Þjóðviljinn - 06.07.1976, Side 16
Þriöjudagur 6. júli 1976
Minnisvaröi um fyrsta blöndudsinginn, Thomas J. Thoms
kaupmann, gerður af Jönasi Jakobssyni, myndhöggvara. Ljós
Sturla Þórðarson.
Afmælisfagnaður
á Blönduósi
„Kröfur uriglinganna
eru nijög réttmætar”
— segir Helga Sigurjónsdóttir,
fulltrúi Alþb. i bœjarstjórn Kópavogs
„Mér finnst kröfur ungling-
anna mjög réttmætar og mun
styðja úrbætur i þessum efh-
um. Vinnuskóiinn hefur verið
alit of lengi i þessu formi og
kominn tfmi til að endurskoða
hann.” sagði Helga Sigurjóns-
dóttir, en hún og Björn Ólafs-
son eru fulltrúar Alþýöu-
bandalagsins i bæjarstjórn
Kópavogs. í dag verður hald-
inn fundur I bæjarstjórninni
þar sem bréf ungl. I Vinnu-
skóla Kópavogs verður rætt,
en þau fóru sem kunnugt er i
kröfugöngu s.l. föstudag að
skrifstofum bæjarstjóra.
Sagði Helga að hún og Björn
væru sammála um að þörf
væri á að endurskoða Vinnu-
skólann og væri mjög æskilegt
að slfk endurskoðun færi fram
samtimis hjá Vinnuskólunum
i Reykjavik, Kópavogi og
Hafnarfirði.
„Nú er nýbúið að stofna
samtök Sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu og væri verð-
ugt verkefni fyrir þau að vinna
að endurbótum á þessum mál-
um i vetur.” sagði Helga.
Varðandi þau atriði i bréf-
um unglinganna, sem snerta
verkefnin sem þau vinna að,
sagði Helga, að henni fyndist
athyglisvert hjá unglingunum
að benda sjálfir á verkefm og
sýndi það þörfina á þvi að hafa
þá með i ráðum.
„Atvinnubótavinna i þessu
sambandi á ekki að þekkjast
og unglingarnir eiga sjálfir
að hafa einhver ráð um verk-
efnin. Kaupiðeraugljóslega of
lágt, þvi þau þurfa jafnvel aö
eyða hálfum mánaðarlaunum
i að kaupa sér regngalla til að
geta unnið þessa vinnu”, sagði
Helga að lokum. Þess má geta
að kaup unglinganna er það
sama i Reykjavik, Kópavogi
og Hafnarfirði, 130 og 145
krónur á timann.
VIÐSKIPTI POSTS
OG SÍMA VIÐ HER-
INN LEYNDARMÁL?
Engar upplýsingar gefnar
i nýútkomnu hefti Fjármálatfð-
inda er einkar fróðieg ritgerð sem
Ingimundur Sigurpálsson við-
skiptafræðingur skrifaði sem
prófritgerð við Háskóia islands
s.I. haust. Nefnist hún Herinn og
hagkerfið. Þar eru dregnar sam-
an þær upplýsingar sem fáanleg-
ar eru um áhrif hins erlenda hers
á fsienzkt hagkerfi á árabilinu
1946-1975. Hefúr höfundur viða
leitað fanga. Þegar athuga átti
viðskipti hersins við Póst og sima
kom hann hins vegar að harðlæst-
um dyrum. Fékk hann hvorki
upplýsingar hjá forstöðumönnum
stofnunarinnar né fann stafkrók
um þessi viðskipti f opinberum
reikningum hennar.
Hér á eftir fer orðréttur sá kafli
I ritgerðinni sem fjallar um Póst
og sima:
„Einn er sá þáttur, sem einkar
fróðlegt hefði verið að kynnast, en
það eru viöskipti varnarliðsins
við Póst og sima, sem ætla má að
séu allmikil. En þegar drepið var
á dyr aðalskrifstofu Pósts og
sima, voru þar allar bjargir
bannaðar. Svo að enn sé vitnað I
Hagfræðideild Seðlabanka Is-
lands, fékkst þar sú vitneskja, að
liklega kæmu tekjur Pósts og
sima af varnarliðsviðskiptum
ekki fram á greiðslujafnaðar-
skýrslum. Var nú málið enn fróð-
legra og var þvi farið á stúfana og
reynt að athuga, hvort tekjur af
varnarliösviðskiptum Pósts og
sima kæmu beinlfnis fram i árs-
reikningum stofnunarinnar. Svo
reyndist ekki vera, aö verður þvi
við svo búiö að sitja.”
I Þjóðviljanum á morgun verö-
ur nánar greint frá ritgerð Ingi-
mundar.
— GFr.
I giaðasólskini og blfðviðri
minntust blönduósbúar 100 ára
afmæiis Blönduóss sem
verslunarstaðar með hátföar-
dagskrá undir berum himni á
bökkum Blöndu á laugardaginn.
