Þjóðviljinn - 03.10.1976, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 03.10.1976, Qupperneq 24
DWÐMHNN Sunnudagur 3. október 1976 Láta mun nærri, að 45% þess fólks 50 ára og eldra sem stundar launaða vinnu á íslandi, sé i starfi sem of- býður heilsu þess. Þetta er ein af mörgum niður- stöðum könnunar á vinnugetu og at- vinnumöguleikum aldraðra i Reykja- vik, en könnun þessi var gerð að frumkvæði borgarstjórnar Reykja- vikur. Jón Björnsson, sálfræðingur, tók að sér verkið og hófst undir- búningur i júni 1974. Nú nýverið er úrvinnslu lokið og hefur Jón samið vandaða skýrslu um niðurstöðurnar. Vandamál aldraðra á vinnumarkaðnum Jón Björnsson Þau má oftast leysa meö litlum tilkostnaði Hér er um að ræöa úrtaks- könnun og var úrtakið valið eftir árgangaskrá Hagstofu Islands og miðaðist það við 1. ágúst 1974. 745 einstaklingar lentu i úrtakinu og voru þeim sendir spurningalistar i pósti.Misjafnlega gekk að inn- heimta listana, 469 útfylltir listar skiluðu sér eða 63% úrtaksins. Þó að heimturnar séu ekki betri en þetta, er þó hægt að byggja á þeim marktækar niðurstöður. öllum i úrtakinu var skipt i þrjá flokka eftir þvi, hvernig þátttöku þeirra i atvinnulifinu var farið og hverjum hópi sendur sérstakur spurningalisti: 1. Þeir, sem stunduðu launaða vinnu utan heimilis, þegar könn- unin fór fram. 2. Þeir, sem stunduðu launaöa vinnu utan heimilis eftir fimmtugt, en voru hættir, þegar könnunin var gerð. 3. Þeir, sem enga launaða vinnu höfðu stundaö eftir fimmtugt. 319 manns eöa 68% lentu i 1. flokknum, þe. voru i launaðri vinnu, þegar könnunin var gerð. 62% þess hóps voru karlar en 38% konur. Atvinnuþátttaka 67 ára og eldri er siður marktæk en heildarúrtaksins vegna þess að heimtur frá þeim aldurshópi voru verri en hinna yngri. Þó mun láta nærri, að um 60% karla og 16% kvenna á ellilifeyrisaldri stundi launaöa vinnu. Ekki alltaf... Eins og áður segir er það nærri helmingur vinnandi manna fimmtugra og eldri, sem er i of erfiðri vinnu. Má nærri geta hvaða áhrif þaö hefur á andlega og likamlega heilsu þeirra, þegar til lengdar lætur. Kannað var lika, hvort þetta fólk hefði reynt að skipta um vinnu og höfðu sum- ir gert það og fengið sér aðra vinnu. Vinnuskiptin virtust þó ekki nýtast mönnum á þann veg, að þeir fengju störf, sem betur hæfðu getu þeirra en fyrra starf. Þau vinnuskilyrði, sem algeng- ast er, að erfiðleikum valdi, má i langflestum tilvikum færa til betri vegar með litlum tilkostn- aði. Má þar nefna raka, þurrk eða ryk i lofti, en slæmt ástand i þeim efnum var 22% til verulegs baga. 9% kvörtuðu yfir há vaða, 6% töldu lýsingu ranga og 17% hentaði ekki hitastigið á vinnustað. Um 30%. I hópi tvö eru þeir, sem höfðu stundað vinnu eftir fimmtugt en voru hættir, eöa eins og i skýrslunni segir: „Hér er um pensionista að ræða, þá sem hafa endanlega dregið sig i hlé frá störfum utan heimilis,” Alls voru i þessum hópi 62 eða 13% þeirra, sem skiluöu útfylltum listum og hafði þriöjungur hóps- ins hætt að vinna áöur en ellilif- Nær helmingur íslendinga fimmtugra og eldri vinnur of erfiða vinnu eyrisaldri var náð, langoftast af heilsuf arsástæðum. Helmingur þessa hóps kvaðst vera óánægður með það að vinna ekki, þriöjungurinn kunni þvi vel og þeir, sem eftir voru gátu i hvorugan hópinn skipað sér. Aðeins 10%. Um þetta segir svo i skýrsl- unni: ,,út frá sjálfsmati hóspins með öllum fyrirvara um raun- hæfni kemur i ljós, að einungis 14 eða 22% kæra sig alls ekki um neina vinnu en 48 vildu gjarnan hefja aftur vinnu. - Með ýmiss konar hagræöingu mætti finna 18 þessara vinnu á vinnumarkaði eins og hann er nú. Með aðgangi Flestir söknuðu þó einhvers úr vinnunni og aðeins 7 sögðust einskis sakna. Spurt var áhuga fyrir þvi að hefa störf á ný, ef tækifæri gæfust og sýnir eftirfar- andi tafla afstöðu hópsins til upp- töku vinnu i ýmsu formi: að vernduðum vinnustöðum og stuttum námskeiðum til hentugra starfa og atvinnumöguleikum tengdum þeim, telja 24 i viöbót sig reiðubúna til að hefja starf. Samkvæmt sjálfsmati þessu væru þannig aðeins 6 eftir i hópnum, sem eftir sem áður ættu I innri á- rekstri milli vinuulöngunar og vinnugetu. Hinum 42 hefði veriö hjálpað úr þeim sama árekstri með þessum þremur leiðum. Of erfið. Samkvæmt þeim niðurstöðum, sem hér hafa verið raktar, er vandi 1. og 2. hóps tvenns konar eða eins og höf. gerir grein fyrir: „Annars vegar er um að ræða miðaldra og aldraða einstaklinga við vinnu, sem er þeim á einn eða annan veg ofviða og kemur ó- nauðsynlega fljótt til með að slita likamsorku þeirra og binda of bráðan enda á valfrelsi þeirra gagnvart vinnu. Hinsvegar er um að ræða mið- aldra og eldra fólk, sem þegar hefur hætt atvinnuþátttöku i trássi viö eigin langanir og af illri nauðsyn, þar eð engin tilboð vinnumarkaðarins svöruðu til meintrar eða raunverulegrar vinnugetu þeirra.” Þriðjungur allra. Þriöji hópurinn var talsvert ólikur hinum tveimur um margt og það var hann lika innbyrðis. 