Þjóðviljinn - 13.01.1977, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 13. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 13
Sverrir Hólmarsson
skrifar leikhúspistil:
Kjarni málsins
Hreyfileikhúsiö sýnir
FRÖKEN JCLÍA ALVEG ÓÐ
að Frikirkjuvegi 7.
Hreyfileikhúsiö er afsprengi
þeirra hjóna Nigel Watsons og
Ingu Bjarnason, en þau hafa bæöi
starfaö erlendis, einkum i
Englandi, við leikhús sem leggja
áherslu á svipaöa hluti og hér er
gert, þ.e. likamlega hreyfingu
leikarans, enda er þetta kallað
„theater of physical action” eða
„action theatre” á enskri tungu. I
leikhúsi af þessu tagi er gjarnan
tekinn gamall og góður texti,
hann krufinn, bútaður i sundur,
allur söguþráöur leystur upp, og
siðan reynt aö koma kjarna hans
til skila með stflfæröum leik-
brögðum sem allajafna reyna
mjög á þanþol líkamans, spenna
hann til hins ýtrasta. Leikstill
þessi er mjög undir áhrifum
pólverjans Grotowskis og kenn-
inga hans um hiö fátæka leikhús,
sem varpar fyrir borð öllum
tæknimeðulum hins „rika”
leikhúss en reynir að leita að hin-
um raunverulega kjarna
leiklistarinnar i beinum tengslum
leikara og áhorfenda. Leikstill
þessi er i eðli sinu expressijónisk-
ur eða kjarnsær, algerlega and-
stæður öllum hófstilltum natúral-
isma.
Nigel Watson er áður kunnur
hér um slóöir fyrir vandaöa og
hugmyndarfka uppfærslu sina á
Hamlet i leikgerö Marowitz, sem
enskudeild Háskólans stóð fyrir
siöastliöinn vetur. Nú hefur hann,
ásamt þeim Ingu Bjarnason og
Sólveigu Halldórsdóttur, tekiö sér
fyrir hendur að tæta i sundur
texta Strindbergs, skjóta inn
nokkrum Bibliutilvitnunum og
söngvum til bragðbætis, og túlka
allt þetta i öfgakenndum kjarn-
sæisstil. Sá kjarni sem hér er leit-
að eftir úr Fröken Juliu sýnist
mér fyrst og fremst vera stéttar-
eöli leikritsins, þaö hvernig allar
persónurnar eru lokaöar inni i
heimi sinnar stéttar og komast
ekki út úr honum, þrátt fyrir full-
an vilja og ákafar tilraunir. Þaö
er þessi hömlun og þessi frelsis-
leit sem kemur afskaplega sterkt
fram i sýningunni, og virðist mér
þetta vera fullkomlega réttmæt
og gild túlkun á verki Strindbergs
og sýna það i nokkuð nýju ljósi.
Sýningin öll ber vitni um mikla
vinnu og fágað handbragð. Nigel
Watson er óhemjulipur og fjaður-
magnaöur leikari sem spilar á
skrokk sinn eins og hljóðfæri.
Inga Bjarnason nær mikilli
spennu i hlutverki Júliu og er
leikur hennar á köflum afar sann-
færandi. Sólveig Halldórsdóttir er
Nigel Watson og Sólveig Hauks-
dóttir.
nýliði, sem áður hefur vakið
nokkra athygli I Nemenda-
leikhúsinu, en sýnir hér að hún
býr yfir töluvert öruggri lfkams-
tækni og feiknagóðri framsögn.
Það kann aö vara að samblönd-
un islensku og ensku geri sýning-
una eilitið óaögengilegri en ella
fyrir suma, en enginn ætti þó aö
láta það aftra sér, þvi að textinn
er ekkert aðalatriði i þessari sýn-
ingu, sem býöur upp á svo margt
fallegt og áhrifamikiö fyrir sjón
skynið.
Sverrir Hólmarsson.
Utvarpsleikritið:
Fabian opnar hliðin
1 kvöld kl. 20.15 verður flutt
ieikritið „Fabian opnar hliðin”
eftir finnska rithöfundinn Walen-
tin Chorell.Þvi var áður útvarpað
1951 og 1961. Þýðinguna gerði
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi,
en leikstjóri er Gisli Haildórsson.
Með hlutverkin fara Valur Gisla-
son, Helga Valtýsdóttir, Sigriður
Hagaiin og Jón Aðils.
Leikurinn segir frá auöugum
verksmiðjueiganda á sjötugs-
aldri, sem fer út að skemmta sér.
Honum dettur i hug að gaman
geti veriö að breyta til, flytur frá
konu sinni og fer að búa með ann-
arri. Sllkt fyrirtæki heppnast
stundum, ekki þó ævinlega.
Walentin Chorell fæddist I Ábo
árið 1912. Hann hefur skrifað yfir
80 leikrit, bæði fyrir útvarp og
leiksvið. „Fabian opnar hliðin”
(1949) varð til að afla honum
frægöar, en af öörum leikritum
hans má nefna „Hefðarfrúna”,
sem útvarpiö flutti á s.l. ári.
