Þjóðviljinn - 11.05.1977, Síða 5

Þjóðviljinn - 11.05.1977, Síða 5
Miðvikudagur 11. mai 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Borgarmál Helmingi fleiri konur en karlar í lægstu launaflokkum borgarinnar „Samkvæmt nýlegri at- hugun, sem gerö var á þvi hjá Reykjavíkurborg, hverjir það væru sem hefðu lægst laun af starfs- mönnum borgarinnar, kom i Ijós að af 58 borgarstarfs- mönnum í fullu starfi, sem höfðu 600-800 þúsund króna árslaun siðasta ár voru 7 starfsmenn félagar i Verkakvennafélaginu Framsókn, 49 í Starfs- manna félaginu Sókn og 2 i Dagsbrún, það er að segja 56 konur og 2 karlar." Þetta kom ma. fram i ræðu, sem Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins flutti vib umræðu um jafnréttistillögu sem borgarfull- trúar Alþýðubandalagsins fluttu á siðasta borgarstjórnarfundi. Það var Guðmunda Helgadótt- ir, varaborgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, sem fylgdi tillög- unni úr hlaði, en tillagan er svo- hljóðandi: „19. júni 1975 samþykkti borgarstjórn tillögu um jafn- réttismál. Fyrsta málsgrein til- lögunnar hljóðar svo: „Borgarstjórn Reykjavikur legg- ur áherslu á, að jafnréttissjónar- mið gildi á öllum sviðum meðal starfsmanna borgarinnar, jafnt varðandi laun sem aila aðra að- stöðu.” I tilefni komandi kjarasamn- inga ítrekar borgarstjórn þessa samþykkt og felur iaunamála- nefnd og vinnumálastjóra að taka mál þeirra starfshópa, sem ein- göngu eða að mestu leyti eru skipaðir konum, til sérstakrar meðferðar með hliðsjón af þess- um vilja borgaryfirvalda.” Guðmunda sagði að það sýndi nokk hvar við stæðum i jafnréttis- málum i dag þar sem þörf væri fyrir flutning slikrar tillögu i borgarstjórn Reykjavíkur, 16 ár- um eftir að lög um launajöfnuð karla og kvenna voru samþ. á alþingi, vegna þess að hér væri fólk stórlega mis- munað i launum og vinnuaðstöðu eftir kynferði. Siðan sagði Guðmunda: „I þeirri tillögu, sem borgar- stjórn samþykkti 19. júni 1975, var borgarverkfræðingi falið að leggja fram árlega skýrslu um skipan kvenna og karla i launa- flokka. Það gerði hann i október 1975, en siðan ekki meir.” Guðmunda nefndi sem dæmi um misrétti það, sem komið hefði fram i skýrslu borgarverk- fræðings, að i fimm lægstu launa- flokkunum hefðu þá verið 32% starfsmanna borgarinnar, og af þessum hópi voru helmingi fleiri konur en karlar. Guðmundur vék þessu næst að framkvæmd laganna um launa- jöfnuð,, en til þeirrar fram- kvæmdar var skipuð þriggja manna nefnd. Þá sagði hún ma.: „Þegar átti að finna viðmið- unarstétt fyrir Sóknarkonur vandaðist máiið. Engir karlmenn unnu sambærileg störf. Launa- jöfnunarnefnd úrskurðaði að laun þeirra skyldu ákvöröuö i sam- ræmi við laun verkamanna á oliu- stöðvum og i pakkhúsum heild- sala. Þessi launajöfnuður hélst til ársins 1970, en þá sömdu verka- mennirnir sig upp fyrir Sóknar- konur. Arið 1973 skrifaði stjórn Sóknar bréf til stærstu viðsemjenda sinna, sem eru rikið og Reykja- vikurborg, og fór fram á leiðrétt- ingu á grundvelli laganna um launajöfnuð. Ekki fékkst leiðrétt- ing að fullu þá og hefur ekki feng- ist enn, þrátt fyrir að skýrt sé tek- ið fram i lögunum um launajöfn- uð kvenna og karla, að ákvarðan- ir launajöfnunarnefndar séu fullnaðarákvarðanir og verði ekki bornar undir dómstóla. Það sést best af framansögðu að lögin eru ekki alltaf trygging fyrir þvi sem þeim er ætlað að tryggja. Það þarf stöðuga ár- vekni og ýtni á borð við þennan tillöguflutning svo réttindi fólks séu ekki fótum troðin”. Margrét Einarsdóttir (D) sagð- ist vera samþykk tillögunni i meginatriðum, en kvaðst þó vilja gera orðalagsbreytingar á henni. Nefndi hún að nokkuð hefði áunn- ist i jafnréttismálum hvað þetta varðaði og sagði að ',u. hefðu gæslukonur og ritarar hjá I