Þjóðviljinn - 18.01.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.01.1977, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. janúar 1977. ÞJÖÐVILJINN — SÍDA — 11 Heimsmeistarakeppnin á skíðum: Klammer og Stenmark bítast um bikarinn! Báöir náðu glæsilegum árangri Austurrikismaöurinn Franz Klammer og sviinn Ingemar Stenmark berjast af eldmóði um heimsbikarinn á skíðum og leiða nú keppnina að loknum glæsilegum sigrum um siðustu helgi. Klammer sigraði af öryggi i brunkeppninni I Austurrlki og var það fjóröi brunsigur hans i keppninni... af fjórum möguleg- um. Klammer sýnir geysilegt öryggi og sigraði að þessu sinni i þriðja skiptið i röð i hinni erfiðu braut austurrikismanna, en það afrek hefur enginn leikið rftir honum. Stenmark sigraöi hins vegar i sviginu, en keppni i þvi var einnig haldin i Austurfiki um helgina. Italinn Piero Gros veitti Stenmark harða keppni og haföi lengi vel betur, en undir lokin keyrði Stenmark af miklu öryggi og sigraði. Staðan i keppninni um heims- bikarinn er þessi: 1. F.Klammer Aust. 108 2 I. StenmarkSviþj. 104 3. K. Heidegger Aust. r 101 4. Piero Gros, ítaliu 90 5. G.Thoeni ítaliu 77 6. H.Hemmi Sviss 73 7. B. Russi Sviss 52 8. PhilMahreUSA 51 9. W.TreschSviss 49 10. F. Bieler italiu 42 Alsér lætur lífið Hans Alsér fyrrverandi heimsmeistari og margfaldur evrópu- og noröurlandameistari i borðtennis lét lifið í hinu hörmulega flugslysi við Stokk- hólm á laugardag. Alsér sem var oröinn rikis- þjálfari svia I borðtennis var einn besti leikmaöur I borð- tennis i heiminum fyrir fáum árum.en undanfariö hefur hann einunigis unnið að þjálfun sænska landsliðsins. Islenskir borðtennismenn minnast hans sem góðs og heiðarlegs mótherja og er vist að hans verður mikið saknað á Noröur- landamótinu i borðtennis i Svi- þjóð i haust. G.Jóh. Sigurður á leið í Heimsbikarinn ísfiröingurinn sigraði glæsilega í alþjóðlegri svigkeppni t Sviss ísfirðingurinn Sigurður Jóns- son sem I vetur hefur dvaiist viö æfingar og keppni með sænska skiðalandsliðinu sigraði glæsi- lega i sterku aiþjóðlegu skiða- móti sem haldiö var i Sviss um helgina. Bar Sigurður sigurorð af yfir 120 keppendum i sviginu og kom í markið með samanlagt 7/100 betri tima en franskur skíðamaður sem hafnaði i öðru sæti. Mótið var haldið á vegum Al- þjóða skiðasambandsins og gef- ur punkta. Siguröur fékk tæpa 16 punkta fyrir afrekið og hafði 20 fyrir, þannig að nú hefur hann réttindi i 3. ráshóp I heims- bikarkeppninni og fær rás- númer á bilinu 30-45. Sigurður mun siðar I mánuðinum hefja keppni i Heimsbikarkeppninni og er hann fyrsti islendingurinn sem þar kemst á blað. Foreldrar Búbba, þau Eðvald Hinriksson og Sigrföur Bjarnadóttir, ásamt dóttur sinni önnu, afhentu Grétari Norðfjörð skildina. Með þeim er lukkutröll ÍK i Celtic-búningnum. Mynd: —gsp „Búbbi” sendi Kópavogs- strákunum góðar gjafir Jóhannes Eðvaldsson sendi strákunum i hinu nýja knatt- spyrnufélagi i Kópavogi, Í.K., góðar gjafir fyrir skömmu. Voru það verölaunaskildir, sem foreldrar Jóhannesar og systir afhentu formanni félagsins á fundi sem haldinn var I Félags- heimili Kópavogs. Búbbi sendi nýja félaginu sér- stakan skjöid, sem árlega skal afhentur „Besta knattspyrnu- manni ársins hjá Í.K.”