Þjóðviljinn - 03.10.1976, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 3. október 1976
Finnlands-
textar eftir
r
Arna
Bergmann
Fjórði hluti
Borga, fallegur timburhúsabær á hæöum, hefur veriö ein af mi&stöðvum sænskheitanna I Finnlandi.
Varúö varlega:
finnar og svíar!
Það hefur áður verið á
það minnst í þessum
textum, að margt er líkt
með Finnlandi og t.am. ís-
landi. En það er líka
margt sem er firnalega
ólíkt, og eru þar margir
þættir afdrifaríkir. Einn
er nálægð Rússlands.Ann-
ar er hinn sænski þáttur í
finnskri sögu, og hinn
sænskumælandi minni-
hluti, sem núna nemur að-
eins tæpum 7% þjóðar-
innar, en hefur á ýmsan
hátt margfalt meiri
þýðingu en sú tala gef ur til
kynna.
Ég stend við gluggann heima
hjá Jóhanni og Moniku, sem bæði
eru sænskfinnar, og horfi út um
gluggann. Synir þeirra, hvitir á
hár og þéttvaxnir, eru aö spila
bobb úti i garði. Þeir tala saman
finnsku. Þeir tala sænsku við for-
eldra sina. Annar gengur i
finnskan barnaskóla, hinn i
sænskan. Það fer mest eftir þvi
hvar vinir þeirra eru. Johan er af
grónum sænskum embættisaðli.
Afi hans var erkibiskup i Borgá.
Sjálfur er hann kommúnisti og
óspar á gagnrýni á heimsku
„finnlandsænskudómsins”.
Einusinni komu sænskfinnar
meira aö segja meö þá hugmynd
að i Finnlandi skyldu vera tvö
stjórnkerfi hlið við hlið, eitt fyrir
finna, annað fyrir sænskfinna.
Geturðu hugsað þér aðra eins
bölvaða tjöru? Sjálfur gekk ég i
sænskan yfirstéttarskóla þar sem
rikti firnaleg fyrirlitning á
„finnabjálfunum”. Við stóðum i
stöðugum slagsmálum við þá, þvi
vitanlega þótti finnsku
strákunum i næsta skóla ekkert
sérlega vænt um hrokann i okkur.
Rússar á 19. öld.
Ég get imyndað mér, að mjög
margir islendingar hafi þá hug-
mynd, að barátta fyrir finnsku
þjóðerni, finnskri menningu, hafi
fyrst og siðast verið háö við
rússa. Þær hugmyndir hristast
saman úr þýðingum Matthiasar
Jochumssonar á kvæðum Rune-
bergs um striðið við rússa 1808 og
fréttum úr heimstyrjöldinni sið-
ari. En þessi hugmynd er satt
best að segja mjög hæpin.
Sviar réðu Finnlandi i margar
aldir, en rússar i eina öld. Finn-
land varð rússneskt stórhertoga-
dæmi árið 1809 upp úr flóknu tafli
Napóleonstimanna og það var
staða landsins þar til landið hlaut
sjálfstæði með uppáskrift Lenins
árið 1918. En eins og sænskfinnski
höfundurinn Christer Khilman
segir i einni bók sinni, þá byrjaði
finnsk saga. Svo merkilega vill
til, að þetta var einmitt sá timi
þegar bókmenntir á finnsku
verða til og skólar, mikil þjóðleg
vakning. Hún var reyndar i anda
timans. En þetta gerðist m.a. af
þeirri merku ástæðu, að i raun
nutu ibúar Finnlands meiri rétt-
inda en aðrir þegnar rússakeisara.
Það voru að visu brotin á þeim
ýmisleg loforð hins einvalda
keisara. En samt urðu þeir aldrei
fyrir þeim kárinum sem t.d. pól-
verjar urðu fyrir, en þá var alltaf
verið að bæla niður með báli og
kósakkanna brandi. Þeir lifðu
sældarlifi i samanburði við
gyðinga hins svokallaða „búsetu-
beltis” Rússlands. Það var aðeins
i fremur stuttan tima nálægt
aldamótum að reynt var að marki
að „rússneska” finnskt stjórn-
kerfi og þjóðlíf. Þar var að verki
sá illræmdi landstjóri Bobrikof,
sem ungur stúdent skaut til bana
árið 1904. Upp frá þvi hlutu finnar
ýmis réttindi aftur, sem ríkulegri
voru en þau sem rússar nutu
sjálfir.
Málastríöiö
En það sem varð fyrst og
fremst I vegi finnskra þjóðernis-
sinna af hvaða sviði þjóðlifs sem
var, var sú staðreynd, að á
nitjándu öld var allt embættis-
kerfið, menntakerfið og að lang-
mestu leyti iðnaður og verslun i
höndum hins sænska minnihluta.
