Þjóðviljinn - 13.07.1977, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 13. júli 1977
ERLENDAR
bækur
Cranford and
Cousin Phillis
Elizabeth Gaskell. Edited by Pet-
er Keating. Penguin Books.
Penguin English Library 1976.
Sögusviö þessara tveggja
sagna er smáborg á Englandi um
miöja 19. öld. Gaskell var einkar
lagin aö tjá andrúmsloft þessara
ára, þegar nýtt samfélag var aö
myndast á Englandi, fornar hefö-
ir aöhverfa og annarlegir siöir og
mat var aö ryöja sér til rúms, án
þess aömenn áttuöu sig á þvi sem
var aö gerast i raun og veru.
Gaskell segir sögur sinar á þann
Iróniska hátt sem henni var svo
laginn og hefur samt samúö meö
þeim persónum sem lifa þessa
samtiö. Peter Keating skrifar
góöan inngang.
The Crash of 79.
Paul E. Erdman. Secker &
Warburg 1977.
Höfundurinn er hagfræöingur
aö mennt,hefur unniö sem ráögj’i
viö ýmsar alþjóölegar stofnanir
og viö banka vestan hafs og aust-
an, hann var t.d. i bankastjórn
Californiu-bankans I Basel. Bæk-
ur hans á undan þessari eru „The
Silver Bears” og „The Billion
Dollar Killing”, sem vöktu mikla
athygli. 1 þessari bók er mjög
fjallaö um alþjóölega bankastarf-
semi, Araba-dollara og heims-
veldisdrauma Iranskeisara. Höf-
undurinn notar mjög vel þekk-
ingu sina á alþjóöabankastarf
semi og krákustigum alþjóöaviö-
skipta, svo og persónuleg kynni
sin af þeim persónum, sem móta
þessi viöskipti og hafa lykilaö-
stööu til að velja og hafna. Lýs-
ingar hans á svissneskum fjár-
mála-og bankamönnum eru fjarri
þeirri mynd sem þeir kjósa aö al-
menningur hafi af þeim sem
heiöarlegum og grandvörum
fjármálamönnum, sem ekki megi
vamm sitt vita. Hér er þeim
ásamt svissneskum, forstjórum
ýmissra svissneskra alþjóöa-
hringa lýst sem búralegum lubb-
um sem hafi allar klær úti til þess
aö nýta sem best aöstööu þá sem
staöa þeirra veitir þeim, en þeir
eru einnig kujónar i skáldsögu
Erdmans.og þaö er þessi ófélega
blanda þrælslundar og græögi
sem orsakar atburöarás þá sem
leiöir til hrunsins ’79, ásamt stór-
menskubrjálæöi íranskeisara.
Þaö kemur vel fram i sögunni
hve höfundur er kunnugur mörg-
um lykilpersónum þeim sem
stjórna og dreifa alþjóölegu auö-
magni og viröist svo sem reynsla
hans sé sú aö verstu lubbarnir i
fjármálaheiminum séu svissarar,
enda hafa þeir eins og hann segir
haft lag á þvi aö lokka til sin fjár-
magn óþrifalegustu glæpaklika
veraldar.
Saga Erdmans hefst á þvi aö
aöalpersónan Bill Hitchcock, fyr-
verandi bankastjóri og fjármála-
snillingur, er ráöinn sem efna-
hagslegur ráöunautur I Saudi-
Arabiu og þar á hann aö stjórna
þeim gildu sjóöum, sem safnast
hafa saman sem innstæöur I fjöl-
mörgum bönkum Evrópu og
Bandarikjanna til þess aö auka af
þeim aröinn. Meö þessu starfi
sinu og kunnugleikum viö kven-
persónu sögunnar kynnist hann
fyrirætlunum Iranskeisara, sem
hefur mútaö forstjórum sviss-
nesks alþjóöahrings til þess aö
framleiöa fyrir sig þaö sem þarf
til þess aö fullgera helsprengju,
en til þess verks nýtur hann
starfskrafta eins færasta kjarn-
orkufræðings veraldar, sem er
faöir áöurnefndar kvenpersónu.
Fyrirætlun Iranskeisara var aö
ná öllum oliulindum umhverfis
Persaflóa undir sig og til þess
þurfti styrjöld þar sem beita átti
hreinum helsprengjum. En þetta
veltist á annan hátt en ætlaö var.
