Þjóðviljinn - 13.07.1977, Síða 13

Þjóðviljinn - 13.07.1977, Síða 13
Miðvikudagur 13. júli 1977 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 13 Litlí bamatíminn í dag kl. 17.30 r/Það er mjög vanda- samt að finna efni, sem hæfir smekk þess aldurs- flokks barna, sem þessi þáttur er ætlaður, en það eru börn á aidrinum 3-6 ára", sagði Guðrún Guðlaugsdóttir, sem sér um „Litlabarnatímann". „Ég hef haft þannháttáaö prófa efni, sem ég ætla til flutnings i þættinum,á nokkrum skynugum krökkum, sem ég hef tagltæk nálægt mér, og snúi þau baki við lestrinum reyni ég bara að finna eitthvað annað. A þessum aldri eru börn llka meira gefin fyrir myndir en frásögu, leikurinn væri mun léttari, ef hlustenda- hópurinn væri eldri. Þau eiga sér enn varla nein uppáhaldslög heldur. Samt verður ekki annað sagt en þetta sé skemmtilegt að fást við, já, — ég læt mig ekki muna um að semja sjálf efni til flutnings, til dæmis sögur, þvi ef þær hafa gert lukku hjá krökkunum hér heima, finnst mér sjálfsagt að vita hvort ekki megi segja þær fleiri börnum. 1 kvöld les ég til dæmis sögu sem ég samdi, og er útvarp um litla stúlku I sveit. Við höfum ekki til þessa gefið kost á óskalögum eða sliku, einsog tiðkast i þáttum ætluðum eldri krökkum, en samt ber við að við fáum tilskrif, fólk stingi uppá einhverju sérstöku efni til flutnings og auðvitaö er allt slíkt vel þegið. Svo reynir maöur að muna eftir þeim fullorðnu lika, þeim sem eru með börnin, og við höfum heimsótt stofnanir á borö við Heilsuverndarstöðina og rætt við ýmsa aöila og fengið upplýsingar sem gætu orðið uppalendum ágætra hlustenda okkar til halds og trausts. Þó má ekki vera of mikið af sliku, — þátturinn á þó að vera fyrir blessuð börnin en ekki um þau,” segir Guðrún Guðlaugsdóttir að lokum. Vænta má aö Sögualdarbærinn verði viðkomustaöur margra gesta tslands á ókomnum árum. Landkynning i Víösjá: Sigurður A. og sögualdarbærinn I Viðsjá i kvöld kl. 19,35 munu málum nýlega, en þar er átt við þau Ólafur Jónsson og Silja útkomu bókar Sigurðar A. Aðalsteinsdóttir ræða um is- Magnússonar, „Northern lenska landkynningu og snúa Sphinx” og sögualdarbæinn, sér einkum að tvei'mur við- sem nýlega reis af grunni I burðum sem gerst hafa I þeim Þjórsárdal. Verður rætt við Hörð Agústsson um það fram- tak.Þar sem ekki var búið að taka upp þáttinn, þegar þetta var skrifað, fengust ekki nánari upplýsingar um efni hans og ekki um annað að gera en leggja þvi betur við eyru I kvöld. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristján Jónsson les fyrri hluta rússnesks ævin- týris um „Nauma frænda” I þýðingu Magneu Matthias- dóttur. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25. 14.30 Miðdcgissagan:„EIenóra drottning” eftir Noru Lofts. Kolbrún Friöþjófsdóttir les þýðingu sina (20). 15.00 Miðdegistónieikar Hindar-kvartettinn leikur Strengjakvartett i g-moll op. 27 eftir Edvard Grieg. Jean-Pierre Rampal og Al- fred Holecek leika Sónötu i D-dúr fyrir flautu og pianó op. 94 eftir Sergej Prokof- jeff. 16.20 Popphorn, Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Litli barnatiminn. Guð- rún Guðlaugsdóttir sér um timann. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vlðsjá. Umsjónarmenn: Ólafur Jónsson og Silja Aöalsteinsdóttir. 20.00 Einsöngur: Hreinn Lin- dal syngur islensk lög.Ólaf- ur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka. a. Njarð- vikurskriður,Ármann Hall- dórsson safnvörður á Egils- stööum flytur annan hluta frásögu, sem hann skráði eftir Andrési Björnssyni bónda i Snotrunesi. b. Milli min og þin.Rósa Ingólfsdótt- ir les Ijóð eftir Halldóru B. Björnsson. c. Á reiðhjóli um Rangárþing. Séra Garðar Svavarsson flytur lokaþátt ferðasögu sinnar. d. Kór- söngur: Kariakórinn Fóst- bræður syngur fsiensk lög. Söngstjóri: Ragnar Björns- son. 21.30 (Jtvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftír Martin Andersen-Nexö. Siðara bindi. Þýðandinn, Einar Bragi, les (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöidsag- an: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe.Þórarinn Guðnason les (10). 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Amasonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Ifl Staða ritara iskrifstofu borgarlæknis er laus til umsóknar. Væntanleg- ir umsækiendur burfa að vera vanir vélritarar, vera vel að sér i islensku og hafa nokkra tungumálakunnáttu. Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavik- urborgar við borgina. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, send- ist skrifstofu borgarlæknis fyrir 25. júli. Borgarlæknir Aðstoðarmaður í ljósmyndadeild Þjóðviljinn vill ráða aðstoðarmann i ljós- myndadeild frá 18. júli n.k. Æskilegt að viðkomandi kunni skil á myrkrastofu- vinnu, þ.e. framköllun á filmum og vinnslu á pappir. Skriflegar umsóknir sendist ritstjóra blaðsins fyrir föstudaginn 15. júli n.k. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir júni mánuð er 15. júli. Ber þá að skila skattin- um til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 11. júli 1977. Staða skrifstofumanns við embætti lög- reglustjórans i Reykjavik er laus til um- sóknar. Umsóknum sé skilað til skrifstofu embættisins Hverfisgötu 115 fyrir 22. júli 1977. Lögreglustjórinn i Reykjavik. Lokað vegna sumarleyfa 18. júli til 5. ágúst Gluggasmiðjan, Siðumúla 20. íslenska járnbtendifélagið hf. Icelandic Alloys Ltd. Grundartanga 301 Akranes — Sími 92-1092 Óskum að ráða nú þegar 4 menn til svæðis- vörslu á byggingartíma kisiljárnverk- smiðjunnar að Grundartanga, sem áætl- aður er um 2 ár. Vaktavinna, væntanlega hentug fyrir menn á aldrinum 30-50 ára. Umsóknir skulu hafa borist staðarverk- fræðingi Islenska járnblendifélagsins hf., Grundartanga, sem veitir nánari upp- lýsingar, fyrir 23. júli n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.