Þjóðviljinn - 20.02.1977, Side 16
1 6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. febrúar 1977
Stofnfundurinn 20. febrúar 1902.
Samvinnu-
menn mun
aldrei
skorta
verkefni
Þá á ullar- og skinnaiönaöur viö
þau vandamál aö etja aö vegna
þessarar stööu veröur ekki unnt
aö greiöa nema erlent gangverö
(vrir hráefniö, sem er mjög lágt
og kaupiö er einnig of lágt, eins og
i islenskum iönaöi yfirleitt.
Mikill áhugi er á þvi innan sam-
vinnuhreyfingarinnar aö taka
áfram þátt i uppbyggingu iönaöar
og ánægjulegt samstarf er nú
þegar komiö á milli verksmiöja
Sambandsins á Akureyri og
ýmissa fyrirtækja viösvegar um
landiö.
Samstaðia stéttanna er
styrkur samvinnuhreyf-
ingarinnar
— Nú eru flest kaupfélögin
hvorttveggja i senn félög fram-
leiöenda og neytenda. Hvaö viltu
segja um þaö fyrirkomulag?
— Þaö er aö mlnum dómi aöals-
merkiá islenskri samvinnuhreyf-
ingu aö hún hefur ekki skipst hér
svipaö og viöast annarsstaöar i
framleiðendafélög og neytenda-
félög. Þetta gerir hreyfinguna
sterkari og er þrautreynt aö þaö
hefur ekki i för meö sér nein
vandamál, sem erfitt er aö leysa.
Kaupfélögin væru ekki þau efna-
hagslegu virki byggöarlaganna,
sem þau hafa reynst, ef þaö heföi
oröiö ofan á að kljúfa þau niöur.
Þaö sýnir sig að sterkast er aö
sem flestir standi saman.
Þaö er gott dæmi um þaö hvaö
hagur stéttanna fléttast saman aö
fróöir menn telja, aö umsvif meö-
al bónda viö framleiöslustörfin
leggi nú oröiö til verkefni fyrir
fjóra aöra landsmenn. Þarna
kemur til iðnaður úr hráefnum
landbúnaöarins, úr ull og
skinnum, kjötiönaöur, mjólkur-
iönaöur, slátrum, flutningar,
geymsla og hverskonar viö-
skiptaþjónusta. Svona fléttast
þetta saman, en ekki er þaö
mikil vandvirkni aö kalla þetta
allt i einum bunka þvi óvinsæla
nafni: milliliðakostnað. Þó hefur
maður séð þvflikt. Þessháttar
staöhæfingar eru þó engum til
góös. Þaö verður aö horfa á
kjarnann og stuöla aö skilningi og
samstarfi.
Fræðslu- og félagsstörf
— Þyrfti ekki aö leggja rfliari
áherslu á fræöslu- og útbreiöslu-
störf á vegum samvinnumanna
en gert er?
— Sambandiö rekur skóla,
Samvinnuskólann. Markmiö
hans er aö veita viöskiptamennt-
un og samvinnufræöslu. Gefiö er
út tlmaritiö Samvinnan og frétta-
bréf Sambandsins. Sum kaup-
félögin gefa út blöö og fréttabréf.
Margt annað er gert i fræöslu-
skyni og til þess aö halda sam-
bandi innan hreyfingarinnar svo
sem með námskeiöum o.fl.
Fundahöld eru mjög mikil innan
samvinnuhreyfingarinnar.
Deildarfundir i kaupfélögunum
og aöalfundir aö sjálfsögöu og oft
eru fundir haldnir um einstaka
málaflokka. Mjög náiö samstarf
er á milli Sambandsins og kaup-
félaganna, fundahöld tiö og ráö-
stefnur um einstaka þætti starf-
seminnar. Til dæmis eru haldnir
sérfundir um starfsemi Búvöru-
deildar og Sjávarafurðadeildar.
Mönnum er hinsvegar vel ljóst,
aö þrátt fyir þetta er ekki nóg aö
gert i fræöslumálunum og félags-
legum samskiptum og ber þaö oft
á góma innan samvinnuhreyf-
ingarinnar. Leggja menn rika
áherslu á þessi mál, sem m.a.
sést á þvi, aö fræöslu- og félags-
málin veröa sérmál aöalfundar
Sambandsins, sem haldinn verö-
ur i vor og er gert ráö fyrir aö þau
veröi rædd i öllum kaupfélögun-
um til undirbúnings fyrir aöal-
fundinn.
Áhrifanna kennir víða
— Finnst þér ekki aö sam-
vinnumenn þyrftu að láta til sin
taka á fleiri sviðum þjóölifsins en
þeir gera?
— Sannast aö segja koma áhrif
samvinnunnar, trúin á samtökin
og félagsleg úrræöi afar viða
fram I þjóðfélaginu. Félags-
hyggjan hefur streymt út frá
samvinnuhreyfingunni og sett
sinn svip á margt, sem gert er.
