Þjóðviljinn - 29.06.1976, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 29. júnl 1976. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5
Glímuskj álfti með kurteisi
r r
I kosningaslag á Italíu
1. grein
r
eftir Arna Bergmann
Siðustu dagar kosningarbar-
áttunnar I Róm voru frek-
ar rólegir. Að minnsta kosti
kom ekki neinna stórtiðinda i
Róm. Borgin var að visu þakin
dreifimiðum og plakötum flokk-
anna, en ekki i þeim mæli sem
maður hefði haldið. Kristilegir
demókratar, DC, og nýfasistar,
MSI, voru einna harðastir i svaí-
dögum: Aldrei hættum við frels-
inu I hendur á kommúnistum!
sögðu þeir, en merki DC er reynd-
ar latneska orðið Libertas, frelsi,
á grænum krossi. Sumir fram-
bjóðendur töldu það sér einkum
til ágætis I sérstökum áróðurs-
miðum, að þeir „hefðu alltaf
verið á móti kommúnistum”.
Stundum mátti finna miða á göt-
unum þar sem vitnað var i póli-
tisk afskipti páfagarðs fyrr og nú:
„Það er dauðasynd að kjósa
kommúnista,” stóð þar. En yfir-
leitt var tónninn miklu vinsam-
legri milli flokka en maður hefði
getað ætlað úr nokkrum fjarska.
Kurteisi
Kommúnistar töluðu um endur-
nýjun, nýtt siðgæði um samhjálp
helstu pólitisku aflanna um að
koma landinu út úr rammri
kreppu. Kommúnistar og sósial-
istar töluðu einkar vinsamlega
hverjir um aðra, enda lýstu báðir
óspart yfir þvi, að þeir gætu ekki
án hins flokksins verið. Það var
gott dæmi, að blað sósialista
neitaði að taka viö borgaðri aug-
lýsingu frá nýjum smáflokki,
radikölum, vegna þess að I
textanum sagði, að foringi
kommúnista Berlinguer, hefði
logið. „Þetta er ekki hægt,” sagði
blaðið, sem heitir Republica,
„kommúnistarnir erú félagár
okkar.” Meira aö segja hóparnir
lengst til vinstri, Alræði öreig-
anna, Democrazia Proietria,
sýndu konmúnistum flestir fulla
kurteisi, en máltækið segir þó að
frændur séu frændum verstir.
Svo mætti lengi telja. En auð-
vitað hefði engu að síður verið
gott og skemmtilegt að geta rakið
tiðindi af kosningabaráttunni
jafnóðum og hún gerðist úr þvi ég
var svo heppinn að vera á staðn-
um. En mér reyndist það svo, að
Island væri simasambandslaust
þessa daga, ef ekki við umheim-
inn, þá allavega við Rómaborg.
Lesendur Þjóðviljans verða þvi
að bita i það súra epli með mér,
að frásögnin kemur eftir á. Þetta
er semsagt fyrsta grein, og veit
ég satt að segja ekki hve margar
koma á eftir, þvi að af nógu er að
taka þar sem eru itölsk stjórn-
mál.
Vitnað með PCI
Vitanlega voru blöðin full með
pólitik. Blað kommúnista,
l’Unitá, hafði að þvi leyti sér-
stöðu, að þar gerðust mjög marg-
ir til að vitna um stuðning sinn við
flokkinn og nauðsyn þess að kjósa
hann. Þetta minnti nokkuð á
Island. Og satt að segja voru
stuðningsyfirlýsingar þess einatt
stórbrotnar og traustvekjandi.
Siðast á kjördag vitnuðu 118 há-‘
skólakennarar frá Genúa einni
um stuðning við kommúnista-
flokkinn, þeim fylgdu 30 lista-
menn og 20 tónlistarmenn frá
sömu borg, og 20—30 manna hóp-
ar blaðamanna frá Corriere della
Sera og II Giorno, sem eru alls
engin vinstriblöð. Mikill hópur
visindamanna frá „lnstituto
Superiore de Sanitá” kom einnig
á vettvang.
