Þjóðviljinn - 16.08.1977, Síða 9
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 16. ágúst 1977
ÚTILÍF
Texti og myndir:
Erlingur Sigurðarson
Scllandsfjall séð úr Kállastrandarvogum.
veðri að leik, en náttúruvinum til
harms og leiðinda.
Þá bera sumir það fram, að
þeir öttist að bilnum verði stolið
Hvernig geta þeir hinir sömu skil-
iðbílinn nokkursstaðar við sig án
sama ótta, t.d. i miðri Reykjavik,
sjálfire.t.v. viðs fjarri í vinnu eða
erindrekstri i miðborginni, jafn-
velsofandi hátt uppi i blokk? Þeir
spm óttast slikt úti i „guðsgrænni
náttúrunni” sem þeir leggja sinn
skerf til að breyta i moldarflag,
ættu aldrei að hafa lagt frá sér
leikfangabilinn sem hafa mátti i
bandi og burra siðan og purra.
Nei, góðir hálsar, staður bílsins
er við vegbrúnina en tjaldsins
inni i græna hvamminum. Sé blll
mn fluttur þangað inn verður
:jaldstæðið ekki lengur ákjósan-
egt fyrir þá sem á eftir koma, og
>eir eiga sama rétt til að fá að
jalda i grösugum hvammi og þú,
:öa hvað?
Smáruslið er lika rusl.
Svo virðist sem fólk sem ekki
ná vamm sitt vita i neinu geti
'leymt þvi að smádrasl ýmiss
conar á heima i ruslatunnunni
neð öðru rusli.Það eru nefnilega
akmörk fyrir þvi hvað náttúran
'etur fljótt eytt eða hulið það sem
il hennar er kastað. Með þessu
mádrasli er átt við ölflösku-
appa, karamellubréf, o.fl.þ.h. —
afnvel eldspýtur, sem á fjölsótt-
HEILRÆÐI I ANINGARSTAÐ
Sá sem i f imm sumur hefur haft
eftirlit meö umgengni ferða-
manna á einuin fjölfarnasta
ferðamannastað landsins —
Mývatnssveit — hefur
óhjákvæmileg orðið vitni að
ýmiss konar slæmri framkomu
við náttúruna. Slik dæmi eru þo
sem betur fer undantekningar og
verða ekki tiunduð hér. Hins veg-
ar verður hér farið nokkrum orð-
um um ýsmis atriði þar sem allt
of mörgum verður á i messunni i
sambúð sinni viö fósturjörðina
og hina viökvæmu náttúru henn-
ar. Þau geta hent bæði m ig og þig,
og viö siöan borið við hugsunar-
leysi ef að verður fundið við okk-
ur. En hugsunarleysi er ekki og
má ekki vera fuilgild afsökun
fyrir aöfinnsluveröri umgengni.
Það er hins vegar það scm þægi-
legast er að gripa til©ér tii afböt-
unar. Nú er það hlutverk mikils
vert að fá menn til að hugsa um
móður náttúru og fara um hana
mildum höndum. Til þessa þarf
að herða áróðurinn fyrir bættir
umgengni. Þar hafa Náttúru-
verndarráö og Landvernd haft
góða forgöngu, en sú forganga
dugar skammtef fleiri fylgja ekki
eftir. Sigur á sóðaskapnum og
hugsunarleysinu vinnst ekki fyrr
en eftir sibylju gegn þeim svo
jaðri við sefjun — og fyrr má
heldur ekki undan láta.
Verður nú vikið að nokkrum
þeim atriðum sem reynsla
undangenginna ára hefur fært
mér heim sanninn um að þörf sé
ábendinga um.Mörg þeirra kunna
ýmsum að finnast mjög
smávægiieg og eru það vissulega
eigi aðeins einn i hlut. En hverj-
um einum fylgir annar og svo
hver af öðrum hvern daginn eftir
annan. Þegar svo er komið verð-
ur smáruslið eöa bilslóðin yfir
gróðurinn ekkert einkamál þess
sem fyrstur gisti þar, heldur
sameign hans með öllum þeim
sem á eftir komu —sameign sem
særir flesta þá sem hana sjá, en
gera sér þvi miður fæstir grein
fyrir þvi að ef til vill hafa þeir lagt
til hennar sinn hlut, eða lagt stein
i a nnað sambærilegt m inn ismerki
uin þá sem fóru um landiö sitt til-
finningarsnauðum höndum og
vcittu þvi smáskeinur, sem þeim
er á eftir komu reyndist auðvelt
að gera að svöðusárum.
