Þjóðviljinn - 24.07.1976, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 24.07.1976, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJOÐVILJINNv Laugardagur 24. júli 1976. Á HJÓLI „Reiðhjólið stendur fyrir sinu” segir Axei. ,Nú er þetta mest plast” segir Vilberg. REIÐHJÓLIÐ er bensínið er Glapræði að láta 5—6 ár böm fá tvihjól segir Sigurður Ágústsson hjá Umferðarráði ,,Ég er biávatn i þessu, hef ekki verið hér nema i 30 ár. En hann Axel hefur verið hér frá þvi árið 1929, svo hann veit miklu meira en ég”. Það eru þeir reiðhjólavið- gerðarmenn Axel Jansen og Vil- berg Jónsson sem eiga reiðhjóla- verkstæðið Baldur á Vesturgötu 5, — það elsta sinnar tegundar hér á landi, — sem við erum að spjalla við. Hér er nóg að gera, einkum á sumrin. Það færist mjög i vöxt að fullorðnir fái sér rieðhjól, en ekki hafa hjólin batnað með aukinni tækni. Þau voru flest betri hér áð- ur fyrr.” sagði Vilberg. „Ert þú menntaöur i reiðhjóla- viðgerðum?” „Já, ég lærði reiðhjólasmíðar i Danmörku og tók sveinspróf i iðn- inni. Þá þurftu allir að hafa sveinspróf. Stðan hef ég unnið við þetta og margt hefur breyst. Þá voru kúlulegur i öllum reiöhjól- um, nú er þetta mest plast. En það eru margir góðir menn farnir að hjóla. Hjólar þú?” Rœtt við reiðhjóla- viðgerðar- mennina í Baldri „Nei, það er litið um það!” „Það er min skoðun aö þú eigir að fá þér hjól og ljósmynöarinn lika. Nú hjólar fólk úr öllum stétt- um” Já, enda verður það reiðhjólið sem ekur áfram þegar allt bensin Þetta er kolavélin, sem heldur hita á þeim Axel og Vilberg. ekur búið er búið i heiminum og billinn fyrir bí” bætir Axel við. „Hvernig stóð á þvi að þú sett- ist að hér á Islandi, ertu ekki danskur?” „Jú, ég kynntist íslendingi i Danmörku og ætlaði að heim- sækja hann þegar ég kom hingað sem vélstjóri á bát. Ég ætlaði bara að vera i 3 daga, en þetta eru vist orðin nær 37 ár og ég kann ágætlega við mig.” „Hjólar þú sjálfur?” „Ekki lengur, ég gerði það. Nú fer ég i strætó En reiðhjólið stendur fyrir sinu, þótt sendi- sveinahjólin sjáist ekki meira. Verkstæðið hefur Iítið breyst þessi ár, og m .a. er hitað upp með gamalli koiavél. „Við brennum öllum gömlum dekkjum og slöngum i vélinni yfir veturinn og þannig fáum við i senn góðan hita og spörum okkur kyndingarkostnað.” sögðu þeir félagar að lokum. þs „Það er allt of algengt að börn allt niður i 5 ára séu á reiðhjólum, en við teljum að börn eigi alls ekki að fá hjól fyrr en 7 ára og helst ekki fyrr en 10 ára. Það er glapræði að ætlast til að ungbörn geti bjargað sér i umferðinni á reiðhjóli,” sagði Sigurður Agúst- son hjá Umferðarráði er við ræddum við hann um reiðhjól og umferðina. Samkvæmt lögum mega ekki yngri börn en 7 ára vera á ferð á hjóli á almanna færi, þ.e. á ak- brautum, og sagði Sigurður að hann liti svo á að það væri ekki fyrr en börnin eru 10 ára að hægt er að ætlast til þess, að þau geti bjargað sér á akbrautum, þar sem bilar eru. „Það er lika full ástæða til að brýna fyrir foreldrum að fylgjast vei með reiðhjólum barnanna. Við höfum reynt að kenna börn- um á hjólum að varast hætturnar I umferðinni, einkum i umferðar skólanum,og i vetur fór ég á milli skólanna og skoðaði reiðhjólin sem börnin fóru á i skólann. Þvi miður var stór hluti af þessum hjólum hreint rusl og algerlega ó- lögleg. Þetta er alvarlegt, þar sem megnið af slysum á reiðhjól- um verður hjá börnum á þessum aldri og oft eru þetta alvarleg slys.” sagði Sigurður. Þess má geta að á siðasta ári urðu 22 slys á reiðhjólum, þar af voru 6 slys i júni; 18 af ökumönn- unum á reiðhjólunum voru börn á aldrinum 7-14 ára. 1 barn var undir 7 ára, tveir voru frá 25-65 ára og einn yfir 65 ára. í ár eru slysin orðin 9, þar af 6 f júni. Á meðal þessara slysa eru alvarleg slys (m.a. banaslys). 1 erlendum rannsóknum hefur komið fram að oft verða alvarleg slys á reiðhjól- um, án þess að bill komi þar nærri. Er þá aðallega um að ræða börn, sem aka hratt á hjólunum, en rekast svo á gangstéttarbrún og steypast af baki. Er þá mest hætta á höfuðmeiðslum, og hefur foreldrum verið ráðlagt að láta börn vera með öryggishjálm, einkum ef þau hjóla mikið, t.d. i skólann. Þá hefur einnig verið varað mjög við að láta ung börn vera á tvihjólum. Hvað snertir hinar ýmsu teg- undir af reiðhjólum, sem nú eru á markaðinum, sagði Sigurður að nauðsynlegt væri fyrir foreldra að huga vel að öryggisútbúnaði reiðhjólsins, áður en fest væru kaup á þvi. Sagði hann að litlu hjálparhjólin væru ágæt og hjálpa þau barninu mjög við að halda jafnvægi, en hjól með mjög háu stýri og litlu framhjóli, eins og nú er i tísku, geta verið mjög völt. Best er að börnin haldi sig ein- göngu á stigum og göngugötum með hjólin og fari alls ekki út á akbrautir fyrr enn þau eru orðin vel að sér i umferðarreglum og örugg á hjóiinu. Sæti hjólsins verður að vera i réttri hæð.og hin löngu og mjóu sæti bjóða oft hætt- unni heim, þegar börn fara að reiða hvort annað á þeim, en slikt er mjög hættulegt. Þá er einnig mjög hættulegt ef börnin fara að breyta hjólunum sjálf, en slikt hefur viljað brenna við. — þs. Hvað kostar reið- skjótinn? Hvað skyldi svo kosta að verða sér úti um reiðhjól? Það er Fálkinn við Suðurlands- braut og örninn á Spitala- stignum, sem selja hvað mest af reiðhjólum. 1 Fálkanum fengum við þær upplýsingar að reiðhjól fyrir börn kosti allt frá 15 þúsund upp i 70 þúsund, en alls eru milli 30 og 40 tegundir af reið- hjólum til i versluninni. Fullorðinshjólum er enn skipt i karl og kvenhjól (en þetta eru afleiðingar pilstiskunnar, þvi þegar kvenfólk gekk ekki i siðbuxum gat verið býsna erf- itt að komast yfir stöngina i pilsi) en ennig eru til svokölluð fjölskylduhjól, sem eru ekki með stöng og ætluð fyrir bæði kynin. Kosta þau frá 25 þúsund krónum og er jafnvel hægt að fá þau þannig að þau megi brjóta saman. Hjólin eru frá Póllandi, Englandi og Noregi og eru norsku hjólin almennt talin fullkomnust, enda dýr- ust.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.