Menn tóku undir það hve PCI,
en svo er flokkurinn skamm-
staf., væri trúverðugur I fyrir-
heitum um endurnýjun, þjóð-
félagslegt siðgæði og réttlátara
samfélag. Og svo komu lika
óháðu frambjóðendurnir, nokkir
þekktir kaþólskir menn sem
voru á listum hjá PCI. Antonio
Brusca kvaðst bjóða sig fram þvi
að „þar með fæ ég möguleika á að
vinna sjálfur gegn ástandi (eink-
um i heilbrigðismálum) sem er
andstyggð samvisku minni sem
læknis og samfélagsþegns”, en
Brusca er þekktur h'jartasér-
fræðingur. Angelo Romano,
fyrrum ritstjóri kaþólsks blaðs og
nú einn af deildarstjórum italska
sjónvarpsins sagði, að sitt fram-
boð, sem óháðs hjá PCI þýddi ,,að
taka stöðu með flokki sem hefur
sýnt ágæta hæfni til að samsama
sig itölsku samfélagi I öllum þess
flækjum og sem I dag er fær um
að tala ekki aðeins fyrir hönd
sinna kjósenda heldur og fyrir
hönd mikils hluta landsmanna.
Það þýðir og að leggja fram sinn
skerf til hins lýðræðislega kerfis
okkar. Það þýðir ekki að við
skiptum um hugmyndafræði, en
að vinna að pólitisku vali við að-
stæður þegar okkur finnst teflt
um undirstöðuverðmæti I stjórn-
málum”. Upptalningu af þessu
tagi mætti lengi halda áfram með
— enhún sýnir m.a. vel, að höfuð-
vigorð PCI um „sögulega mála-
miðlun”sem oft verður minnst á
hér á eftir, voru tekin mjög alvar-
lega langt út fyrir flokkinn. Þess
skal og getið strax, áöur' en lengra
er haldið, að kaþólskir aðilar og
páfagarður sjálfur virtust sérlega
óánægðir með traustsyfirlýsingar
af þessu tagi frá kaþólskum
áhrifamönnum.
Frá Prag og USA
Ég vil heldur ekki láta hjá liða
að minna á tvær stuðningsyfir-
lýsingar við PCI, sem komu i
l’Unita rétt fyrir kjördag. önnur
kom þann 18 — þar voru nokkrir
fulltrúar Dubcekstefnunnar frá
Prag 1968 (siðar kom á daginn að
þar fóru m.a. Hajek, fyrrum
utanrikisráðherra og ekkja
Smrkovskis) að lýsa stuðningi við
italska kommúnista. Hin kom
daginn eftir: Bandariskir
menntamenn (m.a. Chomsky)
höfðu myndað sérstaka nefnd til
að vinna gegn hótunum banda-
riskra aðila um ihlutanir ýmis-
konár um itölsk mál, enda gátu
menntamennirnir auðveldlega
fært rök að þvi að Kissinger,
Connally og fleiri slikir hefðu
annað i huga en áhyggjur af
itölsku lýðræði i bramboltd sinu.
A hinn bóginn var mikið um
greiddar auglýsingar frá hægri-
flokkunum og sósialdemókrötum
i borgaralegum blöðum. Þær
voru fæstar meira en áminning
um að styðja tiltekinn mann
(kosningarnar eru að vissu marki
persónulegar) og eitthvað um
ágæti hans. En stundum mátti
rekast á skemmtilega hluti. Eins
og þegar lesa mátti i II Tempo að
„Samtök fasteignamanna i Róm”
höfðu komið sér saman um að
auglýsa upp hóp af kristilegum,
frjálslyndum (PLI) og nýfasist-
um (MSI) sem allir voru taldir
Það þarf PCI tii að einhverju verði breytt! hrópuðu ungkommún-
istar.
Þeir gömlu gátu einnig kreppt hnefann: Potere a chi lavora!
• *C-.j
liflfr -
•• 1
B -
tæ~.~***'. n hN^'^v fj
■ <r I
1» 9| •y-r •
fpvt <m i ,4
. V«i .vwjr tf
Kristilegir skildu eftir sig mikið af papplr á Pizza del Popoio.
nokkuð liklegir til að vernda
fasteignaréttinn fyrir hinum
rauðu flokkum.
