Þjóðviljinn - 18.01.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.01.1977, Blaðsíða 14
14 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. jandar 1977. Alþýðubandalagið Akureyri Alþýðubandalagið á Akureyri heldur félags- fund þriðjudaginn 18. þessa mánaðar. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Soffía Guðmundsdóttir fjallar um bæjarmál 3. Stefán Jónsson alþingis- maður fjallar um nýjustu afrek rikisstjórnar- innar í raforkumálum og segir frá störfum al- þingis. —Stjórnin Kóngurinn i öskubusku L.A. Alþýðubandalagið i Kjósarsýslu Alþýöubandalagið i Kjósar- sýslu boðar til almenns félags- fundar miðvikudaginn 19. janúar kl. 20 i Þverholti, Mosfellssveit. Alþingismennirnir Gils Guð- mundsson og Geir Gunnarsson mæta á fundinn. — Stjórnin Gils A NÝTT i morgunmatinn: ÝMIR NÝTT í sósur, salöt og búöinga: ÝMIR Sýrð mjólkurafurð, holl og ÝMIR l 'I H ................................ tJtför föður okkar, Einars A. Scheving, húsasmiðs, Hrisateig 17 fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. janúar kl. 13:30. Fyrir hönd vandamanna: Sigurlin Scheving, Arni Scheving, Birgir Scheving, örn Scheving. L.A. frum- sýndi • • Osku- busku A sunnudag var ævintýraleik- urinn öskubuska frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar við góðar undirtektir. öskubuska er klassiskt ævintýri sem lifað hef- ur með þjóðum heims svo lengi sem menn muna. Hver og einn segir þetta ævintýri á sinn hátt, en Evgeni Schwarz gerði á sinum tima kvikmyndahandrit eftir þvi, gamanleik með söng og hljóð- færaslætti, dönsum og sjón- hverfingum. Eftir þessu kvik- myndahandriti hefur Eyvindur Erlendsson gert handrit fyrir leiksvið, sumpart þýtt og sumpart endursamið. Eyvindur er jafnframt leikstjóri og hefur unnið að gerð leikmyndar með Hallmundi Kristmundssyni að vali og samningu tónlistar ásamt Ingimar Eydal. Evegni Schwarz er leikhúsgestum á Akureyri að góðu kunnur eftir sýningu L.A. á Rauðhettu. öskubuska mun vera mannflesta og vinnufrekasta sýning sern verið hefur á fjölum L.A. um laþga hrið. Tuttugu og tveir leikar;ar koma fram I sýn- ingunni og fnynda jafnframt kór og sviðsskiptingalið. Þessir eru I helstu hlutverkum: Jóhann ögmundsson — Kóngur: Ingi- björg Aradóttir — öskubuska: Marinó Þorsteinsson — Skógar- vörður: Björg Saldvinsdóttir — Stjúpan: Aðalsteinn Bergdal — Prinsinn: Saga Jónsdóttir — Disin: Kristjana Jónsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir — Systurnar tvær: Þórir Stein- grímsson — samkvæmisdansa- málaráðherra: Heimir Ingi- marsson — Varaliðsforingi: Július Oddsson — Galdra- meistari- auk þeirra Kjartan Ólafsson, Arni Valur Viggósson, Guðmundur Rúnar Jónsson og fleiri. Sú tilraun sem gerð var I fyrra að auglýsa Rauðhettu sem fjölskyldusýningu og selja aðgöngumiða á sama verði fyrir alla gafst vel, og verður sami háttur hafður með öskubusku, enda leikritið valið með það i huga að það eigi erindi við fólk á hvaða aldri sem er. Símon Framhald af bls. 10. nógu góða æfingu og getur mun meira en I þessum leik. Hjá Armanni voru það auk Simonar þeir Jón Sigurðsson og Jón Björgvinsson sem voru best- ir, en hinir leikmennirnir hlupu með. 1 UMFN.liðinu áttu allir leik- menn góðan leik. Ef einhver einn á hrós skiliö umfram aðra, þá er það Jónas Jóhannesson, sem i seinni hálfleik sýndi slik tilþrif I vörn aö annaöeins hefur ekki sést siðan Trukkurinn var sem bestur hér i fyrra. Jónas átti fiest fráköst I vörninni