Þjóðviljinn - 04.09.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.09.1976, Blaðsíða 16
PWÐVIUINN r f A VISANASVIKAMALIÐ: Laugardagur 4. september 1976 Urfella- samasti ágúst í 16 ár — Loksins kom hinn langþráöi þurrkur, og að þessu sinni uröu umskiptin með Höfuðdeginum. Strax á mánudag var dágóður þurrkur, ágætur á þriðjudag og miövikudag og sæmilegur i gær. í dag er hinsvegar ekkl heyþurrkur, en þó ekki úrfelli, og menn geta þvi flutt inn i hlöður það hey, sem þurrt er orðið en ekki hefur unnist timi til að koma undir þak. Svo sagðist Stefáni Jasonarsyni i Vorsabæ er blaðiö ræddi við hann i gær. — Þessa dagana hefur geysimikið heymagn verið þurrkað hér á Suðurlandi, héltStefán áfram. Sum túnin voru raunar það rennandi eftir allt þetta úrfelli, að þurft hefur að biða þess að þau þornuðu eitthvað svo hægtværi að þurrka á þeim en annarsstaðar hefur heyið verið flutt á þá staði tún- anna, sem hærra* ber og þurrara er undir. Sumum bændum hefur tekist að hirða túnin þessa daga, en ahnars er misjafnt hvað menn eiga mikið úti. Margir eiga lika töluvert ó- slegið ennþá. Mér finnst ástæða til að undirstrika það enn og aftur, að þeir bændur, sem komið hafa sér upp aðstöðu til veru- legrar votheysverkunar, skera sig alveg úr. Mönnum til fróðleiks má svo geta þess, að samkvæmt úrkomumælingum á Lækjar- bakka i Gaulverjabæjar- hreppi er þetta úrkomusamasti ágústmán- uður hér s.l. 16 ár, eða siðan mælingarnar byrjuðu þar. Mældist úrfellið i mánuðin- um vera 230 millimetrar. Aðeins tveir dagar voru hér þurrir i ágústmánuði, 1. og I6.,alla aðra daga mánaðar- ins rigndi meira og minna. —mhg. Krefjast leiðréttingar A fjölmennum fundi i Stéttarfélagi barnakennara I Reykjavik, sem haldinn var i Alftamýrarskóla á fimmtu- daginn, var samþykkt að kalla bæri saman aukaþing Sambands barnakennara, ef rikisvaldið féllist ekki á að leiðrétta þann órétt, sem kennarar l.-6.bekkja grunn- skóla voru beittir i úrskurði kjaranefndar i vor. 1 samþykkt fundarins er lögð áhersla á að þingið verði að taka frekari ákvarðanir. Þessar samþykktir voru gerðar til þess að leggja áherslu á þá kröfu fulltrúa- ráðs Sambands ísl. barna- kennara frá sl. mánaða - mótum aö rikisvaldið hæfi þegar i stað viðræður viö barnakennara um leiðrétt- ingu á úrskurði kjaranefnd- ar. Setudómari neitar enn að birta nöfnin Telur slikt geta skaðað rannsókn málsins — Seðlabankinn hefur lagt fram kœru i málinu Hrafn Bragason, setudómari I máliþvisem almennt hefur verið nefnt „ávisanasvikamálið" undanfarnar vikur, hélt blaða- mannafund i gær. A þessum fundi kom fátt nýtt fram, annað en það, að Seðlabanki Islands, staðfesti i gær að af bankans hálfu sé litið á bréf bankans til Sakadóms Reykjavikur frá 9. ág- úst 1976 sem kæru. Hrafn Braga- son neitaði algerlega að gefa blaðamönnum upp nöfn þeirra manna, sem áttu reikninga þá, er Seðlabankinn létrannsaka. Sagði hann að slik nafnabirting gæti skaðað rannsókn máisins. Hann sagði Ijóst að rannsókn þessa máls gæti tekið mánuði eða jafn- vel ár og óvlst væri hvort nöfn þessara manna yrðu birt, fyrr en rannsókn málsins væri lokið, þó gæti hugsast að þau yrðu birt lyrr; það væri hans, sem setu- dómara að meta það hvenær birta ætti nöfnin, eða hvort þau yrðu yfir höfuð birt. Hann tók einnig fram að rannsóknin væri svo stutt á veg komin að ekki væri hægt að fullyrða um hvort um saknæmt atriði væri að ræða. Hrafn hafði m.a. þetta um málið að segja: Samkvæmt upplýsingum Hrafn Bragason Sakadóms Reykjavikur var upp- haf rannsóknar þessarar það, að snemma ársins 1976 bárust Saka- dómi Reykjavikur kærur vegna innistæðulausra tékka sem ut- gefnir voru af tveimur aðilum Halldóra Ól a f s d 6 11 i r , iðnverkakona, ávarpar forystu- menn islensksiðnaðar.svo og iðn verkafólk, við upphaf iðnkynn- ingarárs. (Ljósm. —eik) Við upphaf iðnkynningarárs Hjalti Geir Kristjánsson, for- maður verkefnaráðs islenskrar iðnkynningar. Við getum gert jafnvel og erlent iðnverkaf ólk sagði Halldóra Olafsdóttir, iðnverkakona, i ávarpi til iðnverkafólks og forystumanna islensks iðnaðar 1 gær hófst iðnkynningarár. Þetta nafn hefur verkefnaráð is- lenskrar iðnkynningar gefið her- ferð þeirri, sem standa á I eitt ár, til auglýsingará islenskum iðnaði og til eflingar hans. Iðnkynningarárið hófst með fundi. þeirra sex aðilja, sem eiga