Daufleg fundahöld
Fundahöld voru ekki nærri eins
voldug og búast mætti við. Yfir-
leitt tekst itölskum flokkum ekki
að ná þeim afrekum sem islenskir
eru farnir að sýna með smölun i
Laugardalshöllina. Morguninn
sautjánda júni vakna ég t.d. við
tölverðan fyrirgang (en þá var
krikjulegur fridagur i landinu,
þeir eru margir). Byltingar-
söngvar og rauðir fánar voru á
torginu fyrir neðan. Ég hélt fyrst
að þetta væru kommúnistar, en
þetta voru sósíalistar. Báðir
flokkar hafa nefnilega sömu
söngva (Avanti popolo, Fram all-
ir verkamenn ofl.) báðir nota sem
merki hamar og sigð — en af mis-
munandi gerðum. Þetta var sem-
sagt aðalfundur sósialista fyrir
kosningar. Mörgu var til tjaldað:
De Martion var aðalræðumaður
fljúgandi mælskur og hafði sér til
stuðnings bæði Panagúlis frá
Grikklandi (bróðir hins myrta
þingmanns) og Mario Soares frá
Portúgal. En fundurinn var ber-
sýnilega misheppnaður, þarna
voru 4—5 þúsundir manna. Þó
er þetta þriðji stærsti
flokkur landsins, hefur um
10% atkvæða þarna I borg-
inni. Það hafði eiginlega verið
meira fjör á sama torgi daginn
áður, þá voru þar hópar lengst frá
vinstri, úr öreigalýðræðinu, DP,
sem héldu uppi skemmtan, en
þeim fylgir m.a. söngur ágætur.
En DP fær örlitið af atkvæðum og
þar eru hópar nokkuð svo sundur-
þykkir innbyrðis, eins og siðar
verður að vikið.
Kristilegir, DC, héldu sinn
aðalfund þann 18. júni á Piazza
del Popolo. Hann var lika dauf-
legur af blöðum að dæma. Hann
fór fram undir vlgorðunum „Hinn
nýi DC er þegar byrjaður” — en
þvi trúir enginn, sagöi italskur
blaðamaður við mig.
Skipulagsstyrkur
En það voru, eins og við mátti
búast, kommúnistar, sem sýndu
— einmitt sama kvöld — firnaleg-
an skipulagsstyrk sinn. Við erum
eini flokkurinn, sagði áróðurs-
málafulltrúi þeirra i bæki-
stöðvum á Via delle Botteghe
Oscure, sem getur sent fólk i
hvert hús. Við höfum reynt af
fremsta megni að fá i gang
persónulegt samband. Berlinguer
gaf þann tón i kosningabaráttunni
þegar á fyrsta fundi i litilli borg i
Abruzzi — hann var i formi sam-
tala við fólk. Og við ekki aðeins
göngum á milli manna. T.d. fara
ábyrgðarmenn deilda út á götu og
efna til umræðu viðgestiog gang-
andi um það sem þeir vilja helst
ræða — en vissulega gengur slikt
betur i smærri borgum en Róm.
Eða þá að ungir menn fara út,
búa til kvikmyndir um næsta um-
hverfi og sýna siðan á torgi til að
efna þar til kappræðu. Við viljum
forðast sem mest ræðumennsku-
glósur og stóryrði, sagði hann.
Tvenn vígorö
Þessi mikla skipulagning kom
vel fram þegar fólk var að koma
saman á lokafund kommúnista
kvöldið 18. júni. Göngur komu að
úr ýmsum áttum, og voru göngu-
stjórar sem höfðu frumkvæði um
fánaburð, vigorðakall og söng.
Bæði þá og svo siðar, þegar komið
var á torg San Giovannis var það
mjög greinilegt að yfrið nógur
mannskapur var til allra hluta.
Einnig til að halda uppi „ordine”
lögum og reglu, halda frá óeirð:
mönnum frá hægri ef þeir þyrð,
að láta sjá sig. Enda hélt hi
eiginlega lögregla sig i hæfilegri
fjarlægð. Ég fylgdist semsagt
með ungkommúnistum frá Santa
Maria Maggiore til San Giovanni
og voru þeir mjög hressir. Mest
fór fyrir tveim vigorðum i bland
við Avanti popolo — Annarsvegar
Framhald á bls. 14.