Þjóðviljinn - 04.09.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.09.1976, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 island er láglaunaland þrátt fyrir háar þjóðar- tekjur Efnahagsmálin og sú gifurlega kjaraskerðing sem láglaunafolk hefur orðið fyrir verður eitt aðal- mál BSRB-þingsins. tsland er láglaunaland þó að þjóðartekjur séu meiri en viðast hvar annars staðar. Laun islendinga eru lik- lega upp undir helmingi lægri en gerist annars staðar á Norður- löndum svo að dæmi sé tekið. Lægstu byrjunarlaun opinberra starfsmanna nú eru 59.510 krónur á mánuði en þau laun getur eng- inn haft nema i eitt ár. Eftir fjög- urra ára starf eru lægstu laun 67.192 kronur og eru það nokkru betri kjör en sambærilegir starfs- kraftar hafa á almennum vinnu- markaði. Séu hins vegar ýmis sérhæfð tækni- og verkstjórnar- störf borin saman við almennan markað eru kjör opinberra starfsmanna langtum lakari. Hæstu laun sem skráð eru á launaskalanum nema 172 þúsund- um króna en ég held að enginn maður innan BSRB hafi þau laun segir Haraldur. Það eru hreinar undantekningarefmenn hafa yfir 152 þúsund. Skattamál Skattamál verða áreiðanlega á dagskrá á þingi BSRB. Það er skoðun opinberra starfsmanna að þeir greiði hlutfallslega meiri skatta en flestir aðrir. Lagabreytingar Lagabreytingar verða ræddar á þinginu en milliþinganefndir hafa fjallað um lögin. M.a. verður að gera breytingar ýmsar i sam- ræmi við hin nýju kjarasamn- ingalög. Fræðslumál Fræðslumál verða tekin fyrir. BSRB gefur nú út eitt af stærstu timaritum landsins. Það er Ás- garður sem kemur út i 14 þúsund eintökum og sem sendur er öllum félögum. Nýlega er svo byrjuð út- gáfa á fréttabrefi sem Hugi nefnist og sent er trúnaðarmönn- um á vinnustöðum BSRB eru einu heildarsamtökin sem halda reglulega fundi i öllum kaupstöð- um landsins. Þá eru og haldin námskeið fyrir trúnaðarmenn. Erlend samskipti • Á þinginu verða rædd erlend samskipti m.a. Þær hugmyndir að BSRB gerist aðili að norrænu samstarfi og evrópsku samstarfi við hlið Alþýðusambands Islands. Orlofsheimilin Rekstur orlofsheimila er mjög merkur þáttur i starfi bandalags- ins. Á 6 árum hefur orlofsheimila- byggðin i Munaðarnesi orðið stærst á öllu landinu. Þar eru nú alls 70 orlofshús sem stjórnað er af BSRB og er velta þessarar starfsemi um 10 miljónir króna á ári. Ennfremur er þar starfrækt veitingahús 4 mánuði á ári og i þvi er aðstaða fyrir félagsstarf- semi að vetri til. Það eru 24 félög sem eiga hús i Munaðarnesi, flest eiga þau 1 til 4 hús en Starfs- mannafélag rikisstofnana og Starfsmannafélag Reykjavikur- borgar eiga 10 hlið fyrrnefnda en 11 hið siðarnefnda. Umfangsmikíð starf BSRB Starfsmenn BSRB eru nú 5 en bandalagið hefur aðsetur að Laugavegi 170-172 i vistlegu hús- næði. Þar er salur sem hentar vel til fræðslustarfsemi og er hann mikið notaður. Af þessu sést starf BSRB er mjög umfangsmikið og verður at- hyglisvert að fylgjast með þing- inu i október nk. og hvað kemur út úr þvi. —GFr. Kapellurústirnar eru I klárri mótsögn við hið risastóra álver. (Myndir tók eik). í blámóðu Álversins Þegar ekið er suður framhjá álverinu i Straumsvik veita fáir þvi eftirtekt aö á vinstri hönd þar sem stórvirkar jarðýtur hafa jafnað út hraunið að mestu stendur hóll uppúr sem þyrmt hefur verið við hamförum mannsins. A honum stendur kapella, sem þjóðminjavörður heftir friðlýst. Um kapelluna leika biáar eiturgufur álversins án afláts, sviða mosann og minna raunar frekar á helviti heldur en afdrep Drottni til dýrðar. En hvernig stendur á- þessari k apellu þarna þar sem áður var úfið apalhraun og erfitt yfirferðar? Og hvers konar kapella er þetta? Talið er að þetta mikla hraun, sem kallað er Bruninn ofan tii, en Kapelluhraun neðan til, sé örugglega það sem nefnt er i fomum heimildum Nýjahraun og hafi það runnið eftir að land byggðist, þó að engar heimildir séu tilum það. Þettahraun sem rann í sjó fram var ógnvekj- andi farartálmi og vegfarendur fóru i ótal krókuift um það milli hárra hraunhóla og djúpra katla. A miðri leið að norðan- verðu við gamla þrönga þjóð- veginn eru rústir af litlu húsi sem menn kölluðu kapellu. Munnmæli og þjóðsögur hermdu að menn frá Bessa- stöðum hefðu verið þar dysjaðir ihefnd eftirJón Arason. Arið 1950 fór Kristján Eldjárn ásamt nokkrum mönnum og grófti upp þessa rúst, lagfærðu og rannsökuðu. Og viti menn! Uppúrgólfinu komlitið likneski af heilagri Barböu sem menn tignuðu á kaþólskum tima. Myndin er telgd úr grágul- um leirsteini, nokkuð illa farin og heldur Barbara á tákni sinu, turni i vinstri hendi. A Barböru var gott að heita i háska af eldi, húsbruna, sprengingum og þess háttar. Mundi hún þá ekki einnig hafa dugað vel gegn háska af völdum jarðelds og hraunbruna, segir Kristján Eld- járni grein um þennan uppgröft i árbók fornleifafélagsins 1955. Þarna þóttust menn hafa fengið sönnun þess að i kaþólskri tið hefði verið þarna litið bænahús eða kapella fyrir vegfarendur á leið yfir hættulegt hraun. Og þarna standa veggir þess- arar gömlu kapellu rétt við hraðbrautina suður með sjó og gamli mjói reiðvegurinn i sveig fram hjá uppi á hól sem er eins og eyja i æðisgengnu umróti mannskepnunnar. Hversu margir sem aka Keflavikurveginn dagsdaglega ætli viti af þessum merku forn- minjum? Blaðamaður og ljósmyndari Þjóðviljans brugðu sér út úr bilnum og skoðuðu þessa rúst i sólskini og blámóðu áversins um daginn. Mosinn við Kapelluna er kol- svartur, grár og lifvana á köflum, og án þess að hafa fengið staðfestingu á þvi hvarf- laði ekki annað að okkur en mengun frá álverinu ylli. Þessi ófreskja gnæfir ógnvekjandi yfir og spýr eitri án afláts. Ekkert heyrist um mengunar- varnir sem löngu er búið að skipa fyrir. Auðhringurinn fer sinu fram hvað sem litilli þjóð liður. Og hver láir fólki þó að það vilji ekki skoða þetta gamla bænhús i blámóðunni sem minn- ir á helviti? •GFr 1 botni gömlu reiðgötunnar I skjóli við Kapelluna virðist gróður með eðlilegum hætti, en til hægri sýnist mosinn vera aðdeyja. Blaðamaður Þjóðviljans athugar kolsvartan mosann sem að öllum likindum hefur orðið þannig af mengun frá álverinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.