Þjóðviljinn - 18.01.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.01.1977, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 18. janúar 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 3 Erlendar fréttir í stuttu máli Carter í kast við þingið Washington 17/1 reuter — Jimmy Carter sem vinnur eiö sem forseti Bandarikjanna nk. fimmtudag er þegar kominn i andstöðu við öldungadeild þingsins vegna þeirrar ákvörð- unar hans að skipa Theodor Sorensen i stöðu yfirmanns CIA. Sú undirnefnd deildarinnar sem fer með málefni hinna ýmsu leyniþjónusta Banda- rikjanna er alls ekki á eitt sátt við skipun Sorensen og hafa margir meðlimir hennar hvatt Carter til að draga hana til baka. Skipunin nær ekki fram að ganga nema nefndin samþykki hana. Óánægja nefndarinnar með Sorensen byggist einkum á þvi að þegar hann lét af störfum sem ráðgjafi stjórnar Kennedys árið 1964 hafi hann haft með sér ýmis leyndarskjöl sem hann moðaði siðan úr við samningu bókar. Einnig er tint til að hann hafi krafist skattafsláttar fyrir að skila skjölunum, og fengið hann. Þá er hann sagður reynslulaus i njósnastörfum og bent er á að hann hafi hliðrað sér hjá herþjónustu i siðari heimsstyrjöldinni af trúar- ástæðum. Sorensen skýrði frá þvi i dag að hann hefði beðiö Carter um að hverfa frá skipuninni. Fréttamenn eru þeirrar skoðunar að þessi deila bendi til þess að sambúð Carters og þingsins verði ekki með öllu hnökralaus þótt flokkur hans, demókratar, ráði lögum og lof- um i báðum deildum þess. Giscard afbiður siðferðis predikanir Paris 17/1 reuter — Valery Giscard d’Estaing forseti Frakklands ráðlagöi vestræn- um bandaönnum frakka að láta af þeim sið að halda siðferðileg- ar vandlætingarræður yfir frökkum ef þeir kærðu sig um að halda vináttu þeirra. Forsetinn sagði þetta á blaöa- mannafundi, sem hann hélt i Paris i dag. Það sem hann átti við var sú mótmælaherferð sem farin hefur verið gegn frönsku stjórninni vegna þeirrar ákvörðunar hennar að láta palestinumanninn Abu Daoud lausan i siðustu viku. — Frakkland, þjóð þess og lög, þarf ekki á neinum predikunum að halda, sagði hann og kvað rógsherferðina hafa það mark- mið aö grafa undan sjálfstæöi frakka. — Ég ráðlegg þeim þjóöum sem vilja vera vinir okkar áfram að vera ekki með neinar vandlætingar i okkar garð. Forsetinn virtist einna helst beina orðum sinum til Banda- rikjanna en þarlend stjórnvöld hafa mikið óskapast út af þvi aö Daoud var sleppt. Vestur- þjóðverjar fengu einnig sinn skerf. Forsetinn gaf sterklega i skyn að ástæðan fyrir ákvörðun frakka um að sleppa Daoud hafi verið hve vestur-þýsk stjórn- völd voru sein aö krefjast þess að hann yrði framseldur i þeirra hendur. Rakti hann viöskipti franskra embættismanna við vestur-þýska sendiráðið i Paris sem kváðugt engar skipanir hafa fengið um að fá Abu Daoud framseldan. Átta afríkumenn hengdir Salisbury 17/1 reuter — Atta afrikumenn voru teknir af lifi i dag með hengingu i Salisbury, höfuöborg Ródesiu. Mönnunum var gefið að sök að hafa stundað borgarskæruhernað, þám. sprengjuárásir á veitingahús og næturklúbb að þvi er segir i til- kynningu frá stjórn hvita minnihlutans. Enginn mun hafa látist i árásum þessum, en einn 19 ára unglingur slasaðist al- varlega. Aður en hengingin fór fram hafði dómstóll i Salisbury hrundið áfrýjun mannanna og forseti landsins, John Wrathall, hafnað náðunarbeiðni aðstandenda þeirra. Breskur verkalýður lokar á Suður-Afríku London 17/1 reuter — Bresk verkalýðsfélög hófu i dag herferð gegn stjórn Suður- Afriku og á hún að standa yfir i eina viku. Hið fjölmenna samband flutn- ingaverkamanna skoraði á félaga sina, einkum þá sem starfa á flugvöllum og i hafnar- vinnu, að taka þátt i aðgerðun- um sem ná eiga um allan heim. Auk bresku stéttarfélaganna standa ýmis alþjóðleg samtök verkamanna aö aðgerðunum. Niðurstaða þriggja breskra dómara i dag dró þó nokkuð úr mætti aðgerðanna. Þeir ákváðu að leggja bann við fyrirhug- uðum aðgerðum breskra póstmanna. en þeir siðarnefndu ætluðu að neita aö afgreiða póst, simtöi og skeyti sem færu milli Bretlands og Suður-Afriku nema líf lægi við. Akvörðun póstmanna var kærð af hægri- sinnuðum félagsskap sem kveðst berjast fyrir freisinu. Handteknir fyrir njósnir Los Angeles 17/1 reuter — Tveir ungir bandarikjamenn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að