Þjóðviljinn - 04.09.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.09.1976, Blaðsíða 10
JO SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. september 1976 \p@ Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Hœpin hjálpsemi Þrátt fyrir allt er Þjóðviljinn blað hinna vinnandi stétta, enca þótt mörgum okkar, sem vinnum hörðum höndum, þyki þar i blandast ýmislegt, er kyrrt mætti liggja. Vil ég þar fyrst nefna dekur hans við hina svokölluðu lista- menn, er nú i dag fylla náströnd islenskra lista. Þjóðviljinn virðast óþreytandi að útmæla þessum starfsleysingjum bita og sopa af almannafé. Lika er hann ætíð boðinn og búinn til þess að mæla með styrkjum handa hinum ýmsu námsmönnum, bæði hér heima og erlendis. Það virðist þó vera að bera i bakkafullan lækinn. Við eigum i dag vafalaust nægi- lega mikið af allskonar lær- dómsmönnum, svo að slikar fyrningar munu aldrei hafa þekkst meðal islenskra bænda og tvennt er það, sem aukist hefur i sama hlutfalli, sem sé háskólafólk og svartbakur. Leiðir það af sjálfu sér, þvi það er hending ef háskólinn eða skólar yfirleitt útskrifi einstak- linga, sem ætla sér að vinna að bættri og fjölþættari úrvinnslu afurða okkar frá sjó eða land- búnaði. Af þvi leiðir, að einstak- lingar við þau störf eru orðnir of fáir og þvi fellur til of mikil fæða fyrir t.d. svartbak og honum fjölgar.ásamtóþörfum mennta- mönnum. Þó skulum við ekki fordæma menntun sé svo, að þeir góðu menn skipi sér þar i flokk, sem manntaks er þörf, þvi það er fyrst og fremst hin vinnandi hönd, sem veitir afiið til þess sem gjöra skal. Við sendum t.d. sjómennina okkar út á sjóinn til gjaldeyris- öflunar en jafnframt þúsundir manna út sem Mæjorka- flakkara og viðar, til þess að eyða þessum sama gjaldeyri, svo að eitthvað sé nefnt. Aftur á móti er eldsneyti til bifreiða- aksturs hér innanlands orðið með sliku ránverði, að þótt einhverjir vildu ferðast um tsland þá er það varla hægt. Þið takið lika öllu minna tillit til fjölskyldufólks með mörg börn, — þótt i dag sé það ósvinna að hrúga niður fjölda barna, — en náunga, sem leggjast i fylleri. Þegar þeir eru búnir að þjóna lund sinni sem slikir, tekur okkar vatns- grautar-mannúð við þeim, leggur þá inn á sjúkrahús og dekrar við þá til endurhæfingar og nýs fylleris. Oft er það svo, að þessir menn fylla þau rúm, sem raunverulegir sjúklingar ættu að njóta. Þessa menn á að láta vinna, skilyrðislaust, fyrir mat sinum. Vegna þess að þrátt fyrir allt eruð þið Þjóðviljamenn oft að taka á kýlunum, vildi ég spyrja ykkur: Hver er glæpamaðurinn sá, sem glæpinn fremur eða sá, sem lætur hann liðast, t.d. þegar einstaklingur eða félag svikst undan að greiða sina skatta svo miljónum og tugmiljónum skiptir og þessu er safnað saman frá ári til árs, en ekkert er gert að þvi er virist, til þess að koma i veg fyrir þetta af þeim mönnum, sem eru full- trúar okkar borgara? Hver er glæpamaðurinn? ABC Eftirmáli Bæjarpósts Trúlegt er, að ýmsir séu ósammala sumum þeim skoðunum, sem lýst er i grein- inni hér að ofan. Svo er og raunar einnig um umsjónar- menn Bæjarpóstsins. Ailt um það er greinin birt. Menn eiga að vera frjálsir að skoðunum sinum og einnig að þvi, að koma þeim á framfæri I ræðu og riti. Þeirra er þá að andmæla, sem ósamþykkir eru. Bæjarpósturinn vill vera vett- vangur fyrir opin skoðana- skipti. Þeim, sem ósammála eru greinarhöfundi, er velkomið að bif ta athugasemdir sinar hér á siðunni. Umsjónarmaður Bæjarpósts ¦ B—I • Ljósm. eik. Eiríkur Asgeirsson, forstjóri SVR: Viljum hindra hamstur hinna efnameiri Vegna bréfs í Bæjarpósti á fimmtudag hafði Eirikur Asgeirsson, forseti Strætis- vagna Reykjavíkur samband við þáttinn og sagði að það væri samkvæmt ákvörðun borgar- ráðs og stjórnar SVR að 1000 kr. afsláttarkortin væru ekki lengur til sölu. Astæðan hefði verið sú að fyrir hefði legið 20% hækkunarbeiðni frá SVR sem borgarráð hefði samþykkt. Hækkanir eru háðar samþykki verðlagsráðs og ákvað borgar- ráð samhljóða að til þess að koma i veg fyrir hamstur skyldi sölu þúsund króna korta hætt, þar til hækkunarbeiðnin hefði hlotið afgreiðslu borgarráðs. t borgarráði kom fram sú skoðun að þetta væri réttlætismál, þvi það væru^ einungis þeir efna- meiri sem hefðu ráö á aö hamstra, en hinir yrðu að láta sér nægja að kaupa kort jafnóð- um. Það hefði svo farið fyrir þessari hækkunarbeiðni eins og mörgum öðrum, að hún hefði verið lengi að velkjast fyrir verðlagsráði og hefði enn ekki verið afgreidd. Meðan svo væri fengjust þúsund kr. kortin ekki. Blómlegur búskapur í Hólminum M '' - ~ — Talsvert miklar fram- kvæmdir eru hér hjá bæjarfé- laginu I sumar, sagði Halldór S. Magnússon, framkvæmdastjóri i Stykkishóimi i viðtali við' blaðið s.l. miðvikudag. Verið er nú að steypa aðalgöt- una i þorpinu og einnig hafnar- svæðið. 