Þjóðviljinn - 11.05.1977, Qupperneq 11
Miövikudagur 11. mai 1977 ÞJÓÐVII.JINN — StÐA 11
íslandsmótið l.deild KR-ÍBK0:2:
/
IBK á toppinn
— og er til alls líklegt í sumar
ólafur Friöriksson og Friöfinnur Helgason bítast um boltann í gærkvöldi.
Ljósm,—gsp
Eyjamenn settu baráttuna
á oddinn og gáfu Breiða-
bliksmönnum aldrei frið
— og þar til úthaldið brást, voru
þeir mun betri aðilinn í leiknum
Keflvikingar hafa svo
sannarlega komið á óvart
það sem af er íslands-
mótinu. I gær sigraði liðið
KRmeðtveimur mörkum
gegn engu á Melavelli.
Sigur þessi var engin til-
viljun. Lið IBK var
greinilega mun betri aðil-
inn í leiknum og átti sig-
urinn fyllilega skilinn.
Það var einn hinna ungu ný-
liða i liði Keflavikur, Þórir Sig-
fússon, semskoraði fyrsta mark
leiksins þegar leiknar höfðu
verið 28 minútur af fyrri hálf-
leik. Hann einlék upp allan
hægri vallarhelming KR og i
stað þess að gefa knöttinná Ólaf
Júliusson eins og KR-ingar
höfðu gert ráð fyrir^skaut hann
föstu vinstrifótarskoti sem lenti
i vinstra horninu án þess að
Magnús Guðmundssón kæmi
nokkrum vörnum við. Fallegt
mark og staðan 1:0.
Við þetta var eins og KR-ing-
ar vöknuðu af dvalanum sem
haföi einkennt leik liðsins, og
það sem eftir lifði hálfleiks sóttu
þeir stöðugt að marki KR.þó án
þess að skora, og staðan i hálf-
leik þvi 1:0.
1 seinni hálfleik héldu KR-ing-
ar uppteknum hætti og sóttu af
miklu offorsi, en án þess aö
skapa sér nein umtalsverð tæki-
færi, enda vörn keflvikinga vel á
verði með Gisla Torfason sem
besta mann. Virtist sem allan
kraft drægi úr KR við mótlætið,
og undir lok leiksins sóttu kefl-
vikingar mjög i sig veðrið. A 38.
min leiksins siapp Einar ólafs-
son einn innfyrir i dauðafæri, en
spyrnti himinhátt yfir. Aðeins
minútu siðar bættu keflvikingar
svo öðru marki sinu við. ólafur
Júliusson tók aukaspyrnu rétt
fyrir utan vitateig. Sending
hans var á leið út fyrir enda-
mörkin þegar Gisla Torfasyni
tókst að ná til knattarins og
sendi hann rakleiðis fyrir mark-
ið þar sem Þórður Karlsson var
fyrir, og hann var ekkert
aðtvinóna við hlutina drengur-
inn sá, þrumuskot hans hafnaði
fyrir aftan Magnús i markinu,
2:0, og þau urðu úrslit leiksins
eins og áður sagði.
Liðin:
Lið IBK hefur komið verulega
á óvart það sem af er Islands-
mótinu. Þeir ungþ leikmenn
sem tekið hafa við liðinu i vor
hafa greinilega uppfyllt þær
vonir sem bundnar höfðu verið
við þá. Liðið leikur iéttan og
skemmtilegan sóknarleik og i
vörninn er Gisli Torfason sá
klettur sem fátt fær brotið á. Má
ljóst vera að Keflavikurliðið
verður ekki i botnbaráttunni i
sumar eins og ýmsir hafa spáð
þvi.
KR-ingar mega sannarlega
taka á honum stóra sinum ef
ekki á illa að fara i deildinni i
sumar. 1 liðinu i gær var enginn
sem stóð fyrir þvi sem búast
mætti við. örn Óskarsson sem
til skamms tima lék með IBV,
virðistengan veginn hafa fundið
sig með liðinu, hvað sem veldur.