láta sovéska sendiráð- inu i Mexico City i té bandarisk hernaðarleyndarmál. Annar mannanna vann eitt sinn fyrir bandariskt fyrirtæki sem vann fyrir herinn og hafði sem starfsmaður þess aðgang að strangleynilegum upplýsing- um, fjarskiptum, skjölum og hergögnum. Er honum gefið að sök at hafa afhent landa sinum ýmis þessara gagna. en hann á aö hafa látið starfsmann sovéska sendiráðsins i Mexico City hafa þau. Að sögn bandarisku alrikis- lögreglunnar (FBI) hófust viöskipti þessi I júni 1975 og stóðu með blóma allt siöasta ár. Undanfarnar þrjár vikur hafa tveir aðrir bandarikjamenn verið handteknir og sakaðir um njósnir i þágu Sovétrikjanna. Mennirnir tveir eiga yfir höfði sér dauðadóm verði þeir sekir fundnir. Yil íslenskan meirihluta 1 dagblöðunum s.l. fimmtudag var frá þvi greint, að sýslunefnd Vestur-Skaftafellssýslu hefði samþykkt að lýsa eindregnum stuðningi sinum við það að norska fyrirtækinu Norsk Hydro veröi veitt aðstaða til byggingar ál- verksmiðju við Dyrhólaey. Þjóðviljinn náði tali af einum sýslunefndarmanna, Guðmundi Jóhannessyni i Vik og spurðum við um hans viðhorf til málsins. Guðmundur sagði: A þessum sýslunefndarfundi lagði ég fyrst segir Guðmundur Jóh. sýslu- nefndarmaður í Vik og fremst áherslu á þaö aö fullnaðarkönnun á hafnarskil- yrðum við Dyrhólaey færi fram, svo og könnun á vistfræðilegum og félagslegum afleiðingum hugsanlegs verksmiðjureksturs af þessu tagi. Ég tel einnig að kanna verði álit og afstöðu heimamanna til málsins áður en endanleg ákvörðun verður tekin og lét þá skoðun i ljós á fundinum. Þá tók ég einnig fram á fundin- um að slik verksmiðja verði, ef til kemur. að vera tvimælalaust eign islendinga að meirihluta til og lúta i einu og öllu islenskum lög- um. — Tel ég reyndar að sýslu- nefndarmenn hafi allir verið mér sammála um þetta. Obreytt ástand í Benin Cotonou 17/1 reuter — Stjórnar- herinn i afrikurikinu Benin (áður Dahomey) hefur bælt niður uppreisnartilraun sem sögð var gerð með tilstilli erlendra málaliða. Byltingarflokkur alþýðu i Benin, eini starfandi stjórn- málaflokkur landsins, skýrði frá þvi i dag að málaliðarnir hefðu verið bornir ofurliði og væru þeir nú á flótta i átt að landamærum Togo. Var almenningur hvattur til aö elta þá uppi og skila þeim i hendur yfirvalda. Franskur blaðamaður i Togo hafði það i dag eftir forseta landsins að málaliöarnir sem börðust i Benin hafi verið hvitir á hörund. Yfirvöld i Benin hafa ekki sagt neitt um það á hverra vegum málaliðarnir voru. utan að þeir væru útsendarar heims- valdastefnunnar. Mistök belgískrar lögreglu Brússel 17/1 reuter — Belgiska lögreglan réðst i dag með barsmiðum á ungan afriku- mann sem dró upp vélbyssu á flugvellinum i Brússel i þann mund er Mobuto forseti Zaire kom i heimsókn til Belgiu. Siöar kom i ljós að maöurinn tilheyrði lifverði Mobutos. Belgisk yfirvöld voru heldur skömmustuleg þegar upp komst um mistökin. Kváðust þau ekki hafa fengið nógu góðar upplýs- ingar um fjölda og skipulagn- ingu öryggisvarða forsetans. Einnig sögðu þau að maðurinn hefði verið handtekinn fyrir að bera „árásarvopn”, en þau gátu engar skýringar gefið á þvi hvernig maðurinn komst framhjá öryggisgæslu flugvall- arins með vélbyssu innanklæða. Manninum var sleppt úr haldi eftir að sendiráð Zaire i Belgiu hafði staðfest hver hann væri. Ljóðakynning A vegum Alliance Francaise verður i kvöld kl. 20.30 kynning á nokkrum frönskum skáldum sem þýdd hafa verið á islensku og nokkrum islenskum skáldum sem dvalið hafa langdvölum i Frakk- landi. Kynningin er i franska bókasafninu að Laufásvegi 12. Frönsku skáldin eru: Baudelaire, Rimbaud, Lautreamont, Appol- linaire, Eluard, Prévert, og Boris Viant. Ljóð þeirra verða flutt i is- lenskri þýðingu af þýöendum auk leikaranna Viðars Eggertssonar og Elisabetar Bjarklind Þóris- dóttur. Þýðingarnar eru flestar eftir Jón Óskar, Sigfús Daðason og fleiri. Gerard Lemarquis flytur nokk- ur ljóð eftir þessa höfunda á frummálinu og einnig verða flutt verk eftir þá af plötum, meðal annars sjaldgæf upptaka frá ár- innu 1912 á flutningi Appollinaires á einu ljóða sinna. Islensku skáld- in sem fram koma eru Ernir Snorrason, Jón Óskar, Pétur Gunnarsson og Sigurður Pálsson. Kynningin hefst kl. 20.30 eins og áöur sagði og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.