Þjóðviljinn - 13.07.1977, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 13.07.1977, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 13. júil 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. (Jtgefandi: Otgáfufélag Þjó&viljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: (Jlfar Þormóösson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Slöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Biaöaprent hf. Ríkið og al- menningsbóka- söfnin Þeir menn sem hafa eitthvað kynnt sér nútimahugmyndir um hlutverk almenn- ingsbókasafna, skipulag og rekstur, gera sér ljóst, að við íslendingar erum heldur illa á vegi staddir i þeim efnum. Segja má, að þar sem best lætur nálgist slik þjónusta hér á landi það, sem sómasamlegt þótti i nálægum löndum fyrir 20-30 árum, en getur hvergi talist með þvi sniði er nú þykir við hæfi: að bókasöfn kosti kapps um að vera fjölþættar mennta- og tóm- stundastofnanir almennings. Lögin frál955 um almenn.bókasöfn voru góðra gjalda verð og töluverð framför þá. Með þeim ákvað alþingi, að það skyldi verða sameiginlegt verkefni rikis og sveitafélaga að reka almenningsbókasöfn, og var þeim þá i fyrsta sinn tryggt nokkurt fé til bókakaupa og reksturs. Árið 1963 var lögum um almenningsbókasöfn breytt og framlög rikis, sýslu og sveitafélaga hækk- uð. Höfuðgalli þeirra laga var hins vegar sá að framlög fylgdu ekki verðlagi og urðu þvi mjög fljótt úrelt. Fyrir nokkrum árum fór fram endur- skoðun laga þessara og var samið frum- varp, sem fól i sér ákvæði um gagngerar breytingar og umbætur á bóksasafnslög- um, þar sem að þvi var stefnt að al- menningsbókasöfn mættu verða öflugar og alhliða menningarstofnanir. Frum- varpið gerði hinsvegar ráð fyrir, að bæði riki og sveitarfélögum yrði gert að skyldu að leggja stórlega aukið fé til safnanna. Þar var m.a. ætlunin að rikið tæki veru- legan þátt i bókhlöðubyggingum. Þetta frumvarp, sem tvimælalaust stefndi i rétta átt og hefði mátt verða grundvöllur umbóta i bókasafnsmálum, var siðan að velkjast i skúffum ráðherra og ráðuneytismanna og siðar á borðum þingmanna um fimm ára skeið. Loks var á siðasta ári samþykkt löggjöf um al- menningsbókasöfn, þar sem rikisvaldið gerði sér litið fyrir og varpaði öllum kostnaði og allri ábyrgð þessara mála af sér yfir á sveitarfélögin. I stað þess að stórauka þann litla styrk, sem áður hafði verið veittur úr rikissjóði til bókhlöðu- bygginga, var hann nú afnuminn með öllu og rikið hætti einnig allri þátttöki i rekstri safnanna. Hér var stigið skref aftur á bak, þar sem brýna nauðsyn bar til að halda markvisst og hiklaust fram á við. ' Hætt er við að á komandi árum muni margur sveitarstjórnarmaður telja þess litinn kost á timum verðbólgu og fjár- skorts að leggja mikið fé til dýrra bók- hlöðubygginga. Helst ættu að vera tök á þvi i þéttbýli að efla almenningsbókasöfn þannig, að þau gætu gegnt hlutverki sinu sómasamlega. En i dreifbýli er slikt óframkvæmanlegt með öllu, eins og lög- gjöf um þessi mál er nú háttað. Er þegar sýnt, að hin nýju lög með undanþágu- ákvæðum sinum, þar sem sveitafélög verða ein að standa undir rekstri bóka- safns, hafa það i för með sér, að sveitir og fámenn sjávarþorp dragast enn meira aftur úr en orðið er og ibúarnir sitja uppi með óviðunandi þjónustu á þessu mikil- væga sviði. Þar er ástandið þannig, að ekkert fé er til að greiða laun fyrir bóka- vörslu og kaup á nýjum bókum vitanlega af skornum skammti. Menn ræða um þessar mundir um nauð- syn þess, að fólk eigi kost á að halda áfram að mennta sig, tala um endur- menntun og ævimenntun. Grundvöllur slikrar menntunar er sá, að fólk eigi að- gang að góðum almenningsbókasöfnum, þar sem ekki aðeins væri nægur bóka- kostur fyrir hendi heldur og upplýsinga- þjónusta og starfsaðstaða. Engum dettur i hug, að riki og sveitarfé- lög geti á skömmum tima reist i hverju byggðarlagi bókhlöður og hallir, sem hýsi mikinn bókakost og hvers kyns aðstöðu. En hitt er á færi rikisvaldsins og þvi skylt að gera, að tengja alla bókasafnsþjónustu saman á þann hátt, að bókasöfnin myndi