Þjóðviljinn - 21.01.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.01.1977, Blaðsíða 10
10 — SiÐA — ÞJÓDVILJINN FSstudagur 21. janiiar 1977. Þorpið eftir Jón úr Vör var timamótaverk i islenskum bókmenntum. Þar lýsir hann I frjálsu ljóðformi æskuslóðum sinum á Patreksfirði og fólkinu sem þar bjó. Þessi mynd sýnír vettvang bókarinnar, Vatneyri viö Patreksfjörð. Ég þakka Jóni skáldi úr Vör allt gamalt og gott sem vinnubróður og félaga; jafnframt minnist ég þeirra daga i æsku minni þegar heill skógur kom gángandi og gekk erinda nýstárlegra list- bragða sem litt voru þá kynnt i sveitum Islands. Jón úr Vör var eitt af trjánum i þeim skógi; siðar kynntist ég honum á hversdágs- legum vettvángi, hljóðlátum dreingskaparmanni meö skýra drætti alþýðlegs uppruna sins; og styrktur þeim megingjörðum geingur hann enn sömu erinda sem forðum I þeim garði þarsem úngtfólk er sifellt að uppgötva og skynja ljóðið. Um leið og ég óska Jóni úr Vör allra heilla, lángar mig lika að óska sem flestum mönnum ánægju og aukinna kynna af ljóðum hans, og drýpur i þessari andrá niður I hugann kvæöið Heimsmynd sem fjallar um hinn einfalda góöa hversdags- mann. Þar segir frá hinu eilifa blóði byltingarinnar, sem streymir frá kynslóö til kynslóðar og byltir sérhverri byltingu eins og skófla i kálgarði eins og sól og regn. Ég bið Jóni úr Vör margra og hamingjurlkra lífdaga. Þorsteinn frá Hamri. Söngur hjartans — og hin kalda skynsemi. Fáein orö um Jón úr Vör sextug- an. „Kveikur ljóðsins er söngur hjartans, en þaö er hin kalda skynsemi, sem gerir kvæðið að þvi sköpunarverki, sem við köll- um listaverk.” — Þannig komst Jón úr Vör eitt sinn aö orði i viðtali og liggur kannski i augum uppi þegar búiö er aö segja þaö. En með þessum oröum er Jón ekki aðeins að lýsa frumþáttum ljóðagerðar heldur má einnig segja að hér birtist i einfaldleik sinum þau andstæðu skaut sem einkenna ljóðlist Jóns sjálfs: Hæfileikinn til upprunalegrar skynjunar og afstaða hins efa- gjarna skynsemdarmanns. Ljóð Jóns úr Vör eru sprottin úr hversdagslifi manneskjunnar eins og fiskurinn kemur úr sjón- um, úr daglegu lifi fátæks fólks i sjávarplássi. Hann er fæddur aö Vatneyri við Patreksfjörð 21. janúar 1917, sjöunda barn hjóna, en ólst upp hjá Þórði Guðbjarts- syni verkamanni og ólinu konu hans, og fóstra sinum helgaði Jón Þorpiði endanlegri gerð 1956. Jón byrjaði snemma að yrkja, aðeins tólf ára að aldri að eigin sögn, og kveðst þá hafa ort mikið og ekki getaö sloppið við þá áráttu siðan, og um svipað leyti byr jar hann að vinna á fiskireitum Vatneyrar. Hann gekk I unglingaskóla á Patreksfiröi veturinn eftir ferm- ingu og 1933—35 var hann I Núps- skóla i Dýrafirði, en haustið 1935 hvarf hann suður og stundaöi nám i Námsflokkum Reykjavik- ur. Hann komst þá fljótt i kynni við Óiaf Jóhann Sigurðsson, Kristin E. Andrésson, og ýmsa róttæka rithöfunda. Um þessar mundir varð bókaútgáfan Heims- kringla til og Rauðir pennar hófu göngu sina — og það var einmitt þar sem fyrsta ljóð Jóns úr Vör birtist á prenti: Sumardagur i þorpinu. Og þetta einfalda ljóö md heita sannur lagboði ljóða- gerðar hans. Þar er brugöiö upp fjölbreyttri mynd aí daglegri iöju almúgafólks i sjávarplássi á mildum sumardegi, en i siðasta erindinu er á einfaldan hátt bent á, að stundum kveði við annan tón: Já, þannig er lifið i þorpum við sjóinn, og þannig er fólksins ævisaga um sólskinsbjarta sumarsins daga. —En svokemurveturmeð frostiö og snjóinn. Jón stóð á tvitugu þegar fyrsta bók hans kom út i nóvember 1937, Ég ber að dyrum.en hún seldist reyndar upp á augabragöi. Þetta var litið kver, aðeins 18 ljóö, ann- ars vegar þorpskvæði og hins vegar ljóð frá liðandi stund borgarlifsins. Bókinni