Þjóðviljinn - 24.07.1976, Side 4

Þjóðviljinn - 24.07.1976, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. júli 1976. DWÐMMN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjó&viljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meft sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar: Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. SKATTAR Nú hafa reykvikingar fengið skattseðl- ana sina og fengið að vita lika hvað aðrir hafa i skatta. Það fær að vita að hæsta- réttarlögmaður, tannlæknir eða heildsali sem býr við margföld efni á við verka- manninn hefur aðeins þriðjung skattanna sem verkamaðurinn borgar. Til dæmis er þessi hæstaréttarlögmað- ur: Hann hefur um árabil stundað brask með veiðiár með álitlegum hagnaði. Hann hefur rekið hótel úti á landi. Hann á hlut í stóru flugfélagi. Hann rekur ferðaskrif- stofu. Hann rekur umfangsmikla lög- fræðiskrifstofu í höfuðstaðnum. Hann er forustumaður i fjármálaráði annars stjórnarflokksins. Og hvað greiðir hann i skatta og hvað hafði hann i tekjur? Það má sjá í skattskránni nákvæmlega tam. með þvi að athuga sjúkratryggingagjaldið sem er nákvæmlega 1% af útsvarsskyld- um tekjum. Þar kemur i ljós að maðurinn greiðir 7.200 kr. i þetta gjald sem rikis- stjórnin lagði jafnt á alla i vetur, fátæka sem ríka. Það þýðir að maðurinn hefur haft i aðra hönd fyrir öll sin umsvif aðeins 720 þúsund króna tekjur á sl. ári eða alls um 60 þúsund krónur á mánuði! Það eru svona tilvik sem vaxa almenn- um skattborgara i augum sem eðlilegt er. En þrátt fyrir slik augljós misferli ár eftir ár i skattskránni hafa skattayfirvöld litt aðhafst. Rannsóknardeildir skattsins eru sveltar að starfsfólki og fjármagni og geta ekki sinnt skyldustörfum sinum. Það er meðal annars þess vegna sem skattasið- ferðið hér á landi er undir öllu lágmarki. En þar koma fleiri ástæður til. Almenningur á íslandi hefur ekkert á móti þvi að borga skatta, en honum finnst óréttlátt að einstakir menn — eins og hæstaréttarlögmaðurinn sem nefndur var hér á undan — skuli sleppa við að borga skatta af tekjum sinum. Málið snýst þvi ekki um það almennt að fólk vilji fremst af öllu draga úr þvi fjármagni sem fer til samneyslunnar. heldur vill skattborgarinn að allir sitji þar við sama borð. Nú er það staðreynd að það eru ekki endilega tekjur manna sem ákvarða end- anlega afkomu. Það sem skiptir sköp- um er aðstaða manna til þess að skulda og til þess að láta verðbólguna skapa eignir. En skv. islenskum skattalögum er þrátt fyrir þessa staðreynd ekkert reynt til þess að skattleggja þann gifurlega verðbólgu- gróða sem sumum tekst að safna hér á landi. Þó væri ekkert eðlilegra en að skatt- leggja verðbólgugróðann hjá allskonar fasteignabröskurum. Þeirra aðferð er fólgin i þvi að skulda sem mest, draga sem mesta vexti frá á skattaframtalinu og sleppa við að borga skatta. Verðbólgan sér siðan um að gera skuldirnar að engu, en eignirnar halda verðgildi sinu — nær skattfrjálsar, þvi alltaf er hægt að færa skuldir ,,á móti” og eignaskattar eru lágir hér á landi. Með þvi að einblina alltaf á tekjurnar er verið að sniðganga meginein- kenni þessa þjóðfélags, verðbólguna, og þess vegna sleppa þeir stóru og riku — og skattalögin hjálpa þeim til þess að sleppa. Þrátt fyrir viðurkenningu allra á þessu óréttlæti i skattamálum,hefur enginn enn þorað að taka á þeim málum eins og al- menningur vill að á þeim sé tekið. Það stafar af þvLað fulltrúar þjóðarinnar á al- þingi eru velflestir flæktir i netið beint eða óbeint, og