Þjóðviljinn - 20.02.1977, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. febrúar 1977
þlOWIUINN
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóöfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar:Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann.
Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson.
Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Siöumúla 6. Simi 81333
Prentun: Blaöaprent hf.
Afmœlisóskir
Jónas Þorbergsson skrifaði i Andvara
1929 um þann merka brautryðjanda sam-
vinnuhreyfingarinnar Hallgrim Kristins-
son og komst að orði á þessa leið: „Hann
(Hallgrimur) kveið þvi að starfsemin
mundi, er stundir liðu fram, snúast i hags-
munabaráttu einvörðungu, meðan eldur
hugsjónanna félli i fölskva hjá gröfum
frumherjanna...” Þvi miður reyndist
þessi ótti Hallgrims Kristinssonar á rök-
um reistur, hugsjónir frumherjanna hafa
margar hverjar fallið i fölskva hjá gröfum
þeirra.
Hverjar voru þessar hugsjónir? Vissu-
lega var samvinnuhreyfingin i upphafi
ekki sósialisk hreyfing, en markmið henn-
ar og hugsjónir eru engu að siður greinar
á stofni sósialismans, jafnréttisbarátt-
unnar. Benedikt Jónsson frá Auðnum
hafði það markmið að allir landsmenn
væru i einu og sama kaupfélaginu: „Væri
þjóðin öll eitt kaupfélag, þá væri það
stærsti og besti kaupandi sem fram getur
komið á heimsmarkaðinum af hálfu þessa
lands...” (Timarit kaupfélaganna 1897).
Hér er þess með öðrum orðum krafist að
öll innflutningsverslunin verði þjóðnýtt,
hvorki meira né minna, eða henni komið
undir félagslega stjórn alfari. Frum-
herjarnir töldu að kaupfélögin mættu ekki
sæta ofurvaldi forstjóra, þau ættu að vera
lýðræðisleg hreyfing andspænis
kaupmannastéttinni og gróðaviðleitni
hennar: „Valdi og ráðsmennsku
kaupmanna má likja við höfðingjastjórn
- og stundum við fullt einveldi. En kaup-
félagsskapnum má fyllilega likja viðlýð-
stjórn,” skrifaði Pétur Jónsson frá Gaut-
löndum i Búnaðarritinu 1893. En i reynd-
inni hefur það ekki orðið svo á hinum sið-
ari árum að samvinnuhreyfingunni hafi
verið unnt að likja við lýðstjórn, þar hefur
forstjóravaldið þvi miður verið alltof
sterkt. Enda hafa forystumenn samvinnu-
hreyfingarinnar eins og Erlendur Einars-
son viðurkennt að Samband islenskra
samvinnufélaga hafi raunar þegar á
fyrstu áratugum sinum breyst úr félagi i
fyrirtæki. Það var neikvæð breyting, en
hún gerðist i kringum 1920,og á þeim árum
áttu sér einnig stað átök milli sambands-
ins og Landsverslunarinnar og hafa þau
átök verið skilmerkilegast rakin af Héðni
Valdimarssyni.
Þrátt fyrir þá augljósu galla sem þannig
má finna á framkvæmd samvinnu-,
stefnunnai, breytir það ekki þeirri megin-
staðreynd, að samvinnuhreyfinguna þarf
að efla, vegna þess að hún er i þágu fólks-
ins og hugsjónir hennar beinast gegn
kaupmannavaldinu, auðmagninu. Þær af-
mælisóskir á Þjóðviljinn til samvinnu-
hreyfingarinnar að hún eigi eftir að eflast
sem lýðræðisleg fjöldahreyfing. Þjóðvilj-
inn skorar á fólkið i landinu, launamenn
og bændur, að taka virkari þátt i sam-
vinnufélögunum, það er ein leiðin til þess
að vinna gegn forstjóravaldinu. Sam-
vinnuhreyfingin hefur lyft grettistökum,
en hlutur hennar þarf að verða enn stærri.