fulltrúa i verkefnaráði og blaða- manna i fataverksmiðjunni Duk hf. i Skeifunni 13 í Iðngörðum i Reykjavik. Fluttu þar ávörp Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, Hjalti Geir Kristjánsson, for- maður verkefnaráðs og Halldóra Ólafsdóttir, verkakona. Og þar sem það er ekki á hverjum degi, sem verkafólki gefst tækifæri á að ávarpa ráð- herra og aðra fyrirmenn, birtum við hér hluta ræðu Halldóru-. ,,Ar Islenskrar iðnkynningar er timi sem ætlaður er til að leggja sérstaka áherslu á islenskan iðn- að, en auövitað hljóta öll ár og all- ir dagar að vera ár og dagar is- lenskrar iðnkynningar, kynning á þeirri framleiðslu, og þeirri vinnu, sem við skilum á degi hverjum. Þegar fólk er hvatt til að kaupa innlenda framleiðslu, fylgir jafnan slikum hvatningum að umrædd vara skuli standast sam- anburð á verði og gæðum viðinn- fluttan varning. Égheld þvl fram, að við,Islenskt iðnverkafólk, get- um framleitt jafn góða vöru og best gerist erlendis ef við fáum svipaða starfsaðstöðu og njótum þeirrar tækni, sem best gerist á hverjum tima I hverri fram- leiðslugrein fyrir sig. Ég þarf ekki að lýsa þvi hér, hvaða gildi islenskur iðnaður hefur fyrir atvinnulifið, en ég hef heyrt að eitt starf I framleiðslu- iðnaði skapi þrjú til fjögur störf i öðrum atvinnugreinum. Það ætti þviað vera keppikefli allra lands- manna að stuðla að vexti iðnaðar- ins sem allra mest, ekki bara til að tryggja iðnverkafólki atvinnu, heldur öðrum landsmönnum lika. Ef sú hugsun verður rikjandi hja fólki að kaupa beri innlendar vör- ur, þá getur iðnverkafólk horft bjartsýnna til framtiðarinnar og vænst betri lifskjara á komandi árum. Þvi enn er iðnverkafólk nokkuð á eftir, hvað tekjur snertir. Laun eru að vlsu sambærileg við annað ófaglært verkafólk, en tekjumöguleikarnir eru minni." —0— Framkvæmdastjóri islenskrar iðnkynningar á iðnkynningarári verður Pétur Sveinbjarnarson.en næsta verkefni og það sem unnið . er að þessa stundina er fatakaup- stefna fyrir almenning, sem opnuð verður I Laugardals- höll pann 8. september næst komandi, þ.e.a.s. á miðvikudag- inn kemur. —úþ. hér iborg. A svipuðum tima voru yfirlit og tékkar stórfyrirtækis hér i borginni skoðuð vegna rann- sóknar annars máls. Vegna upplýsinga sem fram komu við rannsókn vegna þeirra kæra er að framan getur og við athugun á framangreindu reikningsyfirliti og tékkum þessa fyrirtækis vökn- uðu grunsemdir um að hér væri um svokallaða keðjutékkastarf- semiaðræða. Seðlabanki Islands bauð aðstoð við rannsókn þessa máls og var hun þegin. Að höfðu samráði við Seðlabanka Islands var saminn listi yfir reikningshafa, sem taldir voru þessu tengdir, og þann 25. mars s.l. var allmörgum bankastofnun- um send bréf með beiðni um að gögn yrðu látin í té varðandi nöfnin á listanum. Gögn þessi bárust svo smám saman og voru að berast allt fram i júnimánuð. Jafnhliða var hafin athugun gagna sem borist höfðu starfs- mönnum Seðlabankans, og þótti fljótlega sýnt að mikið hagræði og vinnusparnaður mundi verða af þvi að mata tölvu Reiknistofu bankanna með upprýsingum sem fengust við þessa athugun. Úrvinnsla Reiknistofu bankanna er yfirlit yfir tékka- hreyfingar á 26 reikningum árin 1974 og 1975, ásamt stöðu þessara reikninga á hverjum tima þessi ár. Reikn- istofan vann þetta yfirlit eftir þeim upplýsingum sem hún fékk sérstaklega i þessu skyni frá Seðlabankanum. Listarnir sem fyrir liggja eru mismunandi niðurröðun þessara upplýsinga, þar sem reynt er að leita svara við þeim spurningum sem vaknað höfðu með mismunandi uppröðun og samtengingu gagnanna. Af tölvuútskriftunum má rekja leið hvers tékka um bankakerfið. Rúmlega 16.000 voru til með- ferðar. Færðar voru um það bil 57.000 athafnir,en þá er átt við út- gáfu tékka, framsal tékka og bók- un tékka, hvert sem eina athöfn. Heildarupphæð þeirra tékka sem teknir voru i þessa athugun nam um 2 miljörðum. Rétt er að taka það fram að hér er ekki um það að ræða að þetta fjármagn hafi náðst út úr bankakerfinu, heldur bendir talan eingöngu, til umfangs könn- Framhald á bls. 14. BLAÐ- BERAR óskast í eftirtalin hverfi Barðaströnd (Seltj.) Laufásveg Brúnir Löndin (Fossvogi) Fellin Ennfremur vantar blaöbera víðsvegar um bæinn til afleysinga. Vinsamlegasthafið samband við af- greiðsluna ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.