Þjóðviljinn - 13.01.1977, Blaðsíða 12
12 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. janúar 1977
Forseti Alþjóðafimleikasambandsins:
Fimleikar verða
stílhreinni og
fullir af gáska
liðum og eöa öðrum forsvars-
mönnum félaganna hins vegar.
Fundurinn verður i KR heimilinu
og hefst kl. 13:30 og eru menn
hvattir til að mæta stundvislega.
Tilefni fundarins er að vekja
umræður um breytingarnar sem
tóku gildis.l.haust, túlkanir og fl.
Fundurinn hefst með þvf aö þeir
Höröur Tulinius og Kristbjörn Al-
bertsson alþjóðlegir dómarar
munu skýra frá fundi alþjóðlegra
dómara er FIBA hélt I desember
s.l. i London og þeir sátu.
Ennfremur tilkynnir Dómara-
nefnd um að dómaranámskeið
verðurhaldið i KR-heimilinu dag-
ana 15. og 16. janúar og hefst kl.
17:00 á laugard. og kl. 10:00 á
sunnudag. Námskeiðsgjald er kr.
2.000,-og eru leikreglur leikjabók
KKÍ 1977 sem er með grein um
nýju reglurnar og kennslubók
fyrir dómara innifalið i gjaldinu.
Námskeið þetta er öllum opið.
Marianne Dolles leiðbeinir Gerplustúlkunum á slá.
Norskur fimleikaþjálfari hjá Gerplu
„ísl. fimleikar
eru á réttri leið”
segir Marianne Dolles og hvetur fimleikafólk hér
á landi til að fara á Norðurlandamót í Haugasundi
Frá þvi um áramót hefur
fimleikadeild Gerplu haft
um fimmtiu stúlkur í
æfingum hjá viðurkennd-
um norskum fimleika-
þjálfara# Marianne Dolles,
sem sjálf er fyrrverandi
landsliðsmaður norð-
manna i fimleikum. Hún
kom hingaðtil lands einnig
fyrir ári síðan og sagði á
blm. fundi í gær að fram-
farir væru merkjaniegar.
Sagði Marianne að nú
þegar væru til ein eða tvær
stúlkur sem hægt væri að
bera saman við bestu jafn-
aldra sína á hinum Norður-
löndunum, en breiddin hér
heima er þó ennþá lítil og
vantar mikið upp á að f im-
leikafólk okkar geti keppt í
alþjóðlegum mótum.
Það framtak Gerplu, að fá
hingað erlendan þjálfara, er lofs-
vert, því einn helsti þröskuldur-
inn i vegi fimleikafólksins, og
raunar sá eini, er skortur á
menntuðum þjálfurum og dómur-
um. Asgeir Guðmundsson sagði
það ekki fráleitt, að Fimleika-
sambandið myndi styrkja Gerplu
Námskeið fyrir
fimleikadómara
Fimleikadómarafélag Islands
og F.S.l. hafa ákveöið að standa
fyrir dómaranámskeiðum i janú-
ar.
Fyrir pilta verður námskeiðið
haldið dagana 13., 14., 15. og 16.
janúar i Breiðagerðisskóla.
Fyrir stúlkur veröur námskeið-
iðhaldið dagana 20., 21., 22. og 23.
janúar og einnig haldið i Breiða-
gerðisskóla.
Tilkynna þarf þátttöku sem
allra fyrst til stjórnar dómarafé-
lagsins eða á skrifstofu F.S.Í.
vegna þessarar þjálfaraheim-
sóknar, sem stóð þó þvi miður
ansi skammt yfir.
Hjá Gerplu munu i vor nokkrar
stúlkur ljúka „skyldustiganum”
svokallaða, og sagði Margrét
Bjarnadóttir, stofnandi og aðal
þjálfari Gerplu, að þvi miður ættu
þær þá um fátt annað að velja en
að fara i frúarleikfimi eða hætta
iþróttaiðkun. Fyrir þetta langt
komnar stúlkur eru engir dómar-
ar til, þegar i keppni er komið, og
þjálfarar ekki heldur nægilega
menntaðir til þess að sinna kröf-
upn þeirra.
Asgeir Guömundsson benti á að
Fimleikasambandið væri enn
ungt að árum og að erfiölega
hefði gengið að fá fólk til þess að
mennta sig i dómgæslu- og
þjálfunarstörfum. Væri það eitt
af höfuöverkefnum félagsins að
útvega mannskap i þessi bráð-
nauðsynlegu störf, en auk þess
væri stefnt að þvi að fá hingaö til
lands næsta haust erlenda þjálf-
ara fyrir bæði pilta og stúlkur.
