Þjóðviljinn - 14.08.1976, Síða 12

Þjóðviljinn - 14.08.1976, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. ágúst 1976 Skrýmslið endurlifgað Þegar þjófar höfðu brotist inn i búð þessa kaupmanns i Puerto Rico fann hnn upp það snjallræði að geyma þar sextán mánaða gamalt Ijón til að hræða burtu aðra sem kynnu að hafa einhvern áhuga vörum hans og peningum.Kannske væri þetta ekki svo af leit leið til að stöðva framferði Náttfara fyrst hundahald er nú einu sinní bannað í Reykjavík... Það er nefnilega aðeins búið aðgóma hluta af „Náttfara"ef marka má blaðaskrif síðustu dagana. „Vinstri villa” Á skiltinu stendur: haldið ykkur hægra megin - og sýnir myndin hvað getur gerst ef athygli bílstjóra síjóvgast svo að þeir gefa slikum skiltum ekki nægilegan gaum. Flestir hafa heyrt minnst á eitt frægasta skrímsli kvikmyndasögunnar, risaapann King Kong sem tröll- reið New York um árið. Nú hefur bandariski leikstjór- inn Dino De Laurentiis ákveðið að endurlífga þetta skrýmsli en nú skal það vera kvenkyns og bera nafnið „Queen Kong". Hér sést hún fá sér spássitúr um götur Lundúnaborgar, það er Sánkti Páls dómkirkjan sem sést milli fóta frúarinnar. Góður nœturvörður ALÞJÓÐLEGA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN í ÞRÁNDHEIMI V eitir mynd nýjasta ÞRÁNDHEIMI 9/8 — Norska al- þjóðlega sjávarútvegssýningin 1976 var opnuð hér i Þrándheimi kl. 12 á hádegi i dag. Hátiðahald dagsins byrjaði hér á torginu fyrir framan Niðarhöllina kl. 11.20 með hornablæstri og ræðu- höldum. Fyrst talaði fiskimála- stjórinn KnutVartdal, siðan Odd- var Nordli, forsætisráöherra, sem að endaðri ræðu sinni bað Ólaf konung aö opna sýninguna. Ólafur konungur steig þá I ræðu- stólinn og opnaði sýninguna með stuttri ræðu, þar sem hann óskaði norsku þjóðinni og samankomn- um gestum sýningarinnar til hamingju og velfarnaðar. Þetta fór allt virðulega og látlaust fram. Stuttu siðar mætti ég ólafi konungi inni iNiðarhöllinniog var þar enginn lifvörður sjáanlegur i fylgd með honum. Nafn þessarar alþjóðlegu sýn- ingar er Nor-Fishing 1976 og stendur sýningin yfir frá 9.-15. ágúst. Að sýningunni standa sam- eiginlega norska fiskimálastjórn- in, „Fiskeridirektoratet” ásamt vörusýningu Noregs, „Norges Varemesse”. Þetta er 6. alþjóð- lega sjávarútvegssýningin sem haldin er í Noregi eftir siðari heimsstyrjöldina; hinar voru haldnar i Björgvin árið 1960 og i Þrándheimi 1965, 1969, 1972 og 1974. A sýningunni nú sýna 210 fyrirtæki frá Noregi, Sviþjóð, Danmörku, Finnlandi, Islandi, Englandi, Vestur-Þýskalandi, Austurriki, Póllandi, Japan og Bandarikjunum eða samanlagt 11 riki, sem hafa hér opna sýningar- bása. Hinsvegar eru yfir 500 framleiðendur frá 19 löndum sem taka þátt i sýningunni og eru þeir auk framantalinna frá Skotlandi, Austur-Þýskalandi, Belgiu, Sviss, Júgóslaviu, Frakklandi, Kanada, Nýja-Sjálandi og Hollandi. Þetta er reiknað sem 19 lönd, en eru reyndar 20 sé Skotland ekki talið með Bretlandi eins og ég býst viö að þeir kysu sjálfir heist. Gestir á sjávarútvegssýningunni hér i Þrándheimi árið 1974 voru 43.000 frá 48 löndum og þar af margir frá þróunarlöndunum i suðri. Sjávarútvegssýningin nú nær yfir mikið stærra svæöi en 1974. Nú er talið að sýningarsvæðið allt sé 6.264 fermetrar, sem skiptist þannig, að sýnt er nú á 1565 fer- metra útisvæði og 4.836 fermetr- um innanhúss og hafa veriö reist- ir 2 skálar auk Niðarhallarinnar fyrir sýninguna. Mörg þúsund manns hafa sótt sýninguna i dag, á fyrsta degi hennar, og hefur viða verið nokk- ur þröng i sýningarbásunum. Maður hefur tæpast fengiö nægi- lega yfirsýn yfir það sem hér er að sjá eftir fyrsta daginn, en þó má fullyrða að sýningin sé góð mynd af þvi nýjasta sem er á boð- stólum i heiminum á sviöi fisk- veiða og fiskvinnslu. Við fyrstu yfirsýn virðist mér sem stærstu framfarirnar á siðustu árum séu á sviði margskonar rafeinda- tækni i þjónustu siglinga og fisk- veiða. Þónokkrir islendingar komu á sýninguna á fyrsta degi hennar og koma vonandi f leiri áð- ur en hún er úti. Fátt er okkur islendingum nauðsynlegra en að fylgjast vel með öllu sem er að gerast á sviði siglinga, fiskveiða og vinnslu aflans á hverjum tíma. En á þessum sviöum standa norð- af því Frá Þrándheimi. á boðstólnum fiskimal ^eftir Jóhann J. E. Kúld^ menn nú mjög framarlega, og á sumum sviðum liklega fremstir, og er það merkilegt um svo litla þjóð sem norðmenn eru. Og þegar maður hugleiðir það að okkar næstu nábúar og frændur færey- ingar keyptu af okkur gömlu skakskútumar eftir fyrri heims- styrjöldina þegar við vorum að leggja þeim, þá er maður undr- andi á þvi hvaö framarlega þeir standa á sviði fiskveiöa. Þvi sannleikurinner sáaðþeir búanú að þeirri fullkomnustu veiðitækni sem völ er á i dag. Þetta er i það minnsta hægt að fullyrða um þeirra nýjustu veiðiskip, sem að langstærsta hluta eru smiðuð hér i Noregi og búin tækjum héðan. Þetts segir okkur aðeins að við verðum að fylgjast með öllu sem hér er á gerast að sviðum siglinga, fisveiða og vinnslu afl- ans. Oll nánari frásögn af sjávarútvegssýningunni I Þránd- heimi verður að biða betri tima, þvi það er of snemmt að skrifa af henni fullnaðarlýsingu. Sýningarsvæðiö hefur allt verið baðað 1 sól nú i dag hér á bakka Niðarárinnar. Að likindum stend- ur Niðarhöllin ekki langt frá þeim stað þar sem islendingar lögðu skipum sinum við bryggjur forð- um þegar Ólafur konungur Tryggvason setti á þá farbann vegna þess aö þeir voru tregir til að skipta á hvita Kristi og sinum fornu goðum, eftir því sem Laxdælasaga greinir frá. Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - Sími 81960

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.