Þjóðviljinn - 20.02.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.02.1977, Blaðsíða 6
6 — SÍÐA — ÞJÓÐViLJINN Sunnudagur 20. febrúar 1977 LÚÐVIK JÓSEPSSON: Stefnan í atvinnumálum Þaö er mikiö rætt um atvinnu- mál um þessar mundir Mest er rætt um stóriöju og stór-virkjan- ir, enda hefir rikisstjórnin þegar samið um járnblendiverksmiöju i Hvalfiröi og tekiö ákvöröun um Hrauneyjafossvirkjun. Þá hefir verið rætt um álverk- smiöju viö Eyjafjörö, eina eöa tvær álverksmiöjur á Austurlandi og eina á Suöurlandi. Þegar áhugamenn um stóriöju tala um fslensk atvinnumál byrja þeir allir mál sitt á svipuö- um frasa. Hann er i aöalatriðum á þessa leiö: „Eins og allir vita þá getur is- lenskur sjávarútvegur ekki tekiö viö fleiri mönnum til starfa á komandi árum, en nú er. Fisk- stofnarnir eru ofveiddir og þar þarf jafnvel aö draga saman. Landbúnaöur getur ekki tekið viö fleira fólki, þar veröur senni- lega um fækkun að ræöa. Islend- ingar veröa þvi aö snúa sér aö iönaöi og kemur þá fyrst til aö nýta orku-auölindir landsins”. Þannig eru forsendur þeirra stóriðju-trúar-manna. Auövitað eru þessar forsendur alrangar og skal nú nokkuö vikiö að þvi hvaöa möguleika viö eig- um i atvinnumálum. Hvada atvinnumöguleikar eru fyrir hendi? Viö skulum fyrst athuga stöö- Nýja frystihúsið á Höfn i Hornafirfti Atvinnurekstur landsmanna - eða stóriðja útlendinga una í sjávarútvegsmálum. Útflutningsverömæti sjávarafla varö um 53 miljaröar króna á árinu 1976. Heildar botnf iskaflinn varö á þvi ári 437 þúsund tonn. Samkvæmt áætlun sem unnin Hvort sem heldur er - hversdagsmatur veíslumatur- G.:ÐA-Dalapylsa G-ÐA-Reykt medister óð matarkaup í næstu kjötbúð. Biðjið um uppskriftir frá GOÐÁ. fyrir ffóóan mat Ðl S KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS hefir veriö á vegum Hafrann- sóknarstofnunarinnar er talið aö „varanlegur meftalhámarksaf- rakstur viö skynsamlega stjórn’’ sé 900 þúsund tonn á ári af botnfiskstegundum, spærlingur þá meötalinn. Ýmsir aörir hafa viljað reikna með aö þessir fiskstofnar gætu gefiö örugglega 1000.000 tonn á ári. Af þessu er ljóst aö eftir 3-5 ár, eöa jafn fljótt og nokkur stóriðja getur komiö til aö hafa teljandi áhrif hér á landi, getur botnfisk- aflinn af islandsmiðum gefift okk- ur helmingi meira en hann gerir nú. Sé verömæti sjávaraflans áriö 1976 fært til verðlagsins eins og þaö er i dag, má hækka þaö um 13-15% boriö saman viö meöal- verölagiö áriö 1976. Útflutningsverömæti yröi þa um 60 miljarðar og tvöfaldist þaö allt, næmi verömætiö 120 miljörð- um króna. 1 þessum útflutningiáriö 1976 er aðeins um litiö magn af síldaraf- uröum að ræöa. Allar likur benda til að sildaraflinn eigi eftir aö aukast mikiö, þó alveg sérstak- lega, þegar aö þvi kemur, aö norsk-islenski sfldarstofninn fer aftur aö veiöast, en nýjustu fréttir frá Noregi benda til þéss, aö hann sé nú á uppleiö.. Möguleikar okkar til aukins afla eru á miklu fleiri sviöum en varöandi botnfiskategundir. Ljóst er, aö loönu-aflann má tvöfalda. Úthafsrækjan biöur enn ónýttog hiö sama er aö segja um nær allan skelfisk viö landiö. Þaö er þvi hægt aö tvöfalda afla-magnið, og verðmæti aflans er eflaust hægt að þrefalda frá þvi sem nú er. Fiskiðnaður — matvælagerð Heimskunnur sérfræöingur á sviöi matvælaframleiöslu sagöi fyrir nokkru, aö Island væri eitt af stórveldum heimsins á sviöi prótein-framleiöslu (eggjahvitu- efni). Þá aöstööu okkar höfum viö ekki notaö nema aö litlu leyti. Enn flytjum við fiskafuröir út litiö unnar og sem hráefni handa öörum. Aö þvi kemur, aö viö framleiö- um ekki aöeins fiski-sildar- og loönumjöl i fóöurblöndur, heldur einnig til manneldis. Sli'k fram- leiösla er þegar hafin i Noregi. Aö þvi kemur lika, að viö fram- leiðum kaviar úr öllum okkar grásleppuhrognum og hættum aö flytja hrognin út sem hráefni handa öörum. Aö þvi kemur lika aö viö reisum hér nokkrar verksmiöjur til framleiöslu á tiibúnum fisk- réttum I aögengilegum og girni- legum umbúöum, þar sem mat- urinn er tilbúinn á pönnuna. Viö hljótum lika.innan tiöar, aö leggja niður, reykja eöa sjóöa niður, alla sild sem viö flytjum út, Istaö þess aö selja hana hálfverk- aöa I tunnum. Og úr rækjunum og humrinum eigum viö aö gera matarrétti, en mata ekki einvöröungu enska og sænska matargeröarmenn meö þessum eftirsóttu afuröum okkar. Og úr skelfiskinum eigum viö aö framleiöa allskonar fiskisúpur eins og þær sem nú eru fram- leiddar i öörum löndum. 1 stuttu máli sagt Við þurfum að byggja upp nýtisku fiskiðnað. Viö slikan iönaö starfa rannsóknar- og tilraunastofur og fiöldi fólks, veröur aö vinna aö gerö umbúöa og aö sölustörfum viö fjölbreytta framleiöslu, sem selja á I mörg- um löndum. Meö skynsamlegri nýtingu fiskimiðanna og fullkominni fisk- vinnslu gæti sjívarvörufram- leiöslan gefift okkur 200 miljarfta króna i árlegum útflutningi mið- aö viö núgiidandi verðlag. , Þaö eru miklir aulabáröar I at- vinnumálum, sem halda aö öllum þessum störfum sé hægt ab sinna með þeim mannafla, sem nú er bundinn I sjávarútvegi okkar. Hér er um slik stórverkefni aft ræða, að viö þau getum við ekki ráðift, nema stig af stigi á löngum tima og með stórauknum mann- afla. Iðnþróun A sviöi iönaöar eigum viö is- lendingar mikiö óunniö. Þó er iönaöurinn sú atvinnugrein sem flestir landsmenn vinna viö i dag. Iðnaöur okkar er þó alltof veik- < ur. Fyrirtækin eru flest mjög litil og atvinnugreinin sem heild skipulagslitil. Af opinberri hálfu þarf aö gjör- breyta um stefnu gagnvart iönaö- inum. Rafmagnsverö þarf aö lækka, lánskjör aö gjörbreytast og tollum ogsköttum, sem á iönaðar- framleiöslunni hvila, umfram þaö sem erlendur samkeppnis-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.