og nokkrum sinnum „blokkeraði” hann skot frá stærstu Armenningunum snilld- arlega vel. Fyrir UMFN skoruöu: Kári Marisson 18, Geir Þorsteinsson 15, Gunnar Þorvarðarson 12, Brynjar Sigmundsson 9, Þor- steinn Bjarnason 6, Guðsteinn 5, Stefán Bjarkason og Sigurður Hafsteinsson 4 stig hvor og Jónas 3 stig. Fyrir Armann: Simon 20, Jón Bj. 19, Jón Sig. 15, Björn Magnús- son 5, Atli Arason 3, Hallgrimur Gunnarsson, Haraldur Hauksson, Björn Christinsen og Guðmundur Sigurðsson 2 stig hver. Leikinn dæmdu Jón Otti Ölafs- son og Þráinn Skúlason og gerðu þeir það vel. G. Jóh. Arni Framhald af 13. siðu. sjúklingar sem útskrifuðust af berklahælum þyrftu að hirast i heilsuspillandi húsnæði við rýran kost eins og alltof titt var á þeim árum. Berklasjúklingar fundu sér stað á melbarði i Mosfellssveit. Þar skyldi vinnuheimili berkla- sjúkra risa. Arni gerðist formaður byggingarnefndarinnar og byggingar risu á staðnum. Samstarfsmaður Arna á þeim vettvangi Oddur Ólafsson lýsir þvi svo i afmælisgrein um Arna „áhugi, stálvilji og kapp formanns byggingarnefndarinn- ar átti sinn stóra þátt í þvi að svo vel tókst til”. Arið 1948 hættir svo Ámi á Þjóðviljanum og gerist framkvæmdastjóri vinnu- heimilisins á Reykjalundi. Alþjóð þekkir Reykjalund. I höndum Arna og samstarfs- manna hanser þar risið stórfyrir- tæki sem við bendum á með stolti, ekki sist frammámenn islenskra heilbrigðismála. Þar er sjúkrastofnun og vinnustaður sem létt hefur ótöldum öryrkjum lifið og mörgum manninum hjálpað til góðrar heilsu. Það hef- ur margur maðurinn minna dags- verk yfir að lita en Árni Einars- son. Allt frá haustinu 1939 hefur fundum okkar borið saman öðru hvoru, og þau rösku tvö ár sem ég var innan veggja heilbrigðisráðu- neytisins snertust starfsvett- vangar okkar. Ég kom þá stöku sinnum sem gestur að Reykjalundi og Arni vann fyrir ráðuneytið f nefnd sem samdi frumvarp um nýskipan lyf jamála. Ekki náði það frumvarp fram að ganga, það var vist meiri félagsleg hugsun i þvi en sam- starfsmenn Alþýðubandalagsins i rikisstjórnog á alþingi gátu þolað. Það frumvarp og fleiri góð áform biða næsta kosningasigurs sósialista. Vonandi verður það orðið að lögum áður en Arni heldur upp á 75 ára afmælið. Árni er einn af þeim lánsömu mönnum, sem notið hefur langra samvista við góðan lifsförunaut. Hann giftist árið 1934 Hlin Ingólfsdóttur. Ég bið þeim hjón- um allrar blessunar nú og framvegis. Adda Bára Sigfúsdóttir. Y.L. Framhald af bls. 9. þeir, sem um er rætt, þjóni erlendum hagsmunum, nánar tiltekið bandariskum. Sú skoðun hefur viða komið fram, að umsvif banda- rikjamanna og dvöl herliðs þeirra hér hafi, ásamt sumum isiensk- um fjölmiðlum og fleiru, gert það að verkum að margir islendingar beri meiri merki bandariskra áhrifa I hugsun og háttum en góðu hófi gegndi. Aþekk hugsun virðist koma fram i ummælum stefnda. Mönnum er að sjálfsögðu heimilt að setja fram slika hugs- un almennt. Meira efamál er, hvort mönnum leyfist að viðhafa slik ummæli um ákveðna menn. Þótt sjónarmið stefnenda I herstöðvarmálinu fari saman við stefnu bandarikjastjórnar rétt- lætir það ekki að þeir séu kallaðir „ameriskir Islendingar”. Á hinn bóginn er til þess aö iita að þessi ummæli eru viðhöfð i stjórnmála- átökum, nánar tiltekið i deilu um herstöðvarmál, en einmitt af þeim sökum eru ummælin siður fallin til að særa þann sem þau eru sögð um eða lækka hann i áliti. A þessu sviði eru ummæli af þessu tagi tæplega