út á Látra og i fleiri staði en útilokað var að moka á Barða- strönd þennan dag. Akveðið var að jarðýta færi með sleða yfir heiðina og næði i þá mjólk sem kæmist i hann, en ekki voru það ráð Braga Thoroddsen. Ýtumaður sá er fór i þennan mjólkurflutning vildi moka heiðina og taldi aö það væri 6—7 tima verk og hann væri ekki lengur að koma heldur en að druslast með þennan sleða. En gervikóngur vegamála harð- neitaði að hreyft yrði við snjó á Kleifaheiði i það skipti, þó að hvorki tækja- né mannaskortur stæði i vegi. Á Barðaströnd eru rúmlega 200 ibúar. Þetta fólk býr við algjört öryggisleysi og mjög ófullkomna þjónustu á flestum sviðum og stafar það fyrst og fremst af sam- gönguleysiá vetuma viö Patreks- fjörð. Það verður ekki alltaf komið sjúkling á Patreksfjörö þegar heiðin er ekki mokuð nema einu sinni i viku og ekki það. Mjólkursamlag V-Barða- strandarsýslu nær yfir 5 hrepp^og Barðastrandarhreppur er með langmest mjólkurmagn af þessum 5 hreppum og þó eru þeir útundan með mjólkurflutninga. Bændur verða að kaupa áburð og fóðurbæti fyrir sem skiptir hundruðum þúsunda auk annars reksturs er varðar kúastofninn. Hver er svo afraksturinn? Bændur mega búast við þvi á hverjum einasta vetri aö þurfa að hella niður mjólk meira og minna fyrir það öryggisieysi er barð- Framhald á bls. 14. Kristinn Pétursson: Athugasemd r við „Islenska grafík, yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum 1976' 1 meðfylgjandi pésa með sýn- ingunni er kafli, sem heitir: „Grafiskir punktar i stórum dráttum”. I pésanum stendur eftirfarandi: „1934, Alþýðublaðið (sunnu- dagsblað) byrjar birtingar á for- siðumyndum, sem skornar voru i dúk og þrykktar beint i blaðið. Þetta framtak stóð yfir til ársins 1936. Höfundar voru Asgeir Bjarnþórsson, Eggert Laxdal, Snorri Arinbjarnarson, Jóhann Briem o.fl.” Að geta um þetta með Alþýðu- blaðið var ágætt en hvi var þagað yfir þvi.að á sama ári, 1934, hafði ég liklega þá fyrstu og i öllu falli stærstu grafisku einkasýningu, sem hér hefur verið haldin til þessa dags. Yfir 60 raderingar og fjöldi teikninga. Eru þrjár af þessum raderingum nú á,,tslensk grafik” á Kjarvalsstöðum. Aratuginn 1930 - 1940 vorum við Guðmundur Einarsson frá Miðdal þeir einu hér, sem höfðum rader- ingar til sölu. 1 pésanum stendur eftirfar- andi: „1938. Barbara Arnason sýnir tréstungur o.fl. I Markaðsskálan- um við Ingólfsstræti.” Að vekja athygli á sýningu Bar- böru Árnason er gott og blessað, en þagað er yfir þvi.að árið 1937 sýnum við þrir islendingar i Reykjavik grafik með UÐSTILLINGEN INTER- SKANDINAVISK GRAFISK KUNST. Var sú sýning i Kaup- mannahöfn. Siðar sýndum við þremenning- arnir með sama sýningarfélagi i Helsinki i Finnlandi. Við sem sýndum vorum: Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts og Kristinn Pétursson. Voru þær sex myndir, er ég sýndi þar, frá sýningunni i Odd- fellowhúsinu uppi 1934. Staðreyndirnar eru það eina sem lifir, en ekki augnabliks- duttlungar einhverra. Sýningin á Kjarvalsstöðum er merkilegt sambland af: 1. Sögulegri sýningu 2. Samsýningu félagsmanna 3. Einkasýningum Samsýningar gera kröfu til 'félagslegs og siðferðislegs rétt- lætis, ekki að allt að helmingur sýnenda hafi til sýnis aðeins eina eða tvær myndir, en svo séu aðrir menn með 16, 17 og 35 myndir. Einkasýningar eiga ekki heima á samsýningum; með þvi er leik- urinn gerður of þjösnalega óiafn. Kristinn Pétursson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.