Þjóðviljinn - 29.06.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. júnl 1976.
Hákon Guðmundsson, formaður Landverndar:
Hákon Guömundsson flytur ræöu sinp I Skriöufellslandi I Þjórsárdal (Ljósm. eik)
„Faðir minn
átti fagurt
land99
Rœða flutt í sumarferð Alþýðubandalagsins
Eitt litiö ljóö felur oft i sér
langa og mikla sögu og látlaust
stef vekur stundum sterkari
kennd og dýpri skilning en lang-
ur lestur:
Faöir minn átti fagurt land
fyrir þvi er ég hrelldur
aö nú er þaö grafiö I svartan
sand
seiöurinn veldur,
seiöurinn þessu veldur.
Hversu oft hefur ekki angur-
værö og dulúö þessarar þjóövisu
leitaö á hugann á feröalögum,
þegar veriö var aö svipast um
eftir hreinum tjaldstaö viö tær-
an læk eöa lindará.
Faöir minn átti fagurt iand.
Nú er þaö grafiö i svartan
sand.
Aö visu skortir eigi á, að fyrir
augun beri reisuleg býli, blóm-
leg tún og ræktaðar lendur. En
utan þeirra getur svo vföa aö
lita ofsetna bithaga og merki
horfins gróöurs. Kjarr og annar
skjólgróöur á fallanda fæti —
blásin holt, örfoka sanda. Þetta
orkar þvi sterkar á hugann, er á
næsta leiti má sjá einstaka vinj-
ar, er staðist hafa tönn eyö-
ingarinnar — vinjar sem minna
á annaö yfirbragð, fjölbreyttari
og þróttmeiri gróöur. Og viö fá-
um i hugann mynd af svipmóti
iandsins, áöur en búsetan tók aö
fara um þaö hörðum höndum,
og gól um aldir, þann seið gróð-
urfarseyöingar og landspjalla,
sem góöu heilli hefur nú veriö
hafist handa um aö þagga niöur.
Skylt er þó aö virða forfeörum
okkar það til afsökunar og
máisbóta, aö margt af þvi sem
miöur fór i samskiptum þeirra
viö þá jörð, sem veitti þeim
framfæri sitt, átti rót sina aö
rekja til haröréttis og margs-
konar áþjánar, eldgosa, isalaga
og erlends valds. Auk þess
gerðu þeir sér eigi, fremur en
aðrar þjóöir á liönum öldum,
grein fyrir þvi, aö fylgja þarf á-
kveönum lögmálum I sambúð
þjóöar viö land sitt, svo gæöum
þess sé eigi spillt.
En viö, sem nú byggjum þetta
land feöra vorra, og höfum tök á
tækni og þekkingu nútimans —
og lifum eins og við höfum alls-
nægtir — viö getum ekki skotiö
okkur bak við skjöld vanþekk-
ingar og harðréttis. Þessvegna
hvilir nú sú skylda á okkar herö-
um aö halda áfram með fullum
krafti þeirri endurreisn, sem
þegar er hafin. Við veröum aö
vernda þann gróöur, sem fyrir
er, auka fjölbreytni hans með
friöun og hófsamlegri nýtingu,
en halda áfram að græöa sárin
— sanda, mela, hoit og börö —
meö þeim tegundum jurta og
trjáa, sem best henta á hverjum
staö. Hér hefur þegar veriö ýtt
vel úr vör meö landgræösluá-
ætlun þeirri, sem Alþingi sam-
þykkti áriö 1974. En ég legg á-
herslu á það, aö sú áætlun er aö-
eins upphaf á miklu og þrot-
lausu ræktunarstarfi, þvi allt
fram á þessi sfðustu ár munu
hafa veriö áhöld um þaö, hvort
viö héldum i horfinu i verndun-
arstarfinu, hvað þá, aö við hefö-
um sótt aö ráöi inn á auðnina. Af
þessu leiöir að á komandi árum
þarf stórfé og skipulegar fram-
kvæmdir — ef land vort á aö
þessu leyti aö eldast til bóta.
En annar seiður, oss til ó-
þurftar, er þvi miöur enn kveö-
inn alltof viöa, ekki aöeins um
byggðir og ból heldur einnig á
öræfaslóöum. Þaö er seiður
slæmrar umgengi eg viröingar-
leysis fyrir náttúrunni og þvi
umhverfi sem viö búum viö...
Þann ófögnuö sækjum viö þó
ekki til forfeðranna, nema þá aö
þvi leyti sem skeytingarleysi og
skemmdarfýsn kann aö liggja I
blóöinu. 1 ytri sýnd er þetta
mestmegnis nútimaákoma —
fylgifiskur þéttbýlis, aukinnar
feröatækni og feröamanna-
straums um landið.