88 manns voru i honum, og haföi enginn þeirra stundað vinnu utan heimilis eftir fimmtugt. Allir utan þrir i þessum hópi voru kon- ur, sem höfðu heimilisstörf að at- vinnu. Karlarnir þrir i hópnum höfðu hins vegar misst vinnugetu af einhverjum orsökum fyrir fimmtugt. Alls önnuðust 78 heimilisstörf, 6 sögðust vera til aðstoðar viö húshald en 4 töldu sig verklaus með öllu. Þriðjungur þessa hóps taldi sig enga launaða vinnu geta stundað af heilsufars- ástæðum, en litlu færri eða 20 þóttust fullfærir um að vinna alla algenga vinnu. Helmingur hóps- ins hafði enga löngun til að hefja vinnu utan heimilis, þó að hún byðist og um þriöjungur vildi það aftur á móti en hafði annað hvort ekki áátæður til þess eða fékk ekki vinnu. Hvað ætlar.. Margar spurningar hljóta að vakna eftir þennan lestur. Er það hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að halda stórum hópi manna, sem vill og getur unnið arðbæra vinnu, utan við atvinnulifið? Er það I samræmi við hug- myndir manna um „velferðar- þjóðfélag” að fjöldi fólks slitur sér út fyrir aldur fram með of erfiðri vinnu? Er ekki timabært að gera strax þær breytingar, sem unnt er varðandi skipulagn- ingu vinnu og vmnustaoa svo að andleg og likamleg heilsa fólks skaðist ekki Um þetta fjallar i sérstökum kafla I skýrslunni og nefnir höfundur margt, sem að gagni megikoma. Til að koma til móts við atvinnuþarfir og óskir aldraðra. Úrbótatillögur hans eru þessar: 1. Ellilifeyrir 2. Upplýsingamiðlun 3. Atvinnusjúkdómarannsóknir 4. Endurskipulagning starfa 5. Vinnumiðlun 6. Endurhæfing 7. Enndurmenntun, umskólun 8. Skýld störf 9. Skipulagning heimavinnu 10. Verndaðir vinnustaðir 11. Sveigjanleg ellilifeyrismörk Vinnumiðlun. Gert er ráð fyrir, aö vinnu- miðlun gegni lykilhlutverki i til- lögum þessum, þannig að Ráðn- ingarstofa Reykiavikurborgar verði miðstöð jaðarhópa vinnu- markaðarins. Jafnframt yrði komið á laggirnar sérdeild, sem hefði meö höndum ráögjafar- og upplýsingaþjónustu við alla aðila vinnumarkaðarins. Auk þess ætti þannig deild að hafa frumkvæöi að þvi að finna það fólk, sem liklegt er að búi viö slæmar eða heilsuspillandi aðstæður á vinnu- stað og einnig þyrfti hún að vera aðili að atvinnusjúkdómarann- sóknum ódýrasta. Höfundur skýrslunnar segir m.a. um þessar tillögur, að þær veröi að framkvæma allar, eigi að leysa atvinnumál aldraöra ýtarlega og endanlega. Hann bendir lika á, að framkvæmdir þeirra séu miskostnaðarsamar og misgagnsamar, þ.e. „tilkostn- aður og gagnsemi standa hvorki i þessu efni né öðrum óhjá- kvæmilega i beinu hlutfalli hvort við annaö. Þannig myndi trúlega engin framantalinna aðgerða gagnast eins stórum hluta aldraðra I atvinnuvanda eins og ein sú kostnaðarminnsta þ.e. sú að skipta heilsdagsstörfum i hálfsdagsstörf þar sem því yrði með hægu móti við komið á höfuðborgarsvæðinu. Ein sú dýr- asta, stofnsetning verndaös vinnustaðar fyrir aldraða, kæmi hins vegar aldrei nema tiltölulega litlum hópi aö gagni.” —hs. —Allseruihópnum 62 —Þaraferu vinnufærir, en vilja ekkivinna 12 —Þar af eru óvinnufærir, en vilja enga vinnu 2 —Þar af geta bent á vinnu, sem með litils háttar hagræðinguhentaðiþeim 18 —Þar af gætu unnið á vernduðum vinnustað 9 —Þar af gætu lært til nýs starfs og unnið að þvi 7 —Þar af gætu hvort heldur sem væri lært til nýs starfs eða unnið á vernduðum vinnustað 8 —Þar af vildu vinna, en geta ekkihagnýtt sér nein ofangreind vinnutilboð 6 Samtals 62. Mjög sjaldgæft er, aö menn hugsi fyrir verkalokunum. Flestir láta skeika að sköpuðu Fólk með skerta vinnugetu þarf að eiga kost á hluta- störfum Markmiðið er, að sem flestum verði gert kleift að vinna sem lengst á almennum vinnumarkaði Verndaðir vinnu- staðir eiga aðeins að vera fyrir þá, sem ekki geta notfært sér neina aðra kosti

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.