borg- inni verið hækkaðir um launa- flokk. Margrét flutti breytingartil- lögu, þar sem inn i frumtillöguna var fléttað nokkru kerlingar- grobbi um það sem núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur aðhafst i þessum málum. Auk Guðmundu og Margrétar tók Adda Bára til máls eins og að framan greinir, svo og Markús örn Antonsson (D) og Kristján Benediktsson (B) Við atkvæðagreiðslu um tillög- una var breyting sjálfstæðis- manna borin upp i heilu lagi, og gerði Adda Bára þvi bókun þar sem segir að borgarfulltrúar Al- þýðubandalagsins samþ. tillög- una breytta (— þeas. með kerlingargrobbinu) þar sem ekki var gefinn kostur á að greiða at- kvæði um einstaka orðalags- breytingar. — úþ íhaldið andvígt launajöfnun og hækkun lægstu launanna A siðasta borgarstjórnarfundi flutti Björgvin Guðmundsson (A) tillögu þess efnis „að borgar- stjórn lýsti þvi yfir að Reykjavikurborg sé reiðubúin til þess að samþykkja kröfuna um 100 þús. kr. lágmarkslaun á mánuði,” en i tillögunni var einnig svofellt orðaiag: „Borgar- stjórn telur að það mundi auð- velda mjög lausn kjaradeil- unnar...” og ....Alitur borgar- stjórn þar um mjög sanngjarna og eðlilega kröfu að ræða.” Skýrði Björgvin frá þvi, er hann fylgdi tillögu sinni úr hlaði, að það mundi kosta borgarsjóð 224-248 miljónir það sem eftir væri þessa árs að verða viö þessari kröfu, eða 2,2-2,5% af heildarútgjöldum borgarinnar, og sagði jafnframt að auðvelt væri að benda á kostnaðarliði, sem skera mætti niður hjá borginni til þess að mæta svo hækkuðum launum. Magnús L. Sveinsson (D) „verkalýðsforingi” Sjálfstæðis- flokksins taldi það misskilning hjá Björgvin ef hann héldi að samþykki slikrar tillögu flýtti fyrir gerð kjarasamninga. Sagði Magnús þetta ekki rétt- láta aðferð þar sem vinnuveit- endur gætu ekki sótt aukinn kostnað i vasa almennings, en það gæti borgin hins vegar!!! (Hér getur blaðamaður ekkistillt sig og varpar þvi fram eftirfarandi spurningum: Af hverju hækkar vara og þjónusta, að þvi er sagt er þegar svo ber til? Hver borgar? í vasa hvers heldur MLS að peningarnir séu sóttir?) Flutti Magnús frávisunar- tillögu við tillögu Björgvins. Adda Bára Sigfúsdóttir (G) lýsti þvi yfir að borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins styddu til- lögu Björgvins vegna þeirrar skoðunar, sem þar kæmi fram, að 100 þúsund króna iágmarkslaun á mánuði ættu að verða að veru- leika, þvi „þaðer algjör fátækt að lifa af minna en 100 þúsund krónum á mánuði”. Kristján Benediktsson (B) sagði að borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins mundu greiða atkvæði gegn frávisuninni þar sem þeir teldu eðlilegt að sam- þykkja tillögu Björgvins. Ililmar Guðlaugsson (D) annar „verkalýðsforingi” innan raða borgarstjórnarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins lýsti sig andvigan tillögu Björgvins og tók undir það sem Magnús L. Sveinsson hafði áður sagt. Magnús L. Sveinsson tók aftur til máls og sagði að það væri vandalaust að gefa út yfir- lýsingar. Þaö hefði til dæmis stjórn Sambands isl. samvinnu- félaga gert á dögunum og lýst þvi yfir að 100 þús. kr. lágmarkslaun væri ekki annaö en sanngirnis- krafa, en sú yfirlýsing væri þó i andstöðu við þaö kauptilboð, sem Vinnumálasamband samvinnu- félaganna hefði gert samninga- nefnd ASl. Björgvin Guðmundsson tók aftur til máls og benti þeim Magnúsi og Hilmari á aö þeir hefðu flutt frávisunartillögu sina á röngum forsendum, og vildi leiðrétta þá: bauöst til þess að fella burtu hluta af tillögu sinni svo þeir tvimenningar og sam- flokksrhenn þeirra hefðu ekki ástæðu til að misskilja og eða mistúlka tillöguna. Kom það fyrir ekki. Samþykkti meirihluti borgarstjórnar, niu borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, að visa