Þjóðviljinn - 11.05.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.05.1977, Blaðsíða 12
12 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur II. mai 1977 Hjúkrunarfrædingar Eftirtaldar stöður við heilsugæslustöðvar eru lausar til umsóknar: Við Heilsugæslustöðina á Þingeyri Við Heilsugæslustöðina á Þórshöfn Við Heilsugæslustöðina á Húsavik Við Heilsugæslustöðina á Ólafsvik Við Heilsugæslustöðina i Grundarfirði Við Heilsugæslustöðina á Höfn i Horna- firði. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsing- um um menntun og fyrri störf sendist heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 9. mai 1977 Þessi teikning er eftir Kerry Kennedy, einn bresku myndlistarmannanna tólf sem verk verða sýnd eftir á Kjarvalsstöðum. Bresk nútímalist á Kjarvalsstödum Þjóðviljann Vantar starfskraft, karl eöa konu, á auglýsingadeild. Sumarstarf eöa framtiðarstarf. Viökomandi þyrfti aö geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar i Siðumúla 6 Hitaveita Akureyrar Tilboð óskast i lagningu dreifikerfis áfanga I og II. útboðsgögn eru afhent á tæknideild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 Akureyri gegn 10 þúsund króna skila- tryggingu. Tilboð i áfanga I verða opnuð á skrifstofu bæjarstjóra, Geislagötu 9, Akureyri, þriðjudaginn 24. mai 1977 kl. 14:00 eftir hádegi, en i áfanga II á sama stað þriðjudaginn 31. mai 1977 kl. 14:00 eftir hádegi. Akureyri 5. mai 1977, Hitaveita Akureyrar. Dagana 14. mai-5. júnf fer fram sýning á verkum listamanna frá Bretlandi f vestursal Kjarvals- staða sem nefnist „12 breskir Listmálarar”. Fyrir sýningunni standa Listráð að Kjarvalsstöð- um og Arts Councii í Bretlandi og er hún án efa stærsta sýning á breskri nútimalist sem haldin hefur verið hér á landi, — og fyrstu meiriháttar menningar- samskipti Islands og Bretlands eftir þorskastrið. Listamennina tólf valdi framkvæmdastjóri List- ráðs, Aðalstcinn Ingólfsson, I samráði við breskan sérfræðing, Sue Grayson frá Serpentine Gallery i London, en sú stofnun er rekin af breska listaráðuneytinu. Mun Sue Grayson aðstoða við uppsetningu sýningarinnar. Verkin eru 100 talsins, allt frá frummyndum gerðum með blý- anti, vatnslitum eða krit og upp i 3x4 metra málverk. Listamennirnir eru allir ungir að árum, frá 30-37 ára og tiltölu- lega nýlega farnir að láta bera á sér með sýningum og annarri starfsemi, en allir kenna þeir við listaskóla i Bretlandi. Þeir voru ekki valdir með það fyrir augum að gefa vitt yfirlit yfir breska myndlist, heldur þann hluta hennar sem enn grundvallast á notkun málningar og byggir bæði a ameriskri arfleifð og enskri náttúrutúlkun með snert af geómetriu. Listamennirnir eru: Colin Cina, Julian Cooper, Mike Crowther, Jennifer Durrant, Pául Hempton, Knighton Hosking, Kerry Kennedy, Barry Martin, Alan Miller, Alex Thomson, David Whitaker og Tony Wilson, — en i hópnum eru englendingar, skotar, iri og einn ástraliumaður. I sambandi við sýninguna mun Listráð gefa út vandaða sýning- arskrá, þar sem einn listmálar- anna, Barry Martin, gerir grein fyrir viðhorfum sinum og félaga sinna, en annar listamaður, Colin Cina, mun flytja fyrirlestur sunnudaginn 15 mai um breska málaralist. Siðar i mánuðinum mun Aðalsteinn Ingólfsson kynna breska málara og höggmyndalist eftirstriðsáranna og Hamra- hliðarkórinn undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur mun m.a. flytja breska tónlist. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 14. mai kl. 16, af sendi- herra Bretland á Islandi, hr. Kenneth East. Múrarameistari getur bætt við sig nýbyggingum, pússn- ingu, flisalögnum og viðgerðum. Upplýsingar i simum 20390 & 24954 miíli kl. 12 og 1 og eftir kl. 19.00. Blikkiðjan Asgarti 7, Garöahreppi önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 Ot er komið ritiö Náttúruverk- ur, 1. tbl. 4. árg. Náttúruverkur er blað I verkfræði- og raunvisinda- deild Háskóla islands. Efni þess er að þessu sinni mikið til heigað þeim umræðum sem standa yfir um stóriðju i landinu auk þess sem Krafla fær sinn skerf. Blaðið er hið veglegasta, 80 síð- ur að stærð og mjög myndskreytt. Eru ma. I því fjölmargar myndir eftir hinn snjalla teiknara Kol- bein Arnason sem hefur mikið teiknað I þágu baráttu náms- manna undanfarin ár. Lengsta greinin í ritinu er Sam- ræður um vistkreppu en þar er um að ræöa hringborðsumræður Náttúru- verkur kominn út — Fjallar um stóriöju á íslandi með þátttöku Bjarna Braga Jóns- sonar hagfræðings, Hjörleifs' Guttormssonar llffræðings, Jakobs Björnssonar orkumála- stjóra, Jakobs Jakobssonar fiski- fræðings og Þorsteins Vilhjálms- sonar eðlisfræðings. Starfshópur á vegum Félags náttúrufræðinema tekur til gagn- rýninnar meðferöar frumvarp til 1 Náttúruverk er ma. að finna þessar tvær skemmtilegu myndir eftir Kol- bein Arnason um þegar framin og hugsanleg lögbrot bandariska hersins á Miðnesheiði. laga um umhverfisvernd, Viöar Guðmundsson þýðir grein sem nefnist Þarfnast visindin alþjóða- máls? Emil Bóasson ritar Hug- leiöingu um ruslahauga. Gylfi Páll Hersir fjallar um fagrýni innan verkfræði- og raunvisinda- deildar. Erlendur Jónsson og Lárus Guðjónsson fjalla um eit- uráhrif cyans en það efni er ma. I kerbrotum álversins. Sigmar Hjartarson skrifar greinina A1 á hvern fjörð. Þorgeir Helgason tekur tíl meðferöar lélega þjón- ustu strætisvagna. Loks er í ritinu ýtarleg grein um Kröfluævintýriö eftir þá össur Skarphéðinsson og ‘Halldór Pétursson. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.