Þjóðviljinn - 29.06.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.06.1976, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. júní 1976. Freystandi Framhald af bls. 1,- beðið um aðstoð en enginn hljóm- grunnur hefur fengist úr þeirri áttinni. Hér er auk þess unnið undir miklu álagi með alltof fáa menn, sem allan daginn eru að eiga við þúsund stiga heitan málm við hinar erfiðustu og ófull- komnustu aðstæður. Það er ekki hægt að bjóða endalaust upp á óbreytt ástand i þessum málum, við verðum að fá tafarlausa úr- lausn. —gsp Hinrik sá um ••• Framhald af 12 siðu stórhættuleg. Oheppni liðsins er algjör og er svo sannarlega von- andi að úr fari að rætast innan tiðar. Mest bar á framlinumönn- unum að þessu sinni, þeim Baldri Hannessyni, Leifi Harðarsyni og Þorvaldi Þorvaldssyni, sem skor- aði bæði mörkin. Vörnin var veik- ari hluti liðsins, einkum framan af en þá opnaðist hún oft illa. Hitt er svo annað aö vörn sem hefur markmann eins og Jón Þor- björnsson á bak við sig getur leyft sér ýmislegt þó ljótt sé að mis- nota sér þannig friðindi. Dómari var Guðmundur Har- aldsson og stóð hann sig vel. Gula spjaldið fengu þeir Vignir Bald- ursson Breiðabliki og Þróttar- arnir Baldur Hannesson og Jó- hann Hreiðarsson. —gsp Á þriðjudegi Framhald af bls. 7. uppgjöf islensku rikisstjórnar- innar við að leysa vandamál þjóðarinnar að málgögn hennar skuli lofsyngja i kór þann flokk sem leitt hefur Italiu á heljar- þröm. Kannskier það óttinn við hið volduga endurreisnarafl al- þýðunnar sem tengir saman á Islandi og ttalíu þessa þjónustu- menn við útlenda hagsmuni. Samanburður á þessum tveimur löndum birtir ekki aðeins hinar neikvæðu hliðar. Þróun siðustu ára hefur bæði á tsiandi og Italiu opnað augu æ fleiri fyrir þvi, að efnahagsleg og þjóðleg endurreisn er útiiokuð meðan rikjandi öfl stjórna löndunum. Bandalag verkalýðs, bænda, æsku og heil- brigðrar millistéttar sem lýtur samhæíðri sósiah'skri leiðsöf. n er eini aðilinn sem getur hett forystu um alhliða endurreisn. Aðeins slikt stjórnmálaafl getur hreinsað þessi lönd af spillingu, mútum og glæpum, stöðvað oðaverðbólguna og komið i veg fyrir áframhaldandi gengis hrun, sett erlendum auðhringum stóiinn fyrir dyrnai og með sterkr stjórn komið á raunverulegu efnahagsiegu sjálfstæði. (, „Faðir minn ••• Framhald af bls. 10. með nýjum, sterkum og litrik- um þráðum. Frelsi og sjálfstæði hverrar þjóðar er gert úr mörgum strengjum og það er undir styrkleika þeirra og samvindu komið hve fullveldi hennar stendur föstum fótum. Meginstyrkur þeirrar sam- vindu er, að þjóðin meti og virði land sitt með sérkennum þess, kostum og göllum. Við verðum að skilja og muna, að náttúra landsins og saga þess, — tunga þjóðarinnar og menning hennar með sér- kennum sinum er vöggugjöf okkar — arfleifð, sem okkur ber að varðveita, — láta hana auk- ast og eldast til bóta og skila henni áfram í hönd komandi kynslóðar. Og þetta er arfleifð, sem við verðum að sýna fullan trúnað i orði og athöfn. En til þessarar varðveislu þarf bæði vit, vilja og staðfestu. Sé islendingurinn þeim kost- um búinn, getur hann kinnroða- laust og einarður tekið undir þessa skýlausu heitstrenging Jóhannesar úr Kötlum: Vér stöndum, hver einasti einn um Isiand hinn skylduga vörð: Af hjarta vér leggjum nú hönd á heilaga jörð og sverjum, aö sameinast besl þess sál, þegar hættan er mest. Hver einasti einn. Lánamál Framhalrl af bls. 2. beint inn á þær greinar, sem hagkvæmastar eru bæði frá sjónarmiði bænda og þjóð- félagsins i heild og lánakerfi landbúnaðarins verði beitt til þess að stuðla að þvi. Athugað verði, hvort ekki væri eðlilegt að Byggðasjóður legði stofnlána- deildinni til hluta af sinum tekj- um. Rannsóknarstarfsemi i landbúnaði verði stóraukin. Stefnt verði að stórbættri nýt- ingu innlends fóðurs og hey- kögglagerð aukin til þess að spara erlend kjarnfóðurkaup, enda fái heykögglaverksmiðjur raforku og jarðvarma á hag- stæðu verði. Kapp sé lagt á fiskirækt i ám og vötnum og sem besta nýtingu annara hlunninda. Haft sé samráð við U riVISTARFERÐIH Sumarleyfis- ferðir 9.—19. júli Flateyjardalur. 10.—18. — öræfajökull — Skaftafell. 12. —21. — Hornstrandir — Hornvik. 13. —22. — Suðursveit — Hoffellsdalur. 14. —28. — Vopnafjörður — Langanes. 15. —21. — Látrabjarg. 20,—28. — Hornstrandir — Aðalvik. 22.-29. — Alftafjarðaröræfi. 24.