Benda má á dæmi: Bygginga-
samvinnufélögin, nálega allur út-
flutningur sjávarafurða er skipu-
lagður á félagslegum grunni og
nú eru nýlega komin til sam-
vinnufélög iönaöarmanna, sem er
afar merkileg nýjung. Þar er á
feröinni leitin aö sannviröi vinn-
unnar og gæti oröiö upphafiö aö
merkri þróun. Þannig ættu sam-
vinnumenn aö leitast viö aö beita
úrræöum stefnunnar sem allra
viöast.
Getur verið eðlilegt form
— Hvaö viltu segja um þátt-
töku SIS I hlutafélögum?
— Sambandiö ieysir flest verk-
efni sin fyrir sambandsfélögin af
hendi sjálft. Stundum stendur þó
þannig á aö eðlilegt þykir aö leysa
verkefni I samvinnu viö aöra og
hefur þá sá háttur veriö á haföur,
aö mynda hlutafél. um þau verk-
efni. Dæmi tim þetta er Oliufélag-
iö h.f. og Dráttarvélar h.f. Félög
af þessu tagi, sem Sambandiö og
kaupfélögin eiga meiri hluta I,
eru rekin þannig, aö þau þjóna
hag kaupfélaganna og samvinnu-
fólksins, þvi má treysta.
Það er alkunnugt aö Sambandiö
og kaupfélögin eru þátttakendur I
mörgum hlutafélögum viösvegar
um landiö, sem hafa meö höndum
fiskverkun og ýmsar greinar
sjávarútvegs. Þetta er form, sem
viðhaft er, þegar unniö er I sam-
starfi viö aðra.
Fjarstæða
— Hvaö segiröu um þær ásak-
anir, aö SIS sé einokunarhringur?
— Slikar ásakanir er nú tæpast
hægt aö taka alvarlega. Sam-
bandiö er félag kaupfélaganna.
Þau eru öllum opin. Kaupfélögun-
um er stjórnað á lýöræöisgrund-
velli meö persónulegum at-
kvæöisrétti og þau eiga Sam-
bandiö og ráöa rekstri þess. Sam-
bandiö hvorki vill né getur lagt á
ein eöa önnur viöskiftabönn eöa
höft á einn eöa neinn. Samvinnu-
menn óska ekki eftir neinum sér-
réttindum en vilja aö sjálfsögöu
búa viö jafnrétti. Sambandiö vill
reka viöskifti sin og þjónustu i
samkeppni viö þá, sem spreyta
4ig á sömu verkefnum i ábata-
skyni.
Meginmarkmiðið er eitt
— Finnst þér ekki aö verka-
lýöshreyfingin og samvinnu-
hreyfingin ættu aö vinna meira
saman en þær gera?
— Alþýöusambandiö og Sam-
band Isl. samvinnufélaga eru
stærstu almannasamtök lands-
manna. Samvinnuhreyfingin og
verkalýöshreyfingin hafa aö min-
um dómi lagt mest af mörkum til
aö hefja almenning á Islandi, til
sjávar og sveita úr örbirgö og fá-
tækt til bjargálna. 1 þessu mikla
verki og baráttu hafa þessi sam-
tök orðiö samferöa. Þaö breytir
ekki þessu þótt ; árekstrar hafi
ýmsir orðiö á þessari löngu og
erfiöu leið.
Mikla áherslu ber aö leggja á
aö sambúö þessara fjöldahreyf-
inga geti oröið sem best og far-
sælust. Skiftir þar afar miklu aö
gera sér ljósa grein fyrir þvi, aö
þær hafa hvor um sig sinu sér-
staka hlutverki að gegna. Verka-
lýöshreyfingin hefur kaupgjalds-
baráttu meö höndum en sam-
vinnuhreyfingin leitast viö
aö vinna aö þvi, meö margvisleg-
um rekstri og þjónustu, aö mönn-
um veröi sem mest úr sinum tekj-
um, og sem betur fer stendur fólk
saman aö þvi starfi á hennar veg-
um til sjávar og sveita.
Þaö er öllum til farsældar aö
gera sér glögga grein fyrir þessu
og þá jafnframtaö ekki má ætlast
til annars og meira af samtökun-
um en meö sanngirni má teljast
réttmætt eftir starfssviöi hvors
um sig.
Samvinnufélögin hafa sitt eigið
vinnumálasamband, sem er
óháö. Á Noröurlöndunum hinum
hafa þessi sambúðarmál sam-
vinnu- og verkalýöshreyfingar
verið leyst þannig, aö samvinnu-
félögin hafa gengiö inn i þá samn-
inga, sem geröir hafa veriö viö
aöra og þvi engin átök oröiö. Sá
háttur hefur ekki þótt tiltækilegur
hér.