núverandi stjórnarflokkar hafa i rauninni hagsmuni af þvi að kerfið verði óbreytt áfram. Þess vegna er ekki að bú- ast við miklum breytingum fyrr en fólkið hættir að kjósa fulltrúa heildsalahags- munanna á alþingi. —s. Líkamslyktin sem pólitiskur vegvisir Þaö er afar athyglisverö kenning, sem skriffinnar i Morgunblaðinu og Vfsi eru stundum aö halda fram, og bryddað hefur á nýlega aö likamslykt af kommúnistum sé verri en af öörum mönnum og flokkist undir það sem kalla megi skitalykt. Þjóöviljamenn eru náttúrlega svo samdauna þessu að þeir eru ekki dóm- bærir á kenninguna. tslenskir mannfræðingar myndu örugglega vekja á sér heimsathygli ef þeim tækist að sannreyna þessa kenning. Og þaö er spennandi tilgáta i þessu sambandi hvort hér gæti veriö um að ræöa almennt lögmál. Það er að segja, að ráða mætti pólitiska afstöðu manna af likamslykt þeirra. ,,Það er fjósalykt af þessum, hann er i Framsókn, peningalykt af þess- um, hann er fhald”, o.s.frv. Og eitt langar klippara þessa þátt- ar sérstaklega aðvita: Hvernig skyldi lyktin vera af krötum? Svart og hvitt Það eru alltaf til menn sem nota litrófið sparlega og sjá bara svart og hvitt. Þetta dettur manni i hug þegar skoðuð er umræöan sem orðiö hefur um útvarpsmál i þessum þáttum siðustu daga. Enginn skyldi halda aö Þjóöviljinn sé þessum annmarka háður, hvað sem messað er i öörum hornum. Reglan: Gut aber nicht richtig. Schlecht aber richtig samasem gut aber schlect og schlecht aber gut er guð foröi okkur ekki leiöarljósið. (Útlegging: Gott en ekki rétt, vont en rétt samasem gott en vont og vont en gott). Þannig er skylt aö viðurkenna það sem gott er þótt það sé ekki undir formerkjum sósialiskrar lifsskoðunar. eöa fram boriö af Arni yfirlýstum vinstri mönnum. Og til þess að gera langa sögu stutta viljum við gefa Arna Þórarinssyni og Birni Vigni Sigurpálssyni hrós i hanppagat- ið fyrir þátt sinn „Nasasjón” i útvarpinu. Þar eru á ferðinni fagmenn og smekkmenn meö vel útfærða útvarpshugmynd. Og þaö þrátt fyrir og enda þótt þeir séu blaðamenn á Morgun- blaðinu. Tunguhaft skattstjóra Það olli mikilli úlfúð i Sjálf- stæöisflokknum, þegar embætti skattrannsóknastjóra var kom- ið á i fjármálaráðherratíð Gunars Thoroddsens. Enda var fljótlega séð til þess að draga vigtennurnar úr embættinu. Sannleikurinn er sá að bæði hef- ur skort áhuga hjá lög gjafanum til þess að einfalda skattkerfið og til þess að veita þessu embætti liö þrátt fyrir allt orðagjálfrið. Enda hafa skatt- rannsóknarstjórar enst illa og er nú fjórði maður að taka við embættinu á einum áratug. Að- spuröur um það hvort starfs- menn þessa embættis ynnu ekki mest fyrir pappirskörfuna, sagði einn af tiu fulltrúum skattrannsóknastjóra i fyrra- dag: „Nja, það hefst nú alltaf eitthvað”. Eitthvað hefst en ekki þó það að uppræta skatt- svikin, lögleg og ólögleg. Dæmi- gert fyrir ástandið eru ummæli Halldórs Sigfússonar, skatt- stjóra i Reykjavik i Þjóðviljan- um i gær: „Ég er nú ekki búinn að vera i skattamálunum nema i 46 ár, svo ég er ekki farinn að skilja þau alminnilega ennþá, sist nú- orðið. Að fást við framtölin og leggja skattana á fer að verða álika flókið útreikningsfyrir- bæri eins og að lenda á Mars.” Skattstjóri segir að vera kunni að „tunguhaft hans haldi ekki alla tið”. Þaðer þá vonandi að hann upplýsi innan tiðar hvaða aöilar þaö eru i kerfinu, sem hafa gert skattstofuna að „olnbogabarni” og verið tregir að „búa viðunannlega að rann- sóknarstarfsemi hennar.” Stysta byltingin 1 Guösgjafaþulu Laxness seg- ir