Þeir erlendu þjalfarar myndu
þá taka að sér það fólk, sem
lengst er á veg komið i fimleikun-
um, auk þess sem islenskum
þjáífurum gæfist þá kostur á að
njóta leiðsagnar þeirra. Greini-
iega verður ekki hjá þvi komist aö
gripá til róttækra aðgerða nú þeg-
ar i fimleikamálunum, þvi engum
dylst að um frekari framfarir
verður ekki aö ræða nema breytt
ástand komi til.
Eins og áður segir æfðu fimm-
tiu stúlkur úr Gerplu undir leiö-
sögn Marianne Dolles. Hún skipti
þeim i fjóra flokka eftir getu, en
lét piltana að þessu sinni alveg
eiga sig, enda standa þeir illa að
vigi I fimleikunum og hafa litla
þörf fyrir svo kunnátturikan
þjálfara. Marianne hefur boðist
til þess að koma aftur i sumar og
halda þá áfram þjálfuninni, en
óvist er hvort fjárhaglegur ,a
grundvöllur er fyrir enn einni
slikri heimsókn.
Marianne hvatti islenskt fim-
leikafólk, og þá einkum stúlkurn-
ar, til þess að taka þátt i móti i
Haugasundi næsta sumar, en
þangaö koma keppnis- og sýn-
ingaflokkar frá Noregi og öðrum
Norðurlöndum einnig. Hún sagði
það mikinn ókost hve iitla
keppnisreynslu islensku
stúlkurnar hefðu, og ef ekki væri
hægt að halda fleiri mót hér
heima yrði hreinlega að setja fyr-
ir þær upp „gervimót”, þar sem
jafnvel „mamma og pabbi, afi og
amma” verða einu áhorfendurnir
og dómarar ekki annað en llf-
vana tuskudúkkur!
Fimleikasambandi tslands ætti
þó ekki að verða skotaskuld úr þvi
að fjölga eitthvað mótunum fyrir
þær stúlkur sem æfa fimleikana
af kappi og sýna glögg fram-
fararmerki, þvi svo sannarlega
veitir ekki af að styðja við bakið á
þeim eftir fremsta megni. Fjár-
magn er að sögn Asgeirs Guð-
mundssonar fyrir hendi hjá Fim-
leikasambandinu, þótt brýnt sí;
að verja drjúgum skildingi i
kennslu til handa dómurum og'
þjálfurum hið allra fyrsta.
A blaðamannafundinum i gæi:
kom fram, að áhaldakostnaðui:
fimleikadeildanna er geysiegíi
mikill. Aðeins eitt hús býr yfiir
fullkomnum tækjabúnaði fyriir
fimleika og er það íþróttahúis
Kennaraháskólans. Það er þvi
sorgleg staðreynd, að á meðan
tækjaskortur er erfitt vandamál
við alla fimleikakennslu skuli að-
eins tveirtimará viku, frá klukk-
an 9-11 á sunnudagsmorgnproi,
fást i iþróttahúsi Kennaraháskói-
ans fyrir fimleikaæfingar. Alla
aðra daga standa tækin ónotuft
þegar skólakennslu lýkur, og eru
allir frjálsir timar fullbókaðir
undir handbolta, körfubolta, fót-
bolta og jafnvel veiðistangaæí-
ingar! A meðan eru rándýr fimi-
leikatæki geymd ónotuð og þykir
slikt varla mikil stjórnviska.
—gsp
Nýtt
íþrótta-
blaö!
Þrir isienskir iþróttafrétta-
ritarar, þeir Björn Blöndal og
Gylfi Kristjánsson á Visi og
Sigmundur Steinarsson á
Timanum, hafa nú ákveðið aö
hefja útgáfu vandaðs irþótta-
blaðs mánaðarlega oger von á
þvl fyrsta innan fárra daga.
Reynt verður að hafa aug-
lýsingamagn I lágmarki en
byggja fjárhagslega afkomu
blaðsins upp á lausasölunni og
er fyrirhugað aö gefa fyrsta
blaðið út i 5.000 eintökum.
Blaöið verður með fjölda
greina og viðtala um islenska
og erlenda Iþróttamenn og
iþóttaviðburði og veröur
prentað i litum á vandaöan
pappir i svipuðu broti og
tþróttablaðið, sem gefiö er út
af Frjálsu framtaki.
