Þjóðviljinn - 21.01.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.01.1977, Blaðsíða 14
14 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. janúar 1977. Auglýsing Landbúnaðarráðuneytið auglýsir eftirfar- andi stöður til umsóknar: 1. Starf kjötmatsformanns 2. Starf yfirgærumatsmanns á Vestur- og Suðurlandi. 3. Starf yfirgærumatsmanns á Vestjörð- um. 4. Starf yfirgærumatsmanns á Norður- landi. 5. Starf yfirgærumatsmanns á Austur- landi. 6. Starf yfirullarmatsmanns á Suður- og Vesturlandi. 7. Starf yfirullarmatsmanns á Vestfjörð- um. 8. Starf yfirullarmatsmanns á Norður- landi. 9. Starf yfirullarmatsmanns á Austur- landi. Störf yfirullarmatsmanna og yfirgæru- matsmanna eru 13,75% af ársstarfi og árslaunum, en starf kjötmatsformanns 22,08%. Umsóknir, sem beri með sér aldur og störf umsækjenda, skulu hafa borist ráðuneyt- inu eigi siðar en 28. febrúar n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 19. janúar 1977. Skrifstofustörf Viljum ráða i eftirgreind störf: 1. Afgreiðsla og simavarsla. 2. Vinna við götun, afgreiðslu og vélritun. Laun samkv. launakerfi rikisstarfs- manna. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamats rikisins, Lindargötu 46, simi 21290. Umsóknum sé skilað til Fasteignamatsins fyrir 28. þ.m. Fasteignamat ríkisins. PÓSTUR OG SÍMI Lausar stöður — staða viðskiptafræðings i fjármáladeild —staða viðskiptafræðings i viðskiptadeild Nánari upplýsingar verða veittar i starfs- mannadeild Pósts og sima. LAUSSTAÐA Laus er til umsóknar staða læknis við heilsugæslustöð á Höfn i Homafirði. Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 17. febrúar n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 19. janúar 1977. Ljóðabók á sænsku eftír Jón úr Yör Þjóöviljanum hefur borist ljóöakver á sænsku sem nefnist Bláa natt- en över havet eftir Jón úr Vör. Þetta eru 65 ljóö í þýöingu Maj-Lis Holmberg. Eru þau úr ýmsum bókum Jóns, þau elstu úr Þorpinu (1946), hin yngstu úr Vinarhúsi (1972). Sem sýnishorn er hér birt kvæöiö Ólafur bliöan úr Þorpinu: Med tunga steg gar Blide Olafur, min slákting, till tals med den som ger oss jobb, och fragar ödm júkt: Finns det dS inget som en stackare kan göra? Om vem nánns vál dag eftir dag ge gubben nej, fastán han bara gSr i vágen för de unga? Den stunden kommer, nar du sjálv en gamling fSr ge upp, och allt vad du har kvar ár stackarns tSrar, och du vankar runt skocken med dina magra f8r dárhemma, medan de andra lágger natt til dag. Det kan tankas, at just du en vacker dag dignar till marken under en övermaktig börda, sem Blide Olafur, och signas i solskenet i básta fangstsasongen, nár ingen hinner med din hádanfard. Och dS skall prásten sága vid din kista: Han var trogen I det lilla; men glömma tala om, att innan nSgotfiskelage fanns eller Affáren som köper upp vár fángst, d§ fiskade du redan hár, och byggde dig en kSk vid fjallets fot, innan en enda mánska visste drömma om storfiske hár i samma'vatten. Och dina jamnSringar samlar ihop att bára dig till graven och skotta igen, — och dina söner tar halva arbetsdagen fri. Din dotterdotter, sem du gungade pS knat, nar hon var barn, ser ut igenom fönstret, medan skelett" margra och jordiga likbárarfingrar griper eftir pannkakorna pá fatet med rosenmönster. Tigande gubbar sörplar svart kaffe eftir slutad möda. „Dagur iðnaðarins nœst í Kópavogi r>r> „Dagur iðnaðarins” fer fram i Kópavogi föstudaginn 28. janúar 1977. Þetta er fjórði iðnkynn- ingardagurinn sem fram fer fyrir tilstilli islenskrar iðnkynningar, en áður hefur „Dagur iðnaðar- ins” verið haldinn á Akureyri, Egilsstöðum og Borgarnesi. Dagskrá „Dags iðnaðarins” i Kópavogi verður þannig i stórum dráttum, að kl. 08.45 mun skóla- hljómsveit Kópavogs leika við Félagsheimili Kópavogs og kl. 09:00 verða fánar dregnir að húni. Þá mun iðnðarráðherra ásamt ýmsum forystumönnum islensks iðnaðar heimsækja nokkur iðn- fyrirtæki i Kópavogi. Kl. 11:00 verður opnuð sýning á iðnaði i Kópavogi. Nemendur Vighóla- skóla óg Þingholtsskóla, en