Þjóðviljinn - 16.08.1977, Síða 3
Þriöjudagur 16. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Fangar deyja á
dularfullan hátt
DURBAN 1478 Reuter — Blökku-
maður, sem hafði verið handtek-
inn af pólitiskum ástæöum
snemma i siöasta mánuöi, fannst
nýlega látinn i fangaklefanum;
haföihann veriö hengdur i járnslá
I glugganum meö ræmu sem rifin
haföi veriö úr jakka hans.
Aö sögn lögreglunnar hét þessi
maður Bayempin Mzizi og var 62
ára aö aldri. Haföi hann veriö
handtekinn samkvæmt „hryðju-
verkalögum” Suður-Afriku. Þetta
er annar maöurinn sem bfður
bana á þennan hátt i lögreglu-
stöövum i Durban á tveimur vik-
um. 27 ára gamall indverskur
tannlæknir, sem öryggislögregl-
an haföi handtekiö, fannsteinnig
hengdur i sinum eigin buxna-
skálmum fjórum klukkustundum
eftir aö hann haföi veriö læstur
inni i fangaklefa.
Óháö stofnun, sem fjallar um
samskipti kynþátta, sagöi aö
tannlæknirinn væri 18. maöurinn
sem látiö heföi lifiö eftir aö hafa
verið handtekinn samkvæmt
neyöarlögum Suöur-Afriku siöan i
mars 1976. Aöeins fjórir þessara
manna létust af eölilegum orsök-
um, aö sögn lögreglunnar.
ísraelar tóku þátt í
borgarastríði Líbanons
NEW YORK 14/8 Reuter — 1
grein i vikuritinu Time, sem kom
út i dag, ersagt frá þviaö Israelar
hafi tekiö virkan þátt i borgara-
styrjöldinni f Libanon, veitt
kristnum mönnum þar vopna-
birgöir fyrir miljónir dollara og
þjálfaö hermenn þeirra i isra-
elskum herbúöum.
Þaö var viöurkennt opinberlega
i ísrael fyrir einni viku, aö Israel-
ar heföu haft afskipti af borgara-
styrjöldinni I Libanon, en um þaö
haföi aöeins veriö „óstaöfestur
orörómur” til þessa. En i grein-
inni í Time, sem byggö er á viö-
tölum viö ónafngreinda israelska
embættismenn, koma ýmsar upp-
lýsingar fram um þátttöku Isra-
ela i styrjöldinni. Segir þar aö is-
raelar hafi veitt kristnum mönn-
um aöstoð meö þvl aö koma á
hafnbanni meöfram strönd Llba-
nons til aö hindra birgðaflutninga
til múhameöstrúarmanna, en
einnig hafi þeir gefiö kristnum
Ástralíumenn leyfa
útflutning úraniums
CANBERRA 15/8 Réuter — Tals-
menn Ástraliustjórnar sögöu I
dag aö stjórnin heföi ákveðiö aö
aflétta banni viö vinnslu og út-
flutningi úranfums i noröurhluta
landsins, en þaö bann hefur nú
staöiö I f jögur ár. Talsmaöur for-
sætisráöherrans vildi þó hvorki
staðfesta þetta né bera þaö til
baka, en búist er viö þvi aö
forsætisráðherrann skýri þinginu
opinberlega frá þessari ákvöröun
á fimmtudaginn.
Taliöeraðí Astraliu sé aö finna
um tuttugu af hundraöi af öllum
þeim úraniumbyggöum sem til
eru utan sóslaliskra rikja, og eru
þær i hinum strjálbýla noröur-
hluta landsins, um 220 km fyrir
austan Darwin. Undanfarin
fjögur ár hefur öll úranium-
vinnsla veriö bönnuö á þessum
slóöum og hafa þar veriö geröar
ýmsar vistfræöilegar rannsóknir.
Leiötogar verkamannaftokksins,
sem eru i stjórnarandstööu eru
þvl mjög andsnúnir aö úranlum-
vinnsla og -útflutningur veröi
leyföur, og má búast viö höröum
mótmælum frá þeim, þegar þessi
ákvöröun stjórnarinnar veröur
tilkynnt opinberlega. Einnig hafa
stéttarfélög flutningamanna hót-
að þvi að stööva útflutning á
úranium.