Akstur utan vega
Augu manna hafa fyrir
allnokkru opnast fyrir þeim ljóta
leik „jeppatöffara” i tcfffæru-
akstri að skera alla hóla og hæðir
jafnt grónar sem ógrónar, og á
vegi þeirra verða, sundur með
hjólförum tækja sinna. Aróður er
hafinn gegn þessari iðju en hann
gagnar ekkert fyrr en til kemur
öflugt almenningsálit sem for-
dæmir hana og gefur þeim er
hana iðka engin grið. En torfæru-
akstri er einnig hossað, og telja
m.a. aðilar á borð við björgunar-
sveitir það hlutverk sitt. A meðan
sliku fer.fram er ekki úrbóta von.
Svo er annað jafnvel enn verra —
sem sé.að það eru ekki eingöngu
•stráklingar sem akstur þennan
iðka, heldur einnig „rosknir og
ráðsettirmenn”einsog þeir heita
á viröulegum bifreiðum sinu með
Þetta skilti skýrir sig sjálft.
drif á öllum hjólum utan þvi sem
er til vara. Bifreiðar þessar eru
oftast mikilfenglegar að vallar-
sýn og bera glæst nöfn, mikið
króm, lituð gler i rúðum og
hábólstruð sæti, enda stöðutákn
eigenda sinna fyrir utan tvöfalda
bilskúrinn. En hér sannast að
sitthvað er gæfa og gjörvileiki.
Hina ráösettu eigendur henda
sömu slys og strákastóðið, að
spæna upp hliðarnar. Sumir eig-
endanna hafa e.t.v bilaö hjarta og
þola ekki göngur upp á hólinn, en
ekki er mér grunlaust um að með
ýmsum þeirra blundi sama löng-
unun og i strákunum — að reyna
kraftinn i tækinu (hér stöðutákn-
inu). Við slika menn þýðirekkert
að segja nema: Finndu þér
starf svettvang i kvartmilu-
klúbbnum.
Billinn við tjalddyrnar
En svo hvimleiður og særandi
sem torfæruaksturinn er, er
annar akstur utan vega ekki siður
spellvirki á ásjónu landsins. Hér
á ég við þann leiða sið f jölmargra
að nenna ekki að ganga nokkurra
metra spöl frá vegbrún að tjald-
stað, heldur verða að ryðjast
þessa leið meö elsku bilinn sinn
alla leið upp að tjalddyrum, oft
yfir mjög viðkvæman gróöur.Hér
duga engarmálsbætur. Enginn er
of góður til að bera drasl sitt 10-20
metra vegalengd allra sist ef það
er yfirlýst markmið ferðar hans
að sjá landið og kynnast náttúru
þess. Við hina þýðir ekki að tala,
þeir ættu að tjalda á börunum,
eða sofa á malbikuðum bilastæð-
um við sitt hæfi.
En einhverjar afsakanir hlýtur
fólkið að eiga sér. Vissulega. —
Hin algengasta er hugsunarleysi.
Þeirri afsökun hefur áður verið
svarað, og nú er það allra — þin
lika lesandi góður — að drepa
þennan sljóleikadraug og fá menn
til að hugsa um allt er lýtur að
bættri umgengni viö náttúruna.
