Þjóðviljinn - 21.01.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.01.1977, Blaðsíða 16
D/OÐVium Föstudagur 21. janúar 1977. Loðnan: Heildar- aflinn kominn yfir 60 þúsund tonn Sigurður RE er afla- hæstur með 3150 lestir. Hann fékk 1100 lestir i fyrri- nótt Mjög góð loðnuveiði var siðasta sólarhring, þ.e. aðfararnótt mið- vikudagsins og á miðvikudag og bárust þá á land 12.460 lestir af 36 skipum og er það mesti sólar- hringsaflinn á loðnuvertiðinni til þessa. Sigurður RE fékk mestan afla þá, eða 1100 lestir sem hann fór með inn til Siglufjarðar og þar með var löndunarpláss þar þrotið. I gær var einnig ágæt veiði, og þegar við ræddum við loðnunefnd siðdegis i gær höfðu 12 skip til- kynnt um afla, samtals 5.270 lest- ir. Þar með var heildaraflinn orðinn 60.135 lestir. Vertiðin i fyrra þolir engan samanburð, enda voru skipin rétt að byrja veiðar um þetta leyti i fyrra, þannig að 60 þúsund lestir eru hreint forskot i ár. Sigurður RE er aflahæsta skipið með 3150 lestir, næstur er Grindvikingi^r með 3130, Súlan 3058 og Gisli' Arni 2590. Siðan koma Börkur, Guðmundur RE og Eldborg rétt á eftir. —S.dór Lífeyrissjóður Sambandsins V erðbætir lífeyri Lifeyrissjóður Sambandsins er nú tekinn að greiða verðbætur á lifeyri úr sjóðnum. Hagnaður sem hefur orðið af verðtryggðum skuldabréfum i eigu sjóðsins er nú notaður til þess að stiga fyrstu skrefin i átt til fullra verðbóta á lifeyri. Lifeyrisþegnum sjóðsins voru i fyrsta skipti greiddar verðbætur fyrir jólin. Sett var ákveðið lág- mark fyrir makalifeyrir, ellilif- eyri og örorkulifeyri úr sjóðnum, 12 þús. kr. á mánuði. Þá var einnig ákveðið að verðbæta lifeyri sjóðsins eftir þeirri reglu að hann skuli hækka um 2% fyrir hvern mánuð sem liðinn er siðan við- komandi hóf að taka lifeyri sinn, eða sem svarar 24% fyrir hvert ár. Þannig fær lifeyrisþegi sem byrjaði að taka lifeyri fyrir tiu ár- um, 240% álag á lifeyri sinn. Hafi hann t.d. hættstörfum i ársbyrjun 1966 með rétti til 15 þús. kr. mánaðargreiðslu úr sjóðnum,, hefðu greiðslur til hans á sl. ári numið sem svarar kr. 51 þús. á mánuði væri reglan látin gilda fyrir allt árið. 'Áðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á Iaugardögum og sunnudögum. , Utan þessa tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra | starfsmenn blaðsins i þessum símum Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla81482 og Blaðaprent81348. . Einnig skal bent á ■ ■ -gjjr heimasima starfsmanna 9 undir nafni Þjóöviljans i simaskrá. Þorrinn byrjar I dag. Veturinn hefur til þessa ekki orðið reykvfkingum þungur i skauti.en kannski aö hann fari að þrengja aö. Að minnsta kosti hefði fuglamergðin við Þjóðviljahúsið I gær einhvern tlma þótt vera fyrirboði óbliðara tiðarfars. — Mynd S.dór. Eins og í reyfurunum: Læsti fanga- vörðinn inni, stal M og slapp Hermaðurinn úr „stœrsta fíkniefna málinu” týndur og leitað um allt suðvesturlandið síðan í fyrrakvöld Bandarikjamaðurinn Kristófer Smith, sem látinn var laus af islenskum yfirvöldum i hendur bandarikjamanna I her- stöðinni slapp úr haldi I fyrra- kvöld með undarlegum hætti. Þessi bandariski hermaður hafði komið við sögu umfangs- mikilla fikniefnamála hér á landi. Haföi hann snemma á sl. ári játað á sig þátttöku i fikni- efnasmygli. Þrátt fyrir játning- una var maðurinn áfram hafður i herliði bandarikjamanna hér á landi. Hélt hann uppteknum hætti og var