Þjóðviljinn - 11.05.1977, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 11. mai 1977
Skrifiö — eöa hringið í síma 81333
Umsjón: Guðjón Friðriksson
GEGN OKRURUM
Mér flaug i hug a6 senda ykk-
ur nokkrar linur, þegar ég sá
frétt i sjónvarpinu um mismun-
andi verö á vörum i verslunum i
Reykjavik.
Samkvæmt könnun verðlags-
eftirlitsins reyndist munurinn á
lægsta og hæsta vöruv. sömu
vörutegundar (reiknað eftir kg.
á 21 vörutegund) allt að þrefald-
ur, og i flestum tilfellum meiri
en tvöfaldur: i fréttinni var þvi
beint til neytenda að athuga bet-
ur sinn gang, hvað varðar mis-
munandi verð sömu vöru. Slik
áminning er vist meira en þörf,
þvi það er næsta grátlegt hversu
verðskyn almennings hér á
landi er litið, þö ef til vill sé það
að^nokkru skiljanlegt, þar sem
nær heil kynslóö hefur vaxið upp
við óðaverðbólgu, sem slævt
hefur tilfinningu manna fyrir
vöruveröi svo, að óviöa held ég
menn geri sin daglegu matar-
innkaup jafn „yfirvegunarlaus-
ir” á verðið eins og hér á landi.
1 vetur var nokkuö rætt um
„óeðlilegt” verö á innfluttri
vöru miðað við verð á sömu
vöru i Englandi. Eitthvað virt-
ust kaupmenn hafa óhreint i
pokahorninu, þótt þeir ryddust
reyndar i sjónvarpið til þess að
hvitþvo.sig. Ekki fannst mér
málflutningur þeirra beysinn,
og afhjúpaði þá reyndar, sem
hreina okrara. Það eitt, að
mannafiflin skuli hafa vogað sér
að bera svo gagnsæja lygi á
borð fyrir islenska neytendur,
sýnir að þessir menn telja sig
Rís hér röö af nýbyggingum?
Skv. skipulagi sem samþykkt hefur verið f skipulagsnefnd Reykjavikurborgar eiga að rlsa allmargar
nýbyggingar á l.andakotstúni. Eins og von er list vesturbæingum ckki alls kostar á þessa nýbreytni og
hafa nú margir snúist til varnar. Þeir benda á að þetta tún sé siðast opinna, grænna svæða I gamla Vest-
urbænum og þvi full þörf á að hlffa þvi. Hitt er annaö mál að túnið hefur verið i vanhirðu I mörg ár og full
þiirf á að gcra þar bragarbót á. Máliö er nú í höndum borgarráös.
Vöruverð i verslunum cr ótrúlega misjafnt.
hafa kaupandann alveg i vasan-
um, hvað varðar vöruverðið.
Svo gleiðgosalegir voru kaup-
menn, að höfundur Reykjavik-
urbréfs Morgunblaösins viður-
kenndi óbeinum orðum, að
maökur væri i mysunni Við slikt
væri þó ekkert athugavert, þar
sem sá væri bestur bisness-
maöurinn sem mest græddi, en
óþarfi væri, að nýrikir kaup-
mannog höndlarar létu hafa við
sig viðtöl i vikublöðum með lit-
myndaskreyttum siðum af
einkavillum sinum og hömpuðu
þannig gróðanum framan i al-
menning. Vart hefði höfundi
Reykjavikurbréfs þótt ástæöa
til að vara hina nýriku gróssera
við að hampa auöi sinum,
hefði hann ekki vitað, að
hann var „illa” fenginn.