önnur afsökun sem heyrist er á
þá leið, að það muni liklega ekki
mikið um það þó að einn blll fari
út á gróðurlendið rétt á meðan
dótið er tekið úr honum. Það góða
fólk gleymir tvennu. Annars veg-
ar þvi, að sáriö eftir bilinn er
nákvæmlega jafnmikið hvort
heldur hann stendur „réttá meö-
an” eöa yfir nóttina. Hins vegar
gætir sama fólk þess ekki að
næstu nótt kemur e.t.v. annað
fólk sem fer eins að og svo fleira
og f leira. Innan tiðar gefur að lita
troðna bílslóö inn i grasi vaxinn
hvamm, sem smám saman
breytistimoldarflag. Eftir það er
tjaldstaðurinn ekki lengur falleg-
ur og leit hefst aö nýjum t jaldstað
— nýjum hvammi þar sem sagan
siðan endurtekur sig, vindi og
um áningarstöðum geta orðið til
mikilla lýta, og legið i hrönnum
langtimum saman. Þá eru
vindlingasiur (filterar) reykinga-
manna oftlega i hrúgum i slikum
stöðum, þar sem þær virðast eyð-
ast ákaflega seint. Það ætti að
vera óþarfi aö minna menn á til-
vist öskubakka, eða að nota dósir
eða eitthvað þess háttar i þeirra
stað. Tjaldstæði útataö sliku
smárusli er ekki kræsilegt, en
stærstar veröa þó hrannimar aö
sjálfsögðu á fjölsóttum stöðum.
Úrstarfiminu sem eftirlitsmaöur
kannast ég við þann ófögnuð sem
af þvi stafar á stöðum eins og viö
Grjótagjá, eöa' viö hliðiö að
Dimmuborgum. Væru þar ekki
gerðar stöðugar hreinsanir, get
ég mér þess til að þar væru nú
álitlegar hrúgur af sliku
smádrasli — eftirlegukindum
þeirra, sem annars hreinsa vel
eftir sig — og svo auðvitað allra
hinna, en þeir eru sem betur fer
ekki allir að veröa, svo mjög sem
ég held að þeim hafi fækkað sið-
ustu árin.
Takið ruslið með i næsta
sorpkassa
Hér hefur verið farið allmörg-
um orðum um smáruslið, en það
sem stærra er i sniðum er þó að
sjálfsögðu mun alvarlegra. Þvi
betur fer þeim nú ört fækkandi,
sem skilja allt rusl eftir er þeir
yfirgefa tjaldstað sinn, en þó eru
alltaf of margir sem ekki ganga
sómasamlega frá þvi. Víöast
munu nú vera ilát til taks i fjöl-
sóttustu áningarstöðum ferða-
Trjágöng heim að bænum i Höfða.
Gróður er mikill aö Höfða og eru flesttrén gróöursett af Þuru I Garöi og Herði Jónssyni frá Gafli i Keykjadal.
Þriðjudagur 16. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Við hinn fjölsótta baöstaö Grjótagjá. Aösókn þangað virðist ekki miklu minni en að undanförnu, þrátt
fyrir óróa undangenginna mánaöa og hrun og aörar breytingar I gjánni af þeim völdum. Hitastigið I
gjánni er nú komiö i 44 gráður og vissara að vera ekki lengi niðri i i einu.
t tjaldstaö við Kálfastrandarvoga, Vindbelgjarfjall i baksýn.
~ *■ -
-vVf W " - ■ ' -’- MSí-’W
Kálfastrandar stripar eru sérkennilegir hraundrangar skammt sunnan við Höiöa. Orskaninu er aó
ganga niöur að þeim af þjóöveginum.
Bláfjall séð frá Kállastrandarvogum.
manna, og þvi hægt um vik að
koma ruslinu þar fyrir. Það getur
að visu þýtt að menn verði að
taka það með sér nokkurn spöl, sé
tjaldað á afviknum staö, en hvern
munar um að taka plastpokann
með ruslinu meö sér þann spöl?
Þeir sem telja sig ganga sóma-
samlega frá sorpinu með þvi t.d.
að troða þvi i næstu gjótu, ættu að
velta þvi fyrir sér hvernig staður-
inn litiút eftir 10 slikar heimsókn-
ir, hvað þá ef 50 slikir gestir
kæmu, svo að ekki sé nú minnst á
lyktina. Sú tið er löngu liðin, að
vindur og vatn grandi úrgangi
mannsins. Hann hefur sigrast á
náttúrunni i þvi sem öðru, enda
skreyta plastumbúðir af ýmsu
tagi nú oft úrgangshauga okkar.
