Þjóðviljinn - 04.09.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.09.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Þjóðleikhúsið byrjar sýningar í næstu viku Upp eru þar með talin helstu leikverk á komandi vetri en ekki má þó gleyma „kjallaraverk- inu" Don Juan i helviti. Þar veröur þó ekki um leikrit aö ræða i orðsins fyllstu merkingu, heldur upplestra á völdum köfl- um úr verkinu Man and Super- man eftir Bernard Shaw. Flytj- endur sverða fjórir, en stjórn- andi Baldvin Halldórsson. Að sögn Sveins Einarssonar er von á nokkrum islenskum verkum til viöbótar, bæöi til sýninga á stóra sviöinu og þvl litla. — gsp Helgi Skúlason leikstjóri i fyrsta sinn Helgi Skúlasori/ sá gama Ireyndi leik- hússmaðurf mun í vetur leikstýra uppsetningu á leikritinu „Nótt ástmeyj- anna" sem er umdeilt nú- tímaverk eftir skandinaviskan höfund. Fjallar það um líf ##les- bískra" stúlkna og er í þýðingu Stefáns Baldurs- sonar. Leikritið verður eitt af f jórum verkum sem sýnd veröa á „Litla sviðinu" i Þjóðleikhus- kjallaranum sem, sérstök röð eða seria af nútimaverkum. Er eitt þeirra eftir Islenskan höf- und, Odd Björnsson. Helgi Skúlason mun þarna i fyrsta sinn á sinum langa leik- hússferli sjá um leikstjórn I Þjóðlekhúsinu og verður svo sannarlega gaman að sjá hvernig þessum ágæta leikara okkar tekst upp. -gsp- Afsláttar- kort verða æ vinsælli Núna verður hægt að kaupa áskrift á Litla sviðið lika Sú þjónusta Þjóöleikhússins að bjóða áhugasömum leikhús- gestum upp á 25% afsl. með þvi að kaupa sérstakt kort i byrjun vetrar sem giidir á allar sýning- ar, hcfur mælst mjög vel fyrir. Sagði Sveinn Þjóðleikhússstióri það ekki aðallega vegna afslátt- arins heldur einnig vegna þess að fólki þætti gott að einhver „drifi" það i leikhúsið, .. f þessu tilfelli afsláttarkortið! t vetur verður miðaverð á frumsýningar krónur 1.500 ef tekið er algengasta verð I saln- um en á venjulegar sýningar mun kosta krónur 1.000.00. A skólasýningum er veittur 50% afsláttur. Miðaverð á barna- sýningar er i lágmarki, krónur 700 fyrir fullorðna en 500 fyrir börn. Þeir leikhússmenn sögðu ekki viðlit að reyna að hækka miða- verð I samræmi við verðbólguna og bentu á að miðað við ná- grannalöndin væri hræódýrt að ' fara i leikhús hér heima á fslandi. í ár hækka þeir t.d. barnaverðið úr kr. 450.- i 500.- og fullorðinsverð á barnasýningar úr kr. 600.- i 700.-. Dugar það væntanlega skammt I verð- bólgukeppninni. Miðaverð i kjallarann i vetur verðurkr. 800.00 en 25% afslátt-' ur er gefinn ef keypt er áskriftarkort. Eru menn hvatt- ir til að tryggja sér þau timan- lega og ákveðin sæti um leið, en miðasala i Þjóðleikhúsinu hefst strax i næstu viku. -gsp Mynd eftir Delvaux frá 1937. Kvikmyndasýning á Haustsýningu Á mörkum hugaróra Mynd um súrrealisma og dada sýnd i kvöld klukkan 20,30. „A mörkum hugaróra" er þýsk mynd sem leitast ekki við aö fjalla um súrrealismann á fræði- legan hátt, heldur er myndavél- inni beint inn i verk margra þeirra listamanna er könnuðu furðuveröld hugans, þ.á.m. Arnold Bocklin, James Ensor, Salvador Dali, Francis Bacon, Paul Delvaux og Yves Tanguy. Reynt er siðan að sýna fram á að hversdagsveröld okkar er engu ófuröulegri en myndveröld þess- ara listamanna. „Súrrealisminn" er aftur á móti fræðilegri frásögn af vexti og þróun siirrealismans I Frakk- \andi fram undir heimsstyrjöld- ina siðari, og sýnir fram á hin sterku tengsl sem voru milli skálda og myndlistarmanna. ,~Dýrð bolans" er afar sérstæð pólsk mynd um pólskan lista- mann sem stundar einskonar nú- tima súrrealsima, og reynt er að tengja lif og verk hans með sér- kennilegri kvikmyndatækni. Einn af þeim listamönnum sem vikkuðu landamæri siirreal- ismans var André Masson, sem siðar fluttist til Bandarikjanna og hafði óm'æld áhrif m.a. á Jackson Pollock með tilfinningalegum vinnubrögðum sinum. Myndin fjallar um hann og nýrri verk hans. „Dada & Ný-Dada" kannar siöan stuttlega ýmsa anga innan Dada og sýnir fram á það hvernig ungir listamenn leita aftur til þeirrar stefnu. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða með gkrásetningarbókstafnum G í lögsagnarumdæmi Gullbringusýslu og Njarðvikur. Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með að bif reiðar með G skráningarmerkj- um, sem staðsettar eru i Gullbringusýslu og Njarðvik verða skoðaðar þann 7.8 og 9. sept. 1976 kl. 9.15 til 12 og kl. 13—16.30 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar að Iðavöllum 4 i Keflavik (Bifreiðaeftirlit rikisins) og verður skoð- un framkvæmd þar á fyrrgreindum tima. Við skoðún skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaiðgjöld fyrir árið 1976 og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á framangreindum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og lögum um bif reiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hlut eiga að máli. Það skal tekið fram að fulltrúi innheimtu- manns rikissjóðs i Hafnarfirði verður staddur að Iðavöllum 4 á framangreind- um tima og mun taka við greiðslu á bif- reiðagjöldum. Bæjarfógetinn i Njarðvik, sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. UTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i smiði á miðlunargeymi úr stáli tJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja Vesturbraut 10 A Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhit- un, h.f. Álftamýri 9, Reykjavik, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja þriðjudaginn 21. septem- ber kl. 14.00. Auglýsing um lóðir Á næstunni verður úthlutað 7 lóðum undir einbýlishús með sérstökum vinnustofum. Lóðirnar eru við Tjarnarsel og Vogasel i Seljahverfi. Eru þær fyrst og f remst ætlaðar myndlist- armönnum, aðilum, sem starfa að ýmiss- konar listiðn, tónlistarfólki o.þ.h. Lóðirnar eru nú þegar byggingarhæfar Nánari upplýsingar eru veittar á skirf- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Umsóknum skal skilað fyrir 1. okt. n.k. á þar til gerðum eyðublöðum. Borgarstjórinn i Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.