þar fer sýningin fram, hafa undirbúið kynningu á islenskum iðnaði með nokkuð nýstárlegum hætti. Nemendurnir hafa að undan- förnu, i samráði við kennara sina, kynnt sér starfsemi iðnfyrirtækja i Kópavogi. Hafa þeir farið i smá hópum i fyrirtækin og tekið sam- an greinargerð um starfsemi þeirra. Af þvi loknu taka nemendurnir aö sér að kynna viðkomandi fyrirtæki með því að setja upp sýningu i skólum sinum á framleiösluvörum fyrirtækj- anna. Má sem dæmi nefna aö i Þingholtsskóla mun byggingaiðn- aður, matvælaiðnaður, þjónustu- iðnaður og prentiðnaður verða kynntur, en i Vighólaskóla fer m.a. fram kynning á húsgagna- iðnaöi, fataiðnaöi og listiðnaði. Með þessu móti munu nemendur skólanna setja upp sýningu er gefa mun nokkuð heilsteypta mynd af þeirri iðnaðarstarfsemi er fram fer i Kópavogi. Sýn- ingarnar verða opnar almenningi frá kl 14:00 að kvöldi sunnudags. Með svo virkri þátttöku nemenda i undirbúningi og framkvæmd iðnkynningar i Kópavogi hefur gefist tækifæri til mjög lifandi starfskynningar. 1 Þingholtsskóla þar sem matvæiaiðnaður verður kynntur mun sýningargestum gefinn kostur á að bragöa á þeim réttum sem fram eru bornir. í sambandi við kynningu á fataiðn- aði i Vighólaskóla verður efnt til tiskusýninga, og eru það nemendur skólans sem sýna. Kl. 14:30 hefst fundur um iðn- aðarmál i Félagsheimili Kópa- vogs. Þar mun iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, flytja ávarp, en framsöguerindi flytja Björgvin Sæmundsson bæjar- stjóri og Davið Sch. Thorsteins- son, formaður Félags islenskra iðnrekenda. Fundarstjóri verður Magnús Bjarnfreðsson, bæjar- fulltrúi. Á „Degi iðnaðarins” i Kópavogi munu ýmsir aöilar verða heiðr- aðir af samtökum iðnaðarins fyrir störf að iðnaðarmálum. Undirbúningsnefnd, skipuð af bæjarráði Kópavogs, hefur undir- búið iðnkynninguna i samráði við islenska iðnkynningu. Formaður nefndarinnar er Bragi Mikaels- son, bæjarfulltrúi, en framkvæmdastjóri Sigurlaug Guðmundsdóttir. MFÍKheldur félagsfund Menningar- og friðarsamtök islenskra kvenna haida félagsfund ihúsakynnum Hiifs islenska prentarafélags að Hverfisgötu 21 laugardaginn 22. janúar klukkan þrjú. Bjarnfriður Leósdóttir ræöir um nýafstaðiö Alþýðusam- bandsþing og Sigurður Björg- vinsson bóndi segir sitt hvað frá dvöl sinni á Kúbu. Kaffi- veitingar verða á staðnum og eru félagar hvattir til aö m æta vel og stundvislega. Frá stjórn MFÍK. r LEIKFÉLAG 3(2 2f2* REYKJAVlKUR1 STÓRLAXAR i kvöld kl. 20.30. fáar sýningar eftir. SAUMASTOFAN laugardag uppselt. MAKBEÐ 5. sýn. sunnudag kl. 20.30 Gul kort gilda. 6. sýn, fimmtudag kl. 20.30. Græn kort gilda. ÆSKUVINIR þriðjudag kl. 20.30. alira siðasta sinn SKJALDHAMRAR miðvikudag kl. 20.30. Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30. Simi 16620. Austurbæjarbíó: KJARNORKA OG KVENHYLLI laugardag kl. 24. Miðasala i Austurbæjarbiói kl. 16-21. Simi 11384. WÓDLEIKHÚSID GULLNA HLIÐIÐ i kvöld kl. 20. Laugardag kl. 20 Uppselt. Sunnudag kl. 20. Miðvikudag kl, 20. DÝRIN t HALSASKÓGI Laugardag kl. 15 Uppselt Sunnudag kl. 15 Uppselt. Þriðjudag kl. 17. Uppselt. Litla sviðið: MEISTAARINN 2. sýn. sunnudag kl. 21. FROKEN JULÍA ALVEG ÓÐ Sýning sunnudag kl. 9 Uppselt Miðasala alla daga vikunnar frá kl. 5 til 7 að Frikirkjuvegi 11 og viö innganginn. Simi 15937 44 sjóliðar fórust á Spáni BARCELONA 19/1 Reuter — Vitaö er að 44 menn, flestir þeirra bandariskir sjóliðar og landgönguliðar, fórust er báti, sem þeir voru á, hvolfdi við árekstur við spænskt flutn- ingaskip. Voru hermennirnir á leið um borð i skip sitt úr land- gönguleyfi. Fimm sjóliða er enn saknað. S(MI ÞJÓÐVILJANS ER 81333 FRAMTALS APSTOÐ NEYTENDAÞJÓNUST4N LAUGAVEGI84, 2.HÆÐ SÍMI28084 Æ i 100 grömmum Hitaciningar 69 kolvctni fita prótin kalcium fosfór járn A-vítamín Bl - 1)2 - r - D - Í * 3 B «.S E 128 mj 87 mg 0,1 mg 130 alþjóðl. cin. að sumri 70 - - um vetur 45 inmg 230 mmg 1,5 mmg 2 alþjúði. t-in að sumri I - um vctur i YMIR Sýrð mjólkurafurð, holl og góð w

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.