Þjóðviljinn - 20.02.1977, Page 9
Sunnudagur 20. febriiar 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA — 9
GUÐBJÖRG
KRISTJÁNSDÓTTIR
SKRIFAR
UM MYNDLIST
Það hefur eflaust vakið athygli
margra, að i islensku deildinni á
Norrænu textilsýningunni á Kjar-
valsstöðum sýna fimm ungar vef-
konur við hlið Asgerðar Búadótt-
ur sem fyrir löngu er orðin þekkt
fyrir teppin sln. Þessi nýja kyn-
slóð vefara er fædd á árunum
eftir siðari heimsstyrjöldina og
hefur verið að koma undir sig fót-
um i veflistinni á undanförnum
árum. Ein úr hópi hinna ungu vef-
kvenna er Þorbjörg Þórðardóttir,
fædd i Reykjavik árið 1949. Þor-
björg stundaði nám við Mynd-
lista- og handiðaskóla tslands á
árunum 1968-72 og hélt siðan til
framhaldsnáms við Konstfack-
skólann i Stokkhólmi á árunum
1972-74. Þorbjörg starfar nú sem
kennari við textildeild Myndlista-
og handiðaskólans.
Garn,
tuskur
og skapalón
Trönur I skýjum.
Námsár
G.K. Þegar þú innritaðist i
Myndlista- og handiðaskólann
varstu þá þegar ákveðin i aö sér-
hæfa þig i textil?
Þ.Þ.: Já, en sú ákvörðun min
átti sér nokkurn aðdraganda.
Þegar ég var 17 ára fór ég á lýð-
skóla i Sviþjóð, þar sem ég átti
þess kost að læra að vefa og þar
vaknaði áhugi minn á vefnaði fyr-
ir alvöru. Eftir þennan vetur i
Sviþjóð hóf ég svo nám I Mynd-
lista- og handiðaskólanum með
það i huga aö taka fyrir vefnað. t
fyrstu hafði ég allmikinn áhuga á
almennum vefnaði en sá áhugi
minnkaði þegar á námið leiö og
ég ákvaö að leggja eingöngu
stund á myndvefnað. Þegar ég
haföi lokið hinum almenna for-
skóla, vildi svo heppilega til að
textfldeildin var stofnuð við skól-
ann og hóf ég nám i henni um
haustið. Fyrstu kynni mln af vef-
þrykkinu voru I textildeildinni.
Okkur voru kennd viss undirstööu
atriði i vefþrykki en mér fannst
þessi menntun ekki fullnægjandi
og var þvi staðráðin i að fara utan
i framhaldsnám.
G.K.: Nú eru nemendur I lista-
skólum oft ákaflega næmir fyrir
þvi sem er aö gerast I listalifinu i
kringum þá. Hvað er þér minnis-
stæðast úr myndlistalifinu frá
skólaárunum?
Þ.Þ.: Ég veit ekki hvaö skal
segja. Flestir máluðu abstrakt en
þó voru sumir farnir að vinna
figúratifar myndir og dálitiö bar
á poppi.
G.K.: En á þinu sérsviði?
Þ.Þ.: Ég man ekki eftir nema
einum eða tveimur vefsýningum
og viö sáum ekkert tauþrykk
nema það sem viö höfðum gert
sjálfar.
G.K.: Þegar þú hefur lokið
prófi frá Myndlista og handiða-
skólanum sendir þú verk til Kon-
stfackskólans i Stokkhólmi og
færö inngöngu um haustiö. Voru
ekki viðbrigði að koma til Svi-
þjóðar?
Þ.Þ.: Jú, það voru mikil viö-
brigöi, ég komst i miklu nánari
snertingu við vefjarlist. Það var
alltaf eitthvaö um að vera og
miklu meira að sjá af sýningum.
Hvaða áhrifum frá einstökum
listamönnum viðvikur, þá hefur
listakonan Maria Adlercreutz
haft mest áhrif á mig i mynd-
vefnaði. Hún er orðin tölvert
þekkt einkum fyrir myndir sinar
um Vietnam, sem hún hefur beint
eftir fréttamyndum. Myndirnar
velur hún vegna þess að henni
finnst að þær megi ekki gleymast
og þvi festir hún þær i vefinn.
G.K.: Þú leggur stund á mynd-
vefnað og tauþrykk I Konstfack-
skólanum?
Þ.Þ.: Já, nám mitt skiptist
jafnt á milli myndvefnaðar og
vefþrykks auk annarra náms-
greina. En ég lagði sérstaka
áherslu á að kynna mér vef-
þrykkið og tileinka mér sem
mesta tæknikunnáttu á þvi sviöi.
Vefþrykk
G.K.Nú eru eflaust margir sem
r Tl
Þorbjörg Þórðardóttir og nemendur I textildeild Myndlista- og handfðaskóla Islands.
Viðtal við
Þorbjörgu
Þórðardóttur
ekki vita nákvæmlega hvað vef-
þrykk er.