Þaö er staðreynd aö
kaupmannastéttin stundar okur
og ekkert annað en okur, og á
sumum sviðum hafa þeir bund-
ist samtökum, þannig að hin
frjálsa samkeppni, sem leiöa á
til hagkvæmasta vöruverðsins,
er ekkert annað en blekkinga-
vefur. Umræöan sem spannst
Ut af okrinu, sem afhjUpað var i
Kastljósi Sjónvarpsins og siðan
i fleiri- fjölmiðlum hjaðnaði
ótrUlega fljótt niöur og ekkert
gerðist til batnaðar. Og þó, nU
„berast þær fréttir”, að verð á
sumum vörum sé ótrUlega mis-
munandi i hinum ýmsu verslun-
um! Er þetta árangur af bomb-
unni i vetur? Varla nema að
litlu leyti. En nU vita menn þó,
að þeir hafa töluvert tækifæri til
þess að velja og hafna eftir
verði. En enn láta allt of margir
féfletta sig og stórum hluta
kaupmanna „liðst” að okra á
kUnnanum. Hér þarf almenn-
ingur að vera betur á verði.
Mér dettur i hug, aö hægt væri
að hef ja herferð til þess að auka
veröskyn og kröfur hins al-
menna neytanda, svo flestir
kaupmenn leiki ekki sinn gráa
leik svo leikandi létt. Ég sting
upp á aðferð, sem bæði gæti
klekkt á ósvifnum kaupmönnum
(eða kaupfélögum), en um leið
vakið mikla athygli, svo menn
vakni betur til meðvitundar um
málið. Vestur-þýska vikuritið
Stern hefur um margra ára
skeið birt reglulega þátt, sem
nefndist „Okur vikunnar”.
Neytendur sem keypt hafa ein-
hvern hlut eða vöru, en komist
svo að þvi, að sama hlut mátti fá
miklu ódýrari annars staðar,
senda blaðinu sögu sina. Blaðið
fer siðan á stUfanna og sann-
reynir okrið og birtir siðan
mynd af okurholunni með nafni
hennar og eiganda. Hlutaðeig-
andi er gefinn kostur á að gera
grein fyrir verömismuninum og
verður oft fátt um svör. 1 Vest-
ur-Þýskalandi hefur almenn-
Framhald á bls. 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ — ALÞÝÐUBANDALAGIÐ — ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Islensk atvinnustefna
Staðan í kjaramáhmuni
Umræðufundur í Alþýðuhúsinu á Akureyri fimmtu-
dagskvöldið 12. maí kl. 20.30.
Lúðvik Jósepsson
Stefán Jónsson
Alþýðubandalagiðefnir til umræðufundar um íslenska atvinnustefnu og stöðuna
í kjaramálunum í Alþýðuhúsinu á Akureyri f immtudagskvöldið 12. maí kl. 20.30.
Fundurinn verður i fyrirspurnaformi/ áhersla lögð á spurningar, svör, frjálsar
umræður og stuttar ræður. Fundurinn er öllum opinn.
Umræðum stjórnar Stefán Jónsson og fyrir svörum sitja:
Ragnar Arnalds, Lúðvik Jósepsson, Eðvarð Sigurðsson.
Umræðum verður einkum beint að íslenskum atvinnumálum og þeim kjaraátök-
um sem yfir standa.
• Hvaða áform eru
uppi um frekari erlenda
stóriðju?
• Hvaða möguleikar
eru á orkufrekum iðnaði í
höndum landsmanna
sjálfra?
• Hvað þarf til að inn-
lendur iðnaður taki stór
skref framávið?
• Hverjir eiga að hafa
forystu í uppbyggingu at-
vinnulífsins: Einstakl-
ÍSLENSK
JW^ATVINNU
g^SSTEFNA
ingar, riki, samvinnu-
félög, sveitarfélög?
• Er útlit fyrir minnk-
andi eða vaxandi sjávar-
afla?
• Er fiskiskipaf loti
íslendinga þegar orðinn
of stór eða þarf hann enn
að vaxa?
• Hvað er að gerast i
samningunum?
• Verður samið án
verkfalla?
• Um hvaða úrbætur á
sviði skattamála, lif-
eyrismála og húsnæðis-
mála er einkum rætt i
yf irstandandi samning-
um?
• Eru vinnubrögðin við
gerð kjarasamninga hin
réttu?
Ragnar Arnalds
Eðvarð Sigurðsson.
AKUREYRI — AKUREYRI — AKUREYRI — AKUREYRI — AKUREYRI