Þjóðviljinn - 14.08.1976, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. ágúst 1976
Sigurður Þórir í Gallerí SÚM:
VL-MENN 0G ÓVIN-
IR ALÞÝÐUNNAR
1 dag kl. 16 opnar Siguröur
Þórir málverkasýningu I Gall-
erí SÚM aö Vatnsstíg 3b. Þetta
er fyrsta einkasýning Siguröar,
en hann hefur tekiö þátt i sam-
sýningum hér og i Kaupmanna-
höfn, þar sem hann stundar nú
nám i grafik viö Akademiuna.
Viðfangsefni Sigurðar Þóris á
þessari sýningu er undirskrifta-
söfnun Varins lands, eða eins og
Kristinn Einarsson orðar það á
„kynningarblaði”: „Hér fær
fólk að kynnast þvi hvernig um-
horfs er i hugarheimi nokkurra
helstu fulltrúa auðvaldsskipu-
lagsins, eins og það kemur
fram á tslandi — séð af sjónar-
hóli Sigurðar Þóris. í öllum
grundvallaratriðum er það hug-
arheimur og sjónarmið slátrar-
ans. Hámarksgróði, hámarks-
völd, framleiðni, gæðastimplun.
Hér standa þeir i kringum okk-
ur. Og kringum sitt varða land.
Er það okkar hugmynd um
landið? Og er ekki einmitt verið
að verja það fyrir okkur?”
Þungamiðja sýningarinnar er
stórt verk af vl-mönnunum fjór-
tán með hönd á pung i Islensku
landslagi, i viðeigandi félags-
skap bandariskra dáta,
generalissimo Frankós og harð-
skeyitrar Islenskrar lögreglu.
Út frá þessari mynd eru siðan
portreit af ýmsum „óvinum al-
þýðunnar” eins og Sigurður orð-
aði þaö við fréttamann Þjóövilj-
ans. Þessir óvinir eru málaðir i
dollaragrænum lit, „hann fellur
svo vel- þá,” eins og Sigurður
sagði.
Þessi málverk eru ekki til
sölu, en á sýningunni verða
grafikmyndir eftir Sigurð Þóri
til sölu. Meðan á sýningunni
stendur munu hanga á veggjum
úrklippur um vl-málið, sem
einskonar bakgrunnur sýning-
arinnar.
Aögangur að sýningunni er
ókeypis og I staö þess að senda
út boðskort með hefðbundnum
hætti, er allri alþýðu sérstak-
lega boðið á hana. Hún er opin
daglega frá kl. 16 til 22. og lýkur
29. ágúst.
— hm
Siguröur Þórir situr hér viO ivv
portreitanna á sýningunni, meö
barn sitt i fangi.
Frá fundinum um mjólkurbúöamáliö f Lindarbæ f fyrrakvöld.
Yerri þjónusta
Síðustu sumar-
tónleikarnir í
Skálholtskirk j u
Um helgina verða haldnir
fjórðu og siðustu tónleikar á
„Sumartónleikum i Skálholts-
kirkju 1976”. Tónleikar þessir
eru kl. 4 á laugardag og sunnu-
dag. Aðgangur er ókeypis.
Hafliöi Hallgrimsson.
Aö þessu sinni verða flutt verk
fyrir cello og sembal eftir Johann
Sebastian Bach.
Flytjendur eru Hafliði Hall-
grímsson celloleikari og Helga-
Ingólfsdóttir semballeikari.
Helga Ingólfsdottir
Fyrsta starfsár ísl
enskrar iðnkynn-
ingar að hefjast
og atvmmimissir
eru helstu forsendur mótmœla gegn lokun mjólkur
búða — Þjóðviljinn birtir texta undirskriftaskjalsins
Eins og fram kemur á
forsiðu er hafin undir-
skriftasöfnun til að mót-
mæla fyrirhugaðri lokun
mjólkurbúða á höfðu-
borgarsvæðinu. Það er
i/Starfshópur gegn lokun
mjólkurbúða" sem stendur
fyrir söfnuninni en hér fer
á eftir texti sá sem fólk er
beðið að rita nöfn sín
undir:
„Gegn lokun mjóikurbúða.
Viö undirrituö mótmælum
lokun brauða- og mjólkurbúöa á
eftir farandi forsendum:
1. Lokun mjólkurbúöa mun
hafa I för með sér verri þjónustu
viö neytendur, til dæmis fækkar
útsölustöðum mjólkur, þar sem
margir smákaupmenn munu ekki
hafa bolmagn til þess aö selja
brauö og mjólkurvörur. Lokunin
mun einnig þýöa lakara vöru-
eftirlit og þar meöeldri og lélegri
vörur. Minna eftirlit veröur
einnig meö hreinlæti og ekki er
ósennilegt aö mjólkurverð muni
hækka.
2. Atviniiu- „g félagslegur rétt-
indamissir 167 kvenna sem hafa
enga tryggingu fyrir annarri
vinnu.
Viö undirrituð skorum þvf á
stjórn Mjólkursamsölunnar sf. aö
endurskoöa afstööu sina til þessa
máls og halda áfram rekstri
mjólkurbúöa þannig aö full
atvinna kvenna I brauöa- og
mjólkurbúöum veröi tryggö.”
Með þennan texta verður sem
sé gengið I hús og fólk beðið að
rita nöfn sin undur. Einnig verða
safnarar á ferð utan við dyr
mjólkurbúðanna.
Aðgerð eins og þessi krefst þess
að margir leggi baráttunni lið.
Einnig er vlst aö hún mun kosta
fé. Þeir sem hafa annað hvort
starfskraft eða fé, eða hvort-
tveggjd, iram að bjóöa geta haft
samband við þær Lilju Kristjáns-
dóttur Hraunteig 9 I sima 3-65-13,
eöa Elisabetu Bjarnadóttur
Skipasundi 83 en hún hefur slma
3-83-74.Hreyfingin hefur enn ekki
fengið fast húsnæði né skrifstofu-
aöstöðu en vonandi rætist úr þvi.
—ÞH.
Félag islenskra iðnrekenda,
Iönaðarráöuneytið, Landssam-
band iðnaðarmanna, Landssam-
band iönverkafólks, Neytenda-
samtökin og Samband Islenskra
samvinnufélaga hafa tekið
saman höndum um að brýna gildi
Islensks iðnaðar fyrir þjóöinni.
Hafa þau myndað samstarfsvett-
vang, sem hlotið hefur nafnið
„tslensk iönkynning” og verður
fyrsta starfsár iðnkynningar-
innar frá september 1976 til 1.
sempember 1977. Þessir aðilar
hafa tilnefnt fulltrúa I verkefnis-
ráö, sem hafa mun yfirstjórn iön-
kynningarinnar með hondum.
Formaður verkefnisráösins er
Hjalti Geir Kristjánsson. Fram-
kvæmdastjóri iönkynningarinnar
hefur verið ráðinn Pétur Svein-
bjarnarson, sem fengið hefur árs-
leyfi frá störfum hjá Umferðar
ráöi til þess að sinna þessú verk'-
efni.
Kaupið bílmerki
Landverndar
Hreint É
tíiSSand I
fagurt
landj
LANDVERND
Til sölu hjá ESSO og SHELL
bensinafgreiðslum og skrifstofu
Landverndar Skólavörðustíg 25