Samvinnuhreyfingin er sprottin upp af
stéttarlegri og þjóðlegri nauðsyn. Stéttar-
legri nauðsyn alþýðunnar gegn kaup-
mannavaldinu, þjóðlegri nauðsyn and'
spænis útlendu auðvaldi. Samvinnu-
hreyfingin þarf á næstu árum að eignast
vit og styrk til þess að lifa samkvæmt upp-
haflegum markmiðum sinum; forystu-
menn hennar þurfa að berjast gegn út-
lendu auðmagni sem seilist til sivaxandi
áhrifa hér innanlands. Það þarf að efla
enn forystu samvinnuhreyfingar i is-
lensku atvinnulifi, en forysta sambands-
ins þarf að segja algerlega skilið við
hermangshugsunarháttinn. Samvinnu-
hreyfingin þarf að eflast i þéttbýlinu á
Reykjavikursvæðinu að miklum mun. Til
þess þarf skilning allra launamanna.
Samvinnuhreyfingin þarf að eignast for-
ystu sem hefur vit til þess að standa fast
við hlið verkalýðshreyfingarinnar i kjara-
átökum,forystu sem er nægilega framsýn
til þess að skynja þær hættur sem nú
steðja að islensku þjóðinni, forystu sem er
nógu skynsöm til þess að samfylkja með
launafólki gegn ásókn erlendra auðhringa
og handlangara þeirra, forystu sem ekki
lætur eld hugsjónanna falla „i fölskva hjá
gröfum frumherjanna.”
—s.
Ekki verði gerðar tilslakanir á þeim kröfum sem
vinstri menn gera sem forsendu frekari stóriðju
i landinu. Þvert á móti verður að herða þær kröfur
Einar Valur
Ingimundarson,
umhverfis-
verkfræðingur.
N ýsköpunar stj ór n?
Ariö 1976 var mikiö uppgangs-
ár i sögu herstöövaandstæöinga.
Var þá gengin fjölmennasta
Keflavikurganga sem sögur
fara af. Starfsgrundvöllur sam-
takanna var þá einnig treystur á
landsfundi.
Ástæöur þess, að samtökun-
um hefur vaxiö svo mjög fiskur
um hrygg eru vafalaust marg-
vislegar, en þyngstar tel ég tvær
á metunum.
Annars vegar eru sannindin,
sem Watergate-uppljóstranirn-
ar færöu mönnum heim og hins
vegar sú bitra reynsla, sem
landsmenn urðu af „aöstoö”
verndara vorra i þorskastriöinu
siöasta.
Fyrir hugskotss jónum
margra landsmanna var nú i
fyrsta skipti hulunni svipt af
þeirri vingjarnlegu ásýnd, sem
blasti við hinum vestræna
heimi. Þaö var ásýnd undirférli
og eigingirni, sem undir bjó.
Margt af fólkinu, sem áöur
léöi „VARIÐ LAND” - hreyf-
ingunni liö sitt gekk þvi til fylgis
við samtök hernámsandstæö-
inga, þegar sannleikurinn var
svo beraður.
Sú kynslóö, sem landiö mun
erfa var fjölmenn i Keflavikur-
göngunni. Ungt fólk, óbundiö af
peningafjötrum þeim, sem heft
hafa kynslóðeftirstriösáranna.
Ótrúlegt er aö nokkur, sem
kynnt hefur sér ægimátt
vopnabúnaöar stórveldanna aö
nokkru ráöi, láti sannfærast af
þvi blekkingarhjali, aö banda-
rikjamenn hafi hér herstöð
islendingum til varnar.
Langdrægni kjarnorkuvig-
véla stórveldanna er slik, að
beina má að skotmarki, sem er i
þúsunda kilómetra fjarlægð, og
hæfa það af hrollvekjandi ná-
kvæmni. Frá Islandi er lika ekki
hægt að skjóta neinum flug-
skeytum. Hérna eru engin
kjarnorkuvopn segja banda-
mennirnir.
ísland þjónar miklu fremur
þeim tilgangi i varnarkeöju
Bandarikjapna aö endurvarpa
merkjum, svo aukiö ráörúm
vinnist til skjótra aögeröa
„verndurunum” sjálfum til
verndar.
Þessi eyja i Noröur-Atlants-
hafinu er varðhundur á viglinu-
mörkunum, sem lendir fyrstur i
vargakjafti, verði á Bandarikin
ráöist.
Þaö er þvi ekki aö ófyrirsynju
að undirgefni okkar hefur veriö
likt viö háttarlag hundrakka,
enda mun Johnson fyrrverandi
forseti vinaþjóðarinnar hafa
sýnt islenskum forsætis-
ráðherra það i verki, hvernig
bregöast ætti viö óhlýöni þeirrar
dýrategundar.
