Þjóðviljinn - 24.07.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.07.1976, Blaðsíða 1
Laugardagur 24. júli 1976. — 41. árg. —161. tbl. Er Þorvaldur í Sild og fiski rikastur íslendinga? Eignir á rúma þrjá miljarða Samt voru árstekjur hans aðeins 1,6 milj Skattskránni fyigdi ekki eignaskatt greiða. Það er að þessu sinni úrtak yfir þá því nokkuð erfitt að finna einstakiinga sem hæstan út hverjir séu ríkastir ís- lendinga á fasteignir og verðbréf. En af yfirliti i skattskránna mætti þó gera ráð fyrir, að Þor- valdur Guðmundsson, kaupmað- ur, hótelrekandi, svinahirðir og fl. ofl. sé rikastur islendinga, þvi honum er gert að greiða rúmlega 1 miljón 131 þúsund krónur i eignaskatt, sem þýðir, að eigur hans eru metnar upp á rúman miljarð — þúsund miljónir — og yrðu þær seldar á frjálsum mark- aði mætti búast við, að fyrir þær fengjust rúmlega þrjúþúsund miljónir króna! Fast á hæla Þorvaldar að eignahaldi kemur Sveinn Val- fells.en svo virðist sem hann eigi einnig eignir að matsveröi rúm- lega miljarð og þá með þrefalt hærra söluverði. Sú aldna kempa Einar riki Sig- urðssonvirðist af svo lauslegu yf- irliti vera kominn i þriðja sæti hvað rikidóm snertir og er mat eigna hans rúmlega 800 miljónir og þá söluverðið á að giska 2,4 miljarðar. Ríkastur ráðherra Geir Haligrimsson, forsæt- isráðherra, er áreiðanlega rikastur ráðherra. Sam- kvæmt skattskránni greiðir hann 276.709.00 krónur i eignaskatt, sem svarar til þess að hann cigi fasteignir að mati upp á 276 miljónir króna og yrðu þær reiknaðar tii söluverðs, sem láta mun nærri að sé þrisvar sinnum hærra en matsvirði þá gæti ráðherrann selt þessar reyt- ur sinar fyrir rúmar 800 miljónir króna! Annars geldur ráðherrann keisaranum það sem keisar- ans er, þvl samtals nema skattar hans rúmlega 2 milj- ónum króna og úr þeirri ágætu bók, skattskránni, má ráða, að árslaun ráðherrans hafi verið rúmlega 4,4 milj- ónir króna, eða fjögur til sex- föld verkamannalaun. Er þvi vart við þvi að bú- ast, að ráðherrann muni leggja lið þingsályktunartil- lögu Stefáns Jónssonar þess efnis, að enginn skuli hafa hærri laun en sem nemur tvöföldum verkamannslaun- um, þvi við það myndu tekj- ur hans heldur en ekki rýrna. — úþ Hættu- ástand vegna tyrknesks rannsókna- skips ANKARA 23/7 Reuter — Heldur ófriðlega horfir nú með Nató- rikjunum Grikklandi og Tyrk- landi. t dag lagði af stað frá Istanbul tyrkneskt rannsóknar- skip til athugana á hafsbotni Eyjahafs, en grikkir og tyrkir deila hart um yfirráðaréttinn á hafsbotninum þar og auðlindum, sem þar kunna að vera. Sagt er að griski herflotinn áe nú mestallur á Eyjahafi og er óttast að hann veitist að rannsóknarskipinu, þegar það kemur þangað. Ekki er vitað til þess að tyrkir sendi her- skip með rannsóknarskipinu, en þeir hafa tekið fram að þeir láti hart mæta hörðu ef grikkir áreiti skipið. Bílar, hjól og umferð — skoðið blaðið ögmundur Magnússon skipstjóri á Guðmundi Jónssyni. Fullkomnasti skuttogari Isiendinga, Guðmundur Jónsson GK við bryggju i Reykjavík i gær. Einn full- komnasti skuttogari í heimi Iiinn nýi skuttogari Guðmund- ur Jónsson GK 475 kom til heima- hafnar, Sandgerðis, sl. fimmtu- dag og landaði þar 80 tonnum sem hann fékk á heimieiðinni frá Akureyri. Skipiðhélt aftur