Um miðja siðustu öld voru allir
skólar á sænsku, embættismenn
og dómarar þurftu ekki að skilja
finnsku jafnvel þótt þeir störfuðu
i alfinnskum héruðum. En upp
frá þvi fer finnskan, mál yfir-
gnæfandi meirihluta landsmanna
(þá 86%) að sækja á. Fyrsti
finnski skólinn tók til starfa 1858,
1863 var yfirvöldum skipað að
taka á móti erindisbréfum á
finnsku, og tuttugu árum siðar,
1883,var skylt að svara á finnsku,
ef að málaleitan var borin fram á
þeirri tungu. En það var ekki fyrr
en 1901 að finnska verður jafn-
rétthá sænsku i Finnlandi, fyrir
réttum 75 árum.
Þetta vandamál var eitt af
þeim sem sjálfstætt Finnland tók
i arf 1918. Það var ekki deilt um
það, að tvö skyldu hin opinberu
mál vera i landinu, en hitt var svo
flóknara að leysa, hver staða
sænskunnar skyldi vera i reynd.
Sumir sænskfinnar sögðu sem
svo: Við viljum jafnrétti beggja,
og meintu þá að finnar og sænsk-
finnar sem heildir ættu að vera
jafnþungar á metunum ( sbr. um-
mæli Johans hér að ofan). Það gat
mælandi menn flestir. A suður—
ströndinni (1) eru beir um 150
þús, i Abohéraöi 27 þús á Alands-
eyjum 20 þúsundirogum 100
þúsund í Austurbotni (4).
að sjálfsögðu ekki gengið. 1 ann-
an stað var á millistriðsárunum
deilt mjög hart um stöðu háskól-
anna, einkum háskólans i
Helsinki. Tiltölulega þrisvar
sinnum fleiri sænskumælandi
menn sóttu háskóla en finnar, og
um þriðjungur prófessoranna eða
meir voru sænskumælandi.
Finnskir þjóðernissinnar börðust
hart fyrir þvi, að þessi hlutföll
breyttust.
Ágæt löggjöf.
En hvort sem farið er lengur
eða skemur út i þau átök: út-
koman hefur orðið sú, að sænski
minnihlutinn hefur lögum sam-
kvæmt betri stöðu en nokkur ann-
ar minnihluti sem ég þekki til.
Sænskumælandi menn eru nú
tæplega 7% ibúanna. Meðan 5%
ibúa i einhverri i byggð eða borg
eru sænskumælandi er sú byggð
talin tvityngd (götunöfn á tveim
málum osfrv). Þessi minnihluti
hefur sina skóia, einnig æðri skóla
eða menntabrautir þar, útvarps-
dagskrá og hluta af sjónvarps-
dagskránni (12 stundir af 70 á
viku), erlendar kvikmyndir eru
með textum á tveim málum.
Þegar á heildina er litið verður
ekki annað sagt en að minni-
hlutinn njóti allmiklu meiri fyrir-
greiðslu I menningarlifi og
fræðslukerfi en stærðarhlutfall
hans segir til um. Til dæmis má
nefna, að af 18 árslaunum til rit-
höfunda frá sænskumælandi fern
— og er mér sem ég sæi t.d. is-
Íenska rithöfunda sýna hliðstætt
örlæti.
Tungumál og atvinna.
En menn eru aldrei ánægðir,
vitaskuld. Ýmisleg vandkvæði
koma upp i sambandi við ráðn-
ingar i störf i blönduðum byggð-
lögum. Og byggðalög sem áður
voru „hrein” sænsk, eru að
blandast. I þessum tilvikum
verður erfiðust staða þeirra 40%
af um 300 þúsundum sænskfinna,
sem aðeins tala sænsku. Meðal
þessa fólks er þó nokkuð um land-
flótta til Sviþjóðar. Um 6,6%
allra finna hefur leitað atvinnu i
Sviþjóð, og 15% af þvi fólki eru
sænskumælandi. Það fólk, segir
Johan, á kannski auðveldara með
að komast áfram efnahagslega i
Sviþjóð, en menningarlega
aðlagast það ekki — þvi þetta fólk
er ekki sviar, heldur finnar.
I Hufvudstadsbladet var gerð
úttekt á ritgerðum sænskumæl-
andi barna um móðurmál þeirra.
Þau sögðu sem svo, að það
borgaði sig vissulega ekki efna-
hagslega að bera tvær tungur á
bakinu — hinsvegar borgaði þaö
sig menningarlega. í því sam-
hengi var mjög visað til sam-
skipta við önnur Norðurlönd.
