Þjóðviljinn - 24.07.1976, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.07.1976, Síða 9
Laugardagur 24. júll 1976. ÞJOÐVILJINN — StÐA 9 Papptón- leikar í Austur- bæ j ar- bíói i dag, laugardag, kl. 14 verða haldnir popphljónileikar I Austurbæjarbiói. Þar munu troða upp hljómsveitirnar Eik og Kamarorghestar Jónasar Vest og söngvarinn og ljóðskáldið Megas. Rætt hefur verið um leynigest og eins gætu fleiri hljómsveitir bæst i hópinn. Þessi hljómleikar eru frábrugðnir öðrum að því leyti,að þeir eru haldnir af ákveðnu til- efni. Þeir sem að honum standa eru ættingjar og vinir Matthiasar Einarssonar sem nú situr i fang- elsi á Spáni ákærður fyrir að smygla á fimmtánda kilói af hassi frá Marokkó. Mál Matthiasar verður ekki tekið fyrir fyrr en i september, en allar likur eru á að hann hljóti 12- 15 ára fangelsisdóm. Dóminn un hann afplána i spænsku fangelsi sem eru þekkt fyrir flest annað en mannúðlegar aðstæður fyrir þá sem þar dúsa. Er algengt að menn hreinlega týnist i þeim og spyrjist aldrei til þeirra meir. Það sem vakir fyrir aðstand- endum Matthiasar er annað af tvennu: að fá hann framseldan til þess að hægt sé að taka mál hans fyrir hér á landi, og ef það bregst að safna fé svo hægt sé að útvega honum góðan lögfræðing. Þjóðviljinn hafði i gær tal af Henrik Sv. Björnssyni ráðuneytisstjóra i utanrikisráðu- neytinu og innti hann eftir þvi hvað islensk stjórnvöld hefðu hugsað sér að gera i máli Matthi- asar. — Við höfum útvegað honum lögfræðing i gegnum islenska ræðismanninn. Það er lögfræð- ingur sem ræðismenn Norður- landa hafa yfirleitt leitað til i svona tilfellum og ætti hann þvi að þekkja til norðurlandabúa. Þetta mun hins vegar vera i fyrsta sinn sem islendingur lendir i svona máli á Spáni. — Hefur ekkert verið reynt að fá Matthias framseldan? — Nei, það þýðir áreiðanlega ekkert fyrr en rannsókn i máli hans er lokið og einhver úrskurð- ur, sennilega dómur, verið felld- ur. — Hvaða möguleikar eru á þvi að fá hann framseldan eftir að dómur fellur? — Um það er lifið hægt að segja. Það er samningsatriði milli stjórna landanna og ekki hægt að segja fyrirfram um gang slikra samninga. - —ÞH. Hendið ekki netadræsum í sjóinn Að gefnu tilefni vill Siglinga- málastofnun rikisins hvetja alla islenska sjómenn til að gæta þess að ekki sé varpað i sjóinn netum eða netahlutum að þarflausu. Slikar netadræsur eru til ó- þrifnaðar i sjó og á fjörum, auk þess sem fljótandi eða sokknir netahlutar geta veitt fisk öllum til óþurftar, drepið fugla að þarf- lausu og jafnvel valdið sjóslysum, ef netin lenda i skrúfum skipa. Með breytingum á lögum um eftirlit með skipum voru árið 1972 sett inn i lögin ákvæði, þar sem bannað er að henda hverskonar netum, vörpum eða öðrum veið- arfærum eða hlutum úr þeim i sjó. Varðar slikt refsingu sam- kvæmt lögunum um eftirlit með skipum. öll slik ónýt net eða netahluta ber þvi að taka með til lands og koma á sorphauga til eyðingar. Siglingainálastjórinu Arni Bergmann á ökutækinu, tínsku rciðhióli frá Raleigh. Kann ekki á bíl og hefur hjólað í vinnu í fjórtán ár Ekki þurfti að leita langt til að finna uppkominn Islending sem hjólar. 1 næsta herbergi á ritstjórnarskrifstofum blaðs- ins situr einn meiriháttar hjól- reiðkappi, Arni Bergmann, sem hefur hjólað i vinnuna undanfarin 14 ár og kann ekki einu sinni á bil. ,,Ég va.- póstur i tvö sumur i Keflavik þegarég varstrákur og þar stendur fé mitt fótum. Siðan hef ég farið flest á hjóli og gengið ágætlega. Ég heí aldrei lent i umferðaróhappi, en einu sinni fyrir löngu verið tekinn fyrir ölvun við akstur á reiðhjólinu. Það voru mjög al- úðlegir menn sem arresteruðu mig, — þeir fóru með hjólið og óku mér heim, sem kom sér ágætlega.” ,,Og þú hefur aldrei átt bil?” ,,Nei, ég kann ekki á bil, en konan á bil en kann ekki á hjól. Ég hef þvi bæði reiðhjól og einkabilstjóra þegar á þarf að halda.” „Finnst þér ekki vera að aukast að fullorðið fólk fái sér reiðhjól?” „Ótrúlega litið, þvi þetta er ágætis farartæki. Ég fer innan úr Heimum og niður i bæ á 15 minútum, sem er svipað og ef ég færi i strætisvagni. Hins vegar mætti gjarnarn gera ráð fyrir reiðhjólum i umferð- inni t.d. að hafa reiðhjólastiga meðfram umferðargötum, eins og Suðurlandsbrautinni. Annars held ég að bilstjórar séu almennt hræddari við hjólreiðamenn en hjólreiða- menn við bila.” Á hvernig hjóli ertu núna?” „Ég er á ensku Raleigh hjóli, en átti áður danskt hjól. Ég hef verið býsna heppinn hjólreiðamaður, þótt ég hafi að visu ekki. verið eins heppinn og Islendingurinn sem nýkom- inn heim að utan með skelli- nöðru og var handtekinn um miðjan dag fyrir ölvun, enda klæddur i smóking, sem ekki þótti hæfa farartækinu. Hann afhenti útlent skirteini upp á skellinöðru, en lögreglan vildi láta hann fá islenskt sem mað- urinn hafði aldrei iært á.” — þs BÍLUNN - SEWV ALUR TALA UM INCVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Símar 84510 og 8451 1 fjórhjóladrifsbíll mes einu handtaki inni í bílnum — sem þýðir að þú kemst nærri hvert sem er d hvaða vegi sem er. SUBARU fjórhjóladrifsbíllinn, sem klifrar eins og geit, vinnur eins og hestur en er þurftarlitill eins og fugl. SUBARU framhjóladrifsbíll sem verður CROWIN CAR200 Verð: 9.733 CAR300 Verð: 12.892 '''fji11111'11............. CSC702 Verð: 5.315 8 rósa segulband + útvarp. Athugið! Setjum viðtœkin í samdœgurs BUDIRNAR / Skipholti 19, við Nóatún Sánan 23-800 og 23 500 Klapparstíg 26 sirnr 19-800 CROWN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.