á veið- ar frá Reykjavik, en þar var gest- um boðið að skoða skipið i gær. Guðmundur Jónsson er smiðað- ur hjá Slippstöðinni á Akureyri, 491 tonn, og er fullkomnasti togari okkar islendinga að öllum búnaði. Hann er fyrsti skuttogarinn sem er meö útbúnað fyrir botnvörpu, flottroll og nót, og er trúlega eina skipið i heiminum með slikan út- búnað sámeiginlega. Kostnaðar- verðskipsins er um 670 milj. kr. en þar af eru um 55 milj. kr. vaxtakostnaður meðan á smið- inni stóð. Ölafur H. Jónsson skipaverkfræðingur teiknaði skipið. Skipstjóriá Guðmundi Jónssyni verða tveir, ögmundur Magnús- sonsem áður var skipstjóri á Jóni Gafðari hjá sömu útgerð og er jafnframt einn af eigendum skipsins, og Þorsteinn Einarsson sem áður var stýrimaður á Dag- stjörnunni; 1. vélstjóri er Eirikur Hermannsson, 2. vélstjóri Pétur Björnsson, 1. stýrimaður Hilmar Ólafsson og 2. stýrimaður Pétur Björnsson. — Ilj.G. GEKK AGÆTLEGA EN ENGINN AFLI segir Gunnar Hermannsson um loðnuveiðarnar við Nýfundnaland Þetta gekk ágætlega nema það var enginn afli, sagði Gunnar Hermanns- son útgerðarmaður og skipstjóri á Eldborgu i við- tali við Þjóðviljann í gær Eldborgin kom i fyrradag af loðnuveiöum við Nýfundnaland en þangað fór hún i byrjun júni. Við fengum 1730 tonn af loðnu á þessum sjö vikum og lönduðum fjórum sinnum i Catalina. Tveir aðrir islenskir bátar, Grindvik- ingur og Hilmir, voru einnig á loðnuveiðum á þessum slóðum og fengu svipaðan afla og Eldborgin, enþeir fóru um miðjan mai og komu heim I siðustu viku. Venjulega er mikil loðnuveiði á þessum slóðum á þessum tima en brást alveg i sumar, og var aflinn ekki nema 10% af þvi sem venju- legt er, enda hefur sjávarhiti ver- ið óvenjumikill þar. Sem kunnugt er var Sigurðuur á loðnuveiðum þar vestra i fyrrasumar og land- aði i Norglobal. Framhald á bls.18. Rannsóknarlögreglumaður staðinn að tékkafölsunum Rannsóknarlög- reglumaður I Reykja- vik var i gær tekinn fastur fyrir ávisana- fölsun. Hann var stað- inn að verki er hann var að selja 150 þúsund krónu falsaðan tékk i Háaleitisútibúi Iðnað- arbankans. Við yfir- heyrslur viðurkenndi lögreglumaðurinn, Matthias Guðmunds- son, að hafa stundað útgáfu á fölsuðum tékkum um hrið. Matthias var færður i varðhald og hefur mál- inu verið visað til sýslumannsins i Kjós- arsýslu, en þar á lög- reglumaðurinn varnar- þing. í fréttatilkynningu Sakadóms I gær um þetta mál segir svo: ,,Um skeið hefur staðið yfir rannsókn út af fölsuðum tékkum sem notaðir hafa verið i við- skiptum I bönkum og verslunum hér I borg og vlðar, og likur þóttu benda til að sami maður hefði staðið að. 1 morgun hand- tók rannsóknarlögreglumaður mann sem var að selja i Háa- leitisútibúi Iðnaðarbankans tékka að fjárhæö 150.000 krónur meö fölsuðum nafnritunum. Maður þessi reyndist vera Matthias Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður, Byggð- arholti 29, Mosfellssveit. Hann hefuri skýrslu,sem tekin varaf honum i dag, kannast við, að hann hafi notað i viðskiptum nokkra falsaða tékka auk tékka þess,sem hann var með er hann var staðinn að verki. Matthi'as hefur starfað i rannsóknarlög- reglunni i Reykjavik siðan i febrúar 1975, en áður var hann i lögregluliði Reykjavikur.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.