Stjórn Astraliu skipaöi nefnd til
aö kanna leiöir til úranlum-
vinnslu, og skilaöi nefndin áliti
I nóv. og I mai. Voru þar
slegnir margir varnaglar og var-
aö viö ýmsum hættum. M.a. stóö i
nefndarálitinu aö nauösynlegt
væri aö gera sérstakar ráöstafan-
ir til aö vernda frumbyggja
landsins, en svæöiö þar sem
úranium finnst er eitt af þeim fáu
svæöum sem þeir hafa nú til um-
ráöa. Varmæltmeö þvlaö svæöiö
yröi gert aö þjóögaröi fyrir þá og
þeir fengju sinn skerf af úranium-
tekjum.
Taliö er aö i stærstu námunum
sé unnt að vinna alls 207.000 lestir
af úranium, og heildarverömæti
úraniums i noröurhluta Astraliu
ertaliö vera um 33 miljaröar doll-
ara. Doug Anthony aöstoöarfor-
sætisráöherra sagði aö þessar
úranlumbirgöir jafngiltu ollu-
foröa Sádi-Arablu.
Bardagar I Beirut.
mönnum 110 bryndreka, 5000 vél-
byssur og 12000 riffla.
Aö sögn Time hófust afskipti
israela af málum Libanons I mai
1976, þegar efnt var til leynifund-
ar sem Yitsak Rabin, þáverandi
forsætisráðherra Israels, Shimon
Peres, þáverandi varnarmála-
ráöherra Israels, og llbanirnir
Camille Chamoun og Pierre
Gemayel, leiötogi falangista,
tóku þátt I.
Time segir aö israelar séu
sannfærðir um aö aöstoö þeirra
hafi haft úrslitaáhrif i borgara-
styrjöldinni, komiö I veg fyrir ó-
sigur kristinna manna og hægri
manna, og neytt vinstri menn og
palestinuaraba til aö semja
vopnahlé.
Talsmenn vinstri manna i suö-
urhluta Libanons sögöu I dag aö
israelar beittu nú skriödrekum
þar, og heföu afskipti þeirra af
bardögunum á þessu svæðiaukist
mjög mikiö slöan opinberlega var
viöurkennt aö Israelar heföu tekiö
virkan þátt i atburðum i Libanon.
Leiötogar bæöi hægri og vinstri
manna I Libanon hafa iátiö i ijós
þann ótta aö þessi afskipti israela
kunni aö hrinda af staö fimmtu
syrjöld araba og israela.
Enn einu sinni kemur CANON
á óvart með fróbæra reiknivél
cánolaPlOll-D
+ Pappirsprentun og Ijósaborð
+ Allar venjulegar reikniaðferðir
+ Sérstaklega auðveld í notkun
+ ELDHRÖÐ PAPPiRSFRÆSLA (SJALFVIRK
EFTIR TOTAL OG ENGIN BIÐ)
+ Ótrúlega hagstætt verð.
Það hrifast allir sem sjá og reyna þessa vél.
Sbrifuélin hf
Suðurlandsbraut 12 Pósth. 1232,
Simi 85277
UTBOÐ
Tilboö óskast I framkvæmdir viö lagningu 5.,6. og 7.
á'fanga nýrrar aöalæöar Vatnsveitu Reykjavlkur frá
vatnsbólum I Heiömörk tii Reykjavlkur.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3,
R, gegn 15.000,- kr. skiiatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á sama staö, miövikudaginn 7.
september 1977, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800
íbúð óskast
Ung hjón með barn á fyrsta ári óska eftir
ibúð til leigu i Reykjavik frá 1. september.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýs-
ingar i sima 99-1659.