Allt kapp veröur á þaö aö leggja
aö leysa þessi mál farsællega og á
þá lund, aö sem minnstum vand-
kvæöum valdi i sókn þessara þýö-
ingarmiklu samtaka meö skyld-
um eöa sameiginlegum mark-
miöum.
Einstök dæmi
sanna ekkert
— Nú er gjarnan vitnaö til þess
aö stundum sé unnt aö fá ein-
hverja vöru ódýrari hjá öörum en
samvinnufélagi og er þaö þá talin
sönnun fyrir óþarflega hárri á-
lagningu hjá viökomandi félagi.
Hvaö segir þú um þaö?
— Ekkert bendir tíl þess aö
hægt sé aö kaupa vörur til lands-
ins meö hagkvæmara móti en
Sambandinu tekst aö jafnaöi.
Einstök dæmi segja hér harla lit-
iö. Þar geta komið til verösveifl-
ur, sérstök tækifæriskaup o.s.frv.
Þaö er sú langa reynsla, sem hér
sker úr og án efa er hún sam-
vinnuhreyfingunni mjög hagstæö.
I samvinnuhreyfingunni ér leitað
aö sannvirði i viöskiftum og veröi
tekjuafgangur er honum úthlutað
i samræmi viö viöskifti eöa hann
er lagöur fyrir til aö styrkja fé-
lagsskapinn og er þá sameign
manna.
Gagnkvæmur áhugi
aðalatriðið
— Aliturðu að sambandiö milli
forystumanna hreyfingarinnar og
hins almenna félaga sé eins náiö
og trútt og áöur fyrr?
— Um þetta er ekki gott aö
dæma. Hér kemur til hjálpar að
kaupfélögin og Sambandiö eru
viöskiftastofnanir og ákvaröanir
stjórnendanna, kjörinna eöa ráð-
inna, koma fram I viöskiptum og
framkvæmdum. Þær fara sem sé
ekki fram hjá neinum. Þarna
veröa þvi tengsl af þessu tagi og
sú vitneskja og þekking á starf-
seminni, sem fæst á þennan hátt
er grundvöllur aö þvi aö láta aö
sér kveöa um reksturinn og fram-
kvæmdirnar, ef menn skortir ekki
áhugann til þess.
Að gera lifið flókið
— Finnst þér ekki áhugi manna
á samvinnumálum hafa þorriö á
siöari árum og hver er þá skýr-
ingin?
— Sjálfsagt er áhuginn ekki
eins brennandi og var á meöan
menn voru aöþrengdari efnalega
og viöskiftalega. Þaö á sér llklega
einnig aö einhverju leyti þær ræt-
ur aö menn hugsi sem svo, aö
þarna sé nú kaupfélagiö og Sam-
bandiö og þetta gangi sæmilega
þótt hann eöa hún fari ekki á fundi
eða vasist i viöskiftamálum og fé-
lagsmálum og svo sé nú þessi eöa
hinn, sem óhætt sé að treysta til
aö fylgjast meö og gera athuga-
semdir, ef meö þarf.
1 ýmsum sveitum eru deildar-
fundir kaupfélags stórviöburöir
enn i dag eins og áöur og félagslif
æöi mikið i kaupfélögunum. I öör-
um byggöarlögum er ekki sömu
sögu aö segja og ég held, aö sann-
ast sagna sé þetta erfiöast i þétt-
býlinu. Það sýnist svo margt, sem
þarf aö sinna. Menn gera lifiö svo
flókiö. Sist ættu menn þó aö láta
þaö bitna á þeim félögum, sem
fjalla um þeirra eigin afkomu.
Eins og ég gat um áöan er ætl-
unin aö taka félagsmál sam-
vinnuhreyfingarinnar til umræöu
i öllum kaupfélögum i vor, til
undirbúnings aöalfundi Sam-
bandsins. Vonandi finnum viö
nýjar leiöir eöa þá eldri leiöir,
sem viö höfum ekki fariö um
skeiö, til þess aö efla félagslif i
samvinnuhreyfingunni.
öndvert við það/
sem áður var
— Hvaö segirðu um þátttöku
starfsmanna I stjórn SIS og kaup-
félaganna?
— Hér i gamla daga voru menn
svo hræddir um aö kaupfélögin
yröu i raun „félög starfsfólksins”
Framhald á 30 siðu
Hús Sambandsins, Hamragaröar, þar sem Jónas Jónsson frá Hriflu
bjó, var að honum látnum gert aö félagsheimili starfsfólks. Þar er
einnig skrifstofa LIS, Landssamband islenskra samvinnustarfsmanna,
sem var stofnaö 2. september 1973. Sama dag tók Starfsmannafélag
Sambandsins i notkun fyrstu oriofshúsin i nágrenni Bifrastar.
Rætt við Eystein Jónsson, formann SÍS á 75 ára afmæli þess