var ágæt- lega tekið, og voru flestir á einu máli um að hér færi ungt skáld sem mikils væri af að vænta, og mátti Jón þvi una harla vel viðtökunum. Vorið 1938 hélt Jón úr Vör til Sviþjóðar til dvalar og náms. Um veturinn namhanni skóia sænsku alþýðusamtakanna i Brunnsvik, en vorið eftir hlaut hann styrk til Norræna lýðháskólans i Genf, farandskóla sem starfaði mán- aöarlangt i Sviþjóö, siöan I Sviss og Frakklandi. Þaðan lá leiðin til Danmérkur. Hafði Jón ætlaö sér að hverfa aftur til Sviþjóöar, en heimstyrjöldin olli þvi aö hann kaus að halda heim þegar i stað. Þegar heim kom fór Jón fljót- lega að starfa við ÍJtvarpstiðindi sem hann eignaðist siðan og vann að um fjögurra ára skeiö. Og 1942 kom svo út önnur ljóðabók Jóns, Stund milli striða. Var henni heldur fálega tekið, þótti vist fremur smá I sniöum. Þótti mönnum sem skáldinu dveldist að standa við þau fyrirheit er þeir áður höföu fundið I fyrri bókinni. Og þó ætti að mega greina tölu- verðar framfarir I þessari bók: fágaðri ljóðstil, hnitmiðaðra form. 1 þessari bók er það þó einkum siöasti hlutinn Heljarslóð og lokaijóð fyrsta kaflans sem mest gildi hafa, en það er sam- nefnt bókinni og hljóðar svo: Það ár, sem ég fæddist, var friður saminn, erfávisirmenn settu grið. En áfram var haldiö og barizt og barizt og búið við vopnaðan frið. Og vestur á f jörðum var friönum slitið, og fátækir daglaunamenn börðust þar fyrir betri heimi —og ber jast þar sumir enn. Minævi eraðeins stund millistriöa. — Nú striða þeir enn. Ég bfð og trúi á heiminn og fegurð og frelsi og friöinn — og þetta strið. 1 striðslok seldi Jón úr Vör Otvarpstiðindi, hélt til Sviþjóðar öðru sinni og bjó þar um tveggja ára skeið. Rétt fyrir brottför kvæntist hann Bryndisi Krist jánsdóttur frá Nesi I Fnjóskadal. Þessi sviþjóðarár munu vera einitiminn á ævi Jóns er hann helgaði sig eingöngu skáldskap. Árangurinn lét ekki heldur á sér standa, þvi árið eftir (1946) kom Þorpið, timamdtabók i sögu islenskrar ljóðiistar, enda virtust fáir taka eftir henni. Upphefö Jóns kom þvi að utan eins og stundum hefur komið fyrir áður. Það var ekki fyrr en hiún kom út I sænskri þýðingu (1957) og aukinni útgáfu (1956) að hún hlaut verðuga viðurkenningu. Sænskur ritdómari kallaði hana „minnismerki islenskrar örbirgðar” og það má tifsanns vegar færa. Einnig má taka undir þau orð Einars Braga i formála fyrir 100 kvæðum Jóns (1967) að Þorpiö sé öðrum þræði „passiu- sálmar um plnu fátæklingsins á krossi kreppunnar miklu”. Þorp- ið er timamótaverk bæði að efni og formi. Það er i rauninni sam- felldur ljóöaflokkur þar sem reynt er að bregða upp heildar- mynd af lifi alþýðunnar I sjávar- plássi kreppuáranna,gleöi þess og sorg, reisn og niðurlægingu, af einstakri, eðlilegri innlifunar- hæfni. Jafnframt er bókin fyrsta órimaða ljóðasafnið, þótt áður hefðu birst ljóð i frjálsu formi. Og þessi ljóð voru auðskilin hverjum lesanda, kannski væru þau kölluð „opin ljóö” nú. En að öðru leyti eru þau næsta hefðbundin hvað snertir t.d. myndamál og ljóðstil. En þess ber að geta að þessi þorpslýsing beinlinis krafðist einfaldleika, hversdaglegra orða sem þó bjuggu yfir dulmögnun ljóðsins. 