Og meö þvi nær þessi ágæta
skáldsaga hámarki. Sagan er
mjög skemmtileg og spennandi
og raunsæ I mannlýsingum og at-
burðarás.
Walt Whitman.
The Complete Poems. Edited by
Francis Murphy. Penguin Eng-
lish Poets. Penguin Educational.
Penguin Books 1975.
Penguin-útgáfan gefur nú út
heildarverk ýmissa helstu skálda
sem orthafa á enska tungu,meöal
þeirra er þessi útgáfa ljóöa Walt
Whitmans. Fyrsta útgáfa Leaves
of Grass kom út 1855 og siöan
endurskoöaöi höfundur ljóöin niu
sinnum og er þessi útgáfa byggö á
níundu útgáfunni, frá 1891-92
Whitman liföi mikiö breytinga-
skeið I Bandarikjunum, frum-
stætt landnám, borgarastyrjöld
og iönvæöingu, hann fór vitt um
rikin ogkynntist þeirri gerjun
sem átti sér staö i samfélaginu.
Afstaöa hans til samfél- ; ■ birtist
i ljóðum hans. Whitman minnir
oft á kraft hinna fornu spámanna,
og i stil sinum sækir hann margt i
bibliuna. Hann var alinn upp I
andrúmslofti kvekara, móöir
hans tilheyröi þeim trúflokki,
siöar hneigöist hann aö pan-
þeisma og veröur skáld þeirrar
afdráttarlausu kröfu um pólitlskt
og kynrænt frelsi (menn geta
kynnt sér þessi rúmlega hundraö
ára gömlu sjónarmiö Whitmans i
útsetningu og samantektum
leikastjóra nokkurs, sem setti hér
upp Lér konung nýlega og einkum
i upptuggu lærissveina þessa leik-
stjóra sem- boöa þessar kenning-
ar sem eitthvert nýtt fagnaöarer-
indi). ÖBrum þræöi er skáldskap-
ur Whitmans tjáning útþenslu
kapitalismans I persónubundnu
formi oflætis og lygi, sem er og
verður alltaf inngróin i þvi kerfi.
Þvi verða heimspekilegar og pan-
þeiskar hugrenningar þessa
skálds oft innantómt oröagjálfur
og rutlkennt kvak.
Instead of the Trees.
A Final Chapter of Autobigraphy.
J.B. Priestley. Heinemann 1977.
Priestley er einkum kunnur hér
á landi fyrir leikrit sin, bæöi úr
leikhúsum ogútvarpi. Hann hefur
skrifað ágætar skáldsögur og
þrjá hugrenninga- og æviþætti og
er þetta sú þriöja og siöasta, þær
fyrri heita Midnight on the De
sert og Rain upon Godshill.
Priestley unir illa ellinni og telur
aö enskt samfélag á sjöunda og
áttunda áratug aldarinnar mildi
ekki beint þunga ellinnar.
Priestley telur mikla afturför
hafa oröiö i samskiptum manna,
aö fjarstýröar stjórnarráöstafan-
ir og tölvustjórn eitri samfélagiö
og ómennskar ráöstafanir og
skrifræöi lami eölileg samskipti
og lifsánægju mannanna. Hann
segir aö sljóleiki og hiröuleysi
fari I vöxt, sviksemi og alls konar
subbuskapur gangi lengra i Eng-
landi en I flestum öörum löndum
Vestur-Evrópu og aö sú kurteisi
og heiöarleiki, sem voru aöals-
mark Englendinga sé nú aö
drabbast niður, mónókúltúrinn
tröllriöi svo meövitundinni um lé-
lega fjölmiöla, ásamt söluprang-
inu, að samfélagiö sé aö komast
niður á eitthvert kóka-kóla stig,
þar sem öllum leiöist, enda eru
leiðindin markaösþjóöfélaginu
„geisihaglig geit”, þau skapa
endalausa þörf fyrir afþrey-
ingarefni sem er höfuömarkaös-
vara prangaranna.
Priestley kemur viöa viö I bók
sinni, hann ræöir leikhúsefni og
leikara, drauma og djúpsálar-
fræöi, en þau viðfangsefni hafa
veriö honum áleitin um dagana
og auglýsingafarganiö, sem ræö-
ur lífi fólks æ i auknum mæli.
Framtiöarsýn höfundar er dökk
en hann sér þó margt skoplegt I
veröandi heimshruni og fer
áreiöanlega hlæjandi I gröfina.