Chorell tekur oft til meðferðar
skipti einstaklingsins við sam-
félagiö. Hann getur verið gaman-
samur á stundum, en undirtónn-
inn i verkum hans er alvarlegur.
útvarp
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.30.
Morgunstundbarnanna kl.
8.00: Bryndis Sigurðardóttir
lýkur lestri sögunnar
„Kisubarnanna kátu” eftir
Walt Disney i þýöingu
Guðjóns Guðjónssonar (4).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða. Við sjóinn
kl. 10.25: Trausti Eiriksson
vélaverkfræðingur talar um
orkunotkun i fiskimjöls-
verksmiðjum. Tónleikar.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Kammersveitin i Helsinki
leikur Divertimento (1962)
eftir Leif Segerstam, höf-
undurinn stj./Hljómsveit
útvarpsins i Moskvu leikur
Sinfóniu nr. 15 eftir Dmitri
Sjostakovitsj, Maxim
Sjostakovitsj stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktinni
Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Fóstur frá útlöndum
Sendandi: Sigmar B.
Hauksson.
15.00 Miödegistónleikar Liv
Glaser leikur pianólög eftir
Agötu Backer Gröndahl.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
Tónleikar.
16.50 Ilvenær á þjóðin að
hugsa? Guömundur
Þorsteinsson frá Lundi flyt-
ur stutta hugleiðingu.
17.00 Tónleikar.
17.30 Lagið mitt Anne Marie
Markan kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 Samleikur I útvarpssal.
Jónas Ingimundarson, Rut
Ingólfsdóttir, Graham
Tagg, Pétur Þorvaldsson og
Einar B. Waage leika
Kvintett i A. dúr fyrir pianó,
fiðlu, viólu, selló og kontra-
bassa, „Silungakvintettinn”
op. 114eftir Franz Schubert.
20.15 Leikrit: „Fabian opnar
hliöin” eftir Valentin
Chorell Aður útv. í april
1961. Þýðandi Bjarni
Benediktsson frá Hofteigi.
Leikstjóri: Gisli Haildórs-
son. Persónur og leikendur:
Fabian... Valur Gislason,
Olga... Helga Valtýsdóttir,
Lilly Lilja... Sigribur
Hagalin, Róninn... Jón Aðils
21.35 t)r islensku hómiliubók-
inni. Stefán Karlsson les
si"ðari þrettándapredikun
frá tólftu öld.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Minningabók Þorvalds
Thoroddsens”Sveinn Skorri
Höskuldsson les (32).
22.40 llljómplöturabb
Þorsteins Hannessonar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Sýrð mjólkurafurð, holl og góð
ÝMIR
Launagreiðendur
er hafa i þjónustu sinni starfsmenn,
búsetta i Keflavik, Njarðvik,
Grindavik og Gullbringusýslu
Samkvæmt 7. tölulið 103. gr. reglugerðar
nr. 245/1963, er þess hér með krafist af öll-
um þeim, sem greiða laun starfsmönnum,
búsettum hér i umdæminu, að þeir skili nú
þegar skýrslu um nöfn starfsmanna, nafn-
númer og heimilisfang.
Þá er vakin athygli á skyldu launagreið-
anda að tilkynna, er starfsmaður hættir að
taka laun hjá honum, og einnig þeirri
ábyrgð, sem launagreiðandi ber, ef hann
vanrækir ofangreint, eða vanrækir að
halda eftir af launum starfsmanna upp i
þinggjöld samkv. kröfu innheimtumanns.
í þessum tilvikum er hægt að innheimta
gjöldin hjá launagreiðendum, svo sem um
eigin skuld væri að ræða.
SÝSLVMAÐURINN í GULLBRINGUSÝSLU
BÆJARFÓGETINN í KEFLAVÍK OG GRINDA VÍK
Vatnsnesveg 33 - Sími (92) 1923
«1! ÞRÓUNARSTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR
W ÞVERHOLTt 1S - SÍMI 26102
Skipulagssýningin
að Kjarvalsstöðum
Á sýningunni i kvöld fimmtudaginn 13.
jan. mun Haukur Viktorsson arkitekt frá
Teiknistofunni Arkir kynna skipulag Nýs
Miðbæjar við Kringlumýrarbraut.
Kynningin hefst kl. 20.30 með sýningu
skuggamynda. Kynning verkefnis og al-
mennar umræður.
Þróunarstofnun Reykjavikurborgar.
Sölubörn á Akureyri
óskast til að selja „NORÐURLAND”
Góð sölulaun
Blöðin verða afhent á skrifstofu „Norður-
lands” Eiðsvallagötu 18 á föstudag mill^
kl. 16:00 og 17:30
Norðurland.
3.46
Tökum að okkur nýlagnir i hús,
viðgerðir á eldri raflögnum og
raftækjum.
RAFAFL SVF.
Kynniö ykkur af-
sláttarkjör Rafafls á
skrifstofu félagsins,
Barmahlið 4 Reykja-
vík, simi 28022 og i
versluninni aö Austur-
götu 25 Hafnarfiröi,
simi 53522.
Blikkiðjan
AsgarAi 7,
Garóahreppi
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu —ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboð.
SIMI 53468