Þ.Þ.: Vefþrykk er ævaforn list-
grein. Talið er, aö það hafi verið
stundað á Indlandi þegar um 3000
árum f. Kr. En fyrstu evrópsku
vefþrykkin urðu til á ítaliu og I
Þýskalandi á 12. öld og var þá
skorið I tréstokk. Siðan þróaðist
þetta á næstu öldum og fyrsti
visirinn að vefspenntum tré-
römmum eins og notaðir eru i dag
varð til á 17. öld. Það var
japanskur prestur sem fann upp á
þvi aö lima lausa munsturhluta á
fint net úr hárum. Siðan voru
gerðar ýmsar endurbætur á
þrykktækninni og i byrjun aldar-
innar var svo endanlega fundin
upp sú tækni, sem notuð er I dag.
G.K.: Þrátt fyrir að vefþrykk
hafi þegar öðlast fastan sess í ná-
grannalöndum okkar, t.d. i Dan-
mörku, Sviþjóö og Finnlandi er
það næstum óþekkt á lslandi.
Hvernig er vefþrykkið unniö?
Þ.Þ.: Fyrst er munstriö unniö i
skapalón og það siðan yfirfært á
vef sem strekktur er á tréramma.
Þrykkliturinn er siðan dreginn
yfir vefinn, þannig aö liturinn
þrýstist gegnum opna hluta
skapalónsins og niður á tauiö. Al-
gengast er að þrykkja á
bómullarefni og notaðir eru sér-
stakir taulitir, sem eru þvott- og
ljósekta.
G.K.: Nú sé ég að flest munstr-
in þin eru unnin úr formum
náttúrunnar, þú hefur t.d. gert
mörg blóma- og fuglamunstur.
Ertu lengi að búa til munstrin?
Þ.Þ.: Það er mjög misjafnt, en
þú segir réttilega að flest munstr-
in séu unnin úr dýra og jurtarik-
inu. Náttúran höfðar mikið til min
og ég byrjaði snemma að vinna
munstur út frá henni. Ég hugsa
mér þessi munstur aðallega fyrir
gluggatjöld og sængurfatnað. En
þaö er ekki siður algengt að
þrykkja géométrisk munstur, þó
að ég hafi sjálf unniö fá slik
munstur. Erlendis tiðkast jafnvel
og þrykkja heilar myndir á tau.
Þá er tauþrykkið oröið að hreinni
myndlist, svipað grafik nema
hvað tauið kemur i stað pappirs-
ins. I fyrstu var litill skilningur á
þessum vefþrykksmyndum, ekki
ólikt og átti sér stað með grafik-
ina hér. En nú hefur oröið
breyting á þessu og vefþrykks-
myndirnar eiga vaxandi vinsæld-
um að fagna.
Myndvefnaöur
G.K.:Hvernig er að vinna sam-
timis og myndvefnaði og vef-
þrykki?
Þ.Þ.: Það á vel við mig. Þetta
eru i rauninni mjög ólikar grein-
ar. öll vinna i kringum vefinn er
miklu rólegri. Þaö eru meiri
hlaup I sambandi við þrykkið.
G.K.: Ég þykist vita að verk
þitt, Lifmunstur konunnar, sem
er á sýningunni á Kjarvalsstöðum
hafi vakið nokkra athygli. Hvað
kanntu að segja okkur um það
verk?
Þ.Þ.: Þegar ég vef lifsmunstur
konunnar á sér stað mikil um-
ræöa um stöðu konunnar i þjóö-
félaginu. Kvennaárið er fram-
undan og auðvitað verðum við
alltaf fyrir áhrifum frá þvi um-
hverfi sem við lifum i. Þessi dæmi
sem sýnd eru i myndinni sjáum
við alls staöar en við megum
heldur ekki gleyma að karl-
maðurinn er lika kúgaður. Enn-
fremur má svo segja að þetta
efni, garnið, hafi verið bundiö
konunni i aldaraðir og mér finnst
fara vel á þvi að túlka hana i það.
G.K.: En þegar þú sjálf velur
þér garnið til að tjá þig með?
Þ.Þ.: Maður er búinn að lifa
með garni og tuskum alveg frá
barnæsku. Þetta er nærtækt efni,
sem allir þekkja, það er hlýtt og
áþreifanlegt. Annars vel ég þetta
efni alveg eins og málarinn velur
oliulitina eöa leirkerasmiöurinn
leirinn.
G.K.: Lífmunstur konunnar er
nokkuð áleitin mynd, hefuröu
hugsaö þér að vinna áfram i þess-
um anda?
Þ.Þ.: Þaö er dálitið erfitt að
segja til um þaö, en ég vona að ég
haldi mig við samtimann.
Starfsaðstaða
G.K.: Hvernig var að koma
heim og fara að starfa sjálfstætt
eftir dvölina i Sviþjóð?
Þ.Þ.: Aður en við förum að tala
um aöstæöur hér heima, langar
mig til að lýsa I fáeinum orðum,
hvernig sænskir textillistamenn,
sem lengi höföu átt erfitt upp-
dráttar vegna einangrunar og
slæmrar vinnuaðstöðu, brugöust
við vandanum með þvi að koma á
fót sameiginlegu verkstæði ásamt
öörum myndlistarmönnum.
