Þjóðviljinn - 08.03.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.03.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 8. mars 1977 Hjúkrunar- frædingar Sjúkrahús Húsavíkur óskar að ráða nú þegar hjúkrunarfræðinga. Húsnæði i boði. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og forstöðukona i simum 96-41333 og 96-41433. jSjúltrobúsið í Húsflvík s.f. Símar: 4-14-11 og 4-13-33 HÚSAVÍK Tilboð óskast i gatnagerð, lagningu holræsa, vatns- og hitaveitulagna i nýtt hverfi i Seljahverfi i Reykjavik. Hverfið liggur austan Grófarsels og sunnan Flúða- sels. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 20.000.- kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 23. mars n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Deildarmeinatæknir Óskum að ráða til starfa deildarmeina- tækni. Vel kemur til greina að t.d. tveir skipti þessu starfi með sér. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Reykjavikurborgar og Reykjavikurborgar. Umsóknir sendist til framkvæmda- stjóra, sem gefur nánari upplýsingar. Heilsuverndarstöð Reykjavikur r Hjúkrunarfélag Islands FUNDUR verður haldinn i Reykjavikurdeild HFí miðvikudaginn 9.3. 1977 kl. 20:30 i Glæsi- bæ, niðri. Fundarefni: Kynntir verða frambjóð- endur til formannskjörs. Stjórnin. Blikkiðjan Garðahreppi önnumst þakrennusmíði og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 Tökum upp harðari og breytta stefnu Almestu kjaraskeröingar sem duniö hafa yfir Nú þegar tæpir 2 mánuöir eru þar til samningar verkalýösfé- laganna renna út er ekki óeöli- legt aö hugaö sé aö þvi hvaö tek- ur viö. A þessu tlmabili sem samningar hafa gilt hefir al- menningur oröiö aö þola þær al- mestu kjaraskeröingar, sem yf- ir þetta land hafa duniö. Kaup- máttur launa hefir minnkaö svo mikiö aö þaö er nánast útilokaö aö nokkur maöur geti lifaö af launum sinum. Stjórnvöld hafa gengiö á undan Þaö sorglegasta er aö stjórn- völd hafa gengiö á undan i þvi aö hækka verö á allri þjónustu og I rauninni allt vöruverö. Þessar staöreyndir gera þaö aö verkum aö verkalýösfélögin veröa aö taka upp nýja starfs- háttu. Ég tel útilokaö aö taka mark á afskiptum stjórnvalda i næstu kjarasamningum nema aö til komi beinir samningar viö þau um hvert einstakt atriöi fyrir sig og ekki veröi litiö á yf- irlýsingar frá þeim sem hluta af samningunum sjálfum. Ég segi þetta af þvi aö reynslan af fyrri vinnubrögöum er neikvæö eins og siöasta samningatimabil ber ljóslegan vott um. Marktækar upplýsingar Samninganefnd okkar veröur aö hafa aö leiöarljósi þá reynslu sem hvert láglaunaheimili hef- ur fengiö á siöustu mánuöum. Viö veröum aö taka upp miklu haröari stefnu i þvi aö tryggja kaupmátt launa okkar um næstu framtiö. Þaö gefur aö skilja aö umræöuefni á vinnu- stööum þessar vikurnar er fyrst og fremst hvernig verkalýös- hreyfingin eigi aö bregöast viö i komandi samningum. Stjórn- völd hafa gengiö of langt. Viö veröum aö gera þá kröfu aö allir samningar veröi byggöir á þeim upplýsingum, sem eru mark- tækar, ekki á útreikningum sem ekki standast, eins og siöast. Otreikningar þjóöhagsstofnun- ar til aö blekkja og rugla Viö tölum um þetta úti á vinnustööunum og okkur ber samanum,hvarfflokkisem við stöndum, aö útreikningar Þjóö- hagsstofnunarinnar séu á borö