1 haust er áformað að undirbúa fleiri göturundir lagn- ingu olíumalar, sem ætlunin er svo að leggja að sumri. Að undanförnu hefur verið 1 byggingu og er enn hótel og fé- iagsheimili og eru þær bygging- ar samtengdar. Félagsheimilis- álmunni var nú raunar lokið á 8.1. vetri. Það rúmar 300 til 400 manns og er af ýmsum, sem um það þykjast geta dæmt, eitt hið fallegasta félagsheimili á land- inu.Byggingþessgekk meðein- dæmum greiðlega, þvi hún tók aðeins um 7 1/2 mánuð. Flýtti það verulega fyrir byggingunni hversu sjálfboðaliðar lögðu þar rösklega hönd að verki. Sveitar- félagið er stærsti aðilinn að fé- lagsheimilinuog svo koma ýmis önnur félagasamtök f bænum. Hótelbyggingin var komin það áleiðis á s.l. vetri að nokkur hluti hennar var þá tekinn i notkun fyrir gagnfræðaskólann. Við gerum okkur vonir um að unntverði að ljúka byggingunni næsta sumar. Ekki er þess að vænta að hún verði einvörðungu nýtt fyrir gesti að vetrinum. Það hefur komið til álita að nota hana þá sem heimavist fyrir skólafólk og e.t.v. einnig að einhverju leytisem kennslu- húsnæði. í byggingunni verður sameiginlegt eldhús fyrir hótel- ið og félagsheimilið og er verið að fullgera það nú. Það er eins með hótelið og félagsheimilið að hreppsfélagið er stærsti aðilinn að þvi og svo að hinu leytinu sérstakt hluta- félag. Að einhverju leyti er hótelið byggt fyrir fjármagn frá Ferðamálasjóöi. Fyrir nokkrum árum var vatnsveita lögð til bæjarins, hér ofan úr f jalli Er nú unnið að þvi að endurbæta hana og full- komna. Allmörg íbúöarhús eru hér i smiðum, þar á meðal blokk, sú fyrsta, sem hér er byggð. Blokkin er að nokkrum hluta byggð samkvæmt lögum um verkamannabústaði en að hinu leytinu fellur hún undir lög um Stykkishólmshöfn byggingu teiguíbúða. Nefna má og, að verið er að hefja hér kirkjubyggingu. Eins og ýmsir vita þá er hér I Hólminum kaþólskt nunnu- klaustur. Klaustursysturnar eru nú að byggja við klaustrið eins- konar systraheimili. Akveðið er einnig, að þær verði aðilar að heilsugæslustöð, sem á að reisa i sambandi við sjúkrahúsið. Er mikill menningarauki að dvöl þessara klaustursystra hér. Þær reka hér dagheimili, hina þörfustu stofnun, og þar að auki prentsmiðju. Atvinnuástand er gott hér i bænum. Skelfiskvinnslan, sem stöðvaðist á dögunum, er nú aft- ur komin i gang og stunda átta batar skelfiskveiðar. Mikill at- vinnuauki er að skelvinnslunni, bæði fyrir karlmenn, kvenfólk og unglinga, allt niður i 12 ára aldur. Er ekki sist mikilvægt að hafa þannig atvinnu fyrir ung- lingana þvi skortur á hentugri vinnu fyrir þá er víða talsvert vandamál. Þá hafa tveir til þrir bátar héðan stundað þorskveiðar i sumar, en afli þeirra hefur verið fremur tregur. Eigendur bát- anna munu nú bráðlega fá „beitingavél" og vænta sér góðs af þvi. Mikill iðnaður er hér i Stykkishólmi. Við rekum skipa- smiðastöð og hefur hún nóg verkefni. Að meiri hluta til eru það viðgerðir en einnig nokkur nýsmiði. Skipasmlðastöðin sinnir bæði járn-, tré- og raf- magnsvinnu og veitir þannig bátunum alhlíða þjónustu. Við- skiptamenn hennar eru aðal- lega bátaeigendur hér við Breiðafjörðinn. í stöðinni vinna milli 40 og 50 manns. Svo eru hér reknar tvær trésmiðjur, sem sinna húsbygg- ingum og innréttingasmiði og er meira en nóg að gera lyja þeim. Hér vantar mikið frekar fólk en hitt en aðflutningur þess hingað i bæinn strandar á húsnæðis- skortinum. Félagslif er hér gott og býsna fjölskrúðugt, Hér er starfandi kvenfélag, ungmennafélag, leikfélag og svo ýmsir klúbbar. Leikfélagið sýndi tvö leikrit á s.l. vetri, annað fyrir fullorðna en hitt fyrir börn. Þá er og rek- inn hér tónlistarskóli undir stjórn Vikings Jónassonar frá Eskifirði en hann stjörnar einnig lúðrasveit. Karlakór er hér og stjórnar sr. Hjalti Guð- mundsson honum. Siðast en ekki sist má geta þess, að hér i Stykkishólmi er merkilegtbókasafn og er þaðað stofni til gamla amtsbókasafn- ið. Safnið stendur þannig á gömlum merg og á mjög mikið af bókum og mörgum merkum. —mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.