Þjóðviljinn - 20.02.1977, Qupperneq 31
Sunnudagur 20. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐÁ 31
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
fi „
Ragna Björt er nýorftin fjögra ára og hiln á heima i Fiúöaseli 76 i Reykjavik. Hún sendi
Kompunni nokkrar bráftskemmtilegar mynd ir. Hérna er ein þeirra. Þetta er ekki mynd af
Rögnu Björt sjálfri. Uss, nei! Þetta er TRÖLLSKESSA.
Hinar myndirnar koma i næstu blöftum.
Bókafrétt
Út er komin bók sem
Kompan vill benda les-
endum sínum á að eignast
og lesa vel. Bókin er eftir
danskan höfund, Bente
Hansen, og kom fyrst út í
Danmörku 1971. Hún heit-
ir Kapitalismi — Sósíal-
ismi— Kommúnismi, bók
fyrir börn og fullorðna.
Starfshópur Alþýðu-
menningar, Reykjavík,
þýddi bókina og gaf út.
Myndagáta
Þessa ágætu mynda-
gátu bjó 11 ára strákur til
um nafnið sitt. Gátan er
talsvert snúin, og um-
sjónarmaður Kompunnar
gat ekki ráðið hana
hjálparlaust. Til nú að
koma ykkur aðeins á
sporið, þá heitir strákur-
inn tveimur nöfnum, sem
bæði minna okkur á gull-
öld rómverja, þótt þau
séu algeng íslensk karl-
mannsnöfn.
í næstu viku fáið þið
svo að vita ráðninguna.
Oft senda krakkar ráðn-
ingar til Kompunnar og í
síðustu viku kom ráðning
frá Finni Einarssyni.
Efstasundi 61. Kannski
getur hann ráðið þessa
líka?
Myndina af draugnum vift kvæfti Dags Leifs teiknafti Hjörtur, sex
ára bróftir Dags Leifs. Hjörtur teiknafti lika þessa mynd af draug og
púka. — Draugurinn er fyrir ofan, hann er í góftu skapi, þvi þaft er
sólskin hjá honum og hann ætlar aft fara aft éta rjómatertu, hún sést
á myndinni. Púkinn er fyrir neftan, hann er i vondu skapi, þvi hann
er aft fcrftast i kafaldi. — Kompan þakkar þeim bræðrum kærlega og
sendir þeim og öllum krökkum á Flateyri kærar kveftjur. Gaman
væri aft fá fleiri bréf þaftan. ,
Draugurinn
Ég er draugur
ég er vofa
ég er dauður
ég drapst í kofa
Ég var hengdur eins og hundur
Margur er flengdur og skorinn sundur.
Þessi minning var skrifuð niður í bók,
svo yrði hún þar geymd.
Einhver maður bókina tók
svo nú er hún gleymd.
Leifur Dagur, 12 ára.
Flateyri
MYNDASAGA
eftir Kjartan Arnórsson (12 ára)