Þetta er skemmtilega skrifuö bók
og einnig hugvekja.
FEÐGAR
Á FERÐ
í annað sinn
Siöastliðinn laugardag birti
Landpóstur grein frá Fáskrúðs-
firöi og bar hún yfirskriftina:
Feðgar á ferö. Vað þar m.a. frá
þvi sagt, að sigurvegararnir i
kappróðri Fáskrúöafiröinga á
Sjómannadaginn siöasta heföu-
verið fimm feögar, annaö árið i
röð. Tvær myndiráttu að birtast
meö greininni en vegna rúm-
leysis lenti önnur utangarðs, —
og raunar sú er siður skyldi. Úr
þvi er reynt aö bæta meö þvi aö
birta myndina hér og nú.
—mhg.
Ráðstefna um iðn-
þróun á Norðurlandi
Dagana 24. og 25. júni s.l. var
haldin á Húsavik ráöstefna um
iðnþróun á Noröurlandi. Var
ráðstefnan haldin aö tilhlutan
Fjórðungssambands Norðlend-
inga. Framsöguerinda á ráð-
stefnunni hefur áöur verið getið.
Fundarstjórar voru þeir Har-
aldur Gislason og Guðmundur
Hákonarson, Húsavik, en ritar-
ar Guðmundur Nielsson og
Gunnar H. Gisiason.
Ráðstefnufulltrúar skiptu sér
i þrjá starfshópa. Ræddi einn
hópurinn stöðu iönaöar á
Noröurlandi, annar um orkubú-
skap og iðnað og hinn þriðji um
iðnþróun á Islandi almennt. Hér
verður nú skýrt frá þeim niður-
stööum, sem starfshóparnir
komust að:
1. starfshópur um stöðu
iðnaðar á NorðUrlandi.
Starfshópurinn telur að skiln-
ingur þjóðarinnar hafi farið
vaxandi á undanförnum árum á
mikilvægi iðnaðarins i atvinnu-
uppbyggingu á Islandi. Ýmsar
tilraunir hafa veriö gerðar til
eflingar iðnaðar og margar
skýrslur samdar i þvi sam-
bandi. Þrátt fyrir það að nokkur
árangur hafi náðst i ýmsum
atriðum hefur vantað aö hinum
fjölmörgu tillögum um iðnþróun
hafi verið fylgt eftir með sam-
ræmdum aögerðum og mótun
heildarstefnu í iðnaðarmálum.
Starfshópurinn telur aö forsend-
ur áframhaldandi iönþróunar
séu, að jafnrétti riki milli
islenskra atbinnuvega og aö
iönaðinum veröi búin sömu
starfsskilyrði og iönaöi i sam-
keppnislöndunum. I þvi sam-
bandi má benda á eftirfarandi
atriði:
1. Jafnrétti i lánamálum.
2. Jafnrétti I skattamálum.
3. Jafnrétti I tollamálum.
4. Jafnrétti varðandi tækniað-
stoð.
Allargreinariönaðarþurfa aö
njóta sömu starfsskilyrða varð-
andi ofangreind atriði. Enn-
fremur telur starfshópurinn að
auka þurfi verkmenntun og aö-
hæfa þurfi menntakerfi þjóðar-
innar atvinnustarfsemi i land-
inu og hinni vaxandi nauðsyn á
tæknivæöingu. Þá þarf aö auka
jafnvægi i efnahagsmálum
þjóðarinnar með verðjöfnunar-
sjóðum eða hliðstæðum aðferð-
um og draga þannig úr áhrifum
erlendra verðsveiflna á at-
vinnulifið. Þvi verði beint til
opinberra aöila aö innkaupum á
iðnvarningi og útboðum og til-
boðum verka sé að öðru jöfnu
fremur beint til innlendra en er-
lendra framleiöenda.
2. starfshópur um
orkubúskap og iðnað.
Starfshópurinn var sammála
um aö setja fram eftirfarandi
ábendingar:
1. Höfuðmarkmið atvinnu-
uppbyggingar á Morðurlandi
sem annarsstaðar á landinu, er
full atvinna.
2. Veigamikið markmið er
einnig veruleg hækkun þjóöar-
tekna.
3. Þörf er fyrir öra atvinnu-
uppbyggingu á Norðurlandi,
vegna ört vaxandi mannafla.