Breytingin, sem oröiö hefur á
afstööu fólks gagnvart herstöö
bandarikjamanna hér á landi
hefur oröiö viötækari en marga
óraöifyrir. 1 fyrsta skipti i lang-
an tima gátu t.d. öll vinstri
flokksbrot i landinu sameinast
um eitt málefni, brottför hers-
ins. Flestir, sem að samtökun-
um standa, krefjast einnig úr-
sagnar tslands úr NATO.
Andstæöingunum hefur einnig
gengið afar illa að smyrja
„grýlustimplinum” á þann
mikla fjölda fólks, sem að
undanförnu hefur gengið til liös
viö samtök herstöövaandstæö-
inga. Samtökin hafa miklu frek-
ar yfir sér sterkan þjóðernis-
vakningarblæ, anda, sem getur
fylkt geysilegum fjölda fólks
undir eitt merki. Svo orö mln
séu ekki misskilin, tel ég hlið-
stæöuna við samfylkinguna um
Kristján Eldjárn sem forseta
standa þessum anda næst.
Þannig vakningar óttast allir
stjórnm'álaflokkar og reyna
sem óöast aö tileinka sér eitt-
hvaöaf aödráttaraflinu,—reyna
aö snúa seglum sínum upp i vin-
sældavindinn.
Framsóknarmenn hafa i
gegnum árin veriö hvaö ötulast-
ir viö aö stiga báruna, og koma
afstöðubreytingar þeirra eng-
um lengur á óvart. i vinstri
stjórn vilja þeir herinn burt, en
ekki i hægri.
Hins vegar olli það almennri
furöu hjá herstöövaandstæðing-
um, þegar formaöur Sambands
ungra Sjálfstæðismanna steig
um borö. Aö minu mati einhver
almerkilegasti stjórnmálaviö-
buröur ársins 1976 hér innan-
lands.
Fróðlegt veröur- að sjá,
hversu viötæk þessi skoöun er i
rööum Sjálfstæðismanna.
Dagblaöiö hefur einkum flutt
skoðanir þeirra Sjálfstæöis-
manna, sem hvaö frábrugönast-
ar eru þeim skoöunum sem al-
menningur á aö venjast úr
Morgunblaöinu og Visi, þ.e.a.s.
dæmigerðum hægri skoöunum.
Sem dæmi um þessa óllku af-
stöðu má taka rök Arons
Guöbrandssonar fyrir leigu af
herstöðvaaðstöðunni. Þær skoö-
anir hafa fengið góð-
an hljómgrunn I Dagblaðinu.
Einnig hefur nú nýlega birst þar
grein eftir Gisla Jónsson pró-
fessor um samninginn viö
Alusuisse, og útreikninga hans á
tapi landans á raforkusölunni.
Þessi dæmi og fjölmörg önn-
ur, sem nefna mætti, svo og af-
staöa formanns SUS til herset-
unnar, sýnast mér taka af allan
vafa um þaö að innan Sjálf-
stæöisflokksins verður nú æ
meir vart samstööu meö þeim
málefnum, sem i Morgunblaö-
inu, allt fram á þennan dag,
hafa verið nefnd róttæk og jafn-
vel stundum „byltingarkennd”.
Hyggjum nú nánar að, hvaö
hér kann undir aö búa.
Heimdallur hélt fyrir
skömmu opinn borgarafund,
þar sem Friðrik Sófusson, for-
maöur SUS, kynnti m.a. hina
breyttu afstööu sina til herset-
unnar. Ekki fór Friðrik heldur
neitt leynt með þá skoöun sina,
aö sú stjórn, sem taka ætti viö af
núverandi stjórn ætti að vera
NÝSKÖPUNARSTJÓRN.
Eins og veöur skipuöust i lofti
á siöasta alþýöusambandsþingi,
held ég aö margur Sjálfstæöis-
maöurinn geri sér lika ljóst, aö
erfitt veröur aö fá friö á vinnu-
markaönum nema i fullu sam-
starfi viö verkalýöinn i landinu
og forystu hans. Þetta felur þá i
sér, að samstarf viö Alþýöu-
bandalagiö, i augum frjálslynd-
ari Sjálfstæöismanna, er
óhjákvæmilegt.
Veit ég nú að mörgum veröur
á aö spyrja eins og mér:
„Hvaö veldur þessum snöggu
sinnaskiptum?” „Hvaða hag
Framhold á 30. siðu