Þaö er nöturlegt, aö oft og ein-
att þegar viö —
Göngum upp meö ánni
inn hjá mosaflánni
fram meö gljúfragjánni
gegn um móans lyng —
þá má vera, aö viö sjáum allt i
einu merki þeirrar áráttu is-
lendingsins að geta ekki skiliö
við sig flösku án þess aö brjóta
hana um leið. Hvar sem er, miili
fjalls og fjöru, getur vegfarand-
inn orðið fyrir þeirri raun aö
reka fótinn i flöskubrot, auk
þess sem ryögaöar dósir og ann-
ar óhroöi mætir auganu I fögru
og friösælu umhverfi, oft á hin-
um ólfklegustu stööum, langt
frá alfaraleið.
Slikt og þvilikt orkar á hugann
sem helgispjöll i musteri. Og
hvaða musteri, af mannahönd-
um gert, jafnast á viö tign og
göfgi hinnar islensku náttúru?
Ein þeirra halla er sú, sem viö
stöndum nú I á þessari stundu —
og þaö væri blettur á umgengn-
ismenningu okkar aö skilja hér
eftir plast eöa drasl af nokkru
tagi.
t þessu sambandi get ég ekki
látiö vera aö áfellast þá hvim-
leiöu gandreiöamennsku jeppa-
gleiöra ökuþóra, sem tiökast
hefur hin siöari ár, að æöa yfir
vegleysur og böölast upp grónar
brekkur og fjallahliöar, meö
þeim afleiöingum að eftir sitja
rákir og sár i ásjónu landsins.
Og þessar jepparistur eru eigi
aðeins til stórra lýta — þær geta
einnig leitt til viötækra gróöur-
skemmda, er þær veröa farveg-
ur vatns, og gefa vindum færi á
fokgjörnum jarövegi landsins.
Nú er það svo, aö umhverfis-
menning kemur ekki af sjálfu
sér. Hún er námsefni, einn þátt-
urinn i listinni að lifa, og þennan
þátt þarf aö kenna bæöi á heim-
ilum og I skólum, þvi með vax-
andi þéttbýli og auknum fólks-
fjölda er umhverfisvernd orðin
aökallandi nauðsyn, eins og
dæmin sýna. Nægir þar að
benda á nýlegar fregnir af
skemmdarstarfsemi á lista-
verkum i Reykjavik.
Mig minnir að rómverska
skáldiö Horas komist einhvers
staðar svo aö oröi að „menn
sem flytjast yfir höf til fjar-
lægra landa, skipti um himinn,
en ekki um hugarfar”. — Þaö er
þannig sennilegt, að þeir um-
gengishættir, sem viö höfum til-
einkað okkur, fylgi okkur, illir
eöa góöir, hvar sem viö förum,
hvort heldur við byggjum okkur
fastan bólstaö eöa flökkum um
óbyggö svæði, þar sem tjaldi er
tyllt til einnar nætur. Þaö er
oröiö timabært að skipta um
hugarfar og skapa nýja um-
hverfismenningu, frá hafi til
heiða. Og hér getum viö öll lagt
hönd á plóginn — hver einasti
einn.
Ég hefi vikiö hér, að tveimur
þýöingarmiklum þáttum i af-
stööu þjóöarinnar til lands sins,
verndun og efling gróðurfarsins
og menningarlegum umgengis-
háttum. Um gæöi sjávarins
gilda aö sjálfsögðu sömu lög-
mál. Eftir langa baráttu og
haröa sést nú til lands i þvi
striöi, sem viö höfum háö, til aö
binda endi á hartnær sex alda á-
sælni erlendra þjóða i þau gæöi
hafsins umhverfis landiö, sem
viö teljum okkar eign aö lögum
réttum. Ekki er þó loku skotiö
fyrir það aö á þeim miöum
kunni óvinir enn aö sitja á fleti
fyrir, svo varlegast er i þessu
máli, aö standa vel á veröi, spila
ekki út hundum, þegar tromp
eru bæði i stokk og á hendi, og
gæta þess vel aö ganga eigi feti
framar vopnum sinum.
En þá er lika komiö til kasta
landsmanna sjálfra, að nýta nú
miöin og landiö með þaö kjörorö
þessa árs i huga — „Hófleg nýt-
ing er hagur þjóðar”.
Ég nefndi áðan, aö umgengn-
isvenjum okkar væri i mörgu á-
fátt.
En hvað stýrir háttum
manna.
Ræöur þar ekki úrslitum,
hvaöa mat viö leggjum á verö-
mæti lifsins — hvaöa gæöi viö
viljum vernda og halda I heiöri.
Hve föstum fótum stöndum
við i jarövegi þessa lands, sem
fæöir okkur og fóstrar.
Hvert er viönám okkar og
andsvar viö þeim sveiflum, al-
þjóölegum og frá einstökum
þjóölöndum, sem hingaö berast
— eða aö okkur er þrýst — ljóst
eða leynt.
Hvert er mat islendingsins.
Hver er metnaöur hans.
Hér er mörgu aö svara, sem
eigi veröa gerö skil i stuttu máli.
