Þjóðviljinn - 13.07.1977, Side 1

Þjóðviljinn - 13.07.1977, Side 1
ÞJOÐVIUINN Miðvikudagur 13. júli 1977 —42. árg. 148. tbl. Undirmenn samþykkja verkfallsheimild I gær voru talin atkvæði i allsherjaratkvæðagreiðslu undirmanna á farskipum um að veita samninganefnd heimild til verkfallsboðunar þegar þörf krefur. 120 greiddu atkvæði, 116 voru fylgjandi verkfallsheimild en 4 andvígir. — „ Yfirvinnubannið ekki dottið úr mönnum ” Merk tilraun í Stálvík Hætt ad vinna eftirvinnu á fimmtudögum og stefnt ad því að útrýma henni að fullu Samkomuiag hefur orðið í Stálvík um að allir starfs- menn, 120 samtals, hætti að vinna eftirvinnu á fimmtu- dögum, og að stefnt verði að þvi að útrýma yfirvinnu i fyrirtækinu á þremur til f jórum mánuðum. Hugmyndin bak við þessa ákvörðun er að reynt verði að halda sömu afköstum með því að koma á vissri tegund bónuskerfis og leggja niður kaffitíma. Takist þetta munu starfs- menn halda að minnsta kosti sama kaupi og áður þótt vinnuvikan verði stytt um átta tíma. „Þetta er I beinu framhaldi af yfirvinnubanninu”, sagði Óttar Guðmundsson, sem á starfs- mannafundi var kjörinn sérstak- ur trúnaðarmaður til aö fylgjast með bónuskerfinu. „Ætlunin er að skera fyrst af eftirvinnuna á fimmtudögum, og reynist það vel, er hugmyndin aö skera þrjá eftir- vinnutima niður til viðbótar. bá yrði ekki unnin eftirvinna á mið- vikudögum og aðeins einn timi á þriðjudögum. A móti niöurfell- ingunni á eftirvinnunni, kemur nokkurskonar akkorð, sem ætlaö er að gefi 10% yfir linuna. Verði reynslan af þessu góð hefur veriö rætt um að fara lengra og skera niður þá þrjá yfirvinnutima sem eftir eru með niðurfellingu á kaffitimum og tafatimum. Þá er- Takist vel tilraunin i Stálvik með að skipta á yfirvinnutimum og bónus- kerfi, hefur komið til tals að skipta á kaffitimum og yfirvinnutimum. Mynd úr Stáivik — gel. um viö komnir með raunhæfa 40 stunda vinnuviku.” Járniðnaðarmenn náðu þvi fram með samningum árið 1974, að ekki yrði unnin föst eftirvinna á föstudögum, en vikukaup; yrði ekki skert. Nú hálfri annarri viku eftir aö farið var að vinna eftir- vinnu i Stálvik eftir yfirvinnu- bann ASÍ láta menn þar til skarar skriða gegn yfirvinnubölinu. Af- kastaaukningin, sem gert er ráð fyrir að ná með bónuskerfinu, er af forráðamönnum ekki talin þurfa að þýöa stóraukið vinnu- álag, heldur er stefnt að meiri út- sjónarsemi og skipulagningu á vinnubrögðum. Guöjón Jónsson, formaður Sambands málm- og skipasmiða, fagnaði mjög þessari tilraun, er blaðið ræddi við hann i gær. „Þetta er talsvert i umtali á vinnustöðum járniönaðarmanna. Og þótt viö heyrum I fréttum að mikil yfirvinna sé unnin viða, þurfa menn ekki aö halda að yfir- vinnubannið sé dottið úr verka- fólki. Það á eftir að hafa viðtæk áhrif.” —ekh Wm T&llll * x; s - , F Bobby Fischer Einvígi milii Fischers og Kortsnojs í uppsiglingu! Fischer skrifaði Kortsnoj bréf og bað hann að hitta sig i Bandaríkjunum Viktor Kortsnoj Það kom fram I viötali sem Gunnar Steinn Pálsson biaða- maður Þjóðviijans átti við Viktor Kortsnoj f gær að hann hefði fengið bréf frá heimsmeist- aranum fyrrverandi, Bobby Fischer, þar sem Fischer baö hann um aö hitta sig sem allra fyrst að máli með einvígi fyrir augum. Kortsnoj sagðist vera yfir sig hrifinn af þessu tilboði, hqnum væri það mikill fengur að tefla við Fischer ekki sist til þess að fá Fischer aftur fram I sviðsljósið, en bandarikjamaðurinn hefur ekki teflt I fimm ár, eða siðan hann háði hér á landi einvigið um heimsmeistaratitilinn við sovét- manninn Boris Spassky. Þarna væri einstakt tækifæri komið. Fyrir sig skipti þetta máli hvað varðar að komast I heims- pressuna, Fischer væri heims- frægur maöur og slikt einvígi myndi vekja gifurlegan áhuga. „Þetta er engin spurning um peninga”, sagði Kortsnoj. Hann kvaðst strax að loknu einviginu við Polugajevski fara til Banda- rikjanna til að tefla fjöltefli og i leiðinni myndi hann hitta Fischer að máli og þá yröi einvígið endan- lega ákveðið, staöur og stund. Kortsnoj sagðist vita til aö Fischer hefði legið á kafi i skák- bókunum, hann fylgist geysilega vel með öllu sem fram fer i skák- heiminum. Kortsnoj taldi að Fischer væri örugglega ekki lakari en þegar hann tefldi siðast hér I Reykjavik 1972. Eins og kunnugt er af fréttum hitti Fischer heimsmeistarann Anatoly Karpov að máli á siðasta ári. beir ræddu um hugsanlegt einvigi sin á milli, en töluveröur ágreiningur varð um tilhögun sliks einvigis, auk þess sem talið var að sovétmenn hefðu engan sérstakan áhuga á að Fischer fengi þannig tækifæri til að endurheimta titilinn. Skip Eimskips hafa komið hlaðin bflum tii landsins siðustu mánuði og hér má m.a. sjá bflabreiðuna á þaki Faxaskálans. Mikill bíla- innflutningur Tvöfaldaðist milli ársfjórðunga A fyrsta fjórðungi þessa árs (janúar-mars) voru fluttir inn 1.135 nýir fólksbilar, en á öðrum fjóröungi (april-júni) voru þeir hartnær tvöfalt fleiri, eða 2.257. Alls voru þvi fluttir inn 3.392 fólksbilar á fyrri helmingi árs- ins, en á öllu árinu I fyrra aöeins 3.784. Asmundur Sigurjónsson hjá Hagstofunni var aö taka saman yfirlitum bflainnflutninginn á 2. fjórðungi þessa árs, þegar blaðið hafði samband við hann, og eru tölurnar hér að frama samkvæmt þvi. 3.400 nú á.hálfu ári, en litlu fleiri bilar á öllu árinu I fyrra segir sina sögu. A fyrra helm- ingi ársins 1976 voru fluttir inn 1.926 fólksbilar. Og árið 1975 var innflutningurinn 2.888 allt árið. Þaö liggur þvi ljóst fyrir að innflutningur nýrra fólksblla hefur tekið mikinn kipp siöustu mánuði. Ekki jafnast hann þó á við þjóðhátiðarmetið 1974, og gerir það vist seint: 8.947 bflar. —Þ.H.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.