tillögu Björgvins frá, en sex borgarfulltrúar minnihlutans voru andvigir frávisun. -úþ gerðist á lok- fundum 1945? Heimildir úr sögu herstöðvamáls: Ilvaö uðum birt i nýju hefti Timarits MM Sýning á Rétti hjá MM Tekið á móti áskriftum „Flestir eða allir aðrir en sósialistar virtust mjög hræddir við það, að gera nokkuð gegn vilja Bandarikjanna” segir I áður óbirtum fundargerðum um herstöövakröfur Bandarikjanna til islenskra stjórnvalda slðla árs 1945. Fundargerðir þessar eru úr fórum Kristins E. Andréssonar og birtar I nýút- komnu hefti Timarits Máls og Menningar. Kristinn átti sæti i sérstakri nefnd ráðherra nýsköpunar- stjórnar og þingmanna úr öllum flokkum sem fjölluöu á lokuðum fundum um beiðni Bandarikj- anna um herstöðvar. Það sem gerðist á fundunum var trún- aðarmál og fundargerðir ekki haldnar, en Kristinn haföi þann sið, að skrifa niöur það helsta sem fram fór þegar hann kom heim af fundunum. Alls segir frá átta fundum, sem haldnir eru i október og nóvember 1945. Fundargerðir þessar eru hin fróðlegasta heimild, og gefa m.a. til kynna að ótti við efna- hagslegar þvinganir af hálfu Bandarikjanna hefur verið miklu þýðingarmeiri þáttur i sögu herstöðvamálsins en full- trúar þeirra flokka sem jafnan létu undan hafa viljað vera láta. Timaritið kemur nú út með breyttum svip og nýrri ritstjórn. Sigfús Daðason hefur látið af störfum við timaritið og eru honum þökkuð ágæt störf i for- málsorðum nýs ritstjóra, Þorleifs Haukssonar. 1 ritnefnd, sem stjórn skipar eru Arni Bergmann, Ingibjörg Haralds- dóttir, Öskar Halldórsson, Magnús Kjartansson og Vésteinn Lúðviksson. Ljóð eru i heftinu eftir Þorstein frá Hamri, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Þórarin Eldjárn. Einar Braga, Sigurð A Magnúss. og Njörð Njarðvik og þáttur eftir Pétur Gunnarsson. Greinar eru um Lé konung eftir Hovannes Pilkjan, þann um- deilda leikstjóra, og Georg Brandes og um mat á kinv. byltingu eftir Arna Bergmann. Þorgeir Þorgeirsson þýðir sögur af góöa dátanum Sjveik áður en hann lenti i striðinu og Thor Vilhjálmsson israelsk ljóð. Réttur, fræðilegt málgagn sósialista, hefur nú verið i hönd- um þeirra i rúm 50 ár, lengst af undir ritstjórn Einars Olgeirs- sonar. Það er þvi nauðsynlegt fyrir alla vinstri menn aö lesa þetta timarit og efla á allan hátt. Til að auka útbreiðslu þess er nú sýning á svokölluðum nýja Rétti hjá Máli og menningu, þeas. 10 siðustu árgöngum, en árið 1966 breytti timaritið um útiit. 1 bókabúðinni geta menn gerst áskrifendur og eru hér með hvattir til þess. 1 Rétti birtast jafnan fjöl- breyttar greinar um þjóðfélags- mál og td. i 1. hefti 1977 sem kom út nýlega eru greinar eftir Svövu Jakobsdóttur (Peninga- hyggja og afbrotamál), Einar Olgeirsson (Eyjan hvita — njósnahreiður og I fallgryfju hins feita þjóns?), Sigurð Magnússon (Ný efnahagsstefna — ný stjórnvöld) Ólaf R. Einarsson (Rannsóknir á samt.imasögu Islands), Svavar Gestsson („Og hugsjónir eiga fyrirheit, sem ber yfir alla timabundna ósigra”) og Þröst Ólafsson (Stjórnlist sósialiskra hreyfinga — Alþýðubanda- lagið). Þá er birt i þessu siðasta hefti Réttar grein Ólafs Friðrikss. sem hann reit um þing II. Internationale sem haldið var i Kaupmannahöfn 1910 og hann sat. Nefnist hún Alþjóðafundur lögjafnaðarmanna. Fæstum var áöur kunnugt um að ólafur hefði setið þetta þing en meðal annarra þingfulltrúa voru Vladimir Lenin, Rosa Luxem- burg, Karl Liebknecht, Keir Hardie og margir aðrir þekktir sósialistar. Atli ólafsson, sonur Ólafs, hefur nýlega veitt aðgang að skjölum föður sins og eru þar margar áður ókunnar heimildir. Eins og sjá má af þessu getur enginn áhugamaöur um þjóð- félagsmál og sögu látið Rétt fram hjá sér ganga. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.