—gsp
Lilia Kovaleva, APN, hefur
skrifað eftirfarandi viðtal við
Juri Titov, nýkjörinn forseta
Alþjóðafimleikasambandsins:
„Heildarsamtök eins og
Alþjóða fimleikasambandið
(FIG) sem ráða yfir sérsjóöum
þurfa að verja stórum hluta
þeirra til að aðstoða fimleika-
sambönd einstakra þjóða svo og
iþróttafélög, sem hvorki ráða
yfir nægilegri reynslu né
sjóðum,” sagði Juri Titov,
kunnur sovéskur iþróttasér-
fræðingur i viðtali við frétta-
ritara APN. Var Titov kjörinn
forseti alþjóðasamtakanna á
þingi þeirra i Montreal i sumar.
„Þetta er það sem margir
félaga minna i FIG og ég litum á
sem okkar meginverkefni.”
Ég spurði hinn nýja forseta
hvað helst væri á döfinni hjá
FIG i nánustu framtið. Sagði
Titov, að margar tillögur heföu
verið samdar til úrbóta á starf-
semi FIG. Ein þeirra er um
fjölgun móta. Sagði forsetinn,
aö þaö væri óviöunandi, aö
heimsmeistarakeppni I jafnvin-
sælli grein og fimleikum væri
aðeins haldin fjórða hvert ár og
Evrópumeistaramót annaö
hvert ár. í þessari tæknilegu
erfiðu Iþróttagrein þurfa
iþróttamennirnir að leggja á sig
mikið erfiði til þess aö ná
fullkominni leikni, en þeir fá
aöeins tækifæri til að taka þátt i
tveim eða þrem stórmótum.
Titov benti og á, að nauðsyn-
legt væri að bæta reglur um
dómsgæslu svo komiö yrði í veg
fyrir hlutdrægni. Dómarar
munu nú taka vísindi og tækni i
þjónustu sina, sem fráfarandi
forusta FIG virti að vettugi.
Vinsældir fimleika eru mjög
misjafnar i hinum ýmsu
löndum. Sem stendur eru þjóða-
sambönd yfir 70 landa IFIG. Ég
spurði Titov hvernig hin nýja
forusta sambandsins hygöist
hátta aðstoð sinni við fimleika-
iþróttina i þróunarlöndunum.
Kennslukvikmyndir og
fræðslurit geta oröið fimleika-
samböndum hinna ungu ríkja,
þjálfurum þeirra og iþróttafólki
aðgóöu gagni, sagöi Titov. „Viö
munum leita meira til fimleika-
sambanda þeirra landa, þar
sem iþróttin stendur á háu stigi,
með beiðni um að þau sendi
hæfa þjálfara til þróunarland-
anna svo og sýningarflokka. Við
erum að vinna að mótaáætlun,
sem á að verka örvandi á
þjálfaö fimleikafólk. Auk
árlegrar Evrópukeppni tel ég
nauðsynlegt að halda einnig
regluleg kappmót annarra
meginlanda. Við þurfum að
leysa þann vanda, að gera
iþróttatækin ódýrari, sem mun
stuðla mjög að þvi að fá menn til
aukinnar þátttöku i fimleikum.
Að sjálfsögðu gleymum við ekki
þeim löndum þar sem fimleika-
hefö hefur aflagst, t.d. eru fim-
leikar nú i mjög sorglegu
ástandi i Noregi og Sviþjóð.
Ég spurði Titov um
fullyrðingar erlendra iþrótta-
forkólfa sem hafa látið i ljósi
áhyggjur sinar vegna þess, að
hinn nýi FIG forseti muni nota
áhrif sin og völd til að „útbreiða
og þröngva” sovéska fimleika-
skólanum upp á alla. Sagði hann
slikar fullyrðingar fjarstæðu.
Hann benti á að þótt sovésk fim-
leikahefð væri nú rikjandi i
heiminum, ætlaði hann ekki að
þröngva neinum til neins. ,,Það
er allt annað að veita aðstoð og
leiðbeiningar. Nú starfa
sovéskir þjálfarar i Finnlandi,
Frakklandi, á Spáni og i
Framhald á 14. siðu
KKI heldur langþráö
dómaranámskeið
Sunnudaginn 9. janúar mun
dómaranefnd KKÍ gangast fyrir
fundi með dómurum annars veg-
ar og þjálfurum m.fl. liða, fyrir-