Þjóðviljinn - 08.03.1977, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 08.03.1977, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 8. mars 1977 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 17 útvarp Bréf Rósu Luxemburg Giesela May les „A hljóðbergi” i kvöld, kl. 23.00 verður lesið úr bréfum þeim, sem Rosa Luxemburg skrifaði i fangavist sinni á dög- um heimsstyrjaldarinnar fyrri. Rosa Luxemburg hafði verið handtekin fyrir andstöðu gegn striösrekstrinum árið 1915 og varð að afplána eins árs fanga- vist. Nokkrum mánuðum eftir að henni hafði veriö sleppt var hún svo enn handtekin, 1916. Rosa Lusemburg (1871-1919)) sat iðulega I fangelsum fyrir byltingarstarfsemi slna. Þessi mynd er tekin af henni, þegar hún hafði verið handtekin I Pól- landi árið 1906. . Gisela May I fangelsinu ritaði hún mikinn hluta af greinum þeim, sem nefndar hafa verið „Spartakus- bréfin,” og undir dulnefninu „Junius” skrifaði hún hinn kunna bækling „Kreppu sósial- demókratismans,” en þar var um að ræða fyrstu róttæku skil- greininguna á stöðu þýsku verkalýðsstéttarinnar I styrj- öldinni. Bæklingurinn vakti mikla athygli I Þýskalandi og víða um lönd og hafði mikiö gildi fyrir skipulagningu byltingarafla innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þegar nóvemberbyltingin 1918 var gerö var Rósa Luxem- burg látin laus og helgaöi hUn sig nU baráttunni af alefli og sinnti ritstjórnarstörfum við „Rauöa Fánann” ásamt Karli Liebknecht. HUn var fremst I flokki á þingi þýska kommUn- 1 dag kl. 14.30 veröur á dagskrá útvarps þátturinn „Spjall frá Noregi,” en að þessu sinni verður fiuttur fyrri partur af samantekt Ingólfs Margeirssonar um starfsemi neðanjaröarblaða i Noregi. Andspyrna norðmanna á hernámsárunum var öll hin frækilegasta og þess verð að vera I minnum höfð. A myndinni sést hluti innrásar- flota þjóðverja á leið til lands, 1940. istaflokksins árið 1918, þar sem hUn ræddi stjórnmálaástand i landinu og verkefni flokksins. Skömmu eftir að stjórn sóslal- demókrata hafði kæft janUar- uppreisnina, var Rosa Luxem- burg, ásamt Karli Liebknecht, myrt af hvitliðaflokkum, þ. 15. jan. 1919. 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðni Kolbeinsson les söguna af „Briggskipinu Blálilju” eftir Olle Mattson (24). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Gyorgy Sandor leikur á pianó „Tuttugu svipmyndir” op. 22 eftir Sergej Prokofjeff / Pierre Penassou og Jacqueline Robin leika á selló og planó „Imaginées” II eftir Georges Auric og NoktUrnu eftir André Jlivet / Borodln- kvartettinn leikur Strengja- kvartett nr. 11 i f-moll op. 122 Dmitri Sjostakovitsj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Spjail frá Noregi. Ingólfur Margeirsson tekur til meðferðar starfsemi neðanjarðarblaða á stfiös- árunum. Lesari með honum: Börkur Karlsson. Fyrri þáttur. (siðari þáttur á dagskrá á föstud. kemur) 15.00 Miðdegistónleikar Arthur Grumiaux og Lamoureux-hljómsveitin leika Fiðlukonsert I d-moll nr. 4eftir Niccolo Paganini: Franco Gallini stjórnar. Fllharmoníusveitin I Vin leikur Sinfóniu nr. 81 h-moll, „Ófullgeröu hljómkviðuna” eftir Schubert: Istvan Kertesz stjórnar. Gisela May, sem hingað kom fyrir skömmu og söng lög við ljóð Bertold Brechts I Þjóðleik- hUsinu við mikla hrifning viðstaddra, er upplesari bréfa Rosu Luxemburg I kvöld og gefst hér færi á aö kynnast enn einni hlið á snilld þessarar ágætu listakonu. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.20 Popp 17.30 Litli barnatiminn GuðrUn Guðlaugsdóttir stjórnar timanum. 17.50 A hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Frétt.aauki. Tilkynningar. 19.35 Hver er réttur þinn? Þáttur I umsjá lögfræð- inganna Eirlks Tómassonar og Jóns Steinars Gunn- laugssonar. 20.00 Lög unga fólksinsSverrir Sverrisson kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum. Hjálmar Arnason og Guðmundur Árni Stefánsson sjá um þáttinn. 21.30 Einsöngur I útvarpssal: Elisabet Erlingsdóttir syngur lög eftir Þórarin Jónsson og fimm ný lög eftir Herbert H. AgUstsson. GuðrUn A. Kristinsdóttir leikur á planó. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (26) 22.25 Kvöldsagan: „Sögukaflar af sjálfum mér” eftir Matthias Joch- umsson tíils Guðmundsson les Ur sjálfsævisögu hans og bréfum (4) 22.45 Harmonikulög Will Glahe leikur. 23.00 A hljóðbergi. Or fangelsisbrefum Rósu Luxemburg. Gisela May les á frummálinu. 23.30 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór rekur 5 skák. Dagskrárlok um kl. 23.50. ur framhaldsmyndaflokkur. Kaldar kveðjurÞýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.20 Utan úr heimiÞáttur um erlend málefni. Umsjónar- maður Jón Hákon MagnUs- son. 22.50 Dagskrárlok 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skákeinvigið 20.45 ÞingmálÞáttur um störf , Alþingis. Umsjónarmaöur Haraldur Blöndal. 21.30 Colditz Bresk-bandarlsk- Útför Jónasar Fr. Guðmundssonar verður gerð í dag t dag klukkan 3 fer fram frá Fossvogskapellu útför Jónasar Fr. Guðmundssonar, verka- manns, Hringbraut 80 I Reykja- vik. Jónas var fæddur 30. mars 1894 og var því tæplega 83 ára, er hann lést þann 27. febrúar s.l. Jónas Fr. Guðmundsson var verkamaður hjá Eimskip frá 1916-1970. Hann sat I trúnaðarráöi Dagsbrúnar i 30 til 40 ár, og hafa fáir eða engir átt þar sæti lengur en hann. Þjóðviljinn vottar þessum látna verkamanni virðingu sina og að- standendum hans samúð. Þér, vinur kæri, klökk við burtför þina við knýta vildum munarblómasveig. En orðin vilja megni og merki týna við minninganna fagran gróðurteig. Þú komst með yl og kærleiksgeisla bjarta. Þú komst að fylla tóm og græða sár. Við fundum slá þitt hlýja föðurhjarta. Þin hönd var fús að þerra sérhvert tár. Nú kveðjum við og þökkum þina kynning. Já, þökkum allt, þú reyndist oss svo vel. Við biðjum Guð að blessa þina minning, þig birtu dýrðar gleðja. — Farðu vel. N.N. TILKYNNING Þeir, sem telja sig eiga bila á geymslu- svæði „Vöku” á Artúnshöfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 15. mars n.k. Hlutaðeig- endur hafi samband við afgreiðslumann „Vöku” að Stórhöfða 3, og greiði áfallinn kostnað. Að áðumefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir, á kostnað og ábyrgð eigenda á sorphauga, án frekari viðvörunar. Reykjavik, 3. mars 1977, GATNAMALASTJÓRINN I REYKJAVIK Skúlatúni 2 — Simi 18000 HREINSUNARDEILD Félag Járnidnadarmanna F ramhaldsaðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 10. mars 1977 kl. 8:30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs uppi. Dagskrá: 1. Reglugerðir styrktarsjóða. 2. Lagabreytingar 3. Kjaramálin og uppsögn kjarasamninga 4. Önnur mál. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.