„Kast ikke plast i
naturen”
Ég rakst um daginn á piastpoka
upprunninn úr Danaveldi. Hann
varað sjálfsögðu kirfilega merkt-
ur sinu fyrirtæki, sem ég man nú
ekki hvert var. En það var annaö,
sem vaktiathygli mina. Á pokan-
um var þessi áletrun: „Kastikke
plast i naturen”,sem ég vænti aö
ekki þarfnist skýringa. Svipaðs
eðlis er áletrun á sænskum bjór-
umbúðum sem ég sá einnig
nýlega, og meira að segja einnig
á pappaspjaldi, með viðfestum
spón til silungsveiða, einnig frá
frændum vorum Svium . En hér er
ége.t.v. farinn að nefna snöru þar
sem það á ekki við, a.m.k. ekki á
meðan ýmis áhrifamikil öfl i okk-
ar þjóðfélagi mega ekki heyra
neinu hrósað, sem tiðkast hjá
norrænum frændum vorum, þar
sem i flestum tilvikum sé um
grimuklæddan kommúnisma að
ræða. Þvi gæti sú tillaga sem ég
ætla að bera hér fram orðið fram-
gangi hins annars þarfa máls til
trafala, en hún er á þá leið, að all-
ir þeir islenskir framleiðendur,
sem láta sérprenta á umbúðir
sínar,séu skyldaðir til að láta þar
fylgja leiðbeiningar um hversu
með skuli fara til að ekki hljótist
skaði af. I svipinn man ég ekki
nema eftir einu fyrirtæki sem
slikt hefur gert, en það er
áburðarverksmiðja rikisins. Þeir
eru þó of margir bændurnir sem
ekki hafa fylgt þeim leiðbeining-
um, heldur varöa slóö sina fjúk-
andi pokum,Þeir hinir sömu ættu
ekki að áfellást aðra fyrir svipaða
nauðgun á náttúrunni.
Opnir eldar eru hættu-
legir
Ýmsum finnst það auka mjög á
rómantik útilegu að tendra bál til
að sitja við fremur til augnayndis
en hita. Um þetta er ekkert nema
gott að segja ef allir kynnu með
að fara, en þvi fer viðs fjarri.
Fyrst má telja, að kveikja ekki
eldinn á grónu landi, heldur á
grjóti, eða i flagi, og hlaða þá upp
eldstæði.Annað atriði er aö setja
ekki annað á bálið en það sem
auðveldlega brennur upp. Sú til-'
hneiging viröist rik hjá mörgum
að fleygja öllu þvi sem til fellur á
eldinn, þ.á.m. matarleifum,
flöskum og dósum og öðru þvi
sem ekki brennur. Þykjast þeir
þar með uppfylla boðorðið um að
skilja ekki eftir rusl i tjaldstað —
skilja „aðeins” eftir óhreinsað
eldstæði, sem getur jafnframt
verið stórt brunasár i grænt hör-
und jarðarinnar.
Þriðja atriðið sem hér ber að
telja er að rifa ekki hris eöa skóg
til að brenna. Slikt leiðir innan
tiðar til þess i fjölsóttum tjald-
stöðum, að öllu kjarri sé eytt til
þessarar nútima kolagerðar.
Þess f stað geta menn safnað fúa-
sprekum og spýtum, eða öðru þvi
sem auðveldlega brennur og þrif
gætu verið i aö eyða.
Þá má enn nefna atriði sem
mörgum yfirsést, en það er að
slökkva bálið tryggilega áður en
það er yfirgefið. Um nauðsyn
þess ætti ekki að þurfa að fjöl-
yrða, en þurr mosi býður hætt-
unni heim svo sem nýleg dæmi
sanna, en ekki er langt um liðið
siðan slikir eldar geysuöu bæði
Borgarfirði og á Reykjanes-
skaga. Gerast þó önnur héruð
þurrlendari hérlendis.
Að siðustu ber svo aö minna
menn á að hreinsa upp eldstæðið
áður en þaö er yfirgefið. Þetta er
nauðsynlegur liður i reglunum
um hvernig skilja beri við án-
ingarstaö, og ætti einnig að afmá
eldstæöið með öllu. Best væri þó
að engir eldar væru kveiktir.þaö
er bæði áhættuminnst og þrifaleg-
ast.