Þjóðviljinn - 08.03.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.03.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Erlendar fréttir í stuttumáli Oröaskak um sovésk mannréttindi hjá SÞ Genf 7/3 reuter — a fundi mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna I dag kom til nokkurra orðaskipta milli fulltrúa Sovét- rikjanna og Bandarikjanna vegna tillögu þess slðarnefnda um að nefndi aflaði upplýsinga um líðan sex andófsmanna. Aðalfulltrúi Sovétrlkjanna, Valerian Zorin, barði i borð sitt og sagði bandariska fulltrúanum, Allard Lowenstein, aö sovésk mannréttindamál kæmu honum ekkert við. Hann sakaði Lowen- stein um afskipti af innanrikismálum Sovétrikjanna og kvað hann vera að vekja upp draug kalda strlðsins meö þessari til- lögu. I tillögu Lowenstein var stungið upp á þvl aö nefndin sendi sovésku stjórninni skeyti þar sem farið væri fram á upplýsingar um sex nafngreinda andófsmenn. Lowenstein kvaöst hafa kom- istyfir skýrslu þar sem segði t.d. að einn andófamannanna, gyð- ingurinn Mikhail Shtern, mætti hlrast i klefa sem væri aöeins 60x90 sm. og að út úr veggjum hans stæðu járnstengur sem neyddu hann til að vera I fósturstellingu. Lowenstein dró siðar tillöguna til baka. Kvaðst hann hafa rætt við fulltrúa nokkurra rlkja sem hefðu ekki viljað lenda i opinni atkvæðagreiðslu um hana. Sumir höfðu einnig látið I ljós þá skoðun aö tillagan markaði endalok spennuslökunar i heiminum (detente). Spánn: Leyfö jjárhœttuspil Madrid 7/3 reuter — Spænsk stjórnvöld hafa aflétt banni á fjár- hættuspilum sem verið hefur I gildi i liðlega háífa öld. Er vonast til þess að þessi ákvörðun muni auka ferðamannastrauminn til landsins og hafi þannig ják'væð áhrif á slæma greiðslustöðu landsins gagnvart útlöndum. Búist er við að árlega muni þetta draga inn I landið uþb. 500 miljónir dollara. Auk þess mundi sparast gjaldeyrir sem svarar til uþb. 8 miljóna dollara en álitið er að spánverjar eyði þeirri upphæð árlega I frönskum spilavitum. Slðan 1924 hafa öll f járhættuspil verið bönnuð nema ríkisrekið happdrætti, knattspyrnugetraunir og happdrætti til styrktar blindum. 1 tilkynningu stjórnarinnar i dag segir að þetta bann hafi ekki megnaö að koma í veg fyrir að menn iðkuðu f járhættu- spil, það væri gert á laun og af þvl stafaði enn meiri hætta en ef það væri löglegt og iðkað fyrir opnum tjöldum. Búist er við að ekki verði leyft að setja upp nema 6 eða 7 spila- vlti og verði þau i Madrid og helstu feröamannabæjunum. Um- sóknir um rekstur spilavita fóru að streyma inn strax eftir að til- kynnt var um afnám bannsins. Ein þeirra kom frá borgarstjórn Sevilla sem vildi breyta kaupstefnuhöll borgarinnar I spilavlti og nota ágóðann til að standa unir hallarekstri borgarsjóðs. Tyrkland: Pólitískar óeirðir Islamabad 7/3 reuter — Ekki færri en fjórir hafa látist og 500 særst I óeirðum sem urðu vlða i pakistan I dag en þar eru al- mennar þingkosningar i dag. Lögrelga og her stóðu á verði á mörgum stöðum i Karachi, stærstu borg landsins, en þar urðu átökin hvað hörðust. Það eru einkum stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar (PNA) sem átt hafa upptökin að óeirðunum en þeir hafa sakað stjórnar- flokkinn (PPP) um kosningasvik. Til dæmis voru þrettán lög- regluþjónar barðir af æstum múg sem hélt þvl fram að þeir leyfðu mönnum sem ekki hafa kosningarétt eða eru búsettir I öðru kjördæmi að kjósa. Fyrstu tölur bentu til þess að PPP undir forystu Zulfikar Ali Bhutto forsætisráðherra vinni auöveldan sigur og bæti viö sig þingsætum. Er talið óllklegt að PNA fái fleiri en 40 af 181 þing- sæti sem um er kosið. PPP hefur þegar tryggt sér 19 þingsæti þvl þar var sjálfkjörið. Verður