enn handsamaður siðla sl. árs. Skömmu eftir ára- mót var hann látinn i hendur bandarikjamanna. enda þótt óyggjandi sé samkvæmt her- stöðvasamningnum að islensk- um yfirvöldum beri lögsaga yfir manninum eins og sýnt hefur verið fram á hér i Þjóðviljan- um. og svona a vangann nann Kristófer Smith Hann hafði svo ekki tafið i fangelsi i herstöðinni nema i nokkra daga þegar hann braust út. Tókst honum að læsa fanga- vörðinn inni, að ræna bil og sleppa þannig á brott að sögn. Var efnt til viðtækrar leitar að hermanninum. en ekki hafði neitt til hans spurst að sögn yfir- valda þegar Þjóðviljinn frétti siðast til i gærkvöldi. Verðlækkun á fóðurvörum Verðlag á innfluttum fóðurvör- um hefur farið lækkandi að und- anförnu, og innflytjendur hafa lækkað verð á þeim hér, auk þess sem einnig hefur orðið verðlækk- un á innlendum fóðurblöndum, sem maisgrits er notað i. Þetta kemur fram i nýútkomnum Sam- bandsfréttum. Verðið á fóðurvörum frá sam- vinnufyrirtækinu FAF i Dan- mörku hefur lækkað bæði I desember og janúar. Þessi verð- lækkun stafar fyrst og fremst af þvi að mals hefur verið að lækka i verðiá heimsmarkaði. Sem dæmi um verðlækkunina má nefna að i desember kostuðu 100 kg. af FA- fóðurblöndu, ósekkjaðri, fob. i Danmörku 107.18 danskar krónur, en i janúar 99.44 d.kr. Hliðstætt verð fyrir FB-fóður- blöndu ósekkjaða var 102.38 d.kr. i desember en 94.82 d.kr. I janúar. Sambærileg verðlækkun hefur orðið á öðru fóðri, og t.d. lækkaði heilfóður fyrir alifugla (All Ration) úr 117.29 d.kr. hver 100 kg. niður i 108.89 d.kr. á sama tima. Sambandið hefur lækkað verð sitt á innfluttu fóðurblöndunum, og var það gert 1. desember, þeg- ar lækkanirnar voru fyrirsjáan- legar. Fyrir þann tima var verð á FA-fóðurblöndu 48.360 kr. tonnið, en lækkaði i 46.400 og á FB fóður- blöndu 46.360 kr. og lækkaði i 44.800 kr. Verðið er miðað við blöndurnar ósekkjaðar frá af- greiðslu i Rvik og hefur haldist óbreytt siðan. Þá hefur verðlækkun orðið á maisgritsi, sem notaður er I fóðurblöndur sem blandaöar eru á Islandi. Það hefur haft 1 för með sér verðlækkun frá 1. des. Þannig lækkaði SlS-fóður A úr 47.400 kr. tonnið i 42.960 kr. og StS-fóður B úr 46.100 kr. niður i 41.720 kr. ó- sekkjað frá afgreiðslu i Reykja- vik. Guðmundarmálið OFUR EÐLILEG AFGREIÐSLA segir vararíkissaksóknari Rikissaksóknari hefur gefiö út ákæru i svonefndu Guðmundar- máli og sent það til sakadóms. Þrir dómarar hafa fengið málið til umfjöllunar þar,og hafa þeir farið fram á að málið sé rann- sakað ýtarlegar áður en það er dómtekiö. Hallvarður Einvarðsson vararikissaksóknari, sagði I viðtali við blaðið i gær að þetta væri ofur eðlilegur gangur slikra mála. Rikissaksóknari hefði metið málið svo að ástæða væri til að gefa út ákæru. A hinn bóginn væri algengt að frekar væri þingaö i málum á ákæru- stigi og I þessu tilviki hefðu dómarar taiið rétt að rannsaka ýmis atriði betur. Eftir þá rann- sókn væri jafnvel til I dæminu að verjandi og sækjandi hefðu samvinnu um gerð lista yfir at- riði sem bæri að rannsaka enn frekar. Að þvi loknu færi fram málflutningur og eftir hann væri málið dómtekið. Dómararnir þrir sem hafa málið til meðferðar eru þeir Gunnlaugur Briem sem er dómsformaður, Haraldur Henrýsson og Armann Kristins- son. Blaðið reyndi i gær að ná tali af Gunnlaugi en þær tilraun- ir báru ekki árangur. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.