Nái Orn sér á strik, verður hann
örugglega ‘KR mikill styrkur i
inni erfiðu baráttu sem augljós-
lega er framundan.
Dómari var Ragnar
Magnússon, og fórst það hon-
um það vel úr hendi.
Breiðabliksmenn fengu
óblíðar móttökur i Vest-
mannaeyjum í gærkvöldi
.er liðið mætti heima-
mönnum í 1. deild islands-
mótsins i knattspyrnu.
Eyjamenn voru mun
sprækari allan tímann,
gáfu Breiðabliki aldrei frið
til þess að byggja upp og
lengi framan af voru réðu
þeir lögum og lofum á
vellinum. Undir lokin, þeg-
ar heimamenn voru farnir
að lýjast á hinni miklu
keyrslu náði Breiðablik að
ógna nokkrum sinnum, en
engu að siður máttu að-
komumenn þakka fyrir
annað stigið úr þessum
leik. Ekkert mark var
skorað, þrátt fyrir nokkur
Danski norðurlanda-
meistarinn í badminton
‘ Flemming Delfs bætti enn
einum sigrinum í safniðer
hann vann landa sinn Sven
Pri í úrslitum heims-
meistaramótsins i Malmö,
Sviþjóð, með 15:5 og 15:6.
Delfs hafði mikla yfir-
burði yfir Pri í úrslitunum
eins og raunar alltaf þegar
þessir garpar mætast.
Danir voru afar sigursælir á
þessu fyrsta opinbera heims-
meistaramóti, þvi i kvennaflokki
sigraði Lena Köp pen en hún er is-
lenskum badminton unnendum að
góðu kunn frá þvi að hún lék hér á
tækifæri á báða bóga, og 0-
0 jafntefli varð því
staðreynd.
Besta tækifæri leiksins átti Jón
Orri Guðmundsson fyrir Breiða-
blik undir lok siðari hálfleiks.
Hann fékk þá stungubolta inn i
vinstra vitateigshornið og komst i
galopið færi. En Orri vandaði sig
um of, skaut of seint og Páll
Pálmason, markvörður IBV
gómaði knöttinn á elleftu stundu.
En burtséð frá þessu tækifæri
voru það eyjamenn sem voru i
sviðsljósinu, einkum þó á fyrstu
minútunum. Þá var baráttan og
keyrslan strax i hámarki og á 5.
min. komst Snorri Rútsson i opið
/ færi eftir stórskemmtilega sam-
vinnu við Tómas Pálsson. Boltinn
gekk stutt á milli þeirra upp
vallarhelming Breiðabliks, inn i
vitateiginn og þar lét Snorri
hörkufast skot riða af... en rétt yf-
ir! Og það skall oftar hurð nærri
hælum við Breiðabliksmarkið i
Norðurlandameistaramótinu. 1
úrslitum sigraði Köppen Gilks frá
Englandi 12:9 og 12:lj. Köppen
gerði sér litið fyrir og sigraði
einnig i tvenndarkeppninni ásamt
landa sinum Steen Skovgaard en
þau sigruðu Derek Talbot og
Gilian Gilks frá Englandi 13:12 og
18:17.
1 tviliöaleik kvenna sigruðu
japönsku stúlkurnar Toganoo og
Euneo þær Riddler og Beusekom
frá Hollandi 15:10 og 15:11 i úr-
slitaleiknum.
1 tviliðaleik karla sigruðu
indónesiumennirnir Tjun Tjin og
Wadyudi landa sina Ada Chandra
og Christian 15:6 og 15:4
Næsta heimsmeistarakeppni i
badminton veröur haldin i
Indónesiu árið 1980.
upphafi leiksins, þótt besta tæki-
færið sé nú upptalið.