efnt til kosn- inga í Belgíu? Briissel 7/3 Reuter — Almennt var I dag búist við þvl að boðað yrði til þingkosninga i Belgiu áður en kjörtimabil þess þings sem nú situr rennur út. Astæöan er sú aö Leo Tindemans forsætisráöherra frestaði því að halda ræðu um framtið minnihlutastjórnar sinnar en hana hugðist hann halda I þinginu I dag. Herma fréttir að hann hafi setið fundi meö leiðtogum samstarfsflokka sinna i dag. A fimmtudaginn rak Tindemans einn flokkinn — Rass- emblement Wallon sem er flokkur frönskumælandi manna úr stjórninni sem við þaö missti meirihluta sinn á þingi. Astæðan var sú að RW neitaöi aö styöja stjórnina I atkvæðagreiðslu um fjárlög. Kjörtlmabilinu á ekki aö ljúka fyrr en að ári. [ Jarðskjálftinn í Rúmeníu Tala látinna komin yfir eitt þúsund Búkarest pg Genf 7/3 reuter — Tala látinna af völdum jarðskjálftans mikla í Rúmeníu sl. föstu- dag er nú komin yfir 1.000 en óttast er að hún eigi eftir að hækka enn um nokkur þúsund. Margir eru enn grafnir í húsarústum. Víðtækt björgunarstarf er nú i gangi og taka 100 þúsund manns, þar af nokkur þúsund hermanna, þátt i þvi að sögn blaðsins Scinteia sem er málgagn kommúnistafiokks landsins. Fengnir hafa verið leitarhundar frá Sviss til að ieita i rústunum. Auk þeirra látnu er vitað um 5 þúsund manns sem urðu fyrir slysum i jarðskjálftanum sem mældist 7.2 stig á Richters- kvarða. Skemmdirnar eru mestar I höfuðborginni, Búkarest, og i borginni Ploiesti sem er 35 km. fyrir norðan borgina. I Ploiesti er miðstöð oliuvinnslu rúmena og þar eru auðugustu oliulindir á meginlendi Evrópu. Auk mann- 3 tjónsins hefur landið þvi orðið fyrir alvarlegu áfalli i efnahags- málum. Til dæmis er meira en helmingur 70 iðjuvera i Ploiesti skemmdur og mörg óstarfhæf með öllu. Olluvinnsla stöðvaðist I tvo daga en er nú komin af stað aftur. Hins vegar hafa miklar skemmdir orðið á ýmsum mann- Framhald á bls. 18 Viðurkenna sov- étmenn EBE? Briissel 7/3 Reuter — Viðræður sovétmanna og Efnahagsbanda- lags Evrópu um fiskveiðiréttindi sovétmanna i 200 mflna efna- hagslögsögu bandalagsins steyttu I dag á fyrsta steininum. Að sögn embættismanna EBE neitaöi sjávarútvegs- ráöherra Sovétríkjanna, Alexander Ishkof, að semja við bandalagið sem slikt. Litið var á það að sovétmenn féllust á að ræða við EBE um fiskveiöimál sem viðurkenningu þeirra á bandalaginu en i dag kvðust sovétmenn vilja semja við hvert aöildarriki bandalagsins fyrir sig. Annað ágreiningsatriði er það að sovétmenn vilja að inn I væntanlegan samning verði bætt viðurkenningu EBE á hefðbundnum rétti sóvéskra fiskimanna til veiða i landhelgi bandalagsins. Engin slik klásúla er I þeim samningsdrögum sem forsætisnefnd EBE lagöi fram I upphafi viðræðnanna viö sovétmenn. B$ gl O Simca 1307/1508 nýjasti og glæsilegasti bíllinn frá Chrysler í Frakklandi, var valinn bíll ársins í Evrópi) 1976. Simca 1307/1508 hefur ekki fengist afgreiddur til íslands fyrr en nú, vegna gífurlegrar eftirspurnar á meginlandinu. Bíllinn er fimm manna og. með fimm hurðir, þannig að breyta má honum í stationbíl á nokkrum sek- úndum. Þú getur valið um 1294 cc eða 1442 cc vél, sem hefur vakið athygli fyrir litla benzín notkun, en mikinn kraft. 1 bílnum er glæsi- leg innrétting. hituð afturrúða, kraft- mikil miðstöð, elektrónísk kveikja, og ýmislegt fleira er fáanlegt eins og t.d. rafmagnsrúðu-upphalarar, litað gler, framljósaþurrkur og stereojhátalarakerfi. Fyrstu sendingarnar uppseldar, tryggið yður bíl úr næstu sendingu. SimtB 13D7-5II1UH1508 Þú ert besti dómarinn í gæðamáli Simca 1307/1508 — aðrir hafa sagt að þetta sé bíll morgundagsins. Irökull hf. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.