eitt heildarkerfi, svo að hver safnnotandi, hvar sem hann er á landinu, eigi ekki ein- göngu aðgang að bókum sins litla safns, heldur bókakosti allra safnanna, eftir þvi sem við verður komið. Lögin um almenningsbókasöfn þarf að endurskoða og breyta þannig að þau geti valdið þvi hlutverki að verða ásamt skól- unum raunverulegar menntastofnanir al- mennings. —g- eldri neyta fráskildar konur 2- 7 sinnum meira magns á 1000 fbúa á viku en giftar konur. Munurinn er þó minnstur á aidurshópnum 60-69 ára. 2) t aidurshópnum 30-39, 50-59 og 70 ára og eldri neyta ekkjur 2-4 sinnum meira magns en giftar konur i þeim aldurshópum. 3) t aldurshópum 50-59 neyta ekklar 2 sinnum meira magns en aörir. 4) t aldurshópum 30-39 og 60-69 ára neyta fráskildir karlar 2,5-4,5 sinnum meira magns en kvæntir. sinnum meira magns en aörir. Niöurstööur margra rann- sókna erlendis gefa til kynna aö almenn sjúkdómstiöni f þeim hjúskaparstéttum sem aö framan greinir sé hærri en almennt gerist. Taliö er aö þessu sé likt fariö hérlendis, en sjúkdómstiönin er þó ekki margföld miðaö við aöra þjóö- félagshópa. Lyfjanotkunin t þessum þætti var vikið aö þvi á dögunum, aö i grein land- læknis, sem birt var i dag- blööum, skorti upplýsingar um hvaða hjúskaparstéttir neyttu meira af geð-, tauga- og róandi lyfjum en aðrar. Nú hefur borist vitneskja um þetta atriöi, og skýringar á framsetningarmáta landlæknis. Akvörðun landlæknis aö geta þessara hjúskaparstétta ekki sérstaklega var sprottin af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi er hópurinn ekki stór og munurinn á honum I heildinni hefur ekki verið talinn nægílega marktækur. Niöurstööur frekari rannsókna benda þó eindregiö til þess að svo sé. Niðurstöður könnunarinnar á lyfjanotkuninni, sem birtar voru i dagblöðunum, eru aðeins einn liður í viötækri rannsókn á „social-medisinskum” aöbún- aði fólks á Reykjavikursvæðinu, sem spannar yfir árin 1967 til 1975. Aö þessari könnun er land- læknir að vinna ásamt fleirum. Þaö er að sönnu rétt aö mis- ráðið geturveriö að birta niöur- stöður eða upplýsingar um fámennar þjóðfélagsstéttir án þess aö þær séu tengdar öðrum upplýsingum um hætti fólks og aðbúnað almennt. Hinu veröa embættismenn aö gera sér grein fyrir, aö stundum veröur aö ætla almenningi og lesendum blaða þá skynsemi, að þeir geti tekiö mark á þeim fyrirvörum sem geröir eru. Með fyrirvara Og meö þeim fyrirvara, aö lesendur taki eftirfarandi upplýsingum sem viöbót viö annars ágæta greinargerö land- læknis i Þjóöviljanum á 2. siöu fimmtud. 30. júni, og geri sér það ómak að lesa grein hans á ný til þess aö fá heildar- myndina, birtum við eftir- farandi niðurstöður^ Komiö hefur i ljós í sam- bandi viö neyslu geölyfja og róandi lyfja á höfuöborgar- svæðinu að..-.; 1. Geðlyfog róandi 1) t aldurshópum 20-70 ára og 5) t aidurshópum 30-39 ára neyta ókvæntir karlar 2,5-3,0 meira magns en aðrir. 2. Svefnlyf t aldurshópum 30-69 ára neyta 1. ekkjur, ekklar og fráskildar konur 2,5-3,0 sinnum meira magns en aörir. 2. t aldurshóp 70 ára og eldri konur i öllum hjúskapar- stéttum og fráskildir kariar 2 Uppreisn hjónabandsins t nýútkomnu Læknablaöi segir, aö „almennt er talið aö sjálfsmorö séu færri hjá giftum en ógiftum, fráskildum og ekkjum/ekklum. í bandariskri athugun er taliö, aö tlöni sjálfsmoröa sé tvöfalt meiri meöal ógiftra en giftra, og meðal ekkla og fráskildra 3svar og 5 sinnum hærri en meöal giftra.” Hjónabandið þykir mörgum slæmt band um þessar mundir og eru uppi miklar efasemdir I um gildi þeirrar stofnunar. Mis- | jafnt mun vera hvort þaö leysir. úr læöingi eöa drepur i dróma, en almennt séö viröist þó fylgja þvl nokkur spennuléttir i streituþjóöfélaginu, eöa aö minnsta kosti kjölfesta, sem hressir upp á tölfræöilega, viröingu þess i sambandi viö' sjálfsmorö og lyfjanotkun. Ef til vill sættir þaö aöeins viökomandi betur viö viötekin samfélagsviöhorf. „Hálft llf er betra en ekkert brauö”, sagöi Nicolas Bentley einu sinni, og gæti þaö hugsanlega átt viö I þessu samhengi. -ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.