Mikill mannfjöldi var við-
staddur i hvamminum noröan
Blöndubrúar þegar afhjúpað var
minnismerki um fyrsta ibúa
staöarins, Thomas J. Thomsen
kaupmann. Minnismerkiö gerði
gamall blönduósingur, Jónas
Jakobsson, og það var systur-
dóttir hans, Ragnhildur Þórðar-
dóttir, sem afhjúpaöi minnis-
varöann.
Brynleifur Steingrimsson,
héraðslæknir á Selfossi, flutti
aöalræðuna á hátiðafundinum, en
auk þess voru flutt sjö ávörp, og
tónlist leikin.
Aö loknum fundi buðu konur á
Blönduósi öllum afmælisgestum
til kaffidrykkju I félagsheimili
staðarins; þar var þétt setinn
bekkurinn, og húsið rúmaöi ekki
alla gesti í einu. En á meðan var
skemmtidagskrá fyrir börn á'
pallinum við minnismerkið, og að
lokinni kaffidrykkju var opnuð
fróðleg sögusýning í barna-
skólanum.
Um kvöldið var 1 félags-
heimilinu sérstök sýning fyrir
boðsgesti á leikritinu „Þið munið
hann Jörund” eftir Jónas
Arnason, en þaö var leikfélag
Blönduóss sem sýndi undir leik-
stjórn Magnúsar Axelssonar.
Þegar leiksýningu lauk var svo
að hefjast útidansleikur og var
dansað fram eftir nóttu.
A sunnudagsmorguninn var
farið aö rigna, og var þvl gripið til
þess ráðs að flytja þann hluta
hátíðahaldanna siðari dag af-
mælishátiðarinnar inn undir þak
af þeim sökum.
Hátlöinni lauk svo með annarri
sýningu á leikritinu á sunnudags-
kvöld.
Mikill fjöldi gesta var I bænum
á hátiðinni, bæöi úr nærsveitum
og eins brottfluttnir blönduós-
ingar sem fögnuðu afmælinu á
heimaslóðum. Flestir gistu I
heimahúsum, en margir á
hótelunum, og auk þess nokkrir á
tjaldstæði bæjarins. —sþ.
Tilraunaveiðar á loðnu virðast ætla að gefa góða raun
Verður loðnuveiði leýfð
yfir sumarmánuðina?
„Veiðar á loönu fyrir Noröur-
landi veröa leyföar strax og loön-
an er komin I þaö ástand, aö fiski-
fræöingar teija ráölegt aö veiöa
hana,” sagöi Einar Ingvarsson,
aöstoöarmaöur sjávarútvegsráö-
herra, er hann var aö því spuröur
hvort tiiraunaveiöar á loönu fyrir
Noröurlandi gætu leitt af sér leyfi
til aimennra veiöa á þessum árs-
tima, en loönuveiðar eru bannaö-
ar fram til 15. júll vegna þess hve
horuö loönan er.
Um belgina fengu tvö tilrauna-
veiðiskip, Siguröur RE og Guð-
mundur RE, samtals um 800 lest-
ir af loðnu um 150 milur norður af
Skagafirði.
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson er nú út af Norðurlandi
og leitar þar loðnu og tekur sýni
af þeirri loönu sem þar finnst og I
næst. Loðna sú sem Sigurður
og Guðmundur hafa fengið er
sæmileg talin af fiskifræöingum,
en þó ekki nærri þvi eins feit og
hún verður feitust eftir áramótin.
Heldur er loðnaan ekki til jafnaö-
ar i eins þéttum torfum yfir sum-
armánuðina eins og á hrygn-
ingartimanum.
-úþ
Skar niður
Nató-fánann
Þaö bar til tíðinda við
Hótel Loftleiðir í gær-
morgun að Nató-fáninn
var skorinn niður við
hótelbygginguna. Þá
var að hefjast í hótelinu
umhverfisverndarráð-
stefna Nató. Höfðu her-
stöðvaandstæðingar
efnt til friðsamlegra
mótmælaaðgerða við
hótelið eins og greint er
frá annars staðar í blað-
inu.
En I þann mund sem mót-
mælaaðgerðum þessum lauk
tóku þrlr einstaklingar á rás
og skáru niður fána hernaðar-
bandalagsins. Þutu þá út úr
hótelinu tveir óeinkennis-
klæddir lögreglumenn og réö-
ust að fólkinu. Kom siðan að-
vifandi leigubilstjóri sá er ekið
hafði utanrikisráðherra til
fundarins og síðan nokkrir
lögregluþjónar I einkennis-
búningum.
Lyktir uröu þær, aö lögregl-
an ók burt með einn þann sem
stóð að niðurskuröi Nató-fán-
ans. Var farið með hann niöur
á lögreglustöð og hann yfir-
heyröur.
BARUM
BfíEGST EKK/
i
i
i
lfórubíla l
hjólbar&ar I
Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. ■
TÉKKNESKA BIFfíEIÐAUMBOÐ/Ð I
A /SLANDI H/E
AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606