frá byltingu i sildarleysi á Djúpvik. Sú bylting stóð I þrjár klukkustundir og er þvi ein sú stysta sem um getur. Fyrst var gert allherjaverkfall þvi fólkið sem stefnt hafði verið af öllu landinu i sildina á Djúpvfk átti ekki fyrir mat og þaðan af siöur fyrir farinu heim. Fyrirmenn staðarains og sildarspekúlantar brugðust á þann veg við, að þeir buðust til aö afsala sér öllum völdum, stjórn bæjarins og jafn- vel landsstjórninni i hendur verkafólkinu. Þetta leist for- ystumönnum verkalýðsins ekki Halldór Sigfússon, skattstjóri I Reykjavlk. á enda ekki við neinu að taka. Framtaksamir menn i brenni- vinsdrykkju höfðu sig þó i það að gera byltingu um nóttina og fangelsa fyrirmenn, og stóð hún, þar til runnið var af þeim aftur. I blaði Alþýðubandalagsins i Vestfjarðakjördæmi segir frá enn styttri byltingu. Hún var gerð i sumarferð flokksins þar er liklega sú stysta sem um get- ur. Blaðinu segist svo frá: „Var ferðinni nú heitið i Arnes, kom þá i ljós að fleiri voru á ferðinni en Alþýðubanda- lagið. Reyndist það vera stjórnarráðið sem fór þar um i einni stórri rútu. Var gerð stjórnarbylting og stjórnarráðiö sett út af veginum. Kvörtuöu hinir föllnu stjórnarráðsmenn sáran og sögöu að brögö hefðu verið i tafli, þvi þeir heföu búist við okkur á vinstri kanti. Svo fór um þessa stjórnarbyltingu eins og svo margar aðrar að hún rann út i sandinn, hjartagæskan varö skynseminni yfirsterkari og var stjórnarráðið endurreist og billinn dreginn upp.” Byltingin i Ðjúpvik var sýnu blóðugri og þvi merkilegri þótt niðurstaðan yrði sú sama. Tveir menn létu nefnilega lifið, þegar þeir neyttu arseniks, sem þeir héldu að væri bjór i fljótandi formi. Og kvenfélag eitt sendi ritstjóra Noröurhjarans á Djúp- vík skeyti þar sem sagði: „Guð sé lof að þaö var ekki bjór”. Því ekki að semja lag? Morgunblaðið bendir á það i gær hve geigvænleg hætta okkur Islendingum stafar af rússum. Eru það sannarlega orð i tima töluð. Bendir Morgunblaðið af skarpskyggni sinni á að greinar sem Þjóðviljinn þýðir úr er- lendum blöðum eins og til dæm- is breskum helgarblöðum, geti allt eins verið frá Novosti, þeirri ægilegu sovésku fréttastofu. Segir Morgunblaðið að i Þjóð- viljanum sé smurt þverhandar- þykkum kaviar rússa á áróöur blaðsins og aðrar ámóta skáld- legar samlikingar fljóta meö i leiðara þess i gær. Væntir undir- ritaður þess að Arni Johnsen semji nú lag við leiðarann og að starfslið Morgunblaðsins fái minnst hálftimadagskrá i rikis- útvarpinu til þess aö syngja leiöarann. Væri vel til fundiö að spila á balalæku, hljóðfæri ill- virkjanna i austri, sem oss ber að varast. Visir leggur Morgunblaöinu oft lið i baráttunni gegn rússum. Nylega birtist einkar þörf og timabær hugvekja i blaðinu eft- ir „skagfirðing” sem að sjálf- sögðu lætur ekki nafns sins getið af ótta við rússa. (Var það Ind- riði G.?). Er Óli Jó, rússi? „Skagfirðingur” bendir á þann geigvænlega háska sem stafi af rússum og útsendurum þeirra og hinni nýju njósna- tækni KGB, en svo skammstaf- ast sovéska leyniþjónustan: „Það er ekki nóg með að rúss- neskir njósnarar séu látnir temja sér siðu og háttu erlendra þjóöa, heldur kemur það fyrir að ekki er staðar numið fyrr en þjálfunin er orðin svo fullkomin að viðkomandi njósnari getur tekiö sér bólfestu i öðru landi og tekið á sig gervi þarlendra manna og ber þá allt i senn nafn og númer og yfirbragð inn- fæddra”. „Gæti svona lagað gerst á tslandi? Það skyldi þó ekki vera? Eins og kunnugt er urðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.