Þjóðviljinn - 03.10.1976, Síða 17
Sunnudagur 3. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17
Laser-
geisli
spilar
mynd-
plötu
Philips í Hollandi hefur
sýnt nýja tegund mynd-
sýningartækis, sem
tengja má við hvaða sjón-
varpstegund sem vera
skal.
leiö og loki myndplötuspilarans
er lyft.
Tæki þetta leyfir aö upptakan
sé skoðuð hægt, afturábak og
svo að numið sé staðar við
einstakar myndir. Gert er ráð
fyrir þvi, að sjónplöturnar muni
ekki kosta mikið meira en
venjulegar plötur.
Þess skal getið, að fyrirtækið
heldur þvi stranglega ieyndu
hvernig éfnið er skráð á
plötuna.
Styrkir
til að sækja þýskunámskeið í
Sambandslýðveldinu Þýskalandi
Þýska sendiráðið i Reykjavik hefur tilkynnt Islenskum
stjórnvöldum að boðnir séu fram nokkrir styrkir til handa
isíenskum stúdentum til að sækja tveggja mánaða þýsku-
námskeið i Sambandslýðveldinu Þýskalandi á vegum
Goethe-stofnunarinnar á timabilinu júni-október 1977.
Styrkirnir taka til dvalarkostnaðar og kennslugjalda, auk
600 marka ferðastyrks. Umsækjendur skulu vera á
aldrinum 19-32 ára og hafa lokið a.m.k. tveggja ára há-
skólanámi. Þeir skulu hafa til að bera góða undirstöðu-
kunnáttu i þýskri tungu.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15.
nóvember n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráðu-
neytinu.
Menntamálaráðuneytið,
29. september 1976.
A plötu tækisins er hálf-
tima dagskrá, hvort sem er
svarthvit eða i litum og fylgir
hljóð að sjálfsögðu með. Platan
er gerð úr málmi og þakin
gagnsærri hlifðarhimnu úr
plasti. Lasergeisli les svo þær
myhd- og hljóðrænar upplýs-
ingar sem, skráðar hafa verið á
plötuna i gegnum hlifðarhimn-
una. Með þvi að platan verður
ekki fyrir neinskonar núningi
spillist upptakan ekki með tim-
anum.Til öryggis er komið fyrir
sjálfvirkum útbúnaði sem
slökkvir á lasergeyslanum um
Bíræfnir
peninga-
falsarar í
Frans
Nýlega uppgötvaði franska
lögreglan nokkuð frumlega pen-
ingafölsun. Peningafalsararnir
notuðu aðferð, sem blaðamaður
franska dagblaðsins „Le
Monde” fann upp fyrir nokkrum
árum, en birti þó aldrei i blað-
inu. Þetta blað kom nefnilega
einu sinni með eftirfarandi gátu
i gátudálki sinum: hvernig er
hægt að búa til tuttugu seðla úr
nitján seðlum? Gátan vakti svo
mikla athygli lesenda — og svo
mikla gremju peningayfirvalda
i landinu — að lausnin var aldrei
birt.
Aðferðin er samt einföld, þótt
hún sé klunnaleg, og talsvert
hættuleg fyrir þann sem ætlar
að augast á henni, þvi að hann á
erfitt með að koma peningunum
frá sér um leið og grunsemd
annarra er vakin. Það þarf
aðeins að taka 19 seðla, klippa
einn tuttugasta hluta vinstra
megin af þeim fyrsta, tvo
tuttugustu af öðrum, þrjá
tuttugustu af þeim þriðja
o.s.frv. Fýrsta og siðasta seðil-
inn er hægt að nota eins og þeir
eru, þó örlitið vanti á þá. Siðan
limir maður einn tuttugasta
hluta fyrsta seðilsins framan
víð þann seðil, sem af voru
klipptir tveir tuttugustu, og
þannig heldur maður áfram uns
maður er búinn aö lima saman
öll brotin. Þá hefur maður
tuttugu seðla, þótt einn tuttug-
asta hluta vanti á hvern þeirra!
En franska lögreglan telur þó
litla hættu á þvi að þessi aðferö
breiðist út, þvi að yfirleitt er
kaupmönnum og öðrum illa vif
að taka við iimdum seðlum á
þennan hátt og benda þá heldur
handhöfum þeirra að fara eftir
settum reglum og skipta þeim
gegn heilum seðlum i banka.
Slika áhættu gætu peningafals-
arar ekki tekið. En ef allir
frakkar færu eftir aðferðum
falsáranna og tækju að drýgja
seðla sina á þennan hátt, heföi
það sennilega þær afleiðingar —
að gengi franska frankans félli
um einn tuttugasta!
Tilátta
stórborga
vetursem sumar
Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn
Sumariö er sá tími ársins, sem íslendingar nota
mest til ferðalaga, þá koma einnig flestir erlendir
ferðamenn til landsins. Þess vegna er sumar-
áætlun okkar víðtækari, við fljúgum til fleiri staða
og fjöldi áætlunarferða okkar er meiri en
venjulega.
En ferðalög landsmanna og samskipti við umheim-
inn eru ekki bundin við sumarið eingöngu- þau
eiga sér stað allan ársins hring.
Þess vegna gerir vetraráætlun okkar ráð fyrir
tíðum áætlunarferðum til átta stórborga i Evrópu
og Bandaríkjunum.
Þjóðin þarf að geta reitt sig á fastar öruggar
áætlunarferðir til útlanda jafnt vetur sem sumar,
það er henni lífsnauðsyn.
Það er okkar hlutverk að sjá um aö svo megi
verða áfram - sem hingað til.
^ucféuíc LOFTLEIDIR
/SLANDS