ÞETTA ER KRAFA TIL RIKISSTJORNARINNAR:
Eimskip í opinbera rannsókn
t forystugrein Þjóðviljans þann
10. þ.m. var borin fram krafa um
opinbera rannsókn á rekstri Eim-
skipafélags Islands. Astæöurn-
ar fyrir þessari kröfu hafa veriö
raktar hér i Þjóöviljanum aö und-
anförnu og athygii vakin á þvl, aö
á slöustu þremur árum hefur
Eimskipafélagiö keypt hvorki
meira né minna en 15 ný skip og
fjárfest á þessum þremur árum
fyrir um 8 miljarða króna, eöa
állka upphæö og fariö hefur I alla
hina frægu Kröfluvirkjun.
I Þjóöviljanum nú um helgina
birtist svo athugasemd frá Eim-
skipafélaginu þar sem tekið er
fram aö rikisstjórnin eigi einn
fulltrúa I stjórn Eimskips og að
hún hafi skipaö einn af þremur
endurskoðendum félagsins.
Ef forráöamenn Eimskipafé-
lagsins halda ab seta þessara full-
trúa rikisstjórnarinnar I stjórn
félagsins og I hópi endurskoöenda
þess komi I staðinn fyrir þá opin-
beru úttekt á rekstri félagsins,
sem Þjóðviljinn hefur gert kröfu
um, þá er það mikill misskilning-
ur. Frá þessum opinberu fulltrú-
um rikisstjórnarinnar hefur al-
menningur i landinu reyndar ekk-
ert heyrt.
Full ástæöa er hins vegar til aö
beina kröfunni um opinbera út-
tekt á störfum Eimskipafélagsins
ekki bara til stjórnar þess, heldur
ekki síöur til rikisstjórnarinnar
sjálfrar, en til þess gefur athuga-
semdin, sem Þjóöviljinnbirti á
laugardag frá stjórn Eimskips
sérstakt tilefni.
Hér skal endurtekin sú krafa,
sem Þjóöviljinn bar fram þann
10. ágúst s.l. um opinbera rann-
sókn á rekstri Eimskipafélagsins,
er beinist fyrst og fremst aö eftir-
farandi atriðum:
1.
Rannsókn á flutningsgjöldum,
sem félagiö hefur komiö á og
skulu þau borin saman viö hinn
raunverulega kostnað viö flutn-
ingana og flutningsgjöld, sem
önnur hliðstæð félög krefjast á
sams konar flutningsleiöum.
Kannaö veröi hve mikil lækkun
vöruverös geti náöst með lækkun
flutningsgjalda um nokkra tugi
prósenta.
2.
Ýtarlegra upplýsinga veröi afl-
aö um hinar gifurlegu fjárfesting-
ar félagsins á slöast liönum ár-
um, skipakaup, byggingastarf-
semi og önnur fjárfestingarum-
svif. Tengsl Eimskipafélagsins
viö seljendur skipanna erlendis
veröi tekin til ýtarlegrar skoöun-
ar þar eð sú leyndarkvöð, sem
lögö er á samninga um skipa-
kaupin vekur grunsemdir um ó-
eðlilega viðskiptahætti.
3.
Athuguö verði tengsl Eim-
skipafélagsins við önnur islensk
stórfyrirtæki, einkum og sér I lagi
rekstur félagsins og siðan kaup á
Jöklunum, tengsl viö Flugleiöir
og aöild Eimskipafélagsins aö
feröaskrifstofurekstri.
4.
Siöast en ekki slst ber aö rann-
saka ýtarlega viðskipti og tengsl
Eimskipafélagsins við banda-
riska herinn og viö Alusuisse.
Eimskipafélagiö hefur haft
einkarétt á flutningum frá
Bandarikjunum til herstöðvar-
innar og annast meginhluta flutn-
inga vegna álverksmiöjunnar i
Straumsvik. Veruleg tengsl eru á
milli stjórnenda Eimskipafélags-
ins, forstöðumanna Alusuisse og
helstu hermangsfyrirtækjanna.
Yfir viöskiptum Eimskipafélags-
ins viö herinn og Alusuisse hefur
hvllt óeölileg leynd og samteng-
ing stjórnar á þessum fyrirtækj-
um gefur tilefni til margvislegra
athugasemdá.