Er á leið jafnaðist siðan leikur-
inn. Breiðablik reyndi að byggja
upp stutt spil á fremur smávöxn-
um grasvelli ÍBV, en eyjamenn
voru allan timann mun fljótari á
boltann og gáfu gestum sinum
engan frið. Fyrir vikið fór leikur-
inn að miklu leyti fram á miðjum
velli og einkenndist af tilraunum
Blika til samleiks, en góðri og vel
heppnaðri viðleitni eyjamanna til
að kæfa slikt i fæðingu og næa
hættulegum gagnsóknum.
Greinilega vantaði IBV þó
mann til þess að binda endi á
annars ágætar sóknarlotur. Þeg-
ar upp að markinu kom var farið
illa með góð tækifæri eða þá
vantaði herslumuninn til þess að
skapa þau. Eyjamenn hafa misst
mikið þar sem Sigurlás Þorleifs-
son er óvigur næstu vikurnar, en
hann var einmitt sá ógnandi mið-
herji sem vantaði i gærkvöldi.
Bestu menn hjá IBV voru i gær
þeir Óskar Valtýsson i framlin-
unni. Karl Sveinssonvar sömu-
leiðis ógnandi á meðan úthald
entist og ölafur Sigurvinsson tók
bakvarðarstöðu sina af öryggi. I
markinu stóð Páll Pálmason... og
hélt hreinu.
Lið Breiðabliks átti litið svar
við eldfljótum heimamönnum,
sem settu baráttuna á oddinn.
Mikið mæddi á vörninni i þessum
leik, og þar var Valdimar Valdi-
marsson i aðalhlutverki á miðj-
unni og byggði jafnframt vel upp,
þótt Blikar næðu aldrei tökum á
leiknum. Þór Hreiðarsson vann
einnig vel og ógnaði i stöðu tengi-
liös og i framlinunni bar einna
mest á Jóni Orra, em hafði mikla
yfirferð.
En á einu féllu sóknarmenn
Breiðabliks öðru fremur... og þaö
var hin ágætlega útfærða rang-
stöðuleikaðferð IBV. Liklega
hefur það ekki verið sjaldnar en
tiu til fimmtán sinnum sem Blik-
ar voru flautaðir rangstæðir og
fyrir kom aö þeir stæðu jafnvel
tveir eða þrir fyrir innan varnar-
vegg andstæðinga sinna.
Dómari var Kjartan Ólafsson
og skilaöi hann sinu hlutverki
þokkalega. Tveir Breiðabliks-
menn fengu áminningu, þeir Jón
Orri fyrir brot og Hinrik Þór-
hallsson fyrir...?...leiktöf,?
—gsp
Viðar Guðjohnsen og Gfsli Þorsteinsson sem hér sjást takast fang-
brögðum keppa báðir á Evrópumeistaramótinu í júdó.
Viðar og Gísli keppa
á evrópumeistaramótinu í júdó
Viðar Guðjohnsen og
Valur 66
ára í dag
I dag 11. maí eru liðin
66 ár frá því er knatt-
spyrnuliðið Valur var
stofnað. Af því tilefni
hefur félagið opið hús
fyrir félagsmenn og
áhangendur kl. 3-6 í dag.
Gísli Þorsteinsson taka
fyrir fslands hönd þátt í
Evrópumótinu í judo sem
fram fer í Ludvigshaven í
V-Þýskalandi.
Mótið hefst i dag og þá keppa
þeir báðir. Ekki er vitað hverjir
verða andstæöingar þeirra í 1.
umferð. Viðar keppir i 86 kg.
flokki en Gisli i 95 kg. flokki.
Eysteinn Þorvaldsson formað-
ur judosambandsins veröur
fararstjóri og um leið aðstoðar-
maður þeirra félaga.
Að lokinni þessari keppni held-
ur Viðar til Japans þar sem hann
hyggst stunda æfingar og keppni i
iþróttinni.
HM 1 badminton
Danir sigursælir
Flemming Delfs varð heimsmeistari