En ég ætla að rifja upp aðra
gerö þeirrar þjóövisu, sem ég
haföi yfir I upphafi máls mins.
Faöir minn átti fagurt land,
sem margur grætur.
Þvi ber ég hryggö I huga mér
um daga og nætur.
Þaö land, sem viö áöur áttum
og margur tregar nú, misstum
viö einn maimorgun fyrir 36 ár-
um þegar erlendur her steig á
islenska grund. A þeirri stundu
uröu mestu og afdrifarikustu
timamót i sögu Islands á siöari
öldum. Þá opnuöust i einni svip-
an allar gáttir islensks þjóölifs
fyrir erlendum áhrifum, — ill-
um og góöum. Aöur litt þekkt
tækni hélt innreið sina i landið —
og þjóöin, sem áöur átti ekki
skildinga i skóvarp — þrátt fyrir
strit og striö — stóð nú allt i einu
i gulldyngju i geirvörtur, svo
vitnaö sé til nýlegra ummæla
Halldórs Laxness. Þetta nægta-
borö hersetunnar steig þjóðinni
til höfuös — slævöi dómgreind
hennar og siðgæðisvitund, og
margar fornar dyggðir föinuöu
viö undirleik hermangs og
gróöafiknar.
Nú dettur mér sist I hug aö
óska þjóðinni aftur til þeirrar
fátæktar og erfiöleika, sem all-
ur almenningur hér á landi bjó
viö á árunum milli heimsstyrj-
aldanna tveggja. Og ekki ætla
ég heldur aö halda þvi fram, að
við eigum aö loka landinu fyrir
tækni og menningaraðstreymi,
og lifa hér sjálfumglaðir sem
þursar i jötunheimum.
Hitt ætla ég jain augljóst, aö
við höfum ekki ennþá náö jafn-
vægi, eftir þá holskeflu, sem yf-
ir okkur dundi, óviöbúna, fyrir
þriöjungi aldar. Enn erum viö
glannalega óforsjál gagnvart
erlendum áhrifum, og i viö-
skiptum við alþjóðlegt fjár-
magn veitist okkur einatt erfitt
aö halda fullri reisn og sjálf-
stæði.
Þá sést það og i mörgu, að sú
dvöl herliös, sem um var samiö
fyrir fjóröungi aldar, að hér
skyldi ekki vera nema á friðar-
timum, hefur átt sinn rika þátt i
þvi að sveigja sjálfstæöisvitund
þjóöarinnar undir seiömagn
neikvæöra afla. Ahrif þessarar
dvalar hafa ruglað mat manna
á verömætum mannlegs lifs, og
orkaö i þá átt að stinga islensk-
um þjóöarmetnaði svefnþorn.
Nú veit ég aö allir þeir, sem
sækja fram gegn herstöövarset-
um hér á landi, gera sér fulla
grein fyrir þessu. En stundum
hvarflar að manni, að þvi sé
ekki nægur gaumur gefinn, aö
meöan stórskotahriðin dynur á
virkisveggjum herstöövarinn-
ar, þá læðast dulin áhrif frá
henni jafnt og þétt út yfir land
og þjóö — neikvæður sveimur,
sem rennur saman við það ann-
aö, sem til rangrar áttar-horfir I
hugsun og háttum á vettvangi
þjóðlifsins. Allt veldur þetta,
hægt og sigandi, feyrum og fúa I
vitund manna og sýkir þjóöar-
sálina.
Það er orðin brýn þörf á þvi,
aö stinga hér snöggt við fæti.
Nú er hásumartíö. Jónsmess-
an nýgengin hjá garöi og bæ.
Blágresið blómstrar og aörar
jurtir landsins eru önnum kafn-
ar viö aö fegra umhverfið meö
sumarskrúöa sinum.
Þetta er timi grósku og vaxtar
um fjöll og dali.
En eigum viö mannfólkiö þá
aö sitja hjá. Er ekki einnig okk-
ar timi að vakna til verka, og
hefja nú þegar i staö markvissa
og skelegga baráttu til aö efla
meö islensku þjóöinni heilbrigö-
an metnaö. Sópa burt andvara-
leysinu, viðra út úr skúmaskot-
unum, en opna hug og heimili
vor fyrir sólskini manndóms og
heilbrigöra lifshátta.
Viö höfum þegar hafist handa
um aö klæöa sandinn aftur i sina
grænu skikkju. Og skógum
landsins gefum viö nýjar teg-
undir gagnviöa og aukum þann-
ig gildi þeirra og verömæti. Hiö
gamla kemur þar aftur I nýrri
og betri mynd.
Meö sama hætti eigum viö aö
geta snúiö þjóöinni nýja hugar-
farshættiistaö þeirra, sem hafa
slitnaö eöa trosnað I ölduróti
siöustu áratuga. A þeim vett-
vangi ættum viö einnig aö geta
ofið gömlu og góöu mynstrin
Framhald á bls. 14.