-29. — Laki — Eldgjá — Hvanngil. 22.-28. — Grænlandsferð (einnig 29/7 — 5/8). Ennfremur ódýrar vikudvalir i Þórsmörk, 6.200 kr. — Geymið auglýsinguna — — Leitið upplýsinga — tJTIVIST, Lækjarg. 6, simi 14606 Stéttarsamband bænda um nið- urgreiðslu á búvöru. Lánamál landbúnaðarins verði endur- skipulögð með það i huga, að tryggt sé fjármagn til eðlilegs viðhalds og þróunar landbúnað- arins. Stóraukin verði lán til jarðakaupa og heimilt verði að lána til 2ja ibúða á hverri jörð til þess að auðvelda kynslóðaskipti við búreksturinn. Rekstiarlán til landbúnaðarins verði aukin. Greiði bændur áfram búvöru- gjald til stofnlánadeildar sé það tekið inn i verðlags grundvöll- inn. Jafnframt verði athugað hvort ekki sé heppilegt að gera stofnlánadeild landbúnaðarins að sjálfstæðri stofnun með sér- stakri stjórn. Stuðlað sé að auk- inni gróður- og náttúruvernd. — nihg Glímuskjálfti FM Framhald af 5. siðu. ,,É ora, é ora, potere a chi la- vora”, ,,Nú er timi til að fá þeim sem vinna völd i hendur” — þetta vigorð getur PCI átt sameiginlegt með ýmsum öðrum vinstrisam- tökum. Hitt var ,,É ora, é ora di cambiare, il PCI deve governare” —en það er höfuðvig- orð flokksins, „Mál er að breyta, og PCI verður þá að stjórna.” Eða eins og á plakötum: An PCI verður engu breytt. Varð nú úr öllu saman allgóð stemmning með ræðuhöldum m.a, Berlinguers undir lokin og ýmsum alþýðu- hátiðafyrirbærum, söng barna- stússi, gosdrykkju, samtölum, kunningjafaðmlögum og þar fram eftir götum. Kannski voru þarna 60—80 þúsundir manna, ekki kann ég að telja það.. Og það voru hafðar uppi heitstrengingar um að nú skyldi breyta til, byrja betri tið, skapa ítaliu verðugri sess meðal þjóða... Samt vildu kommúnistar ekki þessar kosningar og ekki kristi- legir heldur. Það voru sósialistar sem knúðu þær fram og sfðan fór svo að þeir sem ekki vildu kosningar efldust, en þeir sem helst vildu þær biðu nokkurn ósigur. En um þessar þverstæður og fleiri verður fjallað i næstu greinum. _áb Fyrsta islenska... Framhald af bls. 6. fyrir peninga og sjá þá aðallega um þá, sem þeir græða mest á. Umboðsmaðurinn minn er afar geðugur, mér likar vel við hann, en hefur hreint ekkert gert fyrir mig. Það sem ég hef fengið að gera er i gegnum gömul sam- bönd, sem ég hef sjálf. Og David hefur lika komist á , eigin spýtur það sem hann hefur komist. Hann vinnur slna skrif- stofuvinnu sjálfur. En umboðsmaðurinn fær tiu prósentaf öllum tekjum leikara. 1 hvert skipti sem maður gerir eitt- hvað þarf maður að skrifa til þess fólks sem sér um ráðningar I leik- húsum og sjónvarpi og vekja at- hygli á verkum sinum. Þessir stóru aðilar auglýsa aldrei eftir fólki. Framboðið er alltof mikið. 8 til 9 af hverjum tiu leikurum er stöðugt atvinnulausir. En við hjónin höfum verið heppin, við höfum unnið I at- vinnuleikhúsunum úti á landi, leikhúsum i London og I sjónvarpi smávegis — þá höfum við kennt dálitið i okkar gamla skóla „Central.” En eftir þvi sem maður er leng- ur i útlöndum kann maður betur að meta það sem maður á hér heima. Ég geri mér æ betri grein fyrir þvi, hvað það er gott að vera á íslandi. Og mér finnst nauðsyn- legt aö koma heim alitaf öðru hvoru. Ferðakort — Ferðahandbœkur Við höfum nú fyrirliggjandi geysifjöl- breytt úrval af innlendum ferðakortum svo og erlend ferðakort yfir Bandarikin og flest lönd og borgir i Evrópu. Einnig stórar og smáar orðabækur og samtalsbækur á öllum helstu tungumálum heimsins. Skrúðgarðabókin 2. útgáfa, aukin og endurbætt, er nú fáan- leg hjá okkur Bókaverslun Snœbjarnar Hafnarstrœti 4 — Sími 14281 Full búð af fallegum barnafötum Vörurnar veröa seldar meö miklum afslætti, þvi vcrslunin hættir bráölega. Látiö ekki þetta einstæöa tækifæri úr greipum renna. Barnafataverslunin Rauðhetta Iönaöarhúsinu v/HalIveigarstig. Samvinnu- skólanemendur Árgangur 1922, 32, 42, 52, 62, og 72 Þar sem Árbók III er nú að fara i prentun eru þeir af ofangreindum árgöngum, sem vilja koma leiðréttingum á framfæri, beðnir um að hafa samband við Gisla Har- aldsson i sima 50200 kl. 9—18 eða Guð- mund R. Jóhannsson i sima 84800 kl. 9—17 fyrir 10. júli nk. Nemendasamband Samvinnuskólans Skipstjóra- og stýrimannaféiagið Aldan boðar til félagsfundar að Bárugötu 11 fimmtudaginn 1. júli nk. kl. 17.30. Fundar- efni: Uppstilling til stjórnarkjörs Önnur mál Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.