Markmiðiö með verkstæðinu var
að búa listamönnum betri aö-
stööu, og þá einkum i sambandi
við stærri verk. Sænska rikiö
veitti styrk til vélakaupa og
Stokkhólmsborg tók að sér
rekstur húsnæðisins fram til árs-
ins 1978. Listamenn i hinum ýmsu
listgreinum, t.d. skúlptúr, kera-
mik og textfl, geta fengiö inni á
þessu sameiginlega verkstæði.
Félagsmenn borga fast ársgjald
og siðan ákveðið á timann með-
an þeir nota verkstæöið. Það er
mjög kostnaðarsamt að koma sér
upp vinnustofu en með tilkomu
verkstæðisins geta til að mynda
nýútskrifaöir nemendur fengið
þar inni og þurfa þvi ekki að gera
hlé á vinnu sinni þegar námi
lýkur. í tengslum við verkstæöið
eru svo galleri þar sem menn
geta jafnóðum komið verkum sin-
um á framfæri. Hjá textillista-
mönnum hefur þetta fyrirkomu-
lag gefist mjög vel og árangurinn
ekki látið á sér standa. Það er
mjög mikil gróska i vefþrykki I
Sviþjóð um þessar mundir og það
má meðal annars þakka þessu
verkstæði. Textillistamenn I Svi-
þjóö eru bjartsýnir á framtiðina
og mér finnst að við hér heima
getum lært heilmikiö af þessu.
G.K.: En vikjum að aöstöðunni
hjá ykkur?
Þ.Þ.: Hún er auðvitað gjörólik.
Við höfum verið mjög einangruð
en með tilkomu Félags textil-
hönnuða, sem stofnað var i
ársbyrjun 1974 stendur þetta til
bóta. Félagiö er hagsmunafélag
en jafnframt er ætlunin að halda
samsýningar á verkum félags-
manna.
G.K.: Hver eru helstu verkefni
textflhönnuða?
Þ.Þ.: Textilhönnun er ung
starfsgrein á Islandi. Nú eru
a.m.k. tveir textilhönnuðir
starfandi i iðnaöinum en flestir
vinna annaö hvort við kennslu eða
sjálfstætt. Við textilhönnuðir
bindum miklar vonir viö að vinna
i samráöi við arkitekta að gerð
áklæða og gluggatjalda, þrykktra
eöa ofinna. 1 nágrannalöndum
okkar hefur tekist gott samstarf
með þessum stéttum og þar fá
textilhönnuöir pantanir frá opin-
berum aðilum og verkefni við
skreytingu nýrra bygginga.
G.K.: Nú þegar þú hefur sjálf
nýlokið við að koma þér upp verk-
stæði og getur hafist handa við að
þrykkja af fullum krafti, hvaða
verkefni eru fram undan?
Þ.Þ.: Til aö byrja með ætla ég
að halda áfram á svipaðan hátt og
hingaö til, teikna munstur og
þrykkja i metratölu.
G.K.:Hvernig ætlarðu og koma
vefþrykkinu á framfæri?
Þ.Þ.: Viö erum tveir textil-
hönnuðir, félagar i hinu ný-
stofnaða Galleri Sólon Islandus i
Aöalstræti. Ætlunin er að hafa
bæði vefþrykk og keramik til
sýnis og sölu I galleriinu ásamt
myndlistarverkum svo sem mál-
verkum, grafik og myndvefnaði,
en það er nýjung hérlendis að
blanda saman listiðnaði og mynd-
list. Við bindum miklar vonir við
galleriið sem eins konar tengilið
milli okkar og almennings og
jafnframt er mikill ávinningur
fyrir okkur að fá tækifæri til að
sýna verk okkar jafnóðum.
G.K.: Hvaöa móttökur hefur
tauþrykkið fengið?
Þ.Þ.: Vefþrykkið er nýkomiö á
markaðinn og þvi hefur ekki
fengist reynsla á þetta ennþá. En
yfirleitt má segja, að fólk sé
býsna sljótt fyrir handunnum
vörum. Ég finn greinilegan mun á
afstööu fólks hér heima og i Svi-
þjóð, þar sem menn eru yfirleitt
hrifnir af öllu handunnu og bera
gjarnan lotningu fyrir handverki.
Það fyrsta sem fólk athugar hér
er verðið en gleymir alveg vinn-
unni sem að baki liggur. En ég er
bjartsýn á aö þetta sé að breytast
og byggi þá skoðun mina á þvi, að
ungt fólk hefur sýnt vefþrykkinu
mikinn áhuga.
G.K.: Þótt aðstæður hér séu að
ýmsu leyti erfiðar, er samt ekki
spennandi að vinna vefþrykkinu
sess á Islandi?
Þ.Þ.: Jú, og þvi fylgja margir
kostir. Þetta er óplægður akur
hér. Við erum nú þegar fjórar -
sem vinnum við vefþrykk að stað-
aldri og alltaf bætast nýir I hóp-
inn. Ég er mjög bjartsýn á að vef-
þrykkiö nái vinsældum hér eins
og annars staöar og fólk muni
læra að meta það.
Guðbjörg Kristjánsdóttir.