1947 fluttist Jón aftur heim frá Sviþjóð, og 1951 sendi hannfrá sér tvær ljóöabækur: Með hljóöstaf og Með örvalausum boga. Sú fyrrtalda geymir úrval ljóða er til voru i handriti er Þorpið kom út auk ljóða er áður höfðu birst i tveimur fyrstu bókum hans, hún bætir þvi ekki miklu við skáld- mynd Jóns. Sú siðarnefnda er yngri að gerö, en þó munu all- mörg ljóðanna vera frá svíþjóðarárum skáldsins. Þessi ljóð eru að sinu leyti miklu sjálf- hverfari en Þorpið. Og nú tekur við niu ára þögn. Arið 1954 gerðist Jón fombóka- sali og gegndi þvi starfi um 8 ára skeið. Hann hafði tekið sér búsetu i Kópavogi fljótlega eftir heimkomuna frá Sviþjóð og átti mikinn þátt i stofnun lestrar- félags þar, en haustið 1962 tók hann við bókavarðarstöðu við Bókasafn Kópavogs. Ariö 1960 kom út sjötta ljóðabók Jóns, Vetrarmávar.Og leiðin frá Þorp- inu til þessarar bókar er oröin býsna löng, en reyndar jafnlöng leið islensku þjóöarinnar frá kreppuárum sjávarplássins til atómsprengju, hersetu, fégræðgi, sviksemi við sjálfstæði sitt. Og við þessi yrkisefni má bæta við vonbrigðum sósialistans með ógnarstjórn stalinismans. Kannski er það vegna málstað- arins, en mér finnst mögnuðustu ljóö þessarar bókar vera um örkuml Islenska lýöveldisins, ljóð eins og Þjóðhátið 1954 og A fimmtán ára afmæli lýðveldis- ins. Eöa leynist nokkrum beiskjan i eftirfarandi erindi úr siðar- nefnda ljóöinu: Viða um lönd gengur Kviöinn, forseti vor, hokinn og beygir kné sin titrandi við hallardyr peninganna, og gerir hendur sinar að beiningaskálum. Siðan hafa komið þrjár ljóðabækur frá hendi Jóns: Ma ur i ldaskógur (1965), M jallhvitarkistan (1968) og Vinarhús (1972). Sem geyma dálitiö misjafnan, en oft fágaðan og lýriskan skáldskap, auk ágætra þýðinga á sænskum nútimaljóðum. Um miklar breyt- ingar frá fyrri bókum er ekki að ræða, enda er skáldskapur Jóns þá löngu orðinn fastmótaður. 1 þessari stuttu afmælisgrein sem rituð er á skammri stund milli starfa er einungis stiklað á nokkrum helstu atriðum á skáld- ferli Jóns úr Vör, til glöggvunar og upprifjunar. Hér gefst ekkert tóm til heildarmats á verkum hans, Slikt verður að biða betri tima og meira næðis. En i upphafsljóði Þorpsins segir Jón: Hvil þú væng þinn I ljóöi minu, litill fugl á löngu flugi frá morgni til kvölds. Og það er satt: Það er oft gott að hvila væng sinn i ljóði Jóns úr Vör frá daglegu amstri. A þessum timamótum I lifi hans hljóta allir islenskir ljóöavinir að senda hon- um árnaðar- og heillaóskir. Veri hann ætið I vinarhúsi okkar. Megi hann enn standa lengi „I fjörunni / við hið mikla haf sannleikans”. Og istað geislafiskanna banvænu vona ég að hafið sendi honum fleiri ljóð úr sinni „harðlæstu þögn”. Njörður P. Njarðvik. Jón úr Vör hefur i mörgu snúist um dagana til að sjá sér og sinum farborða, en þungamiðja i lifi hans hefur ljóðlistin ævinlega verið, allt frá þvi hann tók að yrkja af kappi tólf ára gamall. Ljóöabækur hans fylla brátt tug- inn og bera vitni einbeitni og elju. Hann hefur aldrei hvikað frá ætlunarverki sinu, þó stundum hafi liöið langt á milli bóka, og ekki fengist við aörar greinar rit- listar en ljóöagerö — ef frá eru taldar hugvekjur i dagblöðum endrum og eins ( hann hefur tekið einkennilegu ástfóstri við Morg- unblaðið á seinni árum). Jón úr Vör hefur veriö nefndur fyrsti og eini sósialrealisti is- lenskrar ljóðlistar, sem má vel rétt vera. Með „Þorpinu” færði hann okkur að minnsta kosti ákaflega nærfærna og raunsanna lýsingu á kjörum aðþrengdrar al- þýöu i Islensku sjávarplássi, og er efamál að aörar bækur geymi gleggri eöa skilmerkilegri skýrsl- ur af þeim vettvangi en þetta litla kver. Er það með öðru til marks um hve gagnorö góð ljóðlist getur verið, að i svo stuttum ljóðabálki er isenn dregin upp heildarmynd af lifinu I þorpinu og bruöið upp á- sæknum og eftirminnilegum svip- myndum af bernskuheimili skáldsins og einkaheimili. Jón úr Vör segir I ljóðinu „Heimsmynd”: Ég, hinn einfaldi góði hversdagsmaöur, sem rækta minn litla skika kringum mitt litla hús, trúi á hið eilifa blóð byitingarinnar, sem streymir frá kynslóð til kynslóðar, og byltir sérhverri byltingu, eins og skófla i kálgaröi, eins og sói og regn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.