Börnin kvörtuðu og undan þvi.að
sænskukunnátta væri á undan-
haldi meðal finna. Um það mál
spurði ég Kivistö menntamála-
ráðherra i viðtali sem hér hefur
áður birst. Það er rétt, sagði
hann, i hinum nýja grunnskóla
velja 90% finnskra barna ensku
sem fyrsta erlenda tungumál. En
sænskan verður þá alltaf númer
tvö.
Gustav av Hellström hjá Nor-
ræna félaginu sagði þau samtök
leggja mikla áherslu á að reka á-
róður fyrir sænsku. Við getum
t.d. visað til rannsóknar sem há-
skólinn i Abo hefur gert um þörf
fyrir tungumálakunnáttu i at-
vinnulifi. Hún sýnir 47% þörf
fyrir sænsku, 35% þörf fyrir
ensku og 18% þörf fyrir þýsku.
Þetta veit fólk ekki, eins og kem-
ur fram i enskuáráttu barna og
foreldra þeirra.
En Svíþjóð?
Það væri kapituli út af fyrir sig
að spyrja um sambúð finna og
Svíþjóðar. Þessar grannþjóðir
hafa firnamikið saman að sælda
enn i dag, og þótt margt sé skyn-
samlega unnið, t.d. i menningar-
samskiptum o.fl. þá er grunnt á
þó nokkurri spennu. Meira en 6%
finnskrar þjóðar starfar i Sviþjóð,
finnar eru „farandverkamenn”
Sviþjóðar, og fylgir þeirri stöðu
margur vandi. Ég man að á gagn-
rýnendamóti i Oslo talaði Artur
Lundkvist með mikilli óánægju
■Úr samtali við Lars Huldén:-
Bókaútgáfa hjá minnihlutafólki
Lars Huldén er formabur 185
manna félags sænskumælandi
rithöfunda Finnlands. Hann sit-
ur I skáldahúsinu i Borga og
semur mest leikrit núna; þaö
sem siðast var flutt (i Abo)
fjallaði um Villon, skáldið og
skáikinn. Hann hefur nýlega
gefið út reisubókarkorn sem
hann kallar tsland i desember
og önnur ferðaljóð.
f samtali (sem einnig er vikið
að annarsstaðar á opnunni) við
Lars Huldén var einkum vikið
að erfiðleikum bókaútgáfu i
fámennu málfélagi: sænsk-
finnskir eru ekki nema rúm 300
þúsund. Rithöfundar þeirra fá
reyndar nokkuð fleiri opinbera
styrki tiltölulega en finnskir
kollegar, en það leysir ekki
allan vanda. 1 Austurbotni hafa
höfundar undir forystu Gösta
Agren verið með rithöfunda-
forlag og verið duglegir, komið
út einum 40 bókum á 4 árum.
Suður i landi er annaö forlag,
Boklaget, sem einnig staríar á
þeim sama grundveili (og
markmiðið er að draga úr
óþarfakostnaði við útgáfu).
Þaö stendur okkur tyrir
þrifum, sagði Lars Huldén enn-
fremur, að það er enn skortur á
góðum þýðurum á finnsku og af
finnsku. Og i annan stað vantar
okkur betri aögang að sænskum
markaði. Við gefum út um 50
bækur á ári á sænsku, sem
teljast til fagurbókmennta, en
af þeim fá 10 eða færri aukaupp-
lag til sölu i Sviþjóð. Útgefendur
eru litið fyrir að reyna að selja
bækur okkar út um Svíþjóð,
telja það of mikla fyrirhöfn og
tilkostnað, nema I einstaka til-
vikum.
Ég held ekki aö rómantiskir
draumar um heimsfrægð þjaki
okkar höfunda sérlega mikíð.
Menn vita, að það eru margs-
konar aðstæður sem verða að
koma saman til að skapa slikan
orðstír, og menn gera sig yfir-
leitt ánægða með að skrifa fyrir
sitt umhverfi, verða þvi að
gagni. En auðvitað slær enginn
hendi á móti öðrum möguleik-
um. Og að þvi er okkur sænsk-
finna varðar þá er ekki nema
eðlilegt að við viljum geta náð
svo langt sem málsvæðið nær.
Þú spyrð um pólitlk og
bókmenntir? Vissulega hafa
flokkarnir mikla tilhneigingu
til að eigna sér höfunda og að
styðja við bakið á „sinum”
mönnum. En útgáfufyrirtækin
eru flest frjálslynd og fara ekki
eftir flokkslegum linum. Og þótt
hnútukast sé milli vinstri- og
hægrisinna hér á landi, þá hefur
tekist að koma þvi svo fyrir að
hæfni og fjárþörf rithöfunda
ráða i raun mestu, þegar um
það er að ræða að skipta starfs-
styrkjum eða öðrum opinberum
stuðningi við bókmennta-
starfsemi.