Talíð er að mannafli á Norður-
landi vaxi um og yfir 400 manns
á ári, og er þá ekki meöreiknað
dulið atvinnuleysi bænda-
kvenna. Alltaö helmingur þessa
fólks þarf að fá atvinnu i undir-
stöðuatvinnuvegunum.
4. Nauðsynleg er stefnumótun
i uppbyggingu atvinnulifs á
Norðurlandi og er eðlilegt að
rikisvald og stofnanir heima-
manna vinni að henni i samein-'
ingu.
5. Ekki er hægt að treysta þvi,
aö atvinnutækifærum fjölgi aö
ráði í landbúnaöi, sjávarútvegi
og fiskiðnaöi. Ekki er heldur við
þvi aö búast, aö atvinna aukist i
verulegum hluta þess iðnaðar,
sem fyrir er.
6. Vegna þess er nauðsynlegt
að leggja áherslu á öra upp-
byggingu nýs iðnaðar, sem við-
ast á Norðurlandi.
7. Oruggt orkukerfi og hóflegt
orkuverö eru forsendur iönþró-
unar.
8. Æskilegteraö orkukerfið sé
i sjálfu sér aröbært.
9. Atvinnumálastefna á að
skapa forsendur uppbyggingar
orkukerfis.
10. Akvaröanir þarf að taka
um, hvort nýta á orkulindir til
uppbyggingar stóriðju á tiltölu-
lega skömmum tima eða virkja
hægar meö annarskonar at-
vinnustarfsemi i huga. Bent
skal á, aö meðalvegur er mögu-
legur.
11. Hefja þarf skipulegar athug-
anir á nýiðnaðarmöguleikum á
Norðurlandi. Rikisvaldiö leggi
til aukna ráðgjöf á þessu sviði
og miðli upplýsingum. Fyrir-
liggjandi upplýsingum um iðn-
þróunarmál veröi dreift milli
landshlutasamtaka sveitarfé-
laga, til sveitarstjórna og ann-
arra. Hinsvegar er áhersla lögð
á frumkvæði heimamanna við
sjálfan atvinnureksturinn.
Fjórðungssamband Norölend-
inga starfi áfram, sem hinn
sameiginlegi aðili allra Norö-
lendinga á þessu sviöi, en hafi
náiö samstarf viö sveitarstjórn-
ir og aöra aðila á Norðurlandi.
12. Bættar samgöngur eru
þýöingarmikil forsenda aukings
iðnaöar á Noröurlandi. Ahersla
erlogö á stórbættar strandsigl-
ingar,sem nýti nýjustu tækni og
bætt vegakerfi innan og milli
byggða á Norðurlandi.
13. Samkeppnisaðstaða iönað-
arins verði bætt gagnvart öör-
um atvinnuvegum og gagnvart
innfluttum iönaöarvörum.
Haldiö veröi áfram eflingu
þeirra stofnlánasjóöa, sem lána
til iönaöar.
Frá niðurstööum starfshóps
um iðnþróun á tslandi almennt,
veröur greint síðar.
— mhg
Nýtt hús í þágu slysavarna
Laugardag og sunnudag 25. og
26. júni var haldinn I Nesjaskóla
ársfundur Slysavarnarfélags
islands. Hófst hann meö guös-
þjónustu I Bjarnarneskirkju,
þar sem slra Fjalar Sigur-
jónsson, prestur á Kálfafells-
stað prédikaöi.
A ársfundinum voru flutt
mörg erindi um slysavarna- og
björgunarmál.
A sunnudaginn fór fram af-
hending á húsi, til Slysavarnar-
félags Islands, sem kvenna-
deild slysavarnafélagsins á
Höfn og Björgunarfélag Horna-
fjaröar byggöu sameiginlega
hér á staönum. 1 húsinu er litill
fundasalur og geymsla fyrir
tæki félagsins. Gjörbreytir
húsiö aöstööu Slysavarnafé-
lagsins á staönum, auk þess
sem þaö notast til smærri
fundahalda fyrir ýmsa aðila.
Akveöið er að byggja viö húsiö
skýli fyrir bifreið og slöngubát,
sem Slysavarnafélagið hefur
eignast.
Formaöur Björgunarfélags-
ins er Friörik Kristjánsson, raf-
veitustjóri og formaður kvenna-
deildarinnar er Ingibjörg Guð-
mundsdóttir. þlþ/mhg