. Er það veglegur farandgripur, en einn- ig sendi hann minni skildi sem vinnast til eignar og einn stærri skjöld, sem ávalit skal vera i eigu féiagsins. Grétar Norðfjörð, formaður félagsins, sagði aö Jóhannes heföi með þessu orðið drengjun- um mikil hvatning til dáða á knattspyrnusviðinu og hefði Búbbi raunar sýnt félaginu áður hlýhug sinn. Í.K. leikur i Celtic- búningnum, þeim sama og Jó- hannes klæðist nær daglega, og sendi hann Í.K. fyrir skömmu uppbiásna piastfigúru i Celtic- búningi sem nú er orðin lukku- tröll strákanna i t.K. Æfingarhjá l.K. munu hefjast utanhúss af fullum krafti 1. febrúar, og næsta sumar mun liðið taka þátt i Íslandsmóti ailra flokka frá 5. flokk og upp i meistaraflokk. —gsp Sigurður Jónsson hefur náð langt i skiðaiþróttinni og greinilega tekið miklum framförum vegna dvalarinnar með sænska lands- liðitiu. r /*v 1 staðan Staðan I 1. deildinni I körfu eftir Kristinn Jörundsson IR 128 leikina um helgina er þessi: Jón Sigurðsson A 121 UMFN 6 5 1 499:351 10 Kristján Agústsson Val 109 Armann 6 5 1 488:457 10 Ingi Stefánsson 1S 106 1R 7 5 2 570:505 10 Guðmundur Böðvarsson Fram KR 7 5 2 568:540 10 102 IS 6 3 3 530:499 6 Jimmy Rogers A 101 Valur 6 1 5 455:487 2 Kolbeinn Kristinsson 1R 100 Fram 6 1 5 414:468 2 Kolbeinn Pálsson KR 99 Breiðablik 6 0 6 360:527 0 Bjarni Jóhannesson KR 97 Þórir Magnússon Val 95 Sigahæstu menn: Guttormur ólafsson UBK 94 Bjarni Gunnar 1S 167 Steinn Sveinsson 90 Einar Bollason KR 160 Nýársmót TBR í badminton: íslandsmeistarinn mikla yfirburði stórefnilegra badmintonmanna á leið upp á topp Hópur ungra og Sigurður Ilaraldsson, íslands- meistarinn i badminton átti ekki i neinum erfiðleikum með að sigra á Nýársmóti TBR sl. sunnudag. Hann sigraði hinn unga og efni- lega badmintonmann Jóhann Kjartansson i úrslrtum i meistaraflokki 15:9 og 15:13. Það fcr ekkert á milli mála aö þessir tveir leikmenn eru þeir sterkustu hér á landi I einliöaleik og i tvi- liðaieik eru þeir féiagar. A Nýársmótinu er keppt i ölium flokkum karla og kvenna I ein- liðaleik og urðu úrslit sem hér segir: Mfl. karla: Siguröur Haraldsson sigraöi Jó- hann Kjartansson 15:9 og 15:13. A-flokkur karla: Broddi Kristjánsson sigraöi Kjartan Nilsson 15:2 og 15:12 lúr- slitum. B-flokkur karla: Björgvin Guðbjörnsson sigraði Agúst Jónsson 18:16 og 15:4 I úr- slitum. Mfl. kvenna: Lovisa Siguröardóttir sigraði Hönnu Láru Pálsdóttur 11:5 og 11:1 I úrslitum. A-flokkur kvenna: Bjarnheiður ivarsdóttir sigraði Sigrlði M. Jónsdóttur 11:0 — 8:11 og 11-6 i úrslitum. B-flokkur kvcnna: Kristin Aðalsteinsdóttir sigraði Dröfn Guðmundsdóttur 12:10 og 11:4 I úrslitum. Það sem einkenndi þetta mót ööru fremur var það hve stór hópur ungra en störefnilegra badmintonleikmanna er á leið uppá toppinn. Það kemur æ oftar oröið fyrir að okkar reyndustu og bestu badmintonmenn lendi i erfiðlcikum gegn 16 eða 17 ára gömlum piltum og að þaö þurfi oddaieik til að skera úr um úrslit. Þetta er vissulega ánægjuleg þró- un. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.