tekin alvar- lega. Af þessum sökum og að öðru leyti með visan til þeirra almennu sjónarmiða sem rakin eru hér að framan þykir ekki vera næg ástæða til refsingar vegna þess- ara ummæla, hinsvegar þykja þau óviðurkvæmileg og ber þvi að ómerkja þau samkvæmt 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940. Þar sem ummæli stefnda hafa, samkvæmt þvi, sem að framan er rakið, ekki verið talin refsiverð, bersamkvæmt 264 gr. hegningar- laga nr. 19/1940 að synja kröfu stefnenda um miskabætur. Af sömu ástæðum ber að hafna kröfu um fjárgreiðslu til að standast kostnað af birtingu dóms, sbr. 2. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940. Samkvæmt 22. gr. laga nr. WÓDLEIKHÖSID, DVRIN t HALSASKÖGI i dag kl. 17. Uppselt laugardag kl. 15. GULLNA IILIÐIÐ fimmtudag kl. 20. föstudag kl. 20 laugardag kl. 20 Litla sviðið: NÓTT ASTMEYJANNA i kvöld Uppselt MEISTARINN Frumsvning fimmtudag kl. 21. Uppselt Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200 f LEIKFÉLAG 5^2 22" 'REYKJAVÍKUR L ÆSKUVINIR i kvöld kl. 20,30. Allra siðasta sinn. SKJALDHAMRAR miðvikudag kl. 20,30. MAKBEÐ 4. sýn. fimmtudag kl. 20,30. Blá kort gilda. 5. sýn. sunnudag kl. 20,30. Gul kort gilda. STÓRLAXAR föstudag kl. 20,30. Fáar sýningar eftir. SAUMASTOFAN laugardag kl. 20,30. Miðasalan i Iðnó kl. 14-20,30. Slmi 1-66-20. Sfðasta sinn. 57/1956 um prentrétt má ákveða i dómi I máli gegn höfundi efnis I blaði, ef ummæli eru ómerkt, að tiltekinn hluti dómsins skuli birt- ur i blaðinu og er þá útgefanda skylt að birta þann hluta i fyrsta tölublaði, sem út kemur eftir dómsbirtingu, og I siðasta lagi i öðru tölublaði. Virðist ekki nauðsynlegt að stefna útgefanda til að fella á hann þessa skyldu. Samkvæmt þessu er fallist á að birta beri upphaf dómsins aftur að 2.0 og dómsorðin i 1. eða 2. tbl. Alþýðublaðsins, sem út kemur eftir lögbirtingu dómsins. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Steingrfmur Gautur Kristjáns- son, héraðsdómari, setudómari i Reykjavik, kvað upp dóm þenn- an. Gunnar M. Guömundsson, hrl., flutti málið fyrir stefnendur en Hrafnkell Asgeirsson, hrl., fyrir stefnda. Dómsorð. Eftirtaiin ummæli stefnda, Helga Sæmundssonar, sem birt- ust I 24. tbl. Alþýðublaðsins 1974, skulu dauð og ómerk: „Eru þetta umskiptingar?”og „Nú er komin til sögunnar á islandi ný manngerð, sem gæti kallast amrískir islendingar. Þeir vilja vera miklu amrlskari en fjöldinn aliur af frjálslyndu, skynsömu og óspilitu fólki I Bandarikjunum. Þvilikt og annað eins”. Birta ber úr dómi þessum upphaf hans aftur að 2.0 og dómsorðin i 1. eða 2. tbl. Alþýðu- blaðsins, sem út kemur eftir lögbirtingu dómsins. Kröfur stefnenda á hendur stefnda eru að öðru leyti ekki teknar til greina. Málskostnaður fellur niður. Steingrimur Gautur Kristjánsson. Þorlákshöfn Framhald af 176. siðu. hann orðið var við að nokkurn mann langaði i álver. Asgeir sagðist eiga bágt með að skilja það að hreppsnefndin vildi athuga hvort ekki ætti að vega að fisk- iðnaðinum I Þorlákshöfn. Sér hefði borist til eyrna aö frekar ætti að skilja það svo að könnunin yrði á engan hátt bindandi og hreppsnefndarmenn legðu áherslu á að ekkert yrði aðhafst eða ákveðið i þessu máli gegn vilja ibúa á svæðinu eða án þess að hann yrði kannaður. — Mér finnst menn almennt vera óhressir með þessa álvers- hugmynd hér. Og ekkert skil ég i blessuðum kartöflubændunum i Þykkvabænum. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.