bornir til að blekkja og rugla fólk og stjórnvöld hafi notfært sér þaö til fullnustu aö vernda einstaka þjóöfélagshópa til aö skapa þeim meiri gróöamögu- leika. Skal ég nefna kaupsýslu- stéttina að fasteignabröskurun- um meötöldum. Viö tölum um þaö fóikiö á vinnustööunum Viö tölum um þaö, fólkiö á vinnustööunum, hvaöa pólitisku skoöanir sem viö höfum, hvaö hin svokölluöu stjórnvöld taka stóran hluta af launum okkar til sin, viö bendum á 20% söluskatt, við bendum á 18% vörugjald. Viö bendum á hina geysiháu vexti samfara visitölu á hús- næöismálalánin. Við bendum á rosalega hátt rafmagnsverö á sama tima og stóriöjan borgar skít á priki. Viö bendum á beinu skattana, hvaö þeir eru háir miöaö viö tekjur okkar. Viö vit- um vel aö þessi stjórnvöld hafa beinlinis gert i þvi aö láta lág- launafólkiö borga skattana fyrir stórlaxana og fyrirtæki þeirra. Viö tölum um hækkanakerfi sem i gildi e r á búvörum, hversu óréttlátlega þaö kemur niöur á láglaunafólkinu. Viö ræöum um þá framsýni verkalýösfélagana 1964 þegar samiö var um byggingu 1250 ibúöa á höfuöborgarsvæöinu en viö sjáum um leiðhvernig borg- arstjórnarmeirihlutinn hefir nýtt sér þessa aukningu á ibúöareign láglaunafólksins i Reykjavik meö þvi aö hækka fasteignagjöld frá ári til árs. Nú er svo komið aö þessar hækkan- ir frá 1968 nema mörghundruö prósentum. Viö brosum þegar við hlustum á fréttir af viöurkenningu stjórnvalda á þessari ægilegu dýrtið meö þvi að hækka hús- næðismálalán um nokkur hundruö þúsund krónur en spyrjum um leiö hvernig á blessað fólkiö aö standa undir afborgunum og vöxtum af þeim meö launum sinum i dag. Semjið númer eitt fyrir heimilin Þannig talar fólkiö úti á vinnustööunum og niöurstööur þess liggja fyrir. Þaö gerir þessar höfuökröfur til okkar manna: Takiö varlega öllum út- reikningi á þjóðartekjum og út- gjöldum frá þessari Þjóöhags- stofnun og hafið heimilisreikn- inga frá okkur aö leiöarjósi. Semjiö númer eitt fyrir heimil- in. Þiö veriö aö tryggja okkur þann kaupmátt launa sem viö þurfum til aö lifa af. Þar dugar enginn undansláttur. Geriö kröfur fyrir okkur um aö tekiö veröi fullt tillit til þess aö við fá- um aö iifa i manneskjulegu þjóöfélagi. Bendiö á aö ef viö er- um númer 1 þjóöskránni þá er- um viö stórt númer úti á vinnu- markaö'hum og aö okkar veröur oröið 1. mai næstkomandi. Okkur er full alvara Aö lokum þessi orö til Geirs Hallgrimssonar, Ólafs Jó- hannessonar og þeirra stuön- ingsmanna. Sjáiö sóma ykkar i þvi aö segja af ykkur og gefiö fólkinu sem þiö eruö búnir aö þrautpina siðastliöin 3 ár, tæki- færi til að dæma verk ykkar og þá getiö þiö máski skilið ögn betur þessar umræöur okkar úti á vinnustööunum og þá sést aö okkur er full alvara. Kristvin Kristinsson VERÐLAUNAGETRAUN Hvað heitir skipið? B Nú hefst fimmta vikan I verö- launagetraun Þjóöviljans Hvaö heitir skipiö? Aö þessu sinni eru númer skipanna 21-25 og ef þú veist rétt nöfn þeirra geturöu sent lausnirnar til Póstsins, Þjóöviljanum Siöumúla 6 og átt þá möguleika á verölaunum. Getraunin er alla daga nema sunnudaga. Verölaunabókin I þessari viku er öldin okkar 1951-1960 sem bókaútgáfan Iöunn gefur út. Dregiö